Morgunblaðið - 14.01.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 14.01.1975, Síða 36
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 ARMANN r.l,ATAW l)VR- MÆTU STICITILKR ARMANNSSTÚLKURNAR glöt- uðu dýrmætu stigi til KR er liðin mættust 11. deild á laugardaginn. Leiknum lauk með jafntefli, 11:11, eftir að Armann hafði haft yfir I hálfleik 5:4. Um tíma Ieit út fyrir að Armann ætlaði að vinna örugglega, en staðan var þá 10:7 Armanni I vil. En þá náðu KR- stúlkurnar góðum leikkafla og höfðu náð yfirhöndinni skömmu fyrir leikslok, 11:10. En Armann átti síðasta orðið og náði að jafna. Ef Armannsstúlkurnar ætla að vera með í kapphlaupinu um ts- landsbikarinn mega þær ekki við þvf að tapa fleiri stigum á þennan hátt. 1 þessum leik hafði það greinilega sfn áhrif, að Erlu Sverrisdóttur vantaði f lið Ar- manns, og veikti það liðið til muna. Leikurinn gat ekki hafizt fyrr en nokkru eftir auglýstan leik- tima, þar eð annar dómaranna lét ekki sjá si Soint um síðir tókst að útvega dómara með full rétt- indi og gal leikurinn þá hafizt. Ámann komst yfir í byrjun 2:0 en Hjördís Sigurjónsdóttir jafnaði metin. Um miðjan fyrri hálfleik náði KR forystunni 4:3 en Armann skoraði tvö síðustu mörk hálfleiksins, 5:4, og hélt forystunni fram á loka- mfnúturnar. Þegar vel var liðið á seinni hálfleikinn hafði Ármann yfir 10:7 og voru menn nú farnir að sjá fram á öruggan sigur liðs- ins. En það var nú öðru nær, KR skoraði 4 næstu mörk, þær Helga Sigþórsdóttir og Hansfna Melsted sín tvö mörkin hvor og staðan var skyndilega orðið 11:10 KR f vil og Ármann í slæmri stöðu. En Jó- hanna Ásmundsdóttir átti sfðasta orðið fyrir Armann og tryggði jafnteflið 11:11. Hjá Ármanni bar mest á þeim Guðrúnu Sigurþóvsdóttur og Jó- hönnu Ásmund'd 'ttur, en greini- legt að liðið saknaði sfns aðalmarkaskorara, Erlu Sverris- dóttur, sem ekki gat leikið með að þessu sinni. KR-liðið er á uppleið eftir frekar slaka byrjun í mótinu, og munar mikið um að Hjördís Sigurjóns- dóttir er sem óðast að komast í sitt gamla form. Auk hennar bar mest á þeim Hansinu Melsted og Helgu Sigþórsdóttur í liði KR en sú siðastnefnda er ein þeirra mörgu Húsavíkurmeyja sem lífgað hafa upp á handknattleikinn hér syðra að undanförnu. Dómarar voru Ölafur Stein- grímsson og Guðmundur Þor- björnsson, sem hljóp f skarðið fyrir Hauk Hallsson sem mætti ekki til leiks. Ölafur dæmdi af röggsemi en sama slenið var yfir Guðmundi og í fyrri leiknum. Mörk Ármanns: Guðrún 5, Jó hanna 3, Anna, Auður og Katrín eitt mark hver. Mörk KR: Hansína 5 (4 v), Helga 3, Hjördís 3. — SS. Björg Jónsdóttir, skorar f leik Vals og Fram á sunnudagskvöldið. V alur sigr aði Fr am í uppgjöri toppliðanna VALUR sigraði Fram 16:13 f upp- gjöri toppliðanna f 1. deild kvenna á sunnudagskvöldið, en bæði lióin voru taplaus fyrir leik- inn. Og hætt er við að Valsstúlk- urnar verði ekki stoppaðar á leið sinni að enn einum Islands- meistaratitli, allavega ef þær leika eins vel og þær gerðu á móti Fram. Potturinn og pannan f leik Valsliðsins var eins og svo oft áður Sigrún Guðmundsdóttir. Hún var hreint óstöðvandi og skoraði 12 af þessum 16 mörkum Vals. Þvf verður ekki móti mælt, að Sigrún er mesta skytta sem fslenzkur kvennahandknattleikur hefur átt fyrr og sfðar. Framstúlkurnar eru núverandi handhafar Islandsbikarins og á Víkingur fékk sín fyrstu stig gegn Þór VÍKINGUR krækti í sín fyrstu stig í 1. deiid kvenna á laugardaginn en þá mættu Víkingsstúlkurn- ar Þór frá Akureyri. Loka- tölurnar urðu 11:7, verð- skuldaður sigur betra liðs- ins. Leikurinn var slakur að beggja hálfu og greini- legt, að þessi tvö lið verða í neðri helmingi deildarinn- ar nema leikur þeirra breytist þess meira til batnaðar. En hörku vant- aði ekki í liðin og fengu þau að beita hinum fjöl- breyttustu glfmutökum leikinn út óáreitt af linum og áhugalitlum dómurum þessa leiks. Vfkingur komst í 3:1 í byrjun og skoraði Agnes Bragadóttir öll mörk Vxkings, en hún er sú eina í liðinu sem virðist þess megnug að skjóta svo eitthvað púður sé í. Þórsstúlkurnar skoruðu 3 næstu mörk og komust yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum, 4:3. Staðan í hálfleik var 4:4. Agnes skoraði tvö fyrstu mörk Vfkings í seinni hálfleik og breytti stöðunni í 6:4. Eftir það var sigur Víkings aldrei í hættu og lokatölurnar urðu sem fyrr segir 11:7 Víkingi I vil. Hjá Vfkingi bera tvær stúlkur af öðrum, þær Agnes Bragadóttir, sem í þessum leik skoraði 8 mörk af 11, og Þórdís Magnúsdóttir landsliðsmarkvörður, sem varði flestöll skot sem að markinu komu mjög auðveldlega, þar á meðal tvö vítaköst. Þá má nefna Guðrúnu Hauksdóttur, sem er drjúg i spilinu en alltof rög við að skjóta. Erfitt er að dæma Þórslið- ið eftir þessum leik, sem var ákaf- lega slakur af hálfu liðsins. Mest áberandi voru Hanna Jóhanns- dóttir og Magnea Friðriksdóttir auk ónefndra valkyrja í vörninni, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Dómarar voru Guðmundur Þor- björnsson og Jón Sigurðsson og voru hreint út sagt hörmulegir. , Mörk Víkings: Agnes 8 (4 v), Ástrós, Guðrún og Guðbjörg eitt hver. Mörk Þórs: Hanná 3 (1 v), Magnea 3 (1 v), Harpa eitt mark. — SS. fyrstu mínútum leiksins gegn Val var ekki annað að sjá en þær ætluðu að halda þeim titli auð- veldlega. Framstúlkurnar léku mjög vel þessar fyrstu mínútur leiksins og nýttu sér út í yztu æsar veilur á vörn Vals. Og eftir aðeins fimm mínútna leik var staðan orð- in 6:1 Fram i hag. En þá urðu kaflaskil í leiknum. Valsvörnin, sem hafði verið opin og baráttu- laus, fór framar á völlinn og Odd- gerður Oddgeirsdóttir f markinu fór að verja með ágætum. Þetta setti Framsúlkurnar úr stuði. Sigrún skoraði nú fimm mörk í röð og hafði jafnað metin þegar 17 mínútur voru af leik og í leik- hlé hafði Valur eitt mark yfir, 9:8. Framan af seinni hálfleik hélzt leikurinn nokkuð í jafnvægi en brátt fóru Valsstúlkurnar að síga framúr og um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 15:11 og sigur Valsstúlknanna í höfn. Þær léku afar sterkan varnarleik í hálf- leiknum og komust Framstúlk- urnar lítið áfram f sókninni. Lokatölurnar urðu sem fyrr segir 16:13, verðskuldaður sigur Vals. Sigrún Guðmundsdóttir átti al- gjöran stjörnuleik í sókninni hjá Val og skoraði úr öllum möguleg- um og ómögulegum færum. Það var ekki fyrr en í lokin að Fram setti Sigrúnu f gæzlu, en þá var það um seinan. Annars er óvfst hvort nokkuð hefði þýtt að setja Sigrúnu í gæzlu, hún var í slikum ham, að hún hefði líklega hlaupið allar gæzlukonur af sér. Vegna stjörnuleiks Sigrúnar í sókninni féllu aðrar túlkur í Valsliðinu nokkuð i skuggann en þær áttu margar prýðisgóðan leik, einkum í vörninni, og þar var Sigrún reyndar eins grimm og hver önn- ur. Er helzt ástæða til að nefna Oddgerði í markinu sem oft varði með miklum ágætum. Framliðið byrjaði með miklum glæsibrag en síðan kom mjög slakur kafli og var eins og liðið næði sér aldrei á strik eftir þann slæma kafla. Fjórar stúlkur skor- uðu öll mörk liðsins og á þeim byggðist allt spil, þeim Arnþrúði Karlsdóttur, Jóhönnu Halldórs- dóttur, Oddnýju Sigsteinsdóttur og Sylviu Hallsteinsdóttur. Er gaman til þess að vita hvað Sylvia stendur sig alltaf vel. Oddný skor- aði nokkur mörk með miklum þrumuskotum, en var helzt til rög við skotin. Þá stóð markvörður Fram sig ágætlega. Dómarar voru Kjartan Stein- back og Gunnar Kjartansson og dæmdu yfirleitt vel, þótt stund- um mætti finna að dómgæzlu þeirra. En þannig er það líka allt- af. Það er enginn fullkominn í þessu frekar en öðru. Mörk Vals: Sigrún 12 (4 v), Elín 2, Björg J. og Björg G. eitt hvor. Mörk Fram: Arnþrúður 4 (2 v), Oddný 4, Sylvía 3(1 v), Jóhanna 2. — SS. • % Norðanstúlkurnar náðu stigimum af Breiðabliki HÆJGT væri að lýsa leik Breiða- bliks og Þórs í 1. deildar keppni kvenna, sem fram fór í Garða- hreppi á sunnudaginn, með tveimur orðum: Hrein hörm- ung. Stúlkurnar, sem þessi lið skipa, virðast kunna harla lítið fyrir sér f handknattleik, og áhuginn virtist í lágmarki, sér- staklega hjá Breiðabliksstúlk- unum, sem eru í mikilli fall- hættu, eftir að hafa tapað leik þessum 9:12. Hjá liði Þórs sást þó stöku sinnum einstaklings- framtak sem gladdi augað, og það var aldrei vafi á þvf að Þórsliðið var betra en Breiða- bliksliðið, og sigur Norðan- stúlknanna var fyllilega réttlát- ur. Það blés þó ekki byrlega fyrir þeim f upphafi leiksins, þar sem Breiðablik komst fljót- lega í 3:0. í hálfleik var staðan hins vegar orðin 4:4, og hafði Breiðablik þá misnotað eitt vítakast. Seinni hálfleíkurinn var til muna betur leikinn en sá fyrri og náði Þórsliðið snemma þriggja marka forystu, er stað- an var 7:4. Tókst Þór að trufla mjög sóknarlotur Breiðabliks- liðsins með þvf að senda Magneu Friðriksdóttur fram á völlinn, og enduðu ófáar send- ingar Kópavogsstúlknanna beint í höndum hennar. Beztar i liði Þórs voru þær Guðrún Stefánsdóttir, Magnea Friðriksdóttir og Hanna Jóhannsdóttir, sérstaklega þó sú fyrstnefnda. 1 Breiðabliks- liðinu var tæpast hægt að tala um að ein væri annarri betri. Helzt voru það þær Kristin Jónsdóttir og Sigurborg Daða- dóttir sem upp úr stóðu. Mörk Breiðabliks: Kristín Jónsdóttir 5 (öll úr vftaköst- um), Sigurborg Daðadóttir 3 (1 v) og Arndfs Björnsdóttir 1. Mörk Þórs: Guðrún Stefáns- dóttir 5, Magnea Friðriksdóttir 3 (1 v), Hanna Jóhannsdóttir 3 (2 v) og Soffia Hreinsdóttir 1. Leikinn dæmdu vel þeir Þór- arinn Sigurðsson og Magnús Arnarson. — stjl. 1. deild kvenna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.