Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 18

Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975 JÓNJ. VÍÐIS MINNINGARORÐ F. 31. maí 1894 D. 6. jan. 1975. Enn einn samferðamaðurinn er horfinn héðan, öðlingsmaðurinn Jón J. Víðis. Mér er það úr minni liðið, hve- nær fundum okkar Jóns bar fyrst saman. En haustið 1922, er ég hóf kennslu i Menntaskólanum var Jón þar fyrir og kenndi teikn- ingu, (frá 1919—1929). Jón var sjálfur afburða teiknari og teikn- aði m.a. þá gerð af stúdentshúfu, sem enn er notuð. En hann var lika ágætur teikni- kennari og mjög vinsæll af nem- endum. Við urðum fljótt góðir kunningjar, þó að hann væri sex árum eldri en ég. Og svo var það sumarið 1924, að Jón stakk upp á þvi við mig að við skyldum fara í ferðalag inn i öræfi, en þangað hafði ég aldrei komið, en á þessum árum var að vakna áhugí fyrir slíkum ferðum. Varð það að ráði, að við skyldum fara á reiðhjólum austur að Geysi og fara svo gangandi kringum Langjökul og bera nesti og annan útbúnað á bakinu. En þegar við komum að Múla í Biskupstungum á heitum degi, fundum við, að bakpokarnir sigu í, svo að við fengum þar leigðan sinn hestinn hvor, þó að við værum lítt fjáðir. Og svo lögðum við af stað inn í fjallafaðm öræfanna. Eftir rúma viku komum við aftur að Múla eftir dásamlega ferð í ýmsu veðri umhverfis Langjökul. I þessari ferð kynntist ég Jóni sem hinum ágætasta ferðafélaga. Hann hafði alla forustu á hendi, kunni til allra verka, var athug- ull, gætinn og úrræðagóður, af- burða hjálpsamur og velviljaður, glaðlyndur og jafnlyndur, og svo reyndist hann mér æ síðan. Sex árum síðar, siðsumars 1930, gekkst Sigurður frá Laug fyrir því að reyna að finna bílfæra leið frá Gullfossi að Hvítárvatni og fékk Jón Víðis og Ásgeir frá Fróða, sem báðir unnu hjá vega- málastjóra, og mig til liðs við sig. Með kunnugleik og dirfsku Sigurðar og aðgæzlu Jóns tókst okkur að koma gamla Fordinum hans Sigurðar yfir þýfða móa, grýtta mela og Sandá og upp Blá- fellsháls og að Hvítárvatni. Við villtumst í svarta þoku, en þetta ferðalag varð til þess, að þessi leið var fljótlega rudd. Og svo í ágúst 1933 ók Sigurður gamla Eordinum, ÁR 77, þverl yfir landið, Sprengisandsleið yfir óbyggðirnar, 200 km frá Galtalæk að Mýri í Bárðardal og síðan til Reykjavíkur og vorum við þá með, Jón Víðis, Valdimar Svein- björnsson og ég. Þeir Jón og Sigurður réðu ferðinni og völdu leiðina. Sigurður var áræðinn og ódeigur, en Jón aðgætinn og glöggur á aðstæður og fór það vel saman. Jón hélt nákvæma dagbók og skrifaði allt hjá sér um færð og vegalengdir, því að hugsunin var sú að finna þarna bílfæra leið yfir landið, sem og varð, þó að meir en 30 ár liðu þar til hún var merkt og rudd. Skilst mér, að sú leið liggi í aðalatriðum þar sem þeir Jón og Sigurður völdu veginn i upphafi. Þetta var ógleymanleg ferð, að fara um alókunnar slóðir, ókort- lagðar þá, svo að við vissum aldrei hvað við tæki bak við næsta leiti, með kraftlítinn, ofhlaðinn bíl i eftirdragi. Sumarið 1964 fórum við Jón og Valdimar og ég svipaða leið norður Sprengisandsleið en það var með mörgum mönnum með 4 kraftmikla bíla, en það var allt öðruvísi. Við Jón fórum ekki fleiri ferðir saman, en við hittumst oft, og alla ævi sína var hann sá sami góði félagi, sem ég kynntist í fyrstu ferðinni umhverfis Langjökul fyrir meir en hálfri öld, ósérhlíf- inn og velvinnandi, ákaflega reglusamur, hjálpsamur og hjartahlýr, góðlyndur og glað- lyndur og gegnheiðarlegur dreng- skaparmaður í hvívetna. Og nú er þessi samferðamaður minn og margra annarra farinn á nýjar leiðir. Við söknum hans og minnumst hans með hlýjum huga, þökkum honum samfylgdina og óskum honum góðrar ferðar. Einar Magnússon. Deyr fé, deyja frændr deyr sjalfr et sama, en orðstfrr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Þessi speki hinna fornu háva- mála kemur mér i hug, er ég með fáeinum þakkar- og kveðjuorðum minnist hins mæta manns, Jóns J. Víðis, mælingamanns, sem ætt- ingjar, venzlafólk og aðrir vinir kveðja hinztu kveðju í dag. En Jón lézt þ. 6. janúar sl. af völdum slyss, er hann varð fyrir rétt fyrir jólin. Jón J. Víðis fæddist að Þverá í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu 31. maí 1894 og varð því áttræður á s.l. vori þjóðhátíðarársins. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónsson- ar, Þveræings, Jóakimssonar hreppstjóra á Þverá Ketilssonar og konu hans Herdísar Asmunds- dóttur, en móðir Jóns var Hall- dóra Sigurðardóttir, bónda í Koll- staðagerði á Völlum S-Múlasýslu og konu hans Guðríðar Eiríksdótt- ur frá Skriðuklaustri. Sigurður var Guttormsson Vígfússonar, al- þingismanns á Arnheiðarstöðum og konu hans Halldóru Jónsdótt- ur vefara Þorsteinssonar prests t Dóttir min og systir okkar, SIGRÍOUR HJÁLMARSDÓTTIR BJERG, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 15 janúar kl. 1.30 Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi og systkini. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR BJÖRNSSON, trésmiður, Kárastig 7, lést i Landspitalanum 1 2. þ.m Málfriður Halldórsdóttir. að Krossi í Landeyjum. Má þann- ig rekja ætt Jóns til hinnar kunnu Vefaraættar. Árið 1898 fluttist Jón með for- eldrum sínum og systrum frá Þverá í Laxardal til Reykjavíkur, en þangað komu þau einmitt á fjögurra ára afmælisdegi Jóns. Þar átti hann heima æ síðan, að undanskildum 6 árum, er fjöl- skyldan bjó f Hafnarfirði. Tengdaforeldrar mínir bjuggu einnig allan sinn búskap í sama húsi og Jón, og eftir að tengda- móðir mín missti mann sinn árið 1971 var Jón henni mikil stoð, enda alla tíð mikill kærleikur með þeim systkinum og þau mjög samrýnd. Jón var alla ævi ókvæntur og bjó hann fyrst með foreldrum sfn- um, en á heimili þeirra ótst upp systurdóttir hans, Dóra Þorvalds- dóttir. Siðan bjó hann i mörg ár með móður sinni, eða þar til hún lézt árið 1957, að María systir hans, sem þá var ekkja, fluttist til hans. Sá hún um heimili fyrir hann að Eiríksgötu 4 af stakri alúð og umhyggjusemi þar til hann lézt. Jón lauk stúdentsprófi árið 1914. Byrjaði hann í læknisfræði en hætti námi, og var haft eftir Guðmundi Hannessyni, prófessor, að hann hefði séð mikið eftir þeim nemanda vegna óvenjulegr- ar handlagni hans. Arið 1918 réðst Jón í þjónustu rikisins og var þar allan sinn starfsaldur, lengst af hjá Vegagerð ríkisins. Auk þess vann hann í tómstund- um sínum að margvislegum hugðarefnum, gerði t.d. fjölda uppdrátta af húsum, er reist hafa verið hér í borginni og annars staðar á landinu. Studdist hann í þessum efnum við ýmiss konar erlend rit um byggingarlist, þvf enga háskólamenntun hafði Jón í þessari grein. Ég ætla mér ekki að rekja starfsferil Jóns frekar, þar sem ég veit, að aðrir munu ger£ ýtarlega grein fyrir hinum um fangsmiklu störfum hans í þágu rfkisins og Ferðafélags Islands, þar sem hann var heiðursfélagi f mörg ár. Auk aðalstarfs síns hafði Jón mikinn áhuga á ferðamálum og náttúruskoðun og ræktun lands- ins var honum mjög hugfólgin. Nokkrar ferðir fór hann til út- landa, en helzt kaus hann að ferð- ast um sitt eigið land, og mun hann hafa þekkt það betur en flestir aðrir Islendingar af ferðum sínum um landið þvert og endilangt. I nóvember s.l. bauð Ferðafélag Islands Jóni í Þorsmerkuferð, og gekk hann þá á Valahnjúk, þótt átiræður væri. Þetta var síðasta kveðja hans til íslenzkra öræfa. Jón þekkti þvf nær hverja fs- lenzka jurt og geysimörg örnefni landsins voru honum kunn, enda minni hans frábært. Starfaði hann og lengi að örnefnasöfnun vegna kortlagningar Islands. A þessum ferðum sfnum eignaðist Jón fjölda kunningja um allt land og var vfða aufúsugestur, enda bjó hann yfir frásagnargleði í rfk- um mæli og hafði yndi af að fræða aðra um hin margvíslegustu efni. Jón var að flestra dómi ákaf- lega sérstæður maður, búinn mörgum og góðum eðliskostum. Hann var hlédrægur mjög um eig- in hag og hógvær í allri fram- komu og vildi öllum gott gera, enda stóðu margir f þakkarskuld við hann. Jóni var mjög margt til lista lagt, drátthagur mjög og teiknari góður. Kenndi hann teikningu við Menntaskólann f Reykjavík um 11 ára skeið, og hefi ég heyrt, að nemendur hans hafi rómað mjög hæfni hans til þess starfs. Má geta þess, að Jón teiknaði stúdentshúfuna um það leyti, sem hann varð stúdent, og átti hún því 60 ára afmæli á s.l. ári. Einnig aðstoðaði hann dr. Bjarna Sæmundsson við teikning- ar fjölda dýramynda, sem notaðar voru lengi við kennslu i M.R. Jón skrifaðis snilldarrithönd eins og áður er getið, og hann átti kyn til, þar sem faðir hans skrif- aði fagra rithönd og Benedikt Jónsson frá Auðnum, föðurbróðir hans, var sagður hafa kennt Þing- eyingum að skrifa. Allt sem Jón lét frá sér fara bar merki hins mikla hagleiksmanns, og sam- vizkusemi og nákvæmni ein- kenndu öll hans störf. Hann var iðjusamur svo af bar og féll aldrei verk úr hendi. Var sama, hvenær litið var til hans, ætíð var hann sístarfandi í tímstundum sínum að ýmsum verkefnum. Stundum var hann að teikna merki eða fána fyrir Oddfellowstúkur á Is- landi, en hann var mjög virkur félagi þess félagsskapar og heiðursfélagi st. Ingólfs nr. 1. Einnig var hann oft önnum kaf- inn við að útvúa hringsjár (út- sýnisskífur) fyrir Ferðafélag Is- lands eða aðra aðila. Svo mætti lengi telja. Ég átti þvf láni að fagna að búa ásamt fjölskyldu minni í húsi Jóns Víðis á Eiríksgötu 4 um 10 ára skeið. Er ég þakklátari en orð fá lýst fyrir það, að synir mínir ölust upp fyrstu bernskuárin sín ekki aðeins undir verndarvæng afa og ömmu, heldur einnig í skjóli frændfólksins góða á efri hæðinni, Jóns og Marfu. Þar voru þeir ætíð velkomnir, og gaf Jón sér ævinlega tíma til að sinna þeim. Kom þar glöggt f ljós, hversu barngóður hann var, enda hændust börn mjög að honum alla tíð. Systursonum sínum var Jön sem bezti faðir. Tók hann þá unga drengi með sér sem aðstoðarmenn í vegamælingum, hvern á fætur öðrum, alls um 30 ára tímabil. Var það ómetanlegur skóli fyrir þá alla og þeim hollt veganesti, og má segja, að þetta hafi markað lífsstarf þeirra að miklu leyti. Margir fleiri piltar, bæði skyldir og óskyldir störfuðu með Jóni á sumrin, og trega þeir nú góðan læriföður og vin. Jón var mjög umhugað um, að styrkja ættartengslin, og hann gerði sitt ýtrasta til að svo mætti verða. Hann vildi greiða götu okk- ar allra og veita aðstoð og holl ráð, ef hann taldi þörf á. 1 hinni ár- legu Víðisferð, sem ungir og aldn- ir innan fjölskyldunnar tóku þátt í hin síðari ár, naut Jón sín vel, eins og reyndar ávallt, er fjöl- skyldan var saman komin. Þar kom að góðu gagni hinn mikli fróðleikur hans í ríki náttúrunn- ar, og honum gafst tækifæri til þess að fræða okkur um það, sem á vegi okkar varð eins og grös, blóm, steina og skeljar. Þegar Jón varð áttræður á s.l. vori, var það ósk hans, að nokkrir úr fjölskyldunni færu með hon- um vestur að Hellu í Vatnsfirði til þess að girða þar land, sem systir hans, Sigrfður og mágur, Jóhann Skaptason, fyrrv. sýslumaður á Húsavík, áttu. Hugsun Jóns var, að þarna skyldi ættinni helgað land til gróðursetningar f framtíð- inni. Á þann veg kaus hann að halda hátíðleg þessi tímamót í lífi sínu. Við hið sviplega fráfall Jóns Víðis hefur Island misst góðan son og fjölskylda hans styrka stoð og sinn bezta hollvin. Þakklæti er okkur þó efst í huga á þessari kveðju- og saknaðarstundu fyrir allt það, sem hann var okkur i lifanda lffi. Blessuð sé minning Jóns J. Víðis. Guðrún Kristinsdóttir Góður drengur kvaddur. SEINUSTU helgina í október- mánuði nýliðins árs vorum við Jón Vfðis saman i stórum og glöð- um hópi vina og ferðafélaga inni í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Þar bar m.a. dálítið á góma, hvað gamlir við værum hvor um sig. Jón hafði þá orðið áttræður fyrir um það bil hálfu ári. Hinn vantaði fáeina daga að sama tíma- marki. Svona var mjótt á milli. Hinn aldni félagi okkar rifjaði þar upp í ágætri og skemmtilegri S. Helgason hf. STEINIÐJA Clnhoili 4 Stmar 14677 og 14254 t Eiginmaður minn og bróðir, STEFÁN AÐALSTEINSSON, Austurbrún 2 lézt aðfaranótt mánudagsins 1 3. janúar. Sesselja Jónsdóttir Móses Aðalsteinsson. Mágur minn, t SIGURÐUR BJÖRNSSON, Laugavegi 39, lézt að Hrafnistu 11 þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Helga Sveinsdóttir, Görðum, Álftanesi. t Eiginmaður minn, faðir og sonur, DANÍEL JONASSON, viðskiptaf ræðingur, lézt að heimili sínu 1 1 þ.m Esther Rosenberg Jónasson, Alfred Rosenberg Jónasson, Ásta Jónsdóttir. t Föðurbróðir okkar, ÓLI VILHJÁLMSSON, andaðist í Borgarspitalanum að kvöldi föstudags 10 janúar Thor Vilhjálmsson, Helga Magnússon, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Margrét Norland. t Móðir okkar, ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR, Bakkaflöt 7, Garðahreppi, áður húsfreyja að Laugarvatni, andaðist laugardaginn 1 1 janúar. Karl Guðmundsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.