Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 28

Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975 Hafréttarráðstefnan í Caracas: „Betra að hafa enga ráðstefnu og ekkert samkomulag’ ’ I bandaríska tímaritinu Fortune birtist í október sl. grein um hafréttarrád- stefnuna í Caracas eftir blaðamann að nafni Tom Alexander. Grein þessi fjallar um hafréttarráðstefnuna og hafréttarmál út frá allt öðrum sjónar- miðum en að jafnaði er um þessi mái rætt hér á íslandi. 1 henni eru reifaðir ýmsir þættir í starfi ráðstefnunnar, sem lítið hefur verið skýrt frá hér en fyrst og fremst vekur hún þó upp spurningar um, hvort of mikillar bjartsýni gæti hér á landi um hagstæða niðurstöðu ráðstefnunnar fyrir málstað okkar. Af þeim sökum er greinin birt hér í heild. ÞAÐ var síóla ársins 1967, að sendiherra Möltuhjá Sameinuðu þjóðunum, dr. Arvid Pardo, reis á fætur í Allsherjarþinginu og hóf flutning 3lA klst. ræðu — sem er löng ræða jafnvel á mælikvarða S.Þ. Dr. Pardo, sem er maður fág- aður í framkomu og flutti tölu sína á góðri ensku, benti þar á, að nýjustu tækniframfarir væru að leiða í ljós, að gífurleg auðæfi væri að finna í djúpum sjávar, einkum oliu og gas, en einnig málma. Sakir þessarar auðlegðar sagði hann, að heimurinn stæði nú andspænis þeirri hættu, að strandríki helltu sér út í harða kapphlaup um kröfugerðir til haf- svæða, þar sem hin óformlega grundvallarhugmynd um „frelsi á hafinu“ hefði verið ríkjandi öld- um saman. Meðal þeirra afleiðinga, sem Dr. Pardo taldi slíkt ástand eiga eftir að hafa i för með sér, voru truflanir á skipaferðum og um- hverfisspilling á hafi, svo ekki væri minnzt á hugsanleg átök, þar sem fleiri en eitt strandríki gerðu tilkall til sömu svæða. Hann sagði, að ekki væri hægt að vænta þess, að landluktar þjóðir horfðu með velþóknun á, að aðrir hrifsuðu þannig tii sín yfirráð yfir tveimur þriðju hlutum af yfirborði jarðar, — svæðum sem alltaf hefðu verið talin sameign allra. Þetta ástand kvað Pardo gefa Sameinuðu þjóðunum tækifæri til að takast á hendur nýtt mikii- vægt hlutverk, — að setja alþjóða- lög og hafa frumkvæði og forystu um sameiginlegt átak í þessum efnum. Hann gerði nánari grein fyrir draumsýn sinni; að því yrði form- lega lýst yfir, að lífrænar og ólif- rænar auðlindir utan landhelgi hvers einstaks ríkis væru „sam- eiginlegur arfur alls mannkyns" og að nýrri alþjóðastofnun yrði komið á laggirnar til þess að vinna þessar auðlindir og úthluta þeim, öllum til hagsbóta, en þar sem sérstaklega skyldi hugað að þörfum þróunarrikjanna. Hann áætlaði, að þegar árið 1975 gætu þannig fengizt til ráðstöfunar um 5 milljarðar dala. Dr. Pardo skildi við hlustendur sína, sérstaklega fulltrúa van- þróuðu ríkjanna, frá sér numda af hrifningu yfir þeim framtíðar- möguleikum, sem þeir sáu í þess- um óvænta arfi og þá stundina voru þeir gagnteknir af alþjóða- hyggju ræðumannsins. Sameinuðu þjóðirnar tóku að fjalla um málið á sinn margorða og hægfara hátt og árið 1970 hafði verið samþykkt ályktun þar sem þvi var ekki einasta lýst yfir, að auðlindir hins alþjóðlega haf- svæðis væru „sameiginlegur arf- ur alls mannkyns heldur var einnig kveðið svo á, að engin þjóð hefði heimild til að slá eign sinni á þessar auðlindir. Jafnframt skyldi kalla saman sem fyrst al- þjóðlega ráðstefnu um lög hafsins þar sem gerður skyldi samningur, er uppfyllti draum dr. Pardos. SAMMALA um AÐHRIFSA Loks síðastliðið sumar var þessi hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Caracas; fjöl- mennasta alþjóðaráðstefna, sem nokkru sinni hefur verið haldin. Hún var einnig sú flóknasta. I millitfðinni, frá því dr. Pardo setti hugmyndir sínar fram, hafði hið einfalda verkefnasvið, sem hann gerði ráð fyrir, verið fært svo út, að það spannaði nú 25 meiriháttar málaflokka, er vörð- uðu málefni hafsins, og 89 undir- flokka. Eftir tíu vikna sleitulausar rök- ræður og samningaumleitanir lauk ráðstefnunni án samkomu- lags um svo mikið sem grófustu samningsdrætti. Ráðstefnunni verður haldið áfram á næsta ári, þar sem gerðar verða síðustu til- raunir til þess að setja saman rammasamkomulag, sem hinar ýmsu þjóðir, með sfna marg- breytilegu og mismunandi hags- muni, geta skrifað undir án þess að skuldbinda sig um of. A hinum langvarandi undir- búningsfundum og á ráðstefn- unni sjálfri hafa þátttakendur á hinn bóginn f raun og veru komið sér saman um einmitt það, sem Pardo leitaðist við að hindra — sem sé að hrifsa til sín hafsvæði. Hvert einasta strandríki — og sennilega hvert einasta eyland, hver smáeyja og hver klettur í hafi — getur sett fram kröfur um efnahagslögsögu. Enn á eftir að koma sér saman um nákvæma merkingu þess hugtaks, en efna- hagslögsaga mun sennilega jafn- gilda nær fullum yfirráðum yfir hafsvæði og hafsbotnssvæði, sem nær 200 sjómílur frá ströndum ríkis eða til endimarka land- grunns þess, sem er enn lengra. Sérhver eyjaklasi, svo sem Indó- nesfa og Hawaii, fær þar með yfir- ráð yfir svæði innan tiltekinnar línu, sem dregin er utan yztu eyja i klasanum. Það hafsvæði, sem þannig lokast innan efnahagslög- sögu eða lögsagnarumdæmis til- tékinna ríkja, er viðáttumeira en allt landsvæði á jörðunni — og sennilega eru innan þessara haf- svæða meira en 90% þeirra auð- æfa hafsins, sem til stóð að yrði sameign mannkynsins. Við þessa úthlutun verða að mestu útundan meira en 75 iandlukt ríki og rfki, sem telja sig landfræðilega af- skipt eða illa sett. „Þetta er mesta landarán í allri sögu mannkyns- ins,“ segir Chao Hick Tin fulltrúi borgríkisins litla, Singapore. Eins og margar aðrar þjóðir þeirra á meðal Sovétríkin, myndi Singa- pore verða „svæða“lukt þ.e. að- gangur þess að hafi yrði um land- svæði annarra þjóða, og hugsan- lega háður duttlungum þeirra. Malaysia og Indónesfa hafa þegar ógnað efnalegri velferð Singa- pore með þvi að reyna að loka Malakkasundi fyrir umferð olíu- skipa. Þátttakendum í hafréttarráð- stefnunni hefur að verulegu leyti tekizt hið gagnstæða við sínar góðu fyrirætlanir i upphafi. Þeir hafa sáð fræjum ofbeldis í milli- landasamskiptum, ýtt undir álits- skerðingu Sameinuðu þjóðanna, skerpt andstæðurnar milli vel- megandi þjóða og fátækra og aukið á ójöfnuð í dreifingu auðs, einkum á kostnað þeirra ríkja, sem eru landfræðilega illa sett. Einn af vonsviknum ráðgjöfum bandarisku sendinefndarinnar, hafréttarfræðingurinn Gary Knight, gengur svo langt að tala um ráðstefnuna sem mesta áfall f milliríkjasamskiptum frá heims- styrjöldinni sfðari. Þaó þarf ekki mikið hugmynda- flug til þess að sjá hverjum usla samningurinn, sem nú er í bfgerð, getur valdið. Til dæmis mundi væntanlegt samkomulag um 200 mflna efnahagslögsögu hafa í för með sér að meira en 125.000 fer- mílna hafsvæði og hafsbotns- svæði verður utan um sérhverja ómerkilega smáeyju. Sérhver klettur gæti fengið yfirráð yfir jafn miklu svæði og ríki, er hefði 628 mílna strandlengju, með öll- um auðlindum, lifandi og dauð- um. Umdeilt er hverra eign margar slikar smáeyjar eru, en það hefur til þessa ekki orðið til- efni átaka vegna þess, að þær skipta engu máli sem landsvæði. HEIMURINN HÆTTULEGRI EN ÁÐUR Kínverjar hafa séð hvað verða vildi, þegar þeir hröktu S- Vietnama frá Paracel-eyjum fyrr á þessu ári og náðu þannig yfir- ráðum yfir mestum hluta þeirrar olíu, sem kann að vera á suður- hluta Kinahafs. Og Sovétmenn hafa nýlega lagt hart að Norð- mönnum að gefa eftir hluta yfir- ráóa sinna á Spitzbergen- eyjaklasanum i Ishafinu. Það þyrfti engan að undra þó einhver landluktu ríkjanna, sem virt voru að vettugi og valdið von- brigðum í Caracas, tækju sig allt í einu til, ’ef tækifæri byðist, og legðu hald á einhverja fjarlæga eyju og gerðust þannig „strand- ríki“. „Heimurinn verður hér eft- ir hættulegri staður til búsetu," segir Edward Miles, stjórnmála- fræðingur frá Washingtonhá- skóla, en hann hefur kynnt sér samningaviðræðurnar á haf- réttarráðstefnunni. Minnkandi líkur fyrir því að viðunandi samkomulag náist á hafréttarráðstefnunni mun hafa það í för með sér, að óþolinmóðar ríkisstjórnir grípi til einhliða að- geröa, hugsanlega áður en ráð- stefnan hefst aftur á næsta ári og næstum áreiðanlega áður en nokkur afgerandi fjöldi undir- skrifta hefur fengizt hverskonar samkomulagi til staðfestingar. Sennilega myndu slíkar að- gerðir brjóta niður þá veiku grind málamyndasamninga, sem þegar hafa verið gerðir, til dæmis um siglingafrelsi, umsjón með fisk- veiðum, mengunareftirlit, visindalegar rannsóknir og efna- hagssamvinnu. Og það er kald- hæðnislegt að miklar likur eru á því, að Bandaríkin hafi forystu um einhliða aðgerðir. HVERNIG SKILJA SKAL SAKLEYSIÐ Þar sem Bandaríkjamenn áttu svo fjölbreytilegra hagsmuna að gæta varðandi nýtingu hafsins, hafði þess verið vænzt, að þeir myndu eiga stóran þátt í því að koma saman málamiðlun miili hinna andstæðu sjónarmiða, sem fram komu í Caracas. Svo fór á hinn bóginn, að ráðstefnan sjálf varð ein fyrsta vísbendingin um þann athyglisveróa afturkipp, sem komið hefur í stöðu Banda- ríkjanna á alþjóðavettvangi. I stað þess að hafa hugann fyrst og fremst við það hvernig halda megi friði erum við nú farnir að leggja allt upp úr auðlindum og afrakstri. Árekstur milli þessarar nýju afstöðu Bandaríkjanna og hugsjónamála þeirra þjóða, þar sem þróun er skemmra á veg komin, leiddi hafréttarviðræðurn- ar 1 Caracas í strand. Vissulega voru það þó efna- hagslegar áhyggjur Bandarikja- manna sem byrjuðu að skafa utan af grundvallarhugtakinu um frelsi á hafinu. Árið 1945 lýsti Truman, forseti, því einhliða yfir, að Bandaríkin væru eini eigandi auðlinda á landgrunni þeirra, þar sem olía og gas höðfu þá nýlega fundizt. I kjölfar þessarar ráðstöf- unar fylgdi fljótlega tilkall annarra þjóða, ekki einasta til auðlinda undan ströndum heldur og um víðáttumeiri landhelgi en hinar hefðbundnu þrjár mllur. 1 flestum tilvikum voru ný land- helgismörk sett við 12 mílur en sum riki kröfðust fullkominnar lögsögu yfir svæðum, er næðu allt að 200 sjómílum til hafs. Frum- kvæði að slíkum kröfum höfðu nokkur ríki rómönsku Ameríku. Þegar þar var komið lukust augu Bandaríkjamanna upp fyrir því, hverju þeir höfðu hrundið af stað, sérstaklega fyrir þeim af- leiðingum, sem þetta gæti haft fyrir siglingar og flug. Hefðbund- in siglingalög hafa jafnan viður- kennt rétt til „saklausrar um- ferðar" um landhelgi allra þjóða en merking þess hugtaks (inno- cent passage) hefur alltaf verið heldur óskýr. Með tilkomu nýrra farartækja svo sem flugvéla, eld- flaugakafbáta, kjarnorkuknúinna skipa og risa-olfu flútningaskipa, hafa hin ýmsu ríki lagt sinn eigin skilning í hugtakið, svo sem að það þýði bann við yfirflugi flug- véla, að samkvæmt því þurfi að tilkynna fyrirfram um férðir her- skipa, kafbátar verði að koma upp á yfirborðið eða að samkvæmt því megi banna umferð olíuflutninga- skipa til þess að komast hjá olíu- lekum. SUNDIN SURU OG SKIPULEGGJENDUR KALDA STRÍÐSINS Þegar við þetta bættist, að þvi sem næst um heim allan höfðu ríki tekið sér landhelgi umfram þrjár milurnar urðu þessar hömlur á „saklausa umferð" öllum siglingaþjóðum alvarlegt vandamál, sérstaklega urðu þær áhyggjuefni herflotum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Kjarni vandamálsins voru sundin. Jafnvel með 12 mílna landhelgi lentu meira en 100 mikilvæg sund undir lögsagnarumdæmi ein- stakra þjóða. Hernaðarskipu- leggjendum kalda stríðsins óaði við þeim möguleikum, að yfir- ráðaþjóðir sunda gætu hindrað ferðir skipa og truflað skipulagn- ingu herflugvéla, sem senda þyrfti til tiltekinna staða í neyðai- tilfellum — eða neytt kafbáta búna langdrægum eldflaugum til að koma upp á yfirborðið i allra augsýn á leið sinni til leyni- legra stöðva. Forystumenn landvarna- og utanrikisráðuneytis Banda- rikjanna, sem árum saman réðu öllu um stefnumarkanir okkar í hafréttarmálum, voru svo upp- teknir af sundunum, að þeir voru reiðubúnir til næstum hvaða til- slakana sem var, ef það mætti verða til þess að koma á alheims- samkomulagi um nýja grund- vallarsetningu er gerði ráð fyrir „ótruflaðri umferð". Meðan Bandarikjamenn unnu að þvi að koma á slíku samkomu- lagi héldu þeir af þrjózku við þriggja milna landhelgi, þó 12 mílurnar væru þá þegar gildandi víðast hvar. Sömu afstöðu höfðu Sovétmenn, Japanir og nokkrar Evrópuþjóðir, þar sem aðrir hags- munir voru i veði; fiskiðnaður, er byggði á afla stórra og afkasta- mikilla Fiskiskipaflota, er stund- uðu veiðar á fjarlægum miðum og voru mikilvægur þáttur í öflun eggjahvituefna í þessum löndum. VERZLAÐ MEÐ LANDGRUNNIÐ Sundamálin mynduðu hinn óhagganlega kjarna í stefnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.