Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
19
UNGLINGA-
VANDAMÁL
6. GREIN
Herbergi einnar stúikunnar á mæðraheimilinu. Ljósm. Mbl. E.B.B.
boði. En aðeins hluti þeirra þigg-
ur boðið og leitar til félagsráð-
gjafans. „Vissulega er nauðsyn-
legt að fylgjast vel með þeim
yngstu og ég efa ekki, að læknar
og hjúkrunarkonur fylgjast mjög
vel með líkamlegu heilbrigði
þeirra. En þær koma ekki nærri
allar til min á eftir,“ sagði María.
„Þó þurfa unglingsstúlkur í þess-
ari aðstöðu að spyrja um svo
margt. Það eru þúsund atriði sem
þarf að segja þeim, þvi að þær eru
oftast svo fáfróðar um þessi mál.
En ef þær koma ekki að eigin ósk,
þá náum við ekki til þeirra.“
Slagsíðan spurði þau Sævar og
Margréti hvort skólarnir hefðu
samband við félagsráðgjafa að
fyrra bragði, þegar stúlkur i skóla
yrðuþungaðar. Þau svöruðu þessu
neitandi, töldu, að það væru frek-
ar ráðgjafarnir sem sneru sér til
skólanna vegna vandamála
stúlknanna. En mikil breyting
hefði þó orðið á afstöðu skólanna i
þessum málum. Nú væri stúlkun-
Barneignir
unglingsstúlkna
hafa aukizt
nndanfarin ár,
þrátt fvrir
ankna kjnferðis-
fræðsln og
getnaðarvarnir
um eindregið ráðlagt að hætta
ekki náminu, heldur halda
áfram, i staðinn fyrir, að áður
fyrr var þess hálft í hvoru óskað,
að ófrískar stúlkur héldu sig
heima til að vera ekki að sýna
hinum börnunum kúluna á mag-
anum.
Þá spurði Slagsíðan, hvort við-
brögð foreldra við fréttunum um
að dóttir þeirra væri ólétt, væru
einhvern tíma þau, að reka hana
aó heiman. Þau kváðu þetta
stundum gerast og Kristin þekkti
án efa nokkur dæmi slíks.
Kristín Ottesen er forstöðukona
Mæðraheimilis Reykjavíkurborg-
ar, sem er í íbúðarhúsi við Sól-
vallagötu. Þaö hefur verið rekið í
nær fjögur ár og er þar rými fyrir
sex stúlkur. Kristín sagði, að mið-
að væri við að stúlkurnar dveld-
ust á heimilinu bæói fyrir fæðing-
una, til að undirbúa sig, og eins
fyrst eftir fæðinguna á meðan
verið væri að hjálpa þeim að
koma undir sig fótunum í sam-
félaginu. Heimilið væri þannig
fyrst og fremst tímabundið at-
hvarf stúlknanna.
„Flestar þær, sem hingað hafa
komið, voru með litla menntun að
baki,“sagðiKristín, „og við höfum
reynt að hjálpa þeim til að taka
gagnfræðapróf eða afla sér ein-
hverrar annarrar menntunar með
stuttu námi, sem veitti þeim betri
atvinnumöguleika. Þannig hafa
aðeins þrjár eða fjórar af um 40
stúlkum, sem hér hafa verið, haft
gagnfræðapróf og ein með
stúdentspróf og önnur með
hjúkrunarmenntun.
Markmið heimilisins er fyrst og
fremst að veita ógiftum mæðrum
og einstæðum, barnshafandi kon-
um öruggan samastað síðustu vik-
ur meðgöngutímans og fyrstu
mánuóina eftir fæðinguna. Miðað
er við 6 mánaða timabil. Jafn-
framt er stefnt að því að veita
þeim fræðslu um meðferð ung-
barna og tilsögn I heimilishaldi
o.fl. Með þessu og persónulegum
leiðbeiningum og þeirri félags-
legu aðstoð, sem unnt er að veita,
er verið að búa í haginn fyrir
framtíð móðurinnar og barnsins
eftir að dvölinni á mæðraheimil-
inu lýkur.
Framan af voru tiltölulega fáar
stúlkur undir tvitugu á heimilinu,
en hefur fjölgað upp á siðkastið.
Var meðalaldurinn fyrsta árið 26
ár, að sögn Kristínar, og sýnir
hann, að heimilið er alls ekki ein-
göngu fyrir ungar mæður. I upp-
hafi var búizt við meiri fjölda
kornungra mæðra, en mikill
meirihluti yngstu mæðranna virð-
ist njóta stuðnings forledranna
eða annarra ættingja, a.m.k. fyrir
og fyrst eftir fæðingu fyrsta
barns.
Fyrst og fremst er það hús-
næðisleysi, sem stúlkurnar eiga
við að stríða, áður en þær koma á
heimilið, en tölur eftir fyrstu þrjú
starfsár heimilisins sýna, að hús-
næðisvandi þeirra hefur yfirleitt
verið leystur, er þær fara af heim-
ilinu. Af 28 stúlkum, sem fyrstar
voru á heimilinu, fóru 12 f íbúð
eftir dvölina á heimilinu, 7 fóru
til ættingja, þrjár í vist eða aðra
vinnu, fjórar tóku upp sambúð og
tvær fóru á sjúkrahús. Virtist
niðurstaðan vera sú, fljótt á litið,
eftir fyrstu starfsár heimilsins, að
mikill meirihluti stúlknanna hafi
getað notfært sér dvölina á heim-
ilinu til aó búa i haginn fyrir
framtið sína og barnsins.
SEINLEGT AÐ FÁ
MEÐLAGSÚRSKURÐ
Loks beindi Slagsíðan athygl-
inni að málefnum ungu mæðr-
anna eftir að þær hafa alið barn
sitt. Ef börnin eru óskilgetin
verða mæðurnar að fá úrskurð
um faðerni barnsins til að fá greit
meðlag. Verða þær að sækja um
til Sakadóms, að dómurinn úr-
skurði um faðernið, og tilgreina
þær í umsókninni piltinn, sem
þær telja föður að barninu. Saka-
dómur kallar piltinn síðan til yfir-
heyrslu og ef hann viðurkennir að
vera faðir barnssin, skrifar hann
undir yfirlýsingu þar að lútandi.
Þegar sú yfirlýsing er komin til
Tryggingastofnunar rikisins, fær
stúlkan greitt meðlag með barn-
inu, fyrr ekki. Ef pilturinn neitar
hins vegar að skrifa undir yfirlýs-
inguna og krefst blóðrannsóknar,
verður móðirin að biða í sex
mánuði án þess að fá greitt með-
Marfa: „Þær hafa verlð reglulega
duglegar og viljað fæða börnin
sfn.“
Marfa: „Stúlkurnar höfðu ekki
notað getnaðarvarnir áður en þær
urðu ófrfskar.“
lag, því að ekki er hægt að taka
blóðprufu af barninu fyrr en
það er orðið sex mánaða
gamalt. Og málið getur raun-
ar teygzt enn meira á langinn
og allan þann tíma fær móðirin
engar meðlagsgreiðslur. Raunar
er meðlagið ekki hátt, rúmar 6
þúsund kr. á mánuði og með fjöl-
skyldubótum frá Tryggingastofn-
uninni fær móðirin samtals um
níu þúsund krónur — en sú upp-
hæð hrekkur varla til að greiða
mánaðargjald fyrir barnið á dag-
heimili. Á þá stúlkan ekkert af-
gangs til framfærslu sinnar og
barnsins.
En sem fyrr segir eru stúlkurn-
ar fáar, miðað við heildina, sem
þurfa að framfæra sig og barn sitt
sjálfar. Fjölskyldur stúlknanna
hlaupa oftast undir bagga með
þeim með barnagæzlu og hús-
næði, svo að þær geti haldið
áfram námi eða stundað vinnu.
Sem eintæðar mæður hafa þær þó
forgang um vistun barnanna á
dagheimilum, ef þær sækja um
fyrir börn sin.
Að sögn Sævars er sáralítið um
að stúlkur gefi börn sín og kvaðst
hann sjálfur ekki muna nema eft-
ir örfáum tilvikum sliks. Mæðurn-
ar reyna að sjá sjálfar um umönn-
un og uppeldi barns sins og
eru þær ungu að þessu ieyti ekki
frábrugðnar öðrum mæðrum,
þegar á heildina er litið. Þó hlýtur
þeim að finnast sárt að fylgjast
með jafnöldrum sínum, lausum
og liðugum, á meðan þær sjálfar
gæta sins barns, en vafalitið veitir
barnið þeim ríkulega gleði lika.
í lokin er rétt að vitna i niður-
stöður könnunar, sem Margrét
Margeirsdóttir, félagsráðgjafi,
gerði á félagslegum aðstæðum
ógiftra barnshafandi kvenna i
Reykjavik fyrir nokkrum árurn,
en á grundvelli niðurstaðna þeirr-
ar könnunar var mæðraheimili
borgarinnar komið á fót.
í könnuninni, sem tók til 200
kvenna á aldrinum 15—44 ára
reyndust tvær vera 15 ára gamlar,
13 voru sextán ára, 27 voru
sautján ára, 44 voru átján ára og
26 voru nitján ára. Var 18 ára
aldrushópurinn raunar sá stærsti
i könnuninni.
Hvað menntun snerti höfðu 74
konur einungis skyldunám að
baki, 58 höfðu lokið gagnfræða-
prófi, 12 húsmæðraskólaprófi, 26
höfðu hlotið sérmenntun, þó ekki
í háskóla, og 7 höfðu lokið
stúdentsprófi. 26 voru enn við
nám áýmsum stigum.
Af þessum 200 konum voru 174
að eiga sitt fyrsta barn.
Af konunum voru 126 trúlofað-
ar, 21 var ekki trúlofuð, en hafði
samband við barnsföðurinn, en 53
höfðu ekkert samband við barns-
föðurinn. Hins vegar voru 59 í
sambúð með barnsföðurnum, 126
bjuggu hjá foreldrum, 9 hjá öðr-
um ættingjum, 17 voru i leiguíbúð
eða eigin ibúð og 9 bjuggu við
aðrar aðstæður, t.d. voru í heima-
vistarskóla, bjuggu með annarri
konu o.s.frv.
76 kvennanna voru í vinnu, 95
atvinnulausar og 26 i skóla. Á
þeim tíma, sem könnunin var
gerð, var atvinnuleysi talsvert í
landinu.
Af konunum 200 töldu 185 sér
mögulegt að annast sjálfar og ala
upp sín börn, en 15 vissu ekki
hvort það yrði mögulegt eða töldu
sig ekki geta gert þetta. Höfðu
raunar fjórar þegar gert ráðstaf-
anir til að útvega fósturforeldra
fyrir börn sín. Aðalástæðurnar
fyrir því að þær töldu sér um
megn að hafa börn sín hjá sér
voru fjárhagslegir erfiðleikar,
ófullnægjandi húsnæði, skóla-
ganga, atvinnuleysi o.fl.
I lok sýrslu sinnar um könnun-
ina segir Margrét um yngstu
mæðurnar sérstaklega:
„Fæstar stúlkur yngri en 18 ára
hafa öðlazt þann andlega og
félagslega þroska, sem sá þarf að
vera gæddur, er tekur að sér upp-
eldi barns. Fæstar þessara korn-
ungu stúlkna eru ánægðar með að
verða mæður svo ungar, hvort
sem þær eru heitbundnar eða
ekki. Margar þeirra líta á þungun
sem óhapp. Afleiðingin er sú, að
börnin eru ekki „óskabörn", sem
fæðast inn í fjölskyldu, sem er
tilbúin að taka á móti þeim og
veita þeim viðeigandi uppvaxtar-
skilyrði. Oft eru báðir foreldrar
við nám, eins og að likum lætur,
og skortir fjárhagslegt bolmagn
til heimilisstofnunar. Flestar
þessar ungu stúlkna búa hjá for-
eldrum sínum (eða tæp 70%
stúlkna úndir 18 ára aldri). Við
þetta bætist, að meiri hluti
stúlknanna kemur frá tekjulitlum
heimilum verkamanna og sjó-
manna. Af viðtölum við þessar
yngstu verðandi mæður kom bert
i ljós, að þær, sem bjuggu heima
hjá foreldrum sínum, virtust
gjarnan varpa ábyrgðinni yfir á
herðar þeirra, einkum á móður
sína. Hún átti að gæta barnsins,
þegar það væri fætt, og í lang-
flestum tilvikum töldu stúlkurnar
að foreldrum þeirra þætti sjálf-
sagt að veita þeim alla þá aðstoð,
sem hægt væri að láta i té.“
í lokin er svo rétt að bæta því
hér við, svo að feðurnir séu ekki
alveg skildir útundan, að á undan-
förnum árum hefur hlutfallslega
fjölgað feðrum undir tvitugsaldri,
úr rúmum 4% árið 1961 í 7,3%
árið 1972. Og ef litið er á tölur um
óskilgetin börn, kemur í ljós, að
af þeim börnum, sem piltar undir
tvitugu eru feður að, voru árið
1972 93,2% óskilgetin við fæð-
ingu.
— sh.