Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
Hafréttarráðstefnan
Framhald á bls. 23
BRÓMBERIN
STÓÐU í ÞEIM
Þegar nú Bandaríkjamenn
höfðu gengið svo langt sem raun
bar vitni í samningunum um
sundamálin lýstu þeir því yfir, að
enn annar þáttur í hafréttar-
stefnuskrá þeirra væri ófrá-
víkjanlegur. Það atriði stóð i
þriðja heiminum og ráðstefnan
small í baklás.
Það vekur furðu að svo af-
dráttarlaus afstaða skyldi tekin
til þessa atriðis, þar sem um er að
ræða auðlind, sem enginn hefur
enn unnið sem neinu nemur,
nefnilega hin furðulegu, svörtu,
kartöflulöguðu djúpsjávarfyrir-
brigði, sem víða liggja eins og
hráviði á hafsbotni og kallast
manganvölur. Uppruni
þessara fyrirbrigða hefur
aldrei verið skýrður til fulls. En
hafrannsóknamenn hafa komizt
að því, að tilteknar tegundir —
kallaðar brómberjavölur, vegna
litarins, sem er svartur, og lög-
unar, en þær líkjast helzt litlum
kekki eða beri — innihalda all-
mikið af kopar, nikkeli og kóbalti
fyrir utan dálítið magn margra
annarra málma. Stærstu og
auðugustu brómberjavölumiðin
liggja á löngu, mjóu belti á
alþjóðahafsvæðinu á Kyrrahafi
og teygjast vestur undir Marshall-
eyjar frá svæði, sem er nokkur
hundruð mílur undan strönd
Mexico. Um nokkurt árabil hafa
tvö bandarísk fyrirtæki, Deepsea
Ventures (deild úr Tenneco) og
Kennecott Copper kannað þetta
svæði. Þau hafa reynt að finna
upp tæknibúnað til að ná völun-
um upp, þaðan sem þær liggja á
3—5 mílna dýpi og sömuleiðis til
að skilja sundur og hreinsa málm-
oxyðblöndurnar. Til þessa hafa
fyrirtækin Deepsea Ventures og
Kennecott sennilega varið í þessu
skyni um það bil 20 milljónum
dollara, hvort um sig. Fyrirtæki
frá sex öðrum þjóðum eru einnig
að kanna þessar auðlindir. En til
þessa hafa manganvölurnar ekki
verið unnar til sölu. Þann tækni-
búnað, sem til vinnslu þeirra og
hreinsunar þarf, hefur ekki enn
tekizt að fullkomna — og almennt
er álitið að fjárfestingarkostn-
aður við manganvöluframleiðslu
verði einhversstaðar á bilinu
250—400 milljónir dollara, sem er
geypimikið fyrir svo áhættusamt
fyrirtæki.
Enda þótt sumar áætlanir bendi
til þess, að arður af fjárfestingu í
völuvinnslu gæti komizt upp i
36% á ári eða meira, hafa hugsan-
legir fjárfestingaraðilar eða lána-
stofnanir ekki beinlínis dottið
hver um annan þveran í kapp-
hlaupi um bita af vöiukökunni.
Þeir halda meóal annars að sér
höndum vegnaþessaðfyrir þeim
vefst sú hin sama spurning, sem
fulltrúar á hafréttarráðstefnunni
í Caracas veltu sem mest fyrir sér
sl. sumar, þ.e. hver eigi þessar
siðustu leifar af hinum sameigin-
lega arfi mannkyns, hvernig
verður vinnslu þeirra háttað og
hvernig verður arðinum skipt?
ÓTTAST AÐ
VERÐA SETTIR HJÁ
Um kjarna þessa máls er grund-
vallarágreiningur milli iðnríkja
heims og vanþróuðu ríkjanna.
Hann er hvert verða skuli eðli
alþjóðastofnunar þeirrar, sem
gert er ráð fyrir að hafi yfirstjórn
vinnslunnar með höndum.
Iðnríkin eru afdráttarlaust á
því, að slík stjórnarstofnun skuli
vera leyfisveitandi, það er að
segja að hún skipti einungis völu-
miðunum upp í hólf og veiti
vinnsluleyfi þeim sem hafa vill,
annað hvort með því að bjóða
leyfin upp eða á þeim grundvelli
að þeir fái fyrst, sem fyrstir
koma. Þar sem iðnríkin gera sér
grein fyrir því, að slik stofnun
mundi væntanlega falla undir
stjórn hins vanþróaða þjóðameiri-
hluta, býður þeim í grun, að
vinnslufyrirtæki þeirra verði
höfð útundan og þeim verði
þannig meinaður aðgangur að
þessari nýju málmgnótt. Þau hafa
því sett fram kröfur um, að í
samningi um hafréttarreglur
verði skýr og nákvæm ákvæði og
reglur um þessa vinnslu.
77-ríkja hópurinn hefur haldið
jafnstíft fram allt öðru fyrir-
komulagi. Upphaflega vildi
hópurinn að alþjóðlega stjórnar-
stofnunin annaðist sjálf
vinnsluna. Þegar ljóst varð að slík
stofnun mundi sennilega ekki
vera fær um að koma sér upp því
fjármagni og þeirri sérþekkingu,
sem til þyrfti, féllst 77-ríkja
hópurinn á að leyfa þátttöku
einkafyrirtækja með þjónustu-
samningum eða samvinnusamn-
ingum en eftir sem áður skyldi
stofnunin geta stjórnað fram-
kvæmdum að eigin geðþótta, ekki
einasta framleiðslunni sjálfri
heldur og verðlagningu afurð-
anna og dreifingu þeirra á
markað.
Upphaflega kom þessi hug-
mynd frá nokkrum þjóðanna, sem
hafa mikla námavinnslu, svo sem
Chile, Perú, Zaire og Zambiu, sem
litu svo á, að með eftirliti með
framleiðslu og verðlagningu
málma, sem unnir væru á hafs-
botni, mætti draga úr verð-
lækkunum á málmum á heims-
markaði. En nú er svo komið, að
önnur ríki í hópnumtelja stjórn
völuvinnslunnar eðlilega og rök-
rétta afleiðingu af eignarréttin-
um, sem felst í hugtakinu sameig-
inlegur arfur.
Bandaríkjamenn og aðrar
iðnaðarþjóðir reyndu að slá á ótt-
ann út af málmverðinu með þeim
rökum, að málmvinnsla af hafs-
botni yrði aldrei nema lítið brot
af heimsframleiðslu þeirra
málma, sem mestu máli skipta í
þessu sambandi, en það eru
einkum nikkel og kopar.
Bandaríkjamenn reyndu að
kljúfa 77-ríkja hópinn með því að
benda á að einungis sex þeirra
væru meiri háttar málmút-
flytjendur og að iðnríkin fram-
leiddu I raun og veru meira af
mangan, kopar, nikkel og kóbalti
en vanþróuðu ríkin.
Flestar þjóðir í 77-rfkja hópn-
um eru innflytjendur málma og
eru að reyna að iðnvæðast. Þeim
yrði tjón að minnkandi málm-
framleiðslu og hærra málmverði,
því það kæmi fram í dýrari fram-
leiðslutækjum.
Bandaríkjamenn héldu þvf
fram, að sú málmvinnslustjórn,
sem 77-rfkja hópurinn mælti með,
myndi fæla menn frá málm-
vinnslu á hafsbotni. Loks héldu
Bandáríkjamenn opnum þeim
möguleika, að sérstakar uppbæt-
ur yrðu greiddar málmframleið-
endum meðal vanþróuðu ríkj-
anna, ef þeir yrðu fyrir efnalegu
tjóni.
FRUMVARP
IBAKGRUNNI
Þess ber að gæta, að aðrar
þjóðir, þar á meðal Vestur-
Þjóðverjar, Japanir og Frakkar
hafa unnið að því að ná Banda-
ríkjamönnum í völuvinnslutækni
og rannsóknum og samtök banda-
rfskra námavinnslufyrirtækja
hafa verið að reyna að brjótast úr
sjálfheldunni. Árið 1971 fengu
samtökin talið öldungadeildar-
þingmanninn Lee Metcalf frá
Montana á að leggja fram á þingi
frumvarp, þar sem ráð var fyrir
þvf gert að Bandaríkin tækju að
sér hlutverk völuvinnslustjórnar
á alþjóðahafsvæðinu. Samkvæmt
því skyldu Bandaríkin úthluta
vinnsluhólfum til leigu og jafnvel
innheimta leiguna fyrir hönd
samfélags þjóðanna. Þessu hlut-
verki Bandarfkjanna skyldi lokið,
þegar komið hefði verið á laggirn-
ar viðunandi alþjóðlegri stjórnar-
stofnun. Loks gerði frumvarp
þetta ráð fyrir því, að tæki ein-
hvern tíma við stjórn alþjóðahaf-
svæðisins alþjóðastofnun óvin-
veitt Bandaríkjunum skyldi
bandarískum námafyrirtækjum
bættur sá skaði, sem hún kynni að
valda þeim.
Nú þegar hafa fjölmargir full-
trúar þriðja heimsins lýst því af-
dráttarlaust yfir, að samþykki
bandarfska þingið frumvarp Met-
calfs, verði á það litið sem ákvörð-
un af bandarískri hálfu um að
gera einhliða tilkall til hins sam-
eiginlega arfs mannkynsins. Slík
samþykkt myndi, að þvf er þeir
segja, koma algerlega f veg fyrir
samkomulag í öllum hinum marg-
þættu atriðum hafréttarmálanna.
Til þessa hefur Bandarfkjastjórn
sjálf verið frumvarpinu andvíg,
enda þótt bandarísku samninga-
mönnunum á ráðstefnunni hafi
ekki þótt með öllu illt að hafa það
hangandi í bakgrunninum svona
sem hvöt til alvarlegra umræðna.
Þegar allt kemur til alls má
draga í efa að sérstaklega brýn
þörf sé fyrir hvort heldur er
námafrumvarpið bandaríska eða
hinar nákvæmu völuvinnsluregl-
ur í hafréttarsamkomulaginu.
Fyrirtæki á borð við Tenneco og
Kennecott eru væntanlega fær
um að spjara sig í ölduróti heims-
viðskiptanna. Bæði fyrirtækin
hafa þegar myndað samsteypur
ásamt öðrum fyrirtækjum í
Evrópu og Japan. Sennilega hafa
flestar þjóðir 77-ríkja hópsins
áhuga á því að völurnar verði
unnar, þrátt fyrir áhyggjur málm-
framleiðsluríkjanna þeirra á
meðal. Ósennilegt er að það gerist
án þess að bandarísk fyrirtæki fái
þar sanngjörn tækifæri með sann-
gjörnum skilmálum. Þar fyrir
utan hafa önnur auðug völumið
fundizt innan 200 mflna efnahags-
lögsögu nokkurra rfkja og fái fyr-
irtækin ekki viðunandi samninga
hjá alþjóðlegu hafsbotnsstjórn-
inni, ef og þegar hún kemst á
laggirnar, geta þau sennilega átt
betri kosta völ einhvers staðar
annars staðar.
SOGPRAMMI
HOWARDS HUGHES
Raunar hefur nýr áræðinn þátt-
takandi komið fram á sjónarsvið-
ið, þar sem er sá frægi maður
Howard Hughes. Þegar Hughes
hafði selt hlutabréf sín í Hughes
Tool Co., árið 1972, stofnaði hann
fyrirtækið SUMMA Corporation,
sem hann á alveg sjálfur. Síðan
fjárfesti hann, að talið er, um 100
milljón dollara til að ná og fara
fram úr öllum keppinautum sín-
um í völuvinnslutækni. Hann
hefur látið smíða tvö furðufley,
sem hafa gerzt æ tfðari gestir í
höfnum á vesturströnd Banda-
ríkjanna og í Hawaii.
Annað þessara skipa, Hughes
Glomar Explorer, lfkist venjulegu
flutningaskipi nemá hvað yfir-
byggingin er hið mesta völundar-
hús með ógrynni af lyftikrönum,
vörurennum og leiðslum. Hitt
skipið er lauklaga prammi, sem
líkist engu meira en fljótandi
flugvélaskýli. Vitað er, að á þvf
síðara er vökvaknúin botnsskafa,
sem getur sogið völurnar af hafs-
botni. En hönnun þessa tækja-
búnaðar er ámóta dularfull og
undir ámðta eftirliti og Howard
Hughes sjálfur.
SUMMA-skipin eru augljóslega
enn að gera tilraunir með tækni-
búnað en mönnum varð tíðrætt
um athafnir þeirra í göngum Mið-
garðs í Caracas.
Framkvæmdastjóri SUMMA,
Paul Reeves, er ekkert að fara í
launkofa með, að Hughes Glomar
Explorer og hinn furðulegi félagi
hans muni leggja út á völumiðin
að tæknitilraunum loknum án
þess að bíða eftir þvi hver örlög
frumvarps Metcalfs verða. „Þegar
við erum tilbúnir til að hefja
vinnslu, munum við gera það,“
segir Reeves. Sumir telja, að það
geti orðið fyrir árslok 1975.
77-ríkja hópurinn hefur þegar
gert ljóst, að hann muni telja
Bandarfkjastjórn ábyrga fyrir
gerðum Hughes. Samkvæmt gild-
andi lögum hefur hún enga lög-
lega leið til að stöðva hann. Vafa-
laust gæti þingið sett slík lög en
til þess eru litlar líkur eins og
stemningin þar er um þessar
mundir. Og þó slík lög yrðu sett,
er eins lfklegt, að SUMMA létti
einfaldlega akkerum og skrásetti
skipin í einhverju öðru landi.
Með þvf að ganga út frá afstöðu
77-ríkja hópsins í völumálinu,
sem markast f æ ríkari mæli af
tilfinningasemi, mætti gera sér í
hugarlund athyglisverða mynd af
þeim degi, er SUMMA hæfist
handa. Mætti hugsa sér lítinn
eftirlitsbát — segjum af sovézku
gerðinni OSA, búinn Styx-
flugskeytum og kannski
mannaðan blandaðri áhöfn frá
ýmsum málmvinnsluríkjum
rómönsku Ameríku geysast á
vettvang og og senda 100 milljón
dala fjárfestingu Hughes til
botns. Bezt að velta þvf ekki fyrir
sér hvað síðan myndi gerast.
HÓTANIR
FISKIMANNA
Sem stendur stafar hafréttar-
viðræðunum þó ekki mest hætta
af Howard Hughes eða Metcalf
heldur af þeim glóðum elds, sem
safnazt hafa að höfðum banda-
rfskra þingmanna frá norðaustur
og norðvesturströndinni, kröfun-
um um, að stórvirkir fiskiskipa-
flotar erlendra ríkja verði hraktir
frá ströndum Bandaríkjanna.
Þeir hafa borið bandarískan fisk-
iðnað ofurliði á heimamiðum
hans og valdið alvarlegri
skerðingu sumra fiskstofna.
1 ágúst, meðan Caracas-
ráðstefnan stóó enn yfir, af-
greiddi verzlunarnefnd öldunga-
deildar Bandaríkjaþings frum-
varp, þar sem gert var ráð fyrir
útfærslu bandarísku fiskveiðilög-
sögunnar i 200 mílur. Flutnings-
maður frumvarpsins var Warren
Magnusson, formaður nefndar-
innar, og eru talsverðar líkur á
því taldar, að það verði samþykkt
í öldungadeildinni i haust. Ekki
er eins víst, að frumvarpið fari
gegnum fulltrúadeildina en verði
það að lögum, mun það vafalaust
gera að engu þær líkur, sem enn
kunna að vera fyrir nothæfu haf-
réttarsamkomulagi.
Þegar biða margar þjóðir óþol-
inmóóar eftir þvi að setja fram
kröfur um 200 milna lögsögu. Það
er fyrst og fremst vegna tilmæla
Bandaríkjanna, sem þær hafa
ekki þegar látið verða af þessu og
svo vegna þess, að þær hafa gert
sér vonir um að hægt yrði að
finna einhverja málamiðlun á
grundvelli hugmyndarinnar um
efnahagslögsögu.
Mexikó hefur þegar látið að því
liggja að samþykkt 200 mílna
frumvarpsins í öldungadeildinni,
hvað þá annað, muni hafa í för
með sér útfærslu mexikönsku
landhelginnar.
Megi dæma af fyrri reynslu af
yfirlýsingu Bandaríkjanna í
landsgrunnsmálinu er sennilegt
að samþykkt frumvarpsins mundi
koma af stað keðjuverkun ámóta
eða jafnvel enn stærri kröfum af
hálfu annarra strandríkja og þar
með verði siglingafrelsi,
mengúnarvarnasamningum og
öllum hinum góðu málunum
kastað fyrir borð.
Og með því að reka úr banda-
rísku landhelginni erlenda fiski-
rnenn,, sem flytja inn til okkar
mikið af ódýrari tegundum freð-
fisks, má búast við þvf, að frum-
varpið hafi í för með sér verð-
hækkun á fiski til bandarískra
neytenda.
VONBRIGÐI
ICARACAS
Hvort sem þetta frumvarp nær
fram að ganga eður ei og hvort
sem nokkur hafréttarsamningur
sér dagsins ljós eður ei, er sú
stefna, sem hafréttarsamninga-
viðræðurnar hafa tekió, víðs
fjarri því andrúmslofti, sem lék
um fæðingu málsins fyrir sjö
árum.
I þéttriðnu neti þjóða heims,
sem eru hver annarri háðar,
höfðu margir alið með sér þá von,
að samningurinn yrði fyrirmynd
um það, hvernig unnt væri að
ráðast á fjöldamörg vandamál
önnur, til dæmis hvernig ákvarða
mætti eignarrétt á Suðurskauts-
landinu eða hvernig skipuleggja
mætti matvælabirgðir og fóður-
bæti til að ráða bót á hungrinu í
heiminum.
Það er ills viti, að þátttakendur
í hafréttarviðræðunum hefur til
þessa greint á um öll þau mál,
sem þarfnast verulegrar sam-
vinnu; þeir eru sundraðir af tor-
tryggni og þráhyggju i sambandi
vió fullveldi, tákn og eiginhags-
muni.
Dr. Arvid Pardo, sendiherra
Möltu, maðurinn sem hleypti
þessu máli af stokkunum lét í ljós
vonbrigði sin yfir gangi
ráðstefnunnar á göngum Mið-
garðs í Caracas með þessum
orðum: „Ég hugsa að betra hefði
verið að hafa alls enga ráðstefnu
og ekkert samkomulag.“
FRENDO-UMBOÐIÐ
Á ISLANDI
HEFUR TIL SÖLUMEÐFERÐAR TVO
TOGARA í SMÍÐUM í NOREGI,
1.140 feta til afhendingar í des. 1975
2. 155fetatil afhendingar I jan. 1976.
útgerðarmenn - sklpstlðrar
Skuiiogarar
Upplýsingar
á skrifstofunni
Klapparstíg 29,
3. hæð,
Sími28450.