Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
23
er frá Frakklandi þegar Georges
Pompidou forseti reyndi að leyna
sjúkleika sínum og lét undir höf-
uð leggjast að veita hugsanlegum
eftirmanni nógu mikil völd þann-
ig að of metnaðargjörnum manni
tækist ekki að komast tii valda og
stjórna í nafni forsetans. En bar-
áttan um völdin eftir Pompidou
hófst löngu áður en hann lézt —
raunar um leið og innsti valda-
hringurinn, en menn úr honum
komu helzt til greina f valdabar-
áttunni, gerði sér grein fyrir veik-
indum hans.
A keimlíkan hátt hefur barátt-
an um völdin eftir Brezhnev
að öllum líkindum staðið i nokk-
urn tíma og umræðurnar f Kreml
um mörg stórmál sem hafa sézt
milli lfnanna í sovézkum blöðum
hljóta að hafa staðið i einhverju
sambandi við hana.
í sumum málum einkum þeim
sem varða hergagnaeftirlit og
Salt-umræðurnar um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar, urðu skoð-
anir Brezhnevs ofan á eins og
samningurinn í Valdivostok ber
vitni um, en ekki fyrr en honum
tókst að berja niður nokkurn mót-
þróa harðlínumanna. í öðrum
málum, einkum á nokkrum svið-
um innanlands og í efnahagslíf-
inu, hefur Brezhnev hvað eftir
annað neyðzt til að láta í minni
pokann.
í KREML?
Shelepin á
uppleið
Meðan þessi barátta fór fram aó
baki hárra múra Kremlar kom
fram í dagsljósið örlítið sönnunar-
gagn sem sýnir að enn eru
Kremlarfræðin ekki dauð úr öll-
um æðum — jafnvel ekki í sinni
elztu og frumstæðustu mynd sem
er athugun á ljósmyndum i
Pravda af æðstu leiðtogunum.
Sú var tfðin, á valdaárum
Stalíns og um nokkurt skeið eftir
dauða hans, að eina leiðin til þess
að komast að raun um hvar stjórn-
málaráðsfulltrúarnir stæðu í
valdaröðinni var að kanna hvern-
ig þeim væri raðað á opinberum
hópmyndum.
Á einni slíkri hópmynd sem
birtast með markvissu millibili
þegar Æðsta ráðið fundar sjást
þeir allir sitjandi í mjög svipaðri
röð sem hefur svo að segja ekkert
breytzt frá ári til árs. I siðasta
mánuði sátu í fremstu röð á slíkri
mynd „hinir fimm stóru“,
Brezhnev fremstur og honum á
hægri hönd þeir Kosygin forsætis-
ráðherra, Podgorny forseti,
Mikhail Suslov, hugsjónafræðing-
ur flokksins, og Kirilenko.
Shelepin var þokað í öftustu röð-
ina fyrir nokkru, en Kulakov hef-
ur færzt fram á röðina í miðju og
það er í samræmi við þá upphefð
sem hann hefur fengið sem eftir-
læti Brezhnevs. En í desember
skauzt Shelepin fram í aðra röð á
ný og Kulakov var ýtt aftur i
þriðju röð.
Enginn getur sagt með vissu
hvað þessar breytingar boða, en
eitt er vfst: Shelepin, sem hefur
verið valtur í sessi síðan 1965
þegar Brezhnev hófst handa um
að festa sig í sessi og treysta völd-
in er hann hafði hrifsað frá
Krúsejeff skömmu áður gagnvart
hugsanlegum andstæðingum í
stórnmálaráðinu, er aftur orðinn
þátttakandi í valdataflinu og iðar
i skinninu.
Erfitt er að gera sér í hugar-
lund að Brezhnev hafi af fúsum
vilja leyft Shelepin að' ryðjast
fram með þessum hætti. En vegna
veikinda sinna getur Brezhnev
veitzt erfiðara en ella að koma i
veg fyrir tilraun Shelepins til að
smokra sér fram — eða tilraunir
stuðningsmanna Shelepins til að
pota honum fram til að stöðva
Kulakov meðan enn er nógur tími
til stefnu.
Ef heilsa Brezhnev batnar
öfugt við það sem allir gera ráð
fyrir nú ætti hann á sömu stund
auðveldara með að hrinda ásókn
Shelepins eða einhverra annarra
og áreiðanlega reyna að þrauka
þangaö til flokksþingið verður
haldið á næsta ári. Ráðgert er að
þingið samþykki geysiviótæka
stefnuskrá um framtíð Sovétríkj-
anna og Brezhnev vonar að sú
áætlun færi honum þann sess í
sögunni að hafa fært sovézka
kerfið i nútímahorf og flutt það
til 20. aldarinnar frá miðöldum
sem Stalín ýtti þvi til.
Birting myndarinnar í Pravda
og öllum öðrum sovézkum blöðum
er meðal annars mikilvæg vegna
þess að hún sýndi stuðningsmönn-
um Shelepins í skrifstofukerfinu
fram á að hann er aftur á uppleið.
Shelepin á marga slika stuðnings-
menn. Þegar hann var yfirmaður
Komsomol, æskulýðssamtaka
kommúnista, átti hann þátt í því
að velja og þjálfa efnilegustu
ungu mennina sem höfðu stjórn-
málaáhuga og færðust þannig i
fremstu röð þeírra sem voru vald-
ir í mikilvægustu störfin í þágu
flokksins. Sovézkir forystumenn
verða að klífa langa og bratta leið
áður en þeir komast i námunda
við tindinn og veljast í stjórn-
málaráðið og framkvæmdastjórn
flokksins og á þessari leið skilja
þeir eftir langan slóða stuðnings-
manna og skjólstæðinga sem hafa
ástæðu til að vera þeim þakklátir
fyrir aðstoð sem þeir hafa veitt
þeim til að komast áfram. Síóast
þegar Shelepin virtist reyna að
brjótast til valda fyrir nokkrum
árum skaut mönnum úr þessari
„Komsomol-klíku“ allt í einu upp
i nokkrum mikilvægum embætt-
um — og þegar stjarna Shelepins
fór aftur að lækka voru þeir svipt-
ir þeim. En þeir eru enn á kreiki
og sama er að segja um marga
aðra sem yrðu dauðfegnir ef hann
kæmist aftur á tindinn.
Þar sem Shelepin er fyrrver-
andi yfirmaður leynilögreglunnar
má telja víst að hann njóti stuðn-
ings manna sem gætu ráðið úrslit-
um í valdabaráttu á úrslitastigi —
á sama hátt og skortur á stuðningi
þeirra við Krúsjeff hafði úrslita-
áhrif á fall hans. Þótt Shelepin
hafi eitt sinn haft orð fyrir að
vera nýstalínisti og harðlínumað-
ur er hann fyrst og fremst henti-
stefnumaður sem hagar seglum
eftir vindi til þess að koma sér
áfram. Menn gleyma því of oft að
Krúsjeff, sem manna mest barðist
gegn stalinisma, kom sér til æðstu
valda í Kreml eftir pólitískan
dauða Georgi Malenkovs sem
Krúsjeff hafði ráðizt á fyrst í
stað fyrir frjálslynda innanlands-
og utanríkisstefnu.
Sumir Vesturlandamenn sem
hafa hitt Shelepin — en hann
hefur meira samband við útlend-
inga en áður þar sem hann er nú
yfirmaður verklýðshreyfingar-
innar — segja að þeim finnist að
hann sé töfrandi, fyndinn og gáf-
aóastur sovézkra forystumanna,
kannski að Kosygin undan-
skildum. Ýmislegt í fortíð
hans gæti bent til þess að
hugsanlegt sé þrátt fyrir það
orð sem fer af honum sem
stalinista að hann geti orðió
sá maður sem harðast berjist
gegn stalinisma ef hann kemst i
embættið á efsta tindinum — þótt
vel megi vera að hann noti það
orð sem fer af honum sem harð-
linumanni til að afla sér stuðn-
ings skrifstofuembættismann-
anna, sem eru harðlínumenn upp
til hópa, á sama hátt og Krúsjeff
gerði á sínum tíma.
Reynslu-
þátturinn
Minna er vitað um Kulakov sem
hefur litið ferðazt erlendis og hef-
ur fáa útlendinga hitt, jafnvel
ekki i Sovétríkjunum. En þegar
hann kemst i snertingu við
Vesturlandamenn — eins og til
dæmis i toppfundaferðalögum —
kemur hann mönnum þannig fyr-
ir sjónir að hann sé greindur mað-
ur, vel að sér i samkvæmisvenjum
og rólegri og öruggari í framkomu
við útlendinga en yfirmenn hans.
Frammistaða hans í starfi flokks-
ritara i dreifbýlinu og síðar i
starfi flokksritara með landbún-
aðarmál sem sérsvið bendir til
þess að hann sé bæði hæfur emb-
ættismaður og stjórnmálamaður.
Kulakov hefur i stöðu sinni sem
stjórnmálaráðsfulltrúi tekið þátt í
nokkrum þeim umræðum og átt
þátt í nokkrum þeim ákvörðunum
sem varða utanríkismál, hermál
og iðnaðarmál, en hann hefur
enga beina reynslu haft af stjórn
mála á þessum sviðum. Þetta er
ein af ástæðunum til þess að hann
þyrfti tvö til fjögur ár til að öðlast
nokkra reynslu i þvi að fást við
þessi stórmikilvægu svið utan-
ríkisstefnunnar á meðan
Kirilenko færi með yfirstjórnina
til bráðabirgða.
Almennt er gert ráð fyrir að
Kirilenko, sem er 68 ára, léti sér
vel lika að gegna þessu bráða-
birgðahlutverki og aðrir hinna
fimm stóru — Kosygin, Podgorny,
Suslov — sem eru gamlir menn og
heilsuveilir komi ekki til greina í
stöðu eftirmanns Brezhnevs. En
Framhaid á bls. 34
„Leyndar-
dómar
Kremlar”