Morgunblaðið - 26.01.1975, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvœmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm GuSmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiSsla ASalstrasti 6, sfmi 10 100.
Auglýsingar ASalstræti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. í mánuSi innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakiS.
Um nokkurt skeið hef-
ur legið ljóst fyrir, að
mjög hallaði á ógæfuhlið-
ina í efnahagsmálum okkar
Islendinga og að sú mynd,
sem við blasti sl. haust,
þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum og
gerði sínar fyrstu ráð-
stafanir, hefði versnað
mjög á þeim tíma sem lið-
inn er — og var hún þó
nógu slæm fyrir. Megin-
ástæðan fyrir þessu versn-
andi ástandi er að sjálf-
sögðu stöðugt aukið verð-
fall á útflutningsmörk-
uðum okkar og alvarleg
sölutregða.
Nú er svo komið, að
þorskblokkin hefur fallið á
Bandarikjamarkaði um
32%. Jafnframt hefur
verið umtalsverð sölu-
tregða vestan hafs. Verk-
smiðjur SH og SÍS hafa
a.m.k. til skamms tíma
verið yfirfullar af fiski og
frystihúsin hér hafa safnað
birgðum. Þetta þýðir, að
litlar gjaldeyristekjur hafa
komið inn fyrir fisksölur.
Ekki er betra ástandið á
mjölmarkaðnum. Verðið á
loðnumjöli hefur fallið um
nær 60% á 12 mánuðum og
afar lítil eftirspurn er eftir
mjöli um þessar mundir.
Jafnframt hefur mark-
aðurinn í Japan fyrir
frysta loðnu einfaldlega
hrunið saman; við getum
aðeins selt þangað óveru-
legt magn i vetur fyrir
helmingi lægra verö en í
fyrra. Þetta er stórfellt
áfall fyrir útgerðina,
frystihúsin og þjóðarbúið í
heild.
Jafnframt verðfalli og
sölutregðu á erlendum
mörkuðum hefur verðbólg-
an geisað áfram innan-
lands. Þegar núverandi
ríkisstjórn tók við völdum
var búið að fela svo mikið
af óhjákvæmilegum verð-
hækkunum að ekki varð
hjá því komizt að hleypa
þeim upp á yfirborðið.
Þetta hefur að sjálfsögðu
leitt til þess, að útgjöld at-
vinnuveganna hafa haldið
áfram að vaxa. Við núver-
andi rekstraraðstæður er
talið, að bátar og skuttog-
arar séu reknir með um
1500 milljón króna halla á
ársgrundvelli. Útgerðin
þarf á hærra fiskverði að
halda og sjómenn krefjast
kjarabóta. Verðfallið á
Bandaríkjamarkaði veldur
því hins vegar, að frysti-
húsin geta ekki greitt
hærra fiskverð. Hækkun
fiskverðs er í stuttan tíma
hægt að borga úr verðjöfn-
unarsjóði en að 2—3 mán-
uðum liðnum verður hann
orðinn tómur. Við þessar
aðstæður geta menn séð í
hendi sér hvaða mögu-
leikar eru á að bæta kjör
sjómanna. Formaður Sjó-
mannasambands íslands
japlar á því í blöðum, sjón-
varpi og útvarpi, að hann
sé orðinn svo gamall sem á
grönum megi sjá og hafi
aldrei heyrt annað en út-
gerðarmenn tapi. Á siðustu
áratugum hefur orðið
mikil breyting á eignar-
aðild að útgerðarfyrirtækj-
um hér á landi. Hafi svo
verið á yngri árum for-
manns Sjómannasam-
bandsins er því ekki lengur
til að dreifa, að útgerð sé
fyrst og fremst rekin af
stórkapítalistum! Hverjir
eiga skuttogarana nýju?
Þaö eru fyrst og fremst
hreppsnefndir, skipstjórar
og almenningshlutafélög í
sjávarþorpunum, sem eiga
þessi nýju skip. Hér er um
þess konar eignaraðild að
ræða, að jafnvel Jón
Sigurðsson á að geta tekið
trúanlegar þær upplýs-
ingar, sem frá slíkum út-
gerðaraðilum koma, þótt
hann vilji ekki trúa einka-
útgeröarmönnum eða
Þjóðhagsstofnun.
Afleiðing verðfalls og
sölutregðu annars vegar og
hins vegar óhófseyðslu
innanlands, gegndarlauss
innflutnings og stjórn-
lausra framkvæmda allt sl.
ár er auðvitað sú, að gjald-
eyrisvarasjóðurinn er að
verða uppurinn. Viðskipta-
hallinn á síðasta ári er
gífurlegur enda má segja,
að árið 1974 hafi verið árið
þegar öll þjóðin lagði stund
á ævintýramennsku og
„spekúlasjón" í f jármálum.
En nú er komið að skulda-
dögum.
Morgunblaðið hefur
undanfarnar vikur leitast
við að upplýsa almenning
um hina alvarlegu stöðu
þjóðarbúsins. I áramóta-
ávarpi sínu til þjóðarinnar
og áramótagrein hér í
Morgunblaðinu mælti Geir
Hallgrímsson forsætisráð-
herra mjög sterk að-
vörunarorð til þjóðarinnar
um stöðuna í efnahags- og
atvinnumálum. Hafi ein-
hver staðið í þeirri trú, að
hér væri ekki um sameigin-
legt álit stjórnarflokkánna
beggja að ræða og að sjálf-
stæðismenn væru að mála
myndina svartari en efni
stæðu til í því skyni að
sverta vinstri stjórnina,
hefur Ólafur Jóhannesson
viðskiptaráðherra nú af-
sannað þá kenningu ræki-
lega. I skeleggri ræðu, sem
hann hélt á fundi fram-
sóknarfélaganna í Reykja-
vík sl. fimmtudagskvöld
staðfesti hann allt það, sem
haldið hefur verið fram
hér í Morgunblaðinu um
hinar ískyggilegu horfur,
kom fram með fjölmargar
nýjar upplýsingar og aö-
varaði þjóðina mjög sterk-
lega um að svo mætti ekki
lengur ganga.
Þetta sýnir, að innan
stjórnarflokkanna er
enginn ágreiningur um
hversu alvarlegt ástandið
er og þá þarf enginn að
kvíða því, aö ekki takist
full samstaða um þær rót-
tæku aðgerðir, sem nauð-
synlegar eru til þess að
koma þjóðarskútunni á
réttan kjöl á ný. í þeim
efnum skiptir mestu að
skera stórlega niður út-
gjaldaáform hins opinbera,
og einstaklinga, auka
sterklega aðhald í fjár-
málum og koma útgerðinni
á réttan kjöl.
ÍSK YGGILEGAR HORFUR
\ Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 25. jan.
Ein fjölskylda
í erfiðleikum
Ætíð þegar meiri háttar óhöpp
ber að höndum eru íslendingar
eins og ein f jölskylda, það sannað-
ist við gosið í Vestmannaeyjum og
snjóflóðið á Norðfirði og víðar.
Þjóðin öll finnur til skyldu sinn-
ar, þegar stóráföll ber að höndum
og hún gerir sér grein fyrir, að
hún á öll að axla þær byrðar, sem
ella lentu á einstaklingum og
ákveðnum byggðarlögum af völd-
um náttúruhamfara. Þetta gera
menn með glöðu geði, hvort sem
erfitt er í ári eða rúmt um fjár-
haginn, og þess vegna mun nú
sem fyrr nást samstaða um að
bæta það tjón, sem nýlega hefur
orðið af völdum snjófióða austan-
lands og norðan.
Forsætisráðherra hefur boðað
endurskoðun löggjafar um Bjarg-
ráðasjóð og Viðlagasjóð. Má vera
að niðurstaðan verði sú, að þessir
sjóðir verði sameinaðir og sinni
því hlutverki i framtíðinni að rísa
undir skakkaföllum, sem ein-
staklingar og byggðarlög verða
fyrir af náttúrunnar völdum, en
þau mál skýrast væntanlega fljót-
lega eftir að Alþingi kemur sam-
an. En það fólk, sem fyrir tjóninu
hefur orðið, getur treyst því, að
Alþingi og ríkisstjórn munu sjá
til þess, að tjónið verði bætt.
En íslendingar vilja líka koma
til hjálpar þeim einstaklingum,
sem fyrir ógæfu verða af öðrum
sökum, og nú hefur verið frá því
greint, að fjársöfnun sé hafin að
tilhlutan sóknarprestsins í Kefla-
vfk vegna erfiðleika fjölskyldu
Geirfinns Einarssonar, sem lands-
lýð öllum er kunnugt um. Ber að
vænta þess og . treysta, að
einnig i því tilfelli láti
menn fé af hendi rakna. Þótt
fjármunir geti ekki megnað að
víkja sorg úr vegi í per-
sónulegum harmleikjum, hef-
ur samúðin, sem í verki er lýst,
sín áhrif. Og mál er nú að linni
óþörfu tali um þetta sérstæða
mál, þótt að sjálfsögðu verði að
segja fréttir, sem þýðingu geta
haft og erindi eiga til almennings.
Færeyska
landsstjórnin
1 Færeyjum hefur nú verið
stofnuð sterk ríkisstjórn þriggja
flokka, sem stefnir að því að auka
og efla heimastjórn Færeyja og
mun stjórnin á næstunni eiga
samskipti við íslenzk stjórnvöld,
m.a. um fiskveiðiréttindi, en það
er samdóma álit íslendinga, að
Færeyingar hljóti að njóta sér-
stöðu, er fiskveiðiréttindum á
Norður-Atlantshafi verður til
lykta ráðið með útfærslu okkar í
200 sjómílur.
Að vísu hefðu íslendingar kos-
ið, að Færeyingar hefðu verið
nokkuð djarfmæltari í afstöðu
sinni til landhelgismála og stefnt
beint að lokamarki á sama hátt og
við gerum, og raunar má segja hið
sama um frændur okkar Norð-
menn, sem furðulega hæggengir
eru í hafréttarmálum, þótt vonir
standi til þess, að þeir brýni raust-
ina, er til hafréttarráðstefnu kem-
ur síðar i vetur. Enda eiga fisk-
veiðiþjóðirnar við norðanvert
Atlantshaf, íslendingar, Norð-
menn, Færeyingar og Grænlend-
ingar sameiginlegra hagsmuna að
gæta og ber að standa þétt saman
um verndun alls þessa hafsvæðis
til heilla fyrir heiminn allan, því
að hér eru einhver gjöfulustu
fiskimið veraldar, og með réttri
hagnýtingu geta þau brauðfætt
fleiri en nú og orðið til að auka
nokkuð öryggi í sveltandi heimi.
Ekki verður þvi neitað, að dálít-
ið eru feimnisleg samskipti ís-
lendinga og Faéreyinga, jafnt í
fiskveiðimálum sem öðrum mái-
efnum. Fréttir frá Færeyjum eru
hér takmarkaðri en vera skyldi og
persónuleg kynni milli islendinga
og Færeyinga miklu minni en
efni standa til. M.a. stafar þetta af
því að Islendingar fara nær ætíð
fram hjá Færeyjum, er þeir
leggja upp i ferðalög til útlanda,
ekki sizt eftir að hætt er sigling-
um farþegaskipa.
Hvað er
til úrbóta?
Valdimar Kristinsson viðskipta-
fræðingur hreyfði fyrir alllöngu
þeirri hugmynd að byggt yrði skíp
til samgangna milli íslands, Fær-
eyja, Noregs og hafna i öðrum
Evrópulöndum. Væri ferðum
skipsins hagað þannig, að heppi-
legt væri fyrir menn að taka með
sér einkabifreið og dvelja erlend-
is milli ferða skipsins, en þær
yrðu svo tíðar, að fólk ætti þægi-
legt með að bregða sér í nokkra
daga til annarra landa og sjá sig
um og njóta samvista við frændur
og vini.
Á Alþingi var fyrir nokkrum
árum flutt tillaga um aukin sam-
skipti við Færeyinga, m.a. bæftar
flugsamgöngur. Tillagan var ein-
róma samþykkt, og Færeyingar
gerðu samþykkt sama eðlis. Samt
sem áður hafa samskiptin milli
þjóðanna lítið aukizt frá því, að
slíkar vijayfirlýsingar voru sam-
þykktar af beggja hálfu. Er vissu-
lega orðin ástæða til að hér verði
á breyting, og við íslendingar eig-
um að hafa þar forystu, því að
okkar hlutur liggur eftir, fleiri
Færeyingar hafa komið hingað til
lands og dvalið hér við ýmis störf
en þeir íslendingar, sem leitað
hafa eftir nánari samskiptum við
hina færeysku frændþjóð.
Auðvitað er býsna margt, sem
til greina getur komið til að auka
þessi sambönd. Samgöngurnar
hafa vissulega sitt að segja, en
margháttuð menningarleg sam-
skipti þurfa að fylgja fast eftir.
T.d. þyrfti að auðvelda færeysk-
um námsmönnum að stunda nám
við Háskóla Islands, auka íslenzka
bókasölu í Færeyjum og sölu fær-
eyskra bóka og blaða hér, frekari
skipti á leiklistarflokkum og öðr-
um listamönnum, svo að dæmi
séu nefnd. Nú er tímabært að láta
hendur standa fram úr ermum.
Litlir kassar,
og allir eins
Ellert B. Schram alþingismaður
ritaði grein hér í blaðið s.l. mið-
vikudag, þar sem hann gagnrýnir
málefnalega þá ákvörðun að setja
til bráðabirgða sem forstöðumenn
Framkvæmdastofnunar rikisins
tvo alþingismenn og telur þessa
ákvörðun í ósamræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Skrif á borð
við þessa grein bera vitni um það,
að sjálfstæðismenn getur greint á
um ýmis málefni, þótt þeir standi
saman í stærsta og öflugasta
stjórnmálflokki landsins, sem ný-
lega hefur unnið sina stærstu
sigra. Þau bera vitni um það
aukna frjálslyndi, sem ríkir í
blaóaskrifum og opinberum um-
ræðum sjálfstæðismanna, sem
áreiðanlega er ein af meginástæð-
unum fyrir þeim miklu sigrum,
sem flokkurinn hefur unnið. En
þetta skilja andstæóingarnir auð-
vitað ekki.
1 Þjóðviljanum s.l. fimmtudag
er um þetta mál rætt og I rit-
stjórnargrein segir m.a.:
„Þessi harkalega árás Ellerts B.
Schrams er til marks um ástandið
í stjórnarliðinu. Sambúð stjórnar-
flokkanna inótast af tortryggni og
gagnkvæmum óheilindum. Innan
stjórnarflokkanna hvors um sig
klóast sérhagsmunaklíkurnar