Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
3
Sverrir Hermannsson:
Á GAGNVEGUM
Framkvæmdastofnun
ríkisins
Eitt fyrsta verk fyrrv.
rikisstjórnar var lagasetning
um Framkvæmdastofnun ríkis-
ins. Sjálfstæöismenn snerust
gegn því máli og voru mjög
gagnrýnir á þá ráðageró alla og
framkvæmd sem aö virtist
stefnt með lögunum.
Andstaða Sjálfstæðisflokksins
beindist gegn því hlutverki,
sem lögin virtust ætla hinni
nýju stofnun, en þau urðu ekki
skilin á annan veg en sem ný og
aukin ríkisafskipti, og gegn
þeim stjórnarháttum, sem í
stofnuninni áttu að rikja.
tjr þvi sem komið er má liggja
milli hluta, hver hafi verið upp-
hafleg áform vinstri stjórnar-
innar með Iögunum um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. Aðal-
atriðið er fengin reynsla. I
grein i Mbl. 22. þ.m. segir Ellert
B. Schram alþm. svo: „sá ótti,
sem tilurð stofnunarinnar vakti
reyndist að mestu ástæðulaus."
Þetta er mergurinn málsins.
Þegar sjálfstæðismenn hafa
sannfærzt um þetta, er þess að
vænta, að þeir geti rætt málefni
þessarar stofnunar í sæmilegu
jafnvægi.
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð varð samkomulag
um það milli stjórnarflokk-
anna, að lögin um Fram-
kvæmdastofnunina skyldu
endurskoðuð svo sem segir í
yfirlýsingu þeirra. Sú endur-
skoðun hófst s.l. haust og
stendur enn yfir. Ekki er með
sanngirni hægt að segja, að
endurskoðunfn hafi dregizt úr
hömlu, því að í ýmis önnur
horn hefir þurft að líta og rikis-
stjórnin haft sem mest að
vinna, eins og alþingismönnum
ætti a.m.k. að vera kunnugt um
en ríkisstjórnin mun að sjálf-
sögðu leggja síðustu hönd að
endurskoðuninni. Þess má
vænta, að fljótlega eftir að þing
kemur saman á ný, muni ríkis-
stjórnin flytja frumvarp um
breytingar á lögunum. Bæði er,
að mönnum sýnist nú, að ótti
okkar sjálfstæðismanna, sem
upp vaktist við lagasetninguna
um Framkvæmdastofnunina,
sé að mestu ástæðulaus og eins
hitt, að endurskoðun laganna
er í burðarliðnum. Þess vegna
er nú ástæðulaust að gera mikið
veður út af fyrra aðalatriði
gagnrýni okkar við setningu
laganna og um er getið hér að
framan.
Þá er að víkja að siðara
atriðinu: Ríkjandi stjórnarhátt-
um í stofnuninni. Meðan ekki
eru sett ný lög eða íögum
breytt, er óhjákvæmilegt að
fara að þeim lögum sem gilda.
S.l. haust þótti eðlilegt að not-
færa sér heimild skv. 4. gr. lag-
anna um að leysa þáyerandi
framkvæmdaráð frá störfum.
Var Tómas Arnason einn settur
til bráðabirgða, því áfram hlaut
stofnunin að starfa. Eftir að ný
stjórn hafði verið kjörin
fyrir Framkvæmdastofnunina i
þinglok fyrir jól, og Sjálfstæðis-
flokkurinn tekinn við yfir-
stjórn hennar ásamt samstarfs-
flokki sinum, hlaut Sjálfstæðis-
flokkurinn að sjálfsögðu að
axla þá ábyrgð á störfum stofn-
unarinnar, sem honum ber skv.
þeim lögum og anda þeirra laga
sem nú gilda. Þess vegna var
undirritaður settur fyrst um
sinn til að gegna störfum fram-
kvæmdaráðsmanns og má það
merkilegt heita ef sjálfstæðis-
menn telja sig verr setta eftir
en áður, meðan starfinu gegndi
einn maður frá samstarfs-
flokknum, þótt hann sé fyllsta
trausts verður.
Sjálfstæðisflokkurinn var og
er andstæður þeim stjórnar-
háttum sem hafa gilt i Fram-
kvæmdastofnuninni. Þetta
varðar ekki sjálfa hina kjörnu
stjórn hennar. Hún á tvímæla-
laust að vera þingkjörin. Og af
því að hún er þingkjörin á hún
að fara með alla yfirstjórn og
hennar trúnaðarmenn að fara
með yfirstjórn hins daglega
reksturs. Þannig eiga stjórn-
málaflokkarnir að hafa áhrif
eftir þingfylgi.
Samkvæmt núgildandi lögum
er þessu ekki þann veg farið.
Hin raunverulegu völd í stofn-
uninni eru i höndum fram-
kvæmdaráðs, sem skipað er af
rikisstjórninni. Eðlileg völd og
áhrif Alþingis eru með þeim
hætti sniðgengin og megin-
atriði er að þvi verði breytt.
Þess skal getið, að það hefir
vissulega verið rætt og kannað,
hvort einhver rök mæltu með
því, að Framkvæmdastofnunin
yrði lögð niður. Allir sem til
þekkja telja að engin skynsam-
leg rök hnigi að þvi nú.
Á undanförnum árum hefir
hið aukna vald embættismanna
verið mjög gagnrýnt i röðum
sjálfstæðismanna. Það skýtur
því nokkuð skökku við, þegar
nú er gagnrýnt að þingmenn
hafi aukin völd í stofnun af því
tagi sem Framkvæmdastofnun
ríkisins er, sem fer með fram-
kvæmd byggðastefnu fjár-
festingarmál og áætlanagerð.
Það er sama eðlis og að leggja
til, að með völdin í landinu fari
embættismannastjórn en ekki
þingbundin stjórn. Byggða-
stefna verður ekki framkvæmd
nema undir pólitiskri yfir-
stjórn.
Það þarf að sníða Fram-
kvæmdastofnuninni stakk
nokkurn veginn eftir þeim
vexti, sem hún nú hefir náð.
Stjórnun hennar þarf að breyta
og leggja ber áherzlu á, að hún
nái eðlílegu og nánu samstarfi
við aðra þætti stjórnsýslunnar,
en mjög hefir á skort, að það
hafi tekizt.
Því hefir verið varpað fram, að
óeðlilegt sé, að tveir þingmenn
úr sama kjörtæmi gegni fram-
kvæmdastjórastörfum hjá
Framkvæmdastofnun ríkisins.
Það eru menn í hinni þing-
kjörnu stjórn og ríkisstjórn,
sem fullfærir eru um að lita
eftir, að um mismunum verðí
ekki að tefla. Ég vil einnig hér
og nú kalla þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem til þekkja,
og þeir eru margir, til vitnis
um, hvort störf mín sem stjórn-
armanns í Framkvæmdastofn-
uninni bendi til að ég láti mitt
kjördæmi sitja i fyrirrúmi og
þeirra á hakanum. Á hinn
bóginn er væntanlega liðin sú
tið, að kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins á Austurlandi séu
olnbogabörn hans.
Þegar ég tók við starfi f stofn-
uninni óskaði ég eftir þvi, að 1.
varamaður Sjálfstæðisflokksins
í stjórninni, Jón G. Sólnes, færi
með umboð mitt í aðalstjórn
B>amkvæmdastofnunarinnar.
Á þá Austurlandskjördæmi
engan fulltrúa í stjórninni.
Þannig háttar því miður einnig
til i sjálfri fjárveitinganefnd
Alþingis að Austurland á þar
engan fulltrúa. Þetta er sagt til
að létta draumfarir þeirra, sem
nú sýnist hlutur Austurlands of
stór.
Það skal fram tekið, að þegar
menn eru að jafna saman
bankastjórastöðu og fram-
kvæmdastjórastöðu hjá Fram-
kvæmdastofnuninni þá er það
vegna ókunnugleika á eðli
starfanna. Allra sízt verður
þessu saman jafnað þegar lög-
unum um stofnunina hefur
verið breytt á þann veg, sem að
er stefnt. Bankastjórar taka
ákvarðanir um lánveitingar en
slíkt hefur hin þingkjörna
stjórn með höndum í Fram-
kvæmdastofnun.
Þess var vissulega að vænta, að
kappsamlegar umræður hæfust
um málefni Framkvæmdastofn-
unarinnar. Þó átti ég þess ekki
von að marki fyrr en fyrir Iægi
hin fyrirhugaða endurskoðun
laganna. Málið hefir ekki enn
verið til umræðu í þingflokkum
stjórnarflokkanna og verður
ekki fyrr en ríkisstjórnin er
tilbúin með tillögur slnar. Eðli-
legra virðist þvi vera að menn i
þeim hópum hefðu hinkrað við
um stund meðan ekki liggja
fyrir aðalatriði þess sem að er
stefnt. Enn fremur er að þvi að
gá, að Sjálfstæðisflokkurinn
stjórnar ekki landinu einn.
Hann fær því ekki öllum sinum
hugðarefnum framgengt, þar
sem ólík sjónarmið rikja í
stjórnarflokkunum í ýmsum
málum og ástæða til að ætla að
ríki í þessu máli sérstaklega. Þó
er fyllsta ástæða til að ætla, að
samkomulag náist i þessu máli,
enda verði áfram að því unnið
af sanngirni og heilindum, sem
i fyrirrúmi verður að sitja í
öllum efnum ef ríkisstjórnin á
að ná vopnum sinum í stjórn
landsins.
Það var fullkomlega eðlilegt,
að Sjálfstæðisflokkurinn
snerist harkalega gegn lögun-
um um Framkvæmdastofnun á
sinum tima, því að allt virtist
benda til að þar væri á ferðinni
nýtt, risavaxið rikisbákn.
Varnaðarorð Sjálfstæðis-
flokksins þá og fengin reynsla
hafa vonandi markað stofn-
uninni eðlilegan bás í stjórn-
kerfinu og mun það væntanlega
skýrast þegar endurskoðun lag-
anna fer fram innan tiðar.
Allir fara í ferð
nieð ÚTSÝN
í
jZZ
SKÍÐA- GAMBÍU- KENÝA
FERÐIN FERÐIR 1 7 dagar viku Safari. Vika við
tn Indlandshaf
Austurríkis 17 dagar Brottför: 8. febr. 2 dagar í Nairobi Fyrsta flokks
22 febr aðbúnaður
Brottför 8. marz. Brottför
1. feb. og 1. mars. 22. maí (páskaferð) 25. janúar 22. febrúar 22. mars
V > t (páskaferð)
LONDON
Ódýrar vikuferðir!
Janúar: 25
Februar: 18 15 22
Marz:' 18 16 22
April: 5 12 19 26
VERÐ REGENT PALACE
í 2ja m herb kr 24 200
i 1 m herb kr 27 100
CUMBERLAND
i 2ja m herb kr 28 900
í 1 m. herb. kr. 31.800.
Vikuferðir til
Kaupmannah.:
31. jan. ..Byqcjingar
fyrir billjónir ' Uppselt
14. feb. ..Scandmavia
Mens Wear Fair'
3. mars ..Shoe Fair Exh”
..International boat
show'
14.mars .. 1 9th Scandú
navian Fashion Week
75' Flug, gisting og
morgunverður 29 500
kr
AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
KANARI-
EYJAR
Brottför:
TJÆREBORG EINKAUMBOÐ A ISLANDI