Morgunblaðið - 14.01.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.1975, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 ## #•' 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 v_____;—-------y LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR (g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioivecEn Útvarp og stereo kasettutæki Í444 • 25555 UIIOIH IGA_carjrental FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbilar, sendibilar- hópferðabílar. * Annast allar CENTURY hita- blásarar Fyrirliggjandi ö ÞORHF I. -! REYKJAVÍK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 STAKSTEINAR Heimsókn forsætisráðherra Þjóðviljinn birtir á forsfðu sl. föstudag viðtal við Ölaf Gunnarsson, framkvæmda- stjóra Sfldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. Hann sagði þar m.a.: „Við þykjumst vissir um að stjórnvöld sýni okkur skilning f þessu máli. Það byggjum við fyrst og fremst á yfirlýsingu rfkisstjórnarinnar um að allt tjón f Neskaupstað verði bætt og að öll sú hjálp og aðstoð, sem hægt er að veita af opinberri hálfu, verði boðin fram til þess að atvinnulff f Neskaupstað geti sem allra fyrst komist í eðlilegt horf. Og það kemst ekki f eðlilcgt horf fyrr en bræðsla hefst að nýju.“ „Við erum mjög þakklátir rfkisstjórninni fyrir viðbrögð hennar og sérstaklega fyrir þann siðferðisstyrk og kjark, sem Geir Hallgrfmsson, for- sætisráðherra, veitti okkur með komu sinni til Neskaupstaðar strax eftir flóðin. Við Norðfirð- ingar erum ekki þekktir fyrir að styðja flokk forsætisráð- herra en okkur hefur ekki þótt vænna um komu nokkurs manns til Neskaupstaðar á erfiðum tfma. Hún varð m.a. til þess að sannfæra okkur um að vel myndi rætast úr fyrir okk- ur, þrátt fyrir allt.“ Orð búnaðar- málastjóra Það hefur vakið athygli, að búnaðarmálast jóri, sem er embættismaður, gætti Iftt flokkspólitísks hlutleysis f ára- mótayfirliti sfnu, sem m.a. kom fram í rfkisreknum fjöl- miðlum. Hann sagði m.a.: „Rit- stjóri Vísis endurtók bara fjar- stæður sfnar f stað þess að biðj- ast afsökunar á frumhlaupi sfnu. Satt að segja ætlaði ég ekki að svara þessum ádeilum. Mér kom ekki til hugar í upp- hafi annað en þetta væri frum- hlaup ritstjórans, og þeir sem hafa ráðið hann til starfa eða bera ábyrgð á málflutningi blaðsins myndu þagga niður f honum en svo hefur ekki orðið. Vísismenn virðast bara ánægð- ir með verk ritstjóra sfns. Þó er þakkarvert, að alllöngu eftir fyrstu árásina f Vísi var mál- staður landbúnaðarins tekinn upp og varinn myndarlega í Morgunblaðinu. Sá leiðari var þó nafnlaus, svo að enginn veit með vissu, hver þorði þar að taka upp hanzkann gegn þvf afli, sem stendur á bak við rit- stjóra Vfsis. Ég átti von á, að leiðandi sjálfstæðismenn f landbúnaði myndu ganga fram fyrir skjöldu og svara þessum ómaklegu árásum á landbún- aðinn f Vfsi sjálfum, svo þannig mætti á að ósi stemma. En sú von brást.“ Sfðan hefur dagblaðið Tfminn tönnlazt á þessum um- mælum búnaðarmálastjóra, nú sfðast í leiðara sl. laugardag. Hlutlaus embættismaður Þegar þess er gætt að búnaðarmálastjóri er, eða á að vera, hlutlaus embættismaður, sem á, þegar hann talar f embættis nafni, að gæta flokks- pólitfsks hlutleysis, þó hann verji að sjálfsögðu málstað landbúnaðarins, er þetta frum- hlaup (annað orð á þvf miður ekki við hér) hans f meira lagi ámælisvert. Hann nefnir það, nánast innan sviga, að mál- staður landbúnaðarins hafi ver- ið varinn myndarlega f Morgunblaðinu, en dylgjar um það f því sambandi, að sú vörn hafi verið sfðbúin, nafnlaus og að þingbændur Sjálfstæðis- flokksins þegi þunnu hljóði! 1 þessu sambandi skal tekið fram að forystugreinar Morgun- blaðsins eru ekki auðkenndar höfundi af þeirri einföldu ástæðu að þær túlka skoðanir blaðsins en ekki sjónarmið ein- staklinga, sem þær skrifa hverju sinni. Hér er sfður en svo stuðlað að þeirri skjaldborg um málefni landbúnaðarins, þeirri samstöðu og þvf sam- átaki, sem landbúnaðurinn þarf svo mjög á að halda, og ætla mætti, að stæði búnaðar- málastjóra nær en bein sundr- ungariðja. Morgunblaðið hefur ftrekað vakið athygli á þvf, að land- búnaðarskrif Vfsis skjóti langt yfir mark, þó að ritstjóri þess sé að sjálfsögðu frjáls að skoð- unum sfnum. Morgunblaðið hefur m.a. lagt áherzlu á: 1) Að framleiðsla, sem er gjaldeyris- sparandi, gegni sama hlutverki og gjaldeyrisaflandi, 2) að niðurgreiðslur landbúnaðaraf- urða séu hagstjórnartæki og fremur f þágu neytenda en framleiðenda, 3) að úrvinnsla landbúnaðarafurða og iðnaðar- og verzlunarþjónusta við land- búnaðarhéruð sé ein helzta stoðin f atvinnulífi og afkomu velflestra þéttbýliskjarna á landsbyggðinni og í 4) að tilvist landbúnaðar sé ein meginfor- senda byggðar f landinu öllu, m.a. fjölmargra útgerðar- og fiskvinnslubæja, sem eru veigamiklir hlekkir f nýtingu fiskimiða okkar, sem liggja allt umhverfis landið. Þórður á Látrum: Þjóðhátíðarár horfið af sviði þjóðlífsins Já, far vel farsælt ár Fyrir mitt byggðarlag, mína sveit, Rauðasandshrepp, segi ég árið hafa verið gott og farsælt, þegar á heildina er litið, nema hvað símaþjónusta okkar var skert verulega á árinu, og þar með öryggi og þægindi fólksins, sem er illa farið. Vorið og sumarið var sérlega hagstætt fyrir bændur, einnig haustið, og allt út nóvember, desember hefir verið kaldur og erfiður mánuður, með frosti og fönn, ófærum vegum og öðrum erfiðleikum sem vetrarrfki hefir í för með sér, og þannig byrjar einnig árið 1975, með rosa tfð til sjós og lands. Vonandi fékk þjóðin mikinn lærdóm af þjóðhátíðarárinu því það kom víða við, og með mörg- um hætti mjög á óvart. Er það fyrst að telja í sambandi við þjóðhátíðarhaldið, hversu vel og ánægjusamlega það fór fram um land allt. Fólk var svolítið kvíðið fyrir því, að sá bölvaldur sem nú og fyrr tröllríður þjóð- inni og er valdur að flestum óhappaverkum meðal hennar, og óhamingju fjölda heimila, áfengið mundi spilla hinni sönnu gleði þjóðhátíðarhalds- ins, en það gerðist ekki, og hvergi, það var þjóðarsómi. Þjóðhátíðarárið hefir fært landsmönnum sorg og gleði, skin og skúrir, sem öll önnur ár fyrr og síðar hafa gert og munu gera. Það hefir sýnt okkur, að við erum enn sem einstaklingar og sem þjóð, allt að því eins máttvana frammi fyrir hamför- um náttúrunnar og við vorum fyrir 1100 árum, nema til að leysa fjárhagslegan vanda sem af hamförunum leiðir, þar get- um við að nokkru komið vörn- um við eða leyst smávanda. Arið hefir sannfært okkur svo ekki verður um villst, að við eigum að nota þá innlendu orku sem svo til alstaðar liggur fyrir fótum okkar, í stað þess að kaupa hana að í formi olíu, að svo miklu leyti sem okkur er fært. Árið hefir sennilega gert út um það, að við getum ekki staðið ein sér, utan við þjóða- fjölskylduna, heldur eigum að standa innan hennar sem sjálf- stæður einstaklingur. Árið hefir sannað okkur það sem gamla máltækið segir: „Svo lengi lærir sem lifir.“ Með nýjum tækjum á hvaða sviði sem er þurfum við nýjan og meiri lærdóm, stjórnandi sem þjónustumenn, einkum þó stjórnandinn, á honum hvílir þunginn og vandinn hvernig sem fer, því hæpið að hann geti nokkurn tímann sagt, eða nokkur annar fyrir hann, ef illa fer, að hann sé með öllu saklaus af því sem skeð hefir. Margt hefir óhugnanlegt gerst á árinu, sem læðir inni þjóðarvitundina kvíða og ótta við hvert stefnir, á ég þar við, morð, mannhvörf, með dular- fullum hætti og virðingarleysi fyrir eignum og lífi samborgar- anna. Að vísu er þetta algengt í þjóðafjölskyldunni sem við til- heyrum, en veldur þó alstaðar kvíða og óhugnaði, en sennilega meiri hjá okkur af því við erum svo fá, þekkjumst betur og ber- um meiri virðingu hvert fyrir lífi annars í anda þess kærleika og kristindóms sem við höfum haft að leiðarljósi. Flest bendir til, að þjóðhátíð- arárið, eða hugleiðing í sam- bandi við það, hafi svosem vera bar, fengið fólk til að hugsa lengra og dýpra en gerist í önn dagsins, svo einstaklingurinn hafi náð meira til síns kærleiks- kjarna sem allir eiga innst inni hvað sem utanum hann kann að hlaðast, og komið fram eftir hans tilvísan á kærleiksríkan hátt. Það finnst mér skýringin á svo almennt jákvæðri fram- komu fólks á þjóðhátíðunum um land allt, sem yljaði þjóð- inni og hefir góð og ég vona varanleg áhrif. Það kom fram í Morgunblað- inu fyrir skömmu, að gamall maður tapaði plastpoka með sparisjóðsbókum og peningum, aleigunni. Gamli maðurinn virt- ist vera búinn að missa trú á heiðarleik fólks, og sagði ekki frá tjóni sínu, því hann taldi það til einskis. En viti menn, roskin hjón finna pokann með verðmætunum, afhenda hann lögreglunni svo þau komist til eigandans. Þetta er ákaflega fagurt dæmi um heiðarleika fólks, en þannig held ég að mestur hluti fólksins sé. Ég get nefnt annað skemmtilegt dæmi um heiðarleika fólks frá þjóð- hátiðarsumrinu, það gerðist hér útá horni landsins, á síðasta degi þjóðhátíðar okkar Vest- firðinga. Eg vildi vera þar loka- daginn með allt mitt fólk, en ég hef bensínsölu fyrir ESSO, þá einu bensínsölu á stóru svæði, en líklegt að margan vantaði bensin þennan dag því margir lögðu þá leið sína á Látrabjarg. Ég setti því auglýsingu á tank- inn, og bað fólk að afgreiða sig sjálft eftir þörfum, og gjöra svo vel að láta greiðsluna ásamt miða með árituðum lítrafjölda og bílnúmeri inná stofuborð mitt, þar var engu læst úti eða inni. Þegar við komum heim um nóttina lá hrúga af ávis- unum og peningum á borðinu, og margir miðar, sumir skrif- uðu þakkir fyrir auðsýnt traust. Við samanburð á teljara tanks- ins og greiðslum, passaði allt uppá krónu. Leyfi ég mér að senda kaupendunum, mínar bestu áramótaóskir, og þakka ánægjuleg og sérstæð viðskipti. 1 þeim anda heiðarleika og bræðralags vona ég að sem flestir geti kvatt þjóðhátiðar- árið og byrjað nýtt ár. Gleðilegt ár. • Látrum, 1/1. ’75. Þórður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.