Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 31

Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 17 Nýi völlurinn niun liæta mikið aðstöðu G.A. Rætt við Frímann Gunnlaugsson, formann klúbbsins Hörður Hilmarsson ÞEIR sem á annað borð fylgj- ast með íþróttum, einkum knattspyrnu, hafa vart komist hjá að taka eftir ungum knatt- spyrnumanni úr Val, Herði Hilmarssyni. Auk þess að vera einkar leikinn knattspyrnu- maður er hann og snjall hand- knattleiksmaður og leikur nú með K.A. frá Akureyri, sem nú er I efsta sæti í 2. deiid, eina liðið sem þar leikur sem ekki hefir tapað ieik. Hörður byrjaði að leika með mfl. Vals f knattspyrnu árið 1971. Til að byrja með lék hann sem útherji og augu manna beindust að þessum háa leikmanni vegna tækni hans og útsjónarsemi. Hin sfð- ari ár hefir Hörður leikið sem tengiliður, og af umsögnum blaða og áhorfenda hefir mátt ráða að hann hefir verið einn besti maður liðsins. Margir hafa gert þvf skóna að Hörður ætti tvfmælalaust heima f landsliðinu, og það gerðist einmitt f sumar að hann lék sinn fyrsta landsleik, en það var gegn Færeyingum ytra. Auk þess hefir hann leik- ið ýmsa úrvalsleiki. Segja má að hátindurinn á ferli Ilarðar sem knattspyrnu- manns til þessa hafi verið er Valur varð bikarmeistari árið 1973, eftir stórsigur yfir Kefl- vfkingum sem þá höfðu tryggt sér glæsilegan sigur f tslands- mótinu. 1 framhaldi af þessum sigri tóku Valsmenn þátt f Evrópukeppni bikarmeistara nú f ár. Þeir drógust gegn frska liðinu Portadown, en féllu úr keppninni. I tengslum við ferð sfna til trlands komu Vaismenn við f Englandi í boði 2. deildarliðsins York. Að- spurður um samanburð á fs- lenskri og enskri knattspyrnu sagði Hörður að 1. deildin fs- lenska væri lfklega sambæri- leg við 4. deildina ensku. Hann sagði og að það væri einkum hinn margumtalaði aðstöðu- munur sem gerði það að verk- um að fslenska knattspyrnu bæri ekki hærra en raun ber vitni. Hörður sagði og að vart liði langur tfmi þar til nauð- syn bæri til að umbuna fs- lenskum knattspyrnumönnum á einhvern hátt. Þegar talið barst að hinum erlendu þjálfurum sem landið gistu f sumar sagði Hörður. „Sjálfsagt voru þetta ágætis þjálfarar, en spurningin er sú hvort þeir hafa skilið eitthvað eftir hjá okkur knattspyrnu- mönnunum. Það er mfn skoðun að þeim peningum sem varið var til greiðslu launa þeirra hefði betur verið varið til að halda námskeið fyrir innlenda þjálfara. Það verður að gera okkar þjálfurum kleift að afla sér menntunar." Eins og fyrr getur hefir Hörður Hilmarsson og getið sér gott orð sem handknatt- Framhald á bls. 21. ÞEGAR við Morgunblaðsmenn vorum að leita fanga norður á Akureyri á dögunum áttum við tal við Frfmann Gunnlaugsson formann Golfklúbbs Akureyrar. Eins og mörgum mun efalaust kunnugt hafði Frfmann mikil af- skipti af fþróttamálum f Reykja- vfk áður en hann fluttist norður. Einkum var það handknattleikur- inn, sem átti hug hans, en þar starfaði hann ötullega að þjálf- unarmálum, var um tfma með landsliðið. Ekki lögðust afskipti hans af fþróttum niður þegar hann fluttist norður. Hann hefir starfað af krafti að fþróttunum þar, einkum skiðafþróttinni, en kona hans var einmitt fremsta skíðakona landsins um árabil, Karolfna Guðmundsdóttir. Einnig hefir handknattleikurinn fyrir norðan notið krafta hans og nú er gólfið komið á listann, svo óhætt er að segja að maðurinn hefir komið víða við. Stofnfundur Golfklúbbs Akur- eyrar var haldinn þann 19. ágúst árið 1935 svo klúbburinn á fjöru- tiu ára afmæli á þessu ári. Fyrsti formaður klúbbsins var Gunnar Schram síðar ritsímastjóri í Reykjavík. Auk hans voru helztu hvatamenn að stofnun Golf- klúbbsins þeir Helgi Skúlason augnlæknir, og bræðurnir Jakob kaupfélagsstjóri og Svanbjörn bankastjóri Frímannssynir. Fyrsti golfvöllur klúbbsins var útundir Glerárósum, nánar til- tekið þar sem Slippstöðin er nú. Skömmu síðar eða 1943 flutti klúbburinn starfsemi sína á völl- inn uppi við Þórunnarstræti sem flestum kylfingum er efalaust kunnur. Sá völlur var siðan í notkun allt fram til ársins 1970 þegar hinn nýi golfvöllur Akur- eyringa að Jaðri var tekinn í notk- un. ^Þessi nýi völlur er níu holur. Þir sem klúbburinn er einnig ágæta aðstöðu til annarra þátté félagsstarfsins. Það varð Golf klúbbi Akureyrar ekki mjöf erfiður baggi að komast yfir hinr nýja golfvöll þar sem þeir sem komu gamla vellinum upp höfðu verið svo forsjálir að kaupa landið sem völlurinn stóð á. Þess vegna höfðu Akureyrarbær og Golf- klúbburinn makaskipti á landi gamla vallarins og þess nýja, en bærinn hyggst nýta landið sem gamli völlurinn er á undir bygg- ingalóðir. Eins of fyrr getur er nýi völlur- inn aðeins níu holur enn sem komið er. Fyrir dyrum stendur að stækka völlinn upp í átján holur og vona Akureyringar að þeim verði úthlutað viðbótarlandi undir þá stækkun nú i sumar. Ef af því verður ætti að vera mögu- legt að bjóða upp á átján holu völl 1979, og yrði að því mikill bragar- bót. En það er meira sem fram undan er i framkvæmdum við völlinn að Jaðri. Nú í haust fékk klúbburinn vatnslögn þangað upp eftir og við það opnuðust mögu- leikar á að leggja fyrir vatni út á flatirnar, þannig að kleift verður að halda þeim i betra ásigkomu- lagi en verið hefir. Einnig mun á sumri komanda reynt að byggja hús við völlinn fyrir verkfæri. Frimann sagði okkur að á þvi léki ekki efi að golfið ætti aukn- um vinsældum að fagna á Akur- Klúbbnum hefði vaxið mjög fisku'? klQ. brvse eftir að öll að- staða klúoAsins hefði breytzt til batnaðar. Félagar eru nú um 130 og eru flestir þeirra virkir golf- iðkendur. Á siðari árum hefir hlutur unglinga farið mjög vax- andi og sagði Frfmann það gefa fyrirheit um vaxandi viðgang golfíþróttarinnar á Akureyri. Þegar talið sveigðist að fjármál- unum sagði Frimann að eðlilega ætti Golfklúbbur Akureyrar í fjárhagserfiðleikum eins og flest önnur íþróttafélög. Þó sagði hann að þeir félagar kvörtuðu ekki þar sem samtakamáttur félaganna væri mjög mikill og mættu margir af því læra. Rekstrarfé sitt fær klúbburinn einkum af árstillög- um félaganna. Karlar sem iðka golf að ráði greiða í árstillag krónur fimmtán þúsund. Konur og unglingar greiða lægra árgjald svo og byrjendur. Auk þess afiar klúbburinn sér talsverðs fjár með firmakeppni. Þá gat Frímann þess að Akureyrarbær hefði sýnt Golfklúbbnum mjög mikinn skiln- ing. Árangur Akureyringa í golfi hefir í þessi fjörutíu ár verið mjög góður. Alls hefir verið leikið um íslandsmeistaratitil i 33 skipti og hafa Akureyringar unnið titil- inn alls 14 sinnum. Sá sem fyrstur Akureyringa varð til að vinna titilinn er Sigtryggur Júlíusson, sem enn er virkur þátttakandi i golfi, en það var árið 1946. Framhald á bls. 21. Alan Hudson SÁ knattspyrnumaður, enskur, sem hvað mesta athygli hefir vakið það sem af er leiktfmabilinu, er Alan Hudson, Hudson er miðvallar- leikmaður hjá Stoke, en þangað kom hann frá Chelsea og greiddi Stoke 240 þús. pund fyrir réttu ári, eða f janúar 1974. Upphæðin, sem Stoke greiddi fyrir Hudson, var þá mestu peningar, sem félagið hafði greitt fyrir leikmann, en f vetur keypti Stoke landsliðs- markvörðinn Peter Shilton fyrir enn hærri upphæð, eða 300 þús. pund. En það var hvorki Shilton eða Stoke sem vera átti uppistaðan f þessu greinarkorni, heldur hinn stórkostlegi knattspyrnu- maður Alan Hudson. Hudson er fæðdur f Chelsea og hefir alið mestan sinn aldur þar. Ráðamenn Chelsea komu fljótt auga á hæfileika hans sem knattspyrnumanns, og hann hafði leikið 145 leiki fyr- ir Chelsea og skorað 10 mörk fyrir félagið þegar hann yfir- gaf það og fluttist til Stoke-on -Trent. Það urðu margir til að spá Hudson miklum frama f knattspyrnunni. Meðal þeirra var Sir Alf Ramsey. Hann sagði um Hudson fyrir fjórum árum. „Það eru engin takmörk fyrir getu Hudsons". En frami Hudsons varð þó eigi eins skjótur og aðdáendur hans höfðu vonast til. Þó blandaðist engum hugur um hæfileika hans. Það tók að anda köldu á milli Hudsons og fram- kvæmdastjóra Chelsea, Dave Sexton, og meðal annars þess vegna varð árangur Hudsons ekki eins góður og búist var við. Þvf var aðeins um eitt að gera og það var að fara fram á sölu. Það gerði Hudson og Tony Waddington fram- kvæmdastjóri Stoke varð fljótur til og keypti Hudson. Tony Waddington, eða Waddo, eins og hann er oftast kallaður, sér ekki eftir þeim kaupum. Nú þegar hann sér hinn mykla styrk Hudsons hefir hann látið hafa eftir sér að Stoke hafi fengið Hudson fyrir hálfvirði. t fyrra þegar Hudson kom tii Stoke var félagið f fjórða sæti neðan frá f 1. deildinni. En þegar leiktfmabilið var úti var Stoke f fimmta sæti ofan frá talið. Þennan árangur, sem er einn sá besti sem Stoke hefir náð, þökkuðu flestir frábærum leik Alan Hudsons. Þess má til gamans geta að Stoke hefir aldrei náð lengra en í fjórða sæti í 1. deildinni, en það gerðist tvisvar, árin 1935*-36 og 1946—7. En nú eru margir þeirrar skoðunar að Stoke verði meistari, allavega að þeir verði mjög ofarlega á blaði. Um flutning sinn frá Chelsea til Stoke og byrjun. sfna hjá þeim sfðarnefndu segir Hudson. „Uppspretta Framhald á bls. 21. Björgvin Þorsteinsson, skærasta stjarna Golfktwbbs Akureyrar og raunar áberandi bezti íslenzki golfmaðurinn um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.