Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 15 geta orðið snögg umskipti, ef ár- ferði versnar eins og reynslan sannar. Það er óhyggilegt að mínu mati að tala um þessa litlu um- frajnframleiðslu í landbúnaði sem efnahagslegt vandamál. Á þessum viðsjárverðu timum er þvert á móti ástæða til þess að leggja áherslu á aukna matvæla- framleiðslu. — Hvað er reiknað með að margir hafi atvinnu af landbún- aði og þjónustustörfum, er hon- um fylgja? — Ég hygg að þessum þætti sé oft gleymt, þegar rætt er um land- búnaðarmál. Það eru þúsundir manna, sem eiga atvinnu sina undir landbúnaði. I greinargerð Framleiðsluráðs landbúnaðarins um þetta efni er þvi haldið fram, að 40 þúsund manns eigi fram- færslu sina undir landbúnaði, þ.e. framleiðslu, vinnslu og dreifingu og annarri þjónustu. Þessi tala mun vera reist á könnun, er Stéttarsamband bænda gerði í 7 sýslum landsins að kaupstöðum i þeim sýslum meðtöldum. Hér er þess einnig að geta, að sjávar- þorpin viðsvegar um landið eru að miklu leyti háð landbúnaðar- starfsemi nágrannasveitanna. Margir útgerðarstaðir væru vart byggilegir, ef ekki væru hæg heimatökin við öflun landbún- aðarvara. — Þú minntist á afkomu bænda og þýðingu hennar fyrir land- búnaðarframieiðsluna. Hafa bændur í raun sambærilegar tekj- ur og verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn? — Þess er náttúrulega að geta að tekjur bænda fara nokkuð eft- ir árferði hverju sinni. Á undan- förnum árum hefur árferði verið gott, en tekjur bænda hafa ekki hækkað sem skyldi af þeim sök- um, vegna verðbólgunnar og hækkunar á rekstrarvörum. Bændur hafa ekki náð sömu tekj- um og viðmiðunarstéttirnar. Best- ur varð árangurinn árin 1964 og 1965. Arið 1964 höfðu þeir 83,1% af tekjum viðmiðunarstéttanna og árið 1965 höfðu þeir 86,2%. Árið 1973 var þetta hlutfall 79,3% og búist er við að afkoman hafi verið lakari á síðasta ári. Búin munu stækka — Þó að mikilvægi landbúnað- arins sé ekki dregið I efa, verða menn ekki eigi að síður að viður- kenna ýmsar brotalamir i skipu- lagi hans og rekstri? Erum við t.d. ekki með allt of litlar fram- leiðslueiningar, of dýrar og óhag- kvæmar í rekstri? — Auðvitað þarf að lagfæra fjölmargt í landbúnaðinúitl í sam- • ræmi við breytta tima, staðhætti og tækninýjungar. Þess ber að geta, að á undanförnum árum hef- ur litlum búum fækkað mikið og meðalbústærðin stækkað. Með nýrri tækni hefur bændum revnst kleyftað stækka búin þótt fólkinu, sem unnið hefur að Tramleiðsl- unni, hafi fækkað. Við verðum að stefna að þvf að búin verði af hagkvæmri stærð til þess að fram- leiðslukostnaðurinn á hverjum tíma verði í lágmarki. 1 þessu efni er enn margt ógert. — Það á sem sagt ekki að borga mönnum milljón fyrir það eitt að bregða búi? — Nei, og þótt við höfum drepið hér á nokkur mikilvæg atriði landbúnaðarmálanna, er enn af mörgu að taka og vert væri að gera mörgum þáttum betri skil. En ég er fyrst og fremst bjartsýnn á framtið landbúnaðar á Islandi. íslendingar þekkja sinn vitjunar- tíma og þeir munu halda áfram að rækta landið. Það er undirstaðan undir blómlegan landbúnað, og sem betur fer hefur skilningur á gildi ræktunarstefnunnar aukist. Segja má, að það hafi vérið stað- fest á Alþingi sl. sumar, þegar alþingismenn samþykktu i einu hljóði fjárframlög til gróður- verndaráætlunarinnar. Ræktun landsins og útfærsla landhelginn- ar í 200 sjómilur eru skyld mál og hafa bæði mikla þýðingu fyrir framtíð og velgengni íslensku þjóðarinnar. Fiskverkunarhús — Iðnaðar- hús Fiskverkunarhús til leigu í Grindavík, húsnæðið mætti einnig nota til annarra starfssemi j.d ýmiskonar iðnaðar. Lítil íbúð gæti fylgt með. Uppl. í síma 92 —1950 milli kl. 1 —7. Nötið fristundirnar Vélritunar- og hraðritunarskólinn Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í síma 21 768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Association of Canada. Málmiðnaðarfyrirtæki Til sölu er gamalgróið málmiðnaðarfyrirtæki í fullum rekstri. Gott fyrirtæki, sem aðeins er selt af persónulegum ástæðum eigenda. Ragnar Tómasson hdl. Austurstræti 7 7. Litlir bilar eru vinsæliro vegna þess að þeir eru ódýrir Það er engin tilviijun að Ford Escort er mesti sigur- og spara kaupendum sínum peninga. Að þessu leyti er vegari í kappakstri á vegum og hefur unnið meira en Ford Escort í flokki með smábílum. 200 sigra í slíkri keppni á síðustu árum. En þegar kemur út á vegina, kemur munurinn í Ijós. Ford Escort sameinar þægindi og hagkvæmni fjöl- Þótt Ford Escort kosti ekki meira en aðrir ódýrir bílar, skyldubílsins með rúmgóðum sætum og gólfrými — og eru þetta samt allt önnur kaup. hins vegar hraða og öryggi sportbílsins. Ford Escort er afburða bíll, ekki sízt á misjöfgum veg- Kynnið ykkur Ford Escort, og hann sannartyfjrburði um. Auðveldur og öruggur í akstri, stöðugur á beygj- sína í reynd. um og lætur vel að stjórn. Fordumboðin á íslandi eru seljendur að Ford Escort Ford visar veginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.