Morgunblaðið - 14.01.1975, Page 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1975
splgPrá sfdasta víðrædufundi Norðmanna og Vestur-Þjððvcrja í Osló um fyrirhugað togveiðibann viðj
»*3Norður-Noreg. Jens Evonsen landheigísráðherra er til hægrí og með honum á myndínni er fulltrúij
Vefctur-Þjóðverla. dr. (iero Möcklinghoff.
Tugir hafa beðið bana
í blindbylnum vestra
Chicago, 13. janúar.
Reuter. — AP.
AÐ minnsta kosti 51 hefur beðið
bana I blindbylnum sem gekk yfir
miðvesturríki Bandaríkjanna.
Þjóðvarðliðar voru kallaðir út
til að hjálpa fólki sem komst ekki
leiðar sinnar í Suður-Dakota,
Minnesota og Nebraska I þessu
mikla hríðarveðri, hinu mesta
sem orðið hefur á norðursléttum
Bandarfkjanna i 35 ár.
Víða voru fjögurra metra háir
skaflar og vindhæðin var allt að
145 km á klst. Bílar og járnbraut-
arlestir festust í snjó og raflínur
slitnuðu, þök fuku af húsum og
tré slitnuðu upp og lokuðu veg-
um.
t suðurríkjunum gekk felli-
bylur í gær yfir Panama City í
Florida. Ungabarn beið bana, þrir
slösuðust og nokkur hús eyðilögð-
ust. Alls biðu 12 bana og 110
slösuðust þegar fellibyLjir gengu
yfir suðurrikin á föstudaginn.
I Fergus Falls í Minnesota var
fimm manns bjargað úr bíl sem
þau höfðu hafizt við í 30 tíma eftir
að hann festist i snjó.
öldugangur var svo mikill á
Michigan-vatni að öldurnar tóku
með sér tvo kofa i Suður-
Michigan.
Lík konu óg sjö ára gamals
sonar hennar fundust hjá snjóbíl
sem þau voru í i Willmar í Minne-
sota.
Starfsmenn landbúnaðarráðu-
neytisins segja að sennilega hafi
nautgripir farist í þúsundatali í
snjóbylnum.
í Nebraska óku þjóðvarðliðar
10 vanfærum konum á sjúkrahús.
Kona fannst látin skammt frá bíl
sinum skammt frá Jamestown í
Norður-Dakota.
Nýir fundir um
togveiðibannið
Ösló, 13. janúar. AP.
FULLTRÚAR Noregs, Bretlands,
Frakklands og Vestur-Þýzkalands
halda fund sfðar f þessum mánuði
um þær fyrirætlanir Norðmanna
að banna togveiðar á tilteknum
miðum við Norður-Noreg.
Að sögn Jens Evensens land-
helgisráðherra verður fundurinn
sennilega haldinn 21. janúar en
ekki í Osló.
Jafnframt er lokið tvíhliða við-
ræðum Norðmanna og Breta,
Frakka og Vestur-Þjóðverja.
Síðast ræddu Norðmenn við
Vestur-Þjóðverja, en ekkert sám-
komulag virðist hafa tekizt um
málamiðlunarlausn, hvorki í við-
ræðunum við Vestur-Þjóðverja né
Breta og Frakka.
Rússar og Austur-Þjóðverjar
hafa þegar samþykkt togveiði-
bannið og búizt er við að Pólverj-
ar veiti samþykki sitt þegar Even-
sen fer til Varsjá f vikunni.
Framhald á bls. 35.
Vopnasmygl kemst upp
Torino, 13. jan. Reuter.
SEX menn hafa verið handteknir
á ttalfu f sambandi við ólöglega
sölu á gffurlegu magni hergagna
— stórskotavopnum, þungum vél-
byssum og meira að segja þotum
af gerðunum Mirage og Phanton.
Ghana var annað tveggja rfkja
sem átti að fá hergögnin að sögn
lögreglunnar. Talið er að seljend-
ur hergagnanna séu evrópskir.
Verðmæti hergagnanna er áætl-
að 600 milljón pund. Talið er að
nota hafi átt eitthvað af hagnaðin-
um til að standa straum af kostn-
aði við aðgerðir hægrisinnaðra
samsærismanna. Upp komst um
þessa ólöglegu vopnasölu við yfir-
heyrslur í sambandi við meint
samsæri hægrimanna í október.
Sönnunargögn fundust við hús-
rannsókn í innflutnings- og út-
flutningsfyrirtæki.
Fimm mannanna stóðu f tengsl-
um við tvö innflutnings- og út-
flutningsfyrirtæki i Modena á
Norður-ítalíu. Vopnasalan var
skipulögð í gegnum þessi fyrir-
tæki.
Fimm mannanna voru hand-
teknir f Modena en sá sjötti í
Terni norðaustur af Róm. Einn
hinna handteknu var Þjóðverji.
Þeir eiga yfir höfði sér þriggja til
12 ára fangelsi.
Þjóðverjinn sem var hand-
tekinn heitir Rudolf Lenz. Hann
er 36 ára, fæddur f Hamborg, en
kvæntur ítalskri konu og búsettur
f Modena.
Færeyingar ætla einir
að stjórna póstmálunum
Frá Jogvan Arge,
Þórshöfn í Færeyjum í gær.
ATLI Dam lögmaður boðaði um
helgina er hann hafði verið kjör-
inn lögmaður samsteypustjórnar
sósfaldemókrata, Lýðveldis-
flokksins og Fólkaflokksins að
Færeyingar mundu taka stjórn
póstmála í sfnar hendur nú þegar.
Jafnframt boðaði Atli Dam lög-
maður að hafnar yrðu viðræður
við dönsk yfirvöld um að Færey-
ingar tækju f sínar hendur hafs-
botnslögsögu og stjórn skólamála.
Hann sagði að afstaða Færeyja
til Efnahagsbandalagsins mundi
sem fyrr mótast af þeirri ályktun
Lögþingsins frá 25. janúar 1974
að færeyska stjórnin gæti ekki
mælt með færeyskri aðild. Hann
sagði að að áfram yrði barizt fyrir
þvf að Færeyjar yrðu fullgildur
aðili að Norðurlandaráði.
Enn fremur sagði Atli Dam að
lagt yrði fram frumvarp um stofn-
un landsbanka. Þessi banki á að
annast öll venjuleg landsbanka-
viðskipti en mun þó ekki geta
gefið út peningaseðla.
Um stefnuna í fiskveiðimálum
sagði Atli Dam að á næstu árum
yrði barizt fyrir auknum yfirráð-
um Færeyinga yfir fiskimiðum
þeirra. Meðalannarsverður stefnt
að útfærslu landhelginnar í sam-
ræmi við stækkun fiskveiðilög-
sögu annarra landa.
Sex menn eiga sæti f hinni nýju
landstjórn. Atli Dam er fulltrúi
sósíaldemókrata ásamt Jakup
Lindenskov. Þeir áttu báðir sæti í
fráfarandi landstjórn.
4-j/
FRETTIR
Fulltrúar Lýðveldisflokksins
eru Finnbogi Isaksen ritstjóri og
lögþingsmaður og Pétur Reinert
læknir. Fulltrúar Fólkaflokksins
eru Demmus Hentze, fv. lögþings-
maður og málaflutningsmaður, og
Daniel Pauli Danielsen.
Þjóðverjar vongóðir
um að ástandið batni
— segir Gunnar Dieter, fréttaritari Mbl. í Frankfurt
NU ERU 930.000 atvinnulausir
í Vestur-Þýzkalandi. Búizt er
við að sú tala fari upp f eina og
hálfa milljón áður en langt um
liður. Um 700.000 hafa tak-
markaða atvinnu.
Iðnþróunin i Vestur-
Þýzkalandi hefur staðið í stað í
fyrsta skipti síðan 1948. Fram-
færslukostnaðurinn hefur
hækkað að meðaltali um 7%.
Þessar staðreyndir komu
fram í viðtali sem Mbl. átti í
gær við fréttaritara sinn í
Frankfurt, Gunnar Dieter, og
lýsa ástandinu í Vestur-
Þýzkalandi. En þó er ástandið
betra þar en í fiestum öðrum
iðnaðarlöndum og Vestur-
Þjóðverjar éru bjartsýnir á að
úr muni rætast þegar lfður á
árið.
Innanríkisráðherrann túlkar
ástandið þannig að þar sem það
sé von fyrirtækja að ástandið
muni batna á næstunni þori
þau ekki að segja upp fólki.
Annars eiga fyrirtækin á hættu
að missa þennan vinnukraft
fyrir fullt og allt.
Meðal annars af þessum sök-
um eru sjö hundruð þúsund
manna í takmarkaðri vinnu og
starfa hálfan vinnudag eða þrjá
til fjóra daga í viku.
Fréttir um vaxandi fylgi við
þá hugmynd að erlendum gisti-
verkamönnum verði sagt upp
hafa vakið athygli, en þeir eru
hátt á níunda milljón og þar af
eru 135.000 án atvinnu. En yfir-
leitt er ekki hægt að segja þeim
upp þar sem flestir þeirra hafa
verið ráðnir til langs tíma.
Hins vegar hefur verið ákveð-
ið að hætta við í bili að fá
verkamenn erlendis frá. Ef er-
lendir verkamenn hætta vinnu
eða segja upp er enginn erlend-
ur verkamaður ráðinn í stað-
inn.
Verst er ástandið hjá fyrir-
tækjum í málmiðnaðinum sem
hefur gengið mjög illa. Bif-
reiðaframleiðslan hefur gengið
erfiðlega. Hjá Volkswagen hef-
ur útflutningur minnkað um
20%. Salan innanlands var hins
vegar 2% meiri í fyrra en árið á
undan. Hallinn hjá Volkswagen
nemur 500 milljón mörkum.
Á síðasta ári urðu 2.500 fyrir-
tæki gjaldþrota og var það 40%
aukning miðað við árið á undan
og þó var það mjög slæmt ár.
Þess vegna hefur stjórnin í
Bonn ákveðið að styrkja fyrir-
tæki sem eru illa á vegi stödd.
Hún hefur aflétt sérstökum
skatti sem fyrirtækjunum var
áður gert að greiða og í staðinn
fá þau styrk frá ríkinu.
Jafnframt hefur stjórnin I
hyggju að lækka vexti, lfklega
um 1—3%, og auka opinberar
framkvæmdir, meðal annars
smíði skóla, og gatna- og brúa-
gerð.
Þá hefur stjórnin skorað á
verkalýðsfélög að gæta hófs í
launakröfum og flest verkalýðs-
félög hafa tekið vel í þá áskor-
un. Ríkisstjórnin telur að
launahækkanir megi ekki fara
langt yfir 7—8%. Ef launa-
hækkanir fara ekki upp fyrir
það mark telur stjórnin að lítil
hætta verði á auknum kostnaði.
Málmiðnaðarmenn krefjast
hins vegar 11% launahækkun-
ar og þeir eru í sjölmennasta
verkalýðsfélaginu sem hefur
um sex milljón félagsmenn.
Opinberir starfsmenn vilja
10% hækkun. Ástandið er hvað
verst hjá þessum hópum og
kröfur þeirra eru talsvert
hærri en stjórnin telur viðun-
andi. Vinnuveitendur vísuðu
kröfum málmiðnaðarmanna
strax á bug.
Þótt samdráttur hafi orðið í
bili í Vestur-Þýzkalandi gætir
yfirleitt ekki svartsýni og
ástandið er örugglega betra en í
nágrannalöndunum. Ríkis-
stjórnin telur horfurnar ekki
dökkar en segir að almenning-
ur verði að standa saman og
halda kröfum f skefjum.
Atvinna er með minna móti
yfir vetrarmánuðina og telja
má að ástandið batni með vor-
inu. En þó er ekki talið að
ástandið batni verulega fyrr en
kannski seint f sumar eða í
haust og kannski ekki fyrr en á
árinu 1976. En þá má búast við
að ástandið fáerist kannski aft-
ur f fyrra horf.
Vesturþjóðverjar f atvinnuleit.