Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
HVAÐ ER Á SEYÐI
„Lygin er frá á fæti,“ segja menn
í Kreml um fréttir á Vesturlönd-
um um erfiðleika Leonid
Brezhnevs og fara síðan háðuleg-
um orðum um „svokallaða
Kremlarfræðinga" sem eru sagðir
breiða út lygina. Kremlarfræðing-
arnir eru sagðir „velta sér — eins
og lófalesarar — upp úr alls kon-
ar spádómum sem séu ekkert
nema staðlausir stafir.“ Freud
kunni betri skýringu á því hvern-
ig Kremiarfræðingum tekst að
svipta hulunni af dýpstu leyndar-
dómum Kremlar.
Hann sagði einu sinni sögu af
því hvernig austur-evrópskur
Gyðingur — og sumir okkar eru
beztu Kremlarfræðingarnir —
fylgdist með ungum manni sem
ferðaðist með honum í járn-
brautarlest. Gyðingurinn var á
leið til þorpsins sem hann bjó í og
Brezhnev hóstar. Er hann
aðeins meó inflúensu eða
er hann haldinn ólæknandi
sjúkdómi?
þangað virtist ferð unga manns-
ins líka heitið. Þeir sátu einir
saman í klefa og Gyðingurinn fór t
að vfelta vöngum yfir hinum
ókunna samferðarmanni sinum. j
Hann reiknaði dæmið þannig: „1
þorpinu búa aðeins smábændur l
og Gyðingar. Eftir klæðaburðin-
um að dæma er hann hvor- I
ugt, en þó er hann að
lesa bók og hlýtur því að vera
Gyðingur. En hvers vegna er j
hann að fara til þorpsins okk-
ar? Þar búa aðeins 50 fjöl-
skyldur og þær eru flestar fátæk-
ar. En, bíddu við. Shmuel, kaup-
maðurinn, á tvær dætur og hefur
leitað að eiginmanni handa ann-
arri þeirra. Shmuel er ríkur og
upp á síðkastið hefur hann verið
að gera sig merkilegan, svo hann
mundi ekki telja nokkurn úr
þorpinu nógu góðan handa dóttur
sinni. Hann hlýtur að hafa beðið
hjónabandsmiðlarann að finna
tengdason handa sér annars stað-
ar. En Shmuel er orðinn gamall
og getur ekki tekið sér ferð á í
hendur til þess að kynnast nýrri
fjölskyldu svo hann vill sennilega I
fá tengdason úr fjölskyldu sem
hann þekkir. Það merkir að sú ■
fjölskylda hiýtur að hafa búið í
O o
o ,
O' ' *
O ©c
Brezhnev-
ráðgátan
..Ki'fitt t‘i' kannski
úgerniiigur að segja til
um hvar baráttan- um
viildin endar og baráttan
uin stefnuna byrjar. Til
þess að framkvæma þá
stefnu, sem menn vilja að
verði fylgt, verða þeir að
bafa vald, og til þess að
ná völdunum í Kreinl
verða mennirnir þar að
fá stuðning mikilvægra
hópa embættismanna úr
skrifstofukgrfinu við þá
stefnu. sem barist er
fyrir."
þorpinu en flutzt í burtu. Hvaða
fjölskylda getur það verið?
Cohen-hjónin áttu son. Fyrir tutt-
ugu árum fluttust þau til
Búdapest. Hvað getur Gyðinga-
strákur gert þar? Orðið læknir.
Shmuel mundi vilja fá lækni í
fjölskylduna. Læknir verður að fá
mikinn heimanmund. Pilturinn
sem situr á móti mér er snyrtileg-
ur en ekki vel klæddur. Sem sagt
Cohen læknir. En í Búdapest væri
ekki nógu fínt að heita Cohen.
Sennilega hefur hann skipt um
nafn. Sjáðu nú 01, i Búdapest.
Auðvitað Kovacs — það er eins
algengt nafn hjá Ungverjum og
Cohen hjá Gyðingum."
Þegar lestin nálgaðist þorps-
stöðina sagði gamli Gyðingurinn
við unga manninn: „Fyrirgefðu,
Kovacs læknir, ef Shmuel biður
ekki eftir þér á stöðinni skal ég
fylgja þér heim til hans og kynna
þig fyrir tilvonandi unnustu
þinni." Ungi maðurinn svaraði
furðu lostinn: „En hvernig veiztu
hver ég er óg hvert ég er að fara?
Við höfum ekkert talað saman."
„Hvernig ég veit það?“ sagði
gamli maðurinn brosandi. „Það
liggur í augum uppi.“
Þannig hafa Kremlarfræðingar
í helztu leyniþjónustum Vestur-
landa og utan þeirra stundað starf
sitt árum saman, setið við skrif-
borð með eintak af Pravda og
mestmegnis starað á það annars
hugar. Þessa stundina gæti vel
verið að þeir væru að leita að
yfirlýsingunni frá Kreml þar sem
farið er hörðum orðum um
Kremlarfræðinga en þeir fyndu
hann ekki þar því henni var
dreift frá Tass til erlendra blaða
eingöngu, ekki til sovézkra blaða.
„Hvers vegna?" mundu þeir
spyrja. Hvað er Kreml aö reyna
að fela? Þar sem Brezhnev er
veikur — þótt frá því hafi ekki
verið skýrt í sovézkum blöðum —
liggur i augum uppi að ríkiserfð-
irnar eru á dagskrá í Kreml.
Hvaða menn væru líklegastir til
að taka við af honum?
Þrír
aðalkeppinautar
Liklegt er að þrir menn komi við
sögu þeirrar baráttu sem nú er að
hefjast um völdin eftir að
Brezhnev hverfur úr sögunni og í
þeim hópi fer mest fyrir Andrei
Kirilenko sem venjulega gegnir
starfi Brezhnevs þegar hann er
ekki i Moskvu.
Leyniþjónustusérfræðingum
ber saman um að Kirilenko —
sem er níu mánuðum eldri en
Brezhnev er hélt nýlega upp á 68
ára afmæli sitt — sé langhraust-
legasti og þróttmesti fulltrúinn í
stjórnmálaráðinu. En aldursins
vegna er líklegra talió að hann
kæmi á laggirnar ein§“ konar
bráðabirgóastjórn óg reyndi að
búa í haginn fyrir Fyodor
Kulakov, sjálfan skjólstæðing
Brezhnevs — sem er 56 ára — þar
Eftir Victor Zorza
Ilöíúnd jjessurar'Ri'fiiiar þari vart aö kyntfa t'yrir
k'senduni Mbl.. {>\ í et'tir harm lu’t'ur birzt f jölcli yreina
um mákdní kommúnistarikja með einkaleyí'i. .En
X'ietor Zorza er nú aöstoðarprói'essor við alþ.jóðamála-
slof'nun John ’ Hopkins-háskólans í WashinRton oy;
yreinar hans birtast að staðaldri i blijöum eins■ oy
\\ ashinyton Fost i Bandaríkjunum og The öuardian i
Bretlandi. °
til hann fengi nógu mikla reynslu
og aflaði sér nógu mikils álits til
þess að taka við stjórnartaumun-
um.
Flestir sérfræðingar eru sam-
mála um að Alexander Shelepin,
sem sýndi þess glögg merki fyrstu
árin sem Brezhnev var aðalritari
flokksins að hann ágirntist þá
stöðu, hafi verið lækkaður svo
mikið i tign að hann komi ekki i
alvöru til greina eins og stendur.
Hann er 56 ára gamall, aðeins
nokkrum mánuðum yngri en
Kulakov og er talinn sennilegasti
keppinautur þess manns sem
Brezhnev tilnefnir eftirmann
sinn þegar fram líða stundir —
það er að segja ef þeir menn sem
óttast metnaðargirnd hans leyfa
honum að halda sæti sínu í stjórn-
málaráðinu það lengi.
Þetta er sem sé sú speki sem er
almennt viðurkennd — og ef allt
fer eins og Brezhnev ætlast til
getur verið að þetta verði það sem
gerist. Brezhnev hefur raunar
reynt að búa svo um hnútana að
eitthvað i þessa áttina verði uppi
á teningnum með því að fela
Kirilenko að annast mikið af dag-
legri stjórn mála og með
því að ota Kulakov — sem í starfi
sínu sem flokksritari fer með
stjórn landbúnaðarmála og er
jafnframt stjórnmálaráðsfulltrúi
— smátt og smátt í valdamikil
embætti.
En þróun ríkiserfða kemur
sjaldan heim við það sem til er
ætlazt af leiðtoga sem hverfur af
sjónarsviðinu nema því aðeins
að hann hafi í raun og veru afsal-
að sér völdum áður en hann dreg-
ur sig i hlé í hendur þeim manni
sem hann hefur valið og gefið
honum nægan tima til þess að
festa sig i sessi. Þetta hefur
Brezhnev látið undir höfuð leggj-
ast, kannski vegna þess aó hann
óttast að Kirilenko gæti notað slik
völd til að bola sér í burtu áður en
hann er reiðubúinn til þess — líkt
og Brezhnev losaði sig við Nikita
Krúsjeff sem hafði falið stað-
gengli sfnum of mikil völd.
Krúsjeff var orðinn kærulaus á
efri árum, sumpart vegna þess að
hann reyndi að gera of margt i
einu svo að hann varð að afsala
sér mjög miklum völdum ef
stefna hans átti að bera árangur.
En sé það ósennilegt að
Brezhnev hafi ekki látið sér þetta
að kenningu verða getur verió að
vegna veikindanna neyðist hann
til að dreifa völdum sinum og
afsaia sér nokkrum völdum á
sama hátt og Krúsjeff þótt ástæð-
urnar séu aðrar. Raunar er vand-
séð hvernig hann getur skotið sér
undan þvi öllu lengur þar sem nú
er vitað samkvæmt áreiðanlegum
sovézkum heimildum að heilsa
hans er svo bágborin að hann
hefur neyðzt til þess aó fækka
vinnudögum sinum i þrjá á viku.
Ef Kirilenko ryðst upp á tind-
inn framhjá sjúkum aðalritara
flokksins þarf það ekki endilega
að stafa af ótryggð. Sá maður sem
fer með stjórnina i Kreml verður
að sýna aó hann sé sá sem valdið
hafi ef stefnan sem hann ákveður
á að bera árangur og starfsmenn
skrifstofukerfisins eiga að fást til
að framkvæma stefnu hans.
Kirilenko þyrfti að setjast i sæti
Brezhnevs eins fljótt og kostur er
ef árangur á að verða af starfi
hans meóan Brezhnev er veikur
— og verið getur að Brezhnev sé
haldinn langvinnum og ólækn-
andi sjúkdómi — og til þess að
vera viss um að geta orðið æðsti
maður bráðabirgðastjórnar.
Leikreglurnar sem gera þetta
nauðsynlegt eru ekki bundnar við
Kreml eingöngu. Siðasta dæmið
Þessar myndir sýna hvernig Shelepin hefur komizt til aukinna metorða í Kreml
án þess að Leonid Brezhnev hafi getað komió í veg fyrir það. Efri myndin var tekin
við opinbera athöfn i Kreml. Þar er Shelepin lengst til hægri í öftustu röð en þar
hefur hann orðið að dúsa síðan Brezhnev stjakaði honum þangað 1965. Skjólstæð-
ingur Brezhnevs, Fyodor Kulakov, er lengst til vinstri í annarri röð. En á myndinni
fyrir neðan, sem var tekin í síðasta mánuði er Shelepin (auðkenndur með hring)
aftur kominn í næstfremstu röð en Kulakov (einnig auðkenndur með hring, efst til
vinstri), er nú kominn í öftustu röð. 1 fremstu röð eru eins og ævinlega (talið frá
vinstri): Andrei Kirilenko, Mikhail Suslov, Podgorny forseti, Kosygin forsætisráð-
herra og Brezhnev.