Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 Á fimmtudag I síðustu viku voru liðin 100 ár frá fæðingu eins helzta frumherja kvik- myndanna, David Wark Griff- ith. Efnt var til sýninga á verk- um Griffith bæði í Washington og New York honum til heið- urs, og bandaríska póstmála- stjórnin gaf út nýtt 10-centa frímerki með andlitsmynd Griffith í tilefni dagsins. 1 Hollywood var hins vegar fátt um dýrðir. Afmæli Griffith gleymdist með öllu 1 kvikmyndaborginni miklu, sem hann hafði átt svo stóran þátt í að gera að því veldi sem hún er á okkar dög- um. Sennilega hefði áhugaleysi Hollywood-borgar ekki komið Griffith sjálfum á óvart. Hann mátti muna tímanna tvenna frá viðskiptum sínum við þá borg, þar var honum hossað og þar féll hann í gleymsku. Griffith hóf feril sinn 1908 og fram til ársins 1915 gerði hann um 500 STRAUMAR eftlr BJORN VIGNISIGURPÁLSSON Aldarafmœli Griffith stuttar þöglar myndir og óx stöðugt 1 áliti. Hátindi frægðar- innar náði hann árin 1915—16 með myndunum Birth of á Nation og Intolerance, en síðan fór að halla undan fæti, Griff- ith hvarf smám saman úr sviðs- ljósinu og lézt öllum gleymdur 1948. Það er meira að segja á huldu hver hafi verið síðasta mynd Griffith. Samkvæmt opinberum skýrslum er það The Struggle frá árinu 1931, en almannarómur hefur lengi haldið því fram að hann hafi verið hinn ónefndi leikstjóri á bak við One Million Years B.C. sem varð ein af vinsælustu kvikmyndum vestan hafs árið 1941. Þvi hefur verið haldiðTram af kvikmyndafræðingum nú á seinni árum, að líklega hafi enginn einn maður lagt meira af mörkum til mótunar mynd- máls og frásagnarstíls kvik- myndarinnar og D. W. Griffith. Hann var við upphaf ferils síns vel lesinn f verkum 19. aldar rithöfunda og þá þekkingu færði hann sér í nyt er hann leitaði áhrifaríkustu frásagnar- tækninnar fyrir þennan hvít- voðung listarinnar. Hann þafði einnig mikið dálæti á málara- list Viktoríutímans og þau kynni komu honum aðliði I leit hans að nýrri leið til að auka myndrænu kvikmyndanna og treysta myndbyggingu ein- stakra tökuskota — dýpt og samleik ljóss og skugga. Þyngst vegur þó framlag Griffith til klippingar kvikmyndarinnar. Edwin Porter hafði í The Great Train Robbery sýnt fram á að byggja mátti kvikmyndina upp á stuttum samstæðum atriðum en Griffith mótaði nú aðferð til að klippinga innan hvers atrið- is, deildi hverju atriði niður í þætti, einangraðar einingar ófullkomnar í sjálfu sér en sem mynduðu saman skiljanlega atriðisheild. Hann uppgötvaði að með því að nota slfka mynd- þætti gat hann dregið fram mis- munandi áherzlur milli töku- skota og stjórnað þannig dramatískri áherzlu og mögnun atriða sinna. Þegar Griffith kom til starfa fór kvikmynda- takan fram með einni kyrr- stæðri vél sem stóð ætíð í sömu fjarlægð frá mótífinu. Griffith er eignað að hafa orðið fyrstur til að hreyfa kvikmyndavélina meðan á töku stóð, að hafa fundið upp á þvi að brjóta upp hvern myndþátt með skipting- um milli langskots, miðskots og nærskots (Clous-up) og hafa orðið fyrstur til að nota bakskot (Flash-back) og víxlklippingu milli tveggja tengdra atburða- rása. Allt hafði þetta geysileg áhrif á framvindu dramatisks frásögustíls kvikmyndaritinar og þessi stílbrögð Griffith eru fyrir löngu orðin sjálfsagður hluti af tjáningamáli kvik- Lillian Gish og Robert Harron 1 einni af myndum Griffith — True Heart Susie. myndarinnar. En þessum manni gleymdi Hollywood og má nú sitja undir háðulegum glósum frá velunnurum kvik- myndanna. Bergman og Óskarinn Annars á Hollywood ekki góða daga um þessar mundir og nú situr jafnvel helzta stássstofn- un kvikmyndaborgarinnar — Bandariska kvikmynda- akademian er veitir Öskars- verðlaunin víðkunnu á ári hverju — undir skæðadrifu mótmæla og gagnrýni. Astæðan er sú ákvörðun Akademíunnar að kvikmynd Ingmar Bergmans — Senes from á Marriage, sem hann vann upp úr hinum þekkta sjónvarpsmyndaflokki sínum fyrir bandarískan mark- að — komi ekki til álita við útnefningu beztu mynda liðins árs innan Akademíunnar. Ber Akademían fyrir sig gömul reglugerðarákvæði eitthvað á þá leið að myndir sem hljóti frumsýningu í sjónvarpi séu ekki gjaldgengar til verðlauna. Mikil umræða hefur sprottið út af þessari ákvörðun í Banda- ríkjunum. Aðalkvikmynda- gagnrýnandi New York Times reið á vaðið og átaldi Akademí- una harðlega fyrir að halda í þá bábilju sem reglugerðar- ákvæðið væri og taldi blóðugt ef Liv Ullman yrði af Öskars- verðlaununum fyrir þann stjörnuleik sem hún sýndi i þessari mynd. í vikunni sem leið bárust síðan fregnir af því að 20 þekktir kvikmyndaleik- stjórar hefðu sent Akademí- unni undirritað mótmælaskjal vegna þessa. Meðal undir- skriftamanna voru nokkrir leikstjórar sem koma til álita við næstu útnefningu Akademi- unnar, svo sem Fellini, Francis Ford Coppola, Peter Bogdanovich, Billy Wilder og Bob Fosse. I mótmælaskjali sínu telja leikstjórarnir reglu- gerðaákvæði Akademíunnar úrelt og út í hött. Senes from a Marriage hefur fengið frábæra dóma og viðtök- ur vestan hafs og var útnefnd mynd ársins af samtökum bandarískra kvikmyndagagn- rýnenda. Austrið og vestrið í eina sæng Varla getur ólíkari hliðstæður en bandariskan kvikmyndaiðn- að annars vegar og sovézkan kvikmyndaiðnað hins vegar að allri náttúru, þó að markmiðin séu ef til vill ekki svo ólík. Og trúi því hver sem vill, nú hafa vestrið og austrið gengið í eina sæng og að meðgöngutíma lokn- um verður afsprengið væntan- lega stórmyndin Blái fuglinn. Kvikmyndataka hófst í Lenín- grad fyrir skömmu en myndin er fjármögnuð af 20th Century Fox og Lenfilm í sameiningu. Leikstjóri er einn af reyndustu leikstjórum Hollywood, George Cukor, en í hlutverkum eru meðal annarra Jane Fonda, Liz Taylor en með aðalhlutverkið fer helzta ballettdansmær Rúss- ana — Nadezhda Pavolova. Myndin er byggð á aldamóta- leikriti belgíska rithöfundarins Maurice Maesterlinck. Watergate Robert Redford hefur keypt kvikmyndaréttinn að metsölu- bók blaðamanna Washington Post — Allt the Presidents Men, en þeir áttu sem kunnugt er mikla hlutdeild í að afhjúpa Watergate-hneykslið i Banda- ríkjunum. Redford hyggst sjálf- ur Ieikstýra myndinni og jafn- framt fara með hlutverk Bob Woodward, annars blaða- mannsins, en Dustin Hoffman annast hlutverk hins, Carl Bernstein. Taka myndarinnar mun vera komin vel á veg. Get bætt við mig múrverki flisalögn o.fl. Upplýsingar i sima 42080 eftir kl. 6 á daginn. íbúð óskast 2ja til 3ja herb. ibúð óskast á leigu. Upplýsingar í sima 831 90. Óska eftir að kaupa Volkswagen árg. '66 til '68. Uppl. i sima 41361, eftir kl. 7. Skíðaskór fundust fyrir utan Háskólabíó mið- vikudagskvöldið 15. janúar. Upplýsingar í miðasölunni. Óska eftir góðri ibúð í Reykjavik i skiptum fyrir góða ibúð i Keflavik. Upplýsingar i sima 2734, Keflavik. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Simi 25891. Buick appalo '74 6 cyl. sjálfsk., vökvast, læst drif, litað gler, veltist. Skipti eða skuldabr að hluta kemur til gr. Sími 1 6289, Skattframtöl Veiti aðstoð við gerð skattframtala fyrir einstaklinga og atvinnu- rekendur. Pantið tíma sem fyrst i sima 1 2023. Til sölu spil í trillu, ásamt afdráttarkalli og lagningsrennu tvö þúsund króka 4 millimetra af nylonlínu. Upplýs- ingar í síma 92-6561 á kvöldin. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandí. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603. „Lúðvík" Vantar atvinnu fyrir hádegi. Hef stúdentspróf og bíl. Tilboð sendist Mbl. merkt „Lúðvík — 7364” fyrir miðvikud. (29.1.). Diesel rafstöð 10 kw til sölu. Vélin er ný yfirfarin og í mjög góðu ástandi. Nánari uppl. í síma 86050 alla virka daqa kl. 1 3 •) g Volga 1973 mjög góður bill til sölu. Má borg- ast með 3—5 ára skuldabr. eða eftir samkomul. Skipti koma til greina. Simi 1 6289. Timbur til sölu nálægt 1000 m. 1 ”x4”, 200 m 1 ”X5”, 500 m 2”X4”. Uppl. í s. 40278 eftir kl. 7 á kvöldin og um helgar. Pappirsskurðarhnífur óskast til kaups Þarf að vera hentugur i litla prent- smiðju. Æskileg borðbreidd 70—90 sm. Upplýsingar i sima 72141. Tvítug reglusöm stúlka óskar eftir vinnu, helst i barnafata- verzlun eða skartgripaverzlun. Margt kemur til greina. Uppl. í sima 36079. Mercury Comet '71 mjög góður. Vökvastýri. Beinskipt- ur, til sölu. Samkomulag með greiðslu. Skipti koma til greina. Einnig 2—3ja ára skuldabréf. Sími 1 6289. Óska að taka á leigu húsnæði undir sérverzlun ca. 20.—35 fm. Helzt við góða verzlunargötu eða í verzlanamið- stöð. Uppl. í símum 34916 — 73779, Tvistsaumurinn kominn Mikið úrval af tvistsaumi t.d. Flótt- inn, Betlehem o.fl. vinsælar mynd- ir, púðar og strengir. Hof, Þingholtsstræti 1. Saumaklúbbar Lítið á fallegu listaverkamyndirnar. Yfir 60 gerðir. Tilvalið i sauma- klúbba. Opið á laugardögum. Hannyrðaverzl. Erla. Byggingafyrirtæki Fjársterkur meðeigandi óskast að byggingafyrirtæki á Suðurnesjum. Góðir möguleikar. Tilb. sendist Mbl. i R.V.K. merkt Trúnaðarmál 7130. Skattframtöl Veitum aðstoð við skattframtöl. Lögfræðingar Gestur Steinþórsson og Sigurður Sigurjónsson. S. 22691 og 27798 eftir kl. 1 7.00 oq um heloar. Skattframtöl — reikningsskil Þórir Ólafsson, hagfr. s. 2301 7. Magnús Sigurðsson, lögfr. s. 13440. Skrifstofa Öldugötu 2 5. Opið i dag. Klæðum og gerum við ; stoppuð húsgögn. Form bólstrun, Brautarholti 2, sími 1 2691. Gunnar Mekkinósson. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tíma sem fyrst. Haukur B|arnason hdl. Bankastræti 6. Símar 1 5528 og 26675. Til sölu Benz 1618 árg. '67 með Scania búkka. Upplýsingar i sima 97- 8377. Skrifstofustjórar athugið Háskólagengin enskumælandi stúlka, óskar eftir hálf- eða heil- dags skrifst.st. Vön öllum alm skrifstofust. Áreiðanleg og reglu- söm. Allt kemur til greina. Vinsam- lega hringið i 10964. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. K.M. Springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarf., simi 53044. Framtalsaðstoð Veitum aðstoð við gerð skattfram- tala fyrir einstaklinga og atvinnu- rekendur. Tölvis h.f. Hafnarstræti 1 8, simi 22477. Kvöldsímar 2631 1 og 10036. Húsmæðrafélag Reykja- vikur 1 tilefni af 40 ára afmæli félagsins verður afmælishóf í Þingholti fimmtudaginn 30. janúar kl. 7.30. Þátttaka tilkynnist i sima 17399 — 43290 — 23630. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.