Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1975
Á Biblíuskóla
erlendis
I Hilleröd, Danmörku: Frá vinstri: Alice, Benny, Vagn, Ida.
kann að vera beint að þeim sem
kristnum mönnum.“
Af þessari lýsingu, er greini-
legt að margvíslegt gagn má
hafa af setu i Bibliuskóla og
ekki er enn allt upp talið:
„Sálusorgun heitir eitt fagið.
Þetta nafn hljómar e.t.v. undar-
lega í fyrstu, en greinin fjallar
um ýmis atriði varðandi per-
sónuleg samtöl sálusorgara og
fólks sem kemur til hans, til að
fá hjálp og leiðbeiningu varð-
andi öll hugsanleg atriði mann-
legs lífs, hins trúarlega sem
annars. Þar er nemendum til
dæmis gerð grein fyrir alvöru
þess að hvert samtal er einka-
mál sálusorgarans og hins
aðilans, mál, sem alls ekki á að
fara lengra.
Bæta má við þessa upp-
talningu að ýmislegt er kennt
sem getur komið að góðum
notum i kristilegu starfi meðal
barna og unglinga."
Að lokum grennslumst við
fyrir um sönglíf.
„Tónlistarlif er mikið i skól-
anum, enda hefur söngur verið
snar þáttur í samfélögum krist-
inna bræðra og systra frá upp-
hafi og ótaldir eru þeir menn,
sem hafa mætt hinum upprisna
frelsara, einmitt í söng. Er m.a.
einn bekkur i skólanum, sem
hefur tónlist sem aðalgrein.
Markmið kennslunnar þar er að
ala upp fólk, sem getur tekið að
sér forystu í sönglífi þess kristi-
lega félags, sem það kemur úr.
I skólanum eru starfandi sex
kórar, en nemendur eru tvö
hundruð. Það ætti að gefa
örlitla hygmynd um stöðu
söngsins innan skólans."
t Danmörku
á kristnum fræðum og það hef-
ur mér svo sannarlega veist.
Hingað kom ég fyrst í ágúst og
þá hófst nýtt 5 mánaða nám-
skeið, en það eru 2 á ári. Hér
eru tvær deildir, Biblíu- og lýð-
háskóladeild og við nemendur
erum 98. Helztu kennslugrein-
ar eru trúfræði, Gamla testa-
mentið og hin ýmsu rit Nýja
testamentisins. Ýmsar val-
frjálsar greinar höfum við t.d.
sálarfræði, bókmenntir, ensku,
tónlist, vélritun o.fl.“
Ragnheiður spjallaði við
nokkra bekkjarfélaga sína til
að veita lesendum enn frekari
innsýn í skólalifið. Hún rabbar
fyrst við Alice Olsen frá Borg-
undarhólmi:
Hvað gerðir þú áður en þú
komst hingað?
„Ég vann sem hjúkrunar-
kona.“
Hvers vegna vildir þú fara á
Biblíuskóla?
„Það var vegna þess að
margir af vinum minum höfðu
verið á Biblíuskóla og þeir voru
mjög ánægðir með námið. Mig
langaði einnig að fá meiri
þekkingu á Biblíunni."
Hvað ertu svo ánægðust með í
kennslunni?
„Trúfræði og það er vegna
þess að mér finnst nauðsynlegt
að vera vel heima í Biblíunni og
vita hvað Jesús hefur gert með
verki sínu á krossinum. Boð-
skapur Biblíunnar er athug-
Framhald á bls. 35
í Luthersk Missionsforenings
Höjskole í Hilleröd hefur Ragn-
heiður Sverrisdóttir stundað
nám og þaðan færir hún okkur
ýmsar fréttir.
„Hér f Danmörku eru tveir •
Bibliuskólar og er ekki krafist
neinnar sérstakrar menntunar
til að komast i skólana. (Því má
skjóta hér inn að bæði Kjartan
og Ragnheiður luku stúdents-
prófi s.l. vor). Ástæða þess að
ég fór að Biblíuskóla er að ég
vildi afla mér meiri þekkingar
KROSSGOTUR
Umsjón:
Jóhannes Tómasson
Gunnar E. Finnbogason.
MJÖG VlÐA erlendis eru starf-
andi Biblfuskólar. Þar fer fram
ýmis konar nám varðandi
Biblfuna og kristindóminn.
Biblfuskólar þessir eru reknir
af kirkjum, eða öðrum kristi-
legum félögum og kristnitoðs-
félögum. Við höfum fregnað af
nokkrum Islendingum við nám
í Biblíuskólum, bæði f Osló og
Kaupmannahöfn. Þeir ætla að
verða fyrir svörum og segja frá
dvöl sinni þar ytra og jafn-
framt heyrum við frá nokkrum
bekkjarfélögum þeirra.
Frá Noregi segja þau
Stefanía Sörheller og Kjartan
Jónsson okkur eftirfarandi:
„Við höfum verið það sem af
er vetrar í Biblfuskólanum
Fjellhaug skoler í Osló. Skólinn
er stofnaður árið 1919 af Norsk-
Lútherska kristniboðssamband-
inu (NLM) með það fyrir aug-
um að gefa kristnu fólki í
Noregi tækifæri til að afla sér
menntunar i bibliufögum. Má
með sanni segja, að skólinn hafi
komið i góðar þarfir. Þrátt fyrir
að margir fleiri Biblíuskólar
hafi verið stofnaðir sfðan 1919
komast miklu færri að í honum
en vilja ár hvert.
Eins og nafnið bendir til eru
fleiri en einn skóli á Fjell-
haug. Er það kristniboðaskóli,
menntar verðandi kristniboða.
Má geta þess til gamans að
fslenzku kristniboðarnir, sem
starfa og hafa starfað í Eþfópíu,
hafa flestir fengið sína
menntun f þessum skóla og þar
er nú einn Islendingur við
nám.“
Var félagið stofnað löngu á
undan skólanum?
„Já, Norsk Lútherska kristni-
boðsfélagið, sem á skólann, á
sér bráðum aldargamla sögu.
Það var stofnað árið 1881 í
Bergen af áhugafólki um
kristniboð. Markmið félagsins
var i upphafi að boða fagnaðar-
erindið í Kína, hinu forna
menningarríki í austri. Ekki
leið á löngu þar til félagið var
orðið stórt og öflugt, með marg-
þættu starfi bæði í Kfna og
heima í Noregi. Árið 1948 þegar
kommúnistar komust til valda í
Kína lauk öllu kristniboðsstarfi
þar og kristniboðunum jafn-
framt vísað úr landi. En þrátt
fyrir mikið mótlæti á þessum
árum létu kristniboðsvinir f
Noregi ekki hugfallast í trausti
til þess Guðs, sem hafði kallað
þá til starfa. Var strax hafizt
handa um að byggja upp starf í
Eþiópiu og sfðar einnig f Japan,
Tanzaniu, Hong Kong og á
Taiwan. Innan skamms mun
fyrsti kristniboðinn frá félag-
inu taka til starfa í Indónesíu,
en þar hefur verið gífurlega
mikil andleg vakning nú
siðustu árin.“
Það væri greinilega hægt að
spjalla mikið og lengi um starf
NLM og kristniboðið og fyrst
við erum komin út á þá braut
munar ekki um að bæta við
einni spurningu, áður en við
snúum okkur að skólanum:
Hversu margir eru starfsmenn
sambandsins?
„Utan Noregs eru þeir nú um
400. Af þessu sézt að það kostar
mikið fé að reka kristniboð.
Rekstrarkostnaðurinn er að
mestu borinn uppi af frjálsum
framlögum kristniboðsvina og
norska rfkisstjórnin greiðir
hluta hans í mynd þróunar-
hjálpár. Hafa stjórnvöld komizt
að þvi, að styrkir sem þessir
koma að mestu gagni fyrir
styrkþegana, með því að efla
rekstur kristniboðsins. En þó
að starf NLM sé mikið utan
Noregs, er það einnig mjög fjöl-
Öivind Andrsen, blindur kennari við Fjellhaug. Hann kann stóran
hluta Bibifunnar utanað.
Sönglff er mikið í Biblfuskólunuin. Hér sjáum við einn af sex
kórum Fjeilhaug skoler á æfingu f fþróttasal skólanna.
Nemendur á Fjellhaug. Stefanfa Sörhelier er lengst til hægri, þvf
miður fengum við ekki mynd af Kjartani, en hann tók myndirnar.
Ragnheiður Sverrisdóttir.
skrúðugt f heimalandinu. Má
fullyrða að það hefur töluverð
áhrif á norskt þjóðlff, enda
væri kristniboðsstarf erlendis
ómögulegt, ef ekki væri mikill
fjöldi fólks, sem stæði að baki
því, í bæn og með fjárframlög-
um.“
Hvaða greinar eru kenndar
við Biblíuskólann?
„Það er reyndar mjög mis-
munandi eftir skólum. A hinum
almenna Biblíuskóla á Fjell-
haug er t.d. farið í texta:
Mattheusarguðspjall, Galata-
bréfið, Opinberunarbók
Jóhannesar, Daviðssálma,
minni spámenn Gamla testa-
mentisins, þ.e.a.s. farið er i
gegnum einstök rit Biblíunnar
þar sem reynt er að brjóta
hugsun þeirra til mergjar eftir
þvi sem tíminn leyfir. I svo
stuttu námi sem þessu þ.e. 4—9
mánuði er að sjálfsögðu ekki
hægt að læra frummálin sem
Biblían er rituð á, og kafa
þannig ennþá dýpra f hugsun
hennar.
Kennd er inngangsfræði G.T.
og N.T. og kirkjusaga. Inn-
gangsfræðin fjallar um og
reynir að svara eftir föngum
spurningum svo sem hverjir
hafi skrifað einstök rit, til
hverra þau eru rituð og i hvaða
tilgangi, helztu stíleinkenni,
uppbygging, innihald, hugsan-
legur ritunartimi o.fl. Kirkju-
sagan auðveldar nemendum að
skilja margt út frá samhengi
við söguna, auk þess sem hún
greinir frá þvf hvernig kristin-
dómi hefur vegnað gegnum
aldirnar.
Kristnir menn verða ávallt að
vera reiðubúnir að svara því
hverju þeir trúi. Þess vegna er
kennd svokölluð trúfræði en
hún fjallar um grundvallar-
atriði kristinnar trúar. Allur
þessi lærdómur er miðaður við
að vera notaður í daglegu lífi
þ.e. kristindómi í reynd og að
gefa nemendunum aukna þekk-
ingu á leyndardómum Guðs.
Þeir geta þar af leiðandi betur
svarað þeim spurningum, sem