Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 Kreml Framhald af bls. 23 ekki er víst að þeir lfti framtíð sína sömu augum og aðrir sem telja skoðanir sínar eðlilegar. Adenauer var 73 ára þegar hann varð fyrsti kanslari Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina, þegar stjórn málefna landsins útheimti geysimikla starfsorku og hann gegndi embættinu í 14 ár. Mao og Tito, sem eru báðir komnir yfir áttrætt, og de Gaulle, sem sagði af sér i fússi þegar hann var 79 ára, eru önnur dæmi sem gömlu mennirnir í stjórnmálaráðinu vitna líklega sjálfum sér í vil. En bezt ættu þessi rök við um Kirilenko sem gæti komizt að þeirri niðurstöðu ef hann kæmist á tindinn og kynni vel við sig þar — sem væri aóeins mannlegt — að hann vildi helzt vera þar áfram. Nokkrir hinna yngri manna, sem sækjast eftir völdum en eru enn ekki við því búnir að taka við æðstu embættunum gætu því heldur hugsað sér einhvern annan mann úr hópi hinna „fimm Þeim sem voru honum ósammála tókst bersýnilega að verða ofan á þar sem heilsa hans gerði honum erfiðara en áður að takast á við þá — og þetta gæti einnig skýrt nokkra lítt dulbúna ósigra hans á undanförnu einu ári eða þar um bil í nokkrum innanlandsmálum. I Wahington er það forsíðufrétt þegar þingið fellir frumvarp sem stjórnin stendur að. I Moskvu þegja blöðin þunnu hljóði þegar hnekkt er ákvörðun sem Brezhn- ev hefur stungið upp á — og þó má komast að þessu ef lesið er milli línanna i þeim gögnum sem eru birt. 1 nokkur ár hefur Brezhnev til dæmis tekið að sér hlutverk aðal- forgöngumanns þess á opinberum vettvangi að samin verði ný stjórnarskrá þar sem formlega verði leidd i lög „lýðræðisleg" mannréttindi sovézku þjóðarinn- ar. Arið 1972 tilkynnti hann að uppkastið yrði birt á þessu ári, í tæka tíð fyrir næsta þing flokks- Egyptalands var aflýst og fullviss- anir hans gagnvart Kissinger um leyfin handa Gyðingum að flytj- ast úr landi voru opinberlega teknar aftur og á sama tíma benti meira og meira til þess að hann væri veikur eins og greinilega sást á þvi að æ fleiri fundum hans og erlendra gesta var aflýst. En pólitiskur krankleiki hans hófst löngu áður — og veikindi hans virðast einnig eiga sér lengri sögu. I árslok 1973 lagði Brezhnev til i barátturæðu i miðstjórninni að róttæk breyting yrði gerð á öllu kerfi yfirstjórnar og skipulags efnahagsmálanna. Hann hafði lengi barizt gegn stórfelldum ágöllum sovézka efnahagskerfis- ins og slökum árangri þess og viðurkenndi að þetta starf væri flókið og sagði að ganga yrði að því með gát og forsjálni. Þannig reyndi hann að fullvissa skrif- stofuembættismennina, sem hlutu að berjast ósjálfrátt og nán- ast sjálfkrafa gegn hvers konar endurskipulagningu sem mundi skerða völd þeirra og forréttindi, um að tillögurnar yrðu varkárari en fyrri tilraunir sem hafa verið gerðar til umbóta í efnahagsmál- unum og skriffinnskan hefur drepið með öllum ofurþunga sín- um. En jafnframt hélt hann þvi ákveðið fram að „við yrðum að sjá blöðunum, flóknar umræður um einhver atriði sem virðast heim- spekiiegs efnis og út f hött og stundum má sjá að umræður um mál sem áður voru efst á baugi hverfa allt i einu af síðum blað- anna og að skyndilega hefjast að nýju skrif um mál sem lengi hef- ur verið forðazt að ræða. Nú er þetta kjarni Kremlar- fræðanna sem hafa breytzt mikið siðan styðjast varð við ljósmyndir i Pravda og mikilvægi þeirra hafa aukizt vegna náinna víxlverkana sem virðast eiga sér stað milli sovézkra og vestrænna leiðtoga á toppfundum. Náið samband leið- toganna felst ekki i þvi að Brezhn- ev gefur nákvæma skýrslu um þá erfiðleika sem andstæðingar hans kunna að valda honum — þótt hann kunni að vikja að þessu óbeint og nota það til að knýja fram tilslakanir frá mönnum eins og Nixon eða Ford. En þegar framgangur innanríkisstefnu hans er kannaður eða framgangs leysi gagnvart andstæðingum hennar sýnd með rökum geta þeir menn sem móta stefnu vestrænna ríkja bætt við slíkar rannsóknir þeirri vitneskju sem þeir hafa afl- að sér á fundum með sovézkum ráðamönnum og þeim áhrifum sem þeir hafa orðið fyrir á slíkum fundum og metið af meiri viðsýni laust starf hans.“ 1 Ijósi veikinda Brezhnevs, sem leyndu sér ekki jafnvel þegar þetta.gerðist og þar sem andstæðingum hans var fuH- kunnugt um þau má líta á þetta sem tilraun til að halda þvi fram að Brezhnev væri enn fullfær um að vinna störf sin og vinna þau betur en nokkur annar. En pólitisk heilsa hans var einnig bágborin. Willy Brandt kanslari og Nixon forseti hrökkluðust frá völdum og við það jukust fyrri efasemdir sovézkra gagnrýnenda hinnar bættu sambúðar sem drógu i efa að viturlegt væri að grundvalla utanríkisstefnu á persónulegum kynnum og þetta var gefið í skyn í blöðum. I ljós kom að Brezhnev gæti ekki efnt fyrri heit sin um stókostlegt flóð dollara, erlends gjaldeyris og bandarískrar tækni- þekkingar sem hánn hafði notað til þess að sannfæra efagjarna samstarfsmenn s.ípa um kosti hinnar bættu sambúðar og ef til vill gengið of langt í þvi. Þær fullvissanir sem hann hafði veitt þess efnis að Gyðingum yrði leyft að flytjast úr landi voru dregnar til baka og um leið gáfu nokkrir samstarfsmanna hans i skyn á þeir væru óánægðir með frammi- stöðu hans, til dæmis Podgorny sem hafði einnig mótmælt vissum Kirilenko: varamaður Brezhnevs. Kulakov: skjólstæðingur Brezhnevs. Shelepin: andstæðingur Brezhnevs. Suslov: hugsjónafræði- maðurinn. Andropov: yfirmaður leynilögreglunnar. stóru“, einhvern sem væri ekki eins traustur maður, það er mað- ur sem gæti tekið að sér að fara með völdin til bráðabirgða en treysta mætti betur til þess að víkja til hliðar fyrir næstu kyn- slóð þegar þar að kæmi. Rangt væri að gaf i skyn að hér sé eingöngu um valdabaráttu a. ræða, baráttu um æðstu völd. Bar- izt var um völdin eftir dauða Leníns og Stalíns en þá var einnig barizt um stefnu og sama máli gegnir með baráttuna sem fór fram fyrir fall Krúsjeffs. Erfitt er og kannski ógerningur að segja til um hvar baráttan um völdin end- ar og baráttan um stefnuna byrj- ar. Til þess að framkvæma þá stefnu, sem menn vilja að verði fylgt verða þeir að hafa vald, og til þess að ná völdunum í Kreml verða mennirnir þar að hljóta stuðning mikilvægra hópa emb- ættismanna úr skrifstofukerfinu við þá stefnu, sem barizt er fyrir. Þessi barátta um völd- plús-stefnu fer stöðugt fram í Kreml en harðnar alltaf á hættu tímum, erlendís eða innanlands því þá eru mest líkindin til þess að stefnunni sé breytt og auðveldast sé að storka valda- kerfinu. Margt benti til dæmis til þess að slík barátta færi fram og að staða Brezh- nevs væri í alvarlegri hættu þegar styrjöld brauzt út í Mið- austurlöndum 1967 og aftur 1973. Sú ákvörðun aó aflýsa fyrirhug- aðri heimsókn Brezhnevs til Egyptalands í þessum mánuði virðist aðeins sumpart hafa stafað af bágbornu heilsufari hans því ráða má af kringumstæðunum í þessu sambandi og því hvernig þetta vitnaðist að stefna Brezhnevs hafi orðið fyrir áfalli. ins, og síðan yrði það borið undir „þjóðaratkvæði". Þess sáust merki að nokkrir íhaldssamir menn í valdakerfi flokksins berð- ust gegn þessu og vildu að farið yrði heldur hægar I sakirnar. Þeir óttuðust aó umræður um landið allt og þjóðaratkvæði yrðu vatn á myllu huguðustu baráttumanna hinnar „lýðræðislegu andstöðu", manna sem aðhyllast skoóanir Solzhenitsyns eða Sakharovs og eru óragir við að birta þær á prenti I neðanjarðarritum sinum og yrði þeim hvatning til að risa upp á opinberum fundum og láta skoóanir sínar i ljós. Þegar útvarpsræða Brezhnevs 1972 var birt var þvi sleppt sem hann sagói um þjóðaratkvæði. En haldið var áfram að vekja opin- berlega athygli á tillögunni og með þeim hætti að allt benti til þess að það væri Brezhnev hjart- ans mál að verða sá maður í sög- unni sem gaf Sovétríkjunum stór- kostlega nýja stjórnarskrá. Siðan hefur Pravda skýrt frá því í árleg- um greinum á stjórnarskrárdeg- inum að starfinu sé haldið áfram — en þessa venjulegu umgetn- ingu vantaði í þessa hefðbundnu ritstjórnargrein í síðasta mánuð’ Kunnugir töldu þetta benda tn þess að svo gæti farið að ein af eftirlætishugmyndum Brezhnevs yrði lögð á hilluna og það sem meira væri að Brezhnev virtist ekki vera í aðstöðu til þess að bjarga henni. Laumu- umræðurnar Þ-essar ábendingar komu fram í sama mánuði og ferð hans til eitthvað annað.“ Hann sagði að ákvörðuninni „væri ekki hægt að fresta lengi“ þar sem allar tafir hefðu áhrif á það hvort núverandi fimm ára áætlun, sem lýkur 1975, mundi standast og valda erfiðleik- um þegar næsta áætlun yrði sam- in. Þetta táknar að endurskipu- lagningin ætti að vera hafin fyrir löngu. Ekkert bendir til þess að nokkru þvf sé verið að hrinda í framkvæmd sem gæti kallazt ný áætlun um endurskipulagningu efnahagsmálanna. Hins vegar sjást þess merki á við og dreif í sovézkum blöðum að umræður íhaldsmanna og umbótamanna halda áfram í þessu máli sem öðr- um. Og í þessu máli verður Brezhnev að teljast umbótamaður — mjög svipað því og hann er umbótamaður að því leyti að hann neyddi tortryggna sovézka íhalds- menn til þess að kyngja þvi að sambúðin við vestræn ríki yrði bætt. En áætlun hans hefur ann- að hvort verið felld eða lögð á hilluna — sem er eitt og hið sama — á sama hátt og tillaga hans um uppkast að nýrri stjórnarskrá og önnur tillaga sem hann gerði i marz þess efnis að yfirstjórn land- búnaðarmálanna yrði endur- skipulögð. Stefnumótandi tillögur sem þessar og ósigur þeirra síðar meir komast næst því að samsvara þvi sem gerist á Vesturlöndum þegar j stjórnarandstaða fellir stjórnar- tillögur eða stjórn dregur tillögur sínar til baka. I Sovétríkjunum fara umræðurnar fram i laumi, en þeir sem fylgjast vandlega með og af athygli geta stundum fylgzt með valdabaráttunni þar sem stundum má sjá dularfulla tilvís- un til þess sem um er deilt í og yfirsýn það sem er að gerast i Kreml. Þegar til dæmis er hvatt til þess í yfirlýsingu frá flokknum að skrifstofukerfið hlíti ákvörðun- um miðstjórnarinnar og taki mið af því sem kemur fram í ræóum Brezhnevs getur virzt að sérfræð- ingar hafi ástæðu til að ætla að þetta staðfesti aðeins pólitískan styrkleika Brezhnevs sem kom greinilega fram á fundinum i Vladivostok. En þegar menn gera sér grein fyrir því að i sambæri- legum yfirlýsingum á liðnum ár- um hefur verið lögð áherzla á hlutverk Brezhnevs þá rýrir hin nýja áherzla, sem er lögð á stefnu- mótandi hlutverk miðstjórnarinn- ar, pólitiskan styrk Brezhnevs með því að gera lítið úr honum í stað þess að auka hann. Fyrr á árinu var farið að bera Brezhnev óheyrilega miklu lofi í blöóum sem einnig tóku upp á því að kalla hann miklu oftar en áður „yfirmann" stjórnmálaráðsins en formlega séð er hann þjónn þess sem ritari. Benti þetta til þess að völd hans væru vaxandi eins og ýmsir sérfræðingar héldu fram. Nánari athugun á hinu pólitiska samhengi hyllingarinnar á Brezhnev gaf til kynna að þetta var varnarleikur til þess ætlaður að treysta stöðu hans gagnvart tilraunum til að hnekkja stefnu hans. Andrei Gromyko utanríkisráð- herra reyndi nýlega að sannfæra áheyrendur sina í hinni árlegu ræðu sinni á október-afmælinu um að Brezhnev sýndi „mikinn myndugleika" á toppfundum. Gromyko talað um mikla hæfi- ieika hans, „geysilega" mikinn sannfæringarkraft sem mótaði störf Brezhnevs og „daglegt, þrot- þáttum efnahagsstefnu hans fyrr á árinu. Andstæðingar stefnunnar Eini stórsigur Brezhnevs var fundurinn í Vladivostok og Salt- samningurinn um takmörkun kjarnorkuvopna og fjölda þeirra. En þegar efasemRir bandarískra gagnrýnenda Salt-samningsins urðu til að espa Henry Kissinger til þess að halda þvi fram að ráða- mennirnir í Kreml hefðu gert meiriháttar tilslakanir sást það skýrum stöfum sem andstæðingar Brezhnevs heima fyrir höfðu alltaf sagt. ' r' Salt-umræðurnar i Sovétrikjun- um hafa aAmörgu leytLverið hlið- stæðar umræðunum i Banda- ríkjunum og harðlinumennirnir i Moskvu geta haldið því fram með eins sannfærandi rökum og harð- línumennirnir i Washington að Vladivostok-samningurinn striði gegn beztu hagsmunum landsins. Þeir telja að Brezhnev hafi keypt „sigra“ sína í utanríkismálum með endurteknum tilslökunum fyrst þegar Nixon kom til Moskvu eftir loftárásirnar á Hanoi og síðast þegar látið var undir höfuð leggjast að veita Kissinger nógu hart viðnám i Miðausturlöndum — og þeir mundu.spyrja sem svo hvort Brezhnev væri bezti maðurinn til að stjórna utanríkis- málunum. Samningsaðstaða mót- aðilans gagnvart manni sem hefur fengið orð fyrir að gefa alltaf eftir — eins og hinir sovézku gagnrýnendur hans lita á Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.