Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1975, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 1 1 iCJö^nuiPÁ Spáin er fyrir daginn í dag Hrúturinn |T|B 21. marz.—19. aprfl Róleg og yfirveguð afstaða til ágreinings- mála getur orðið þér mjög til fram- dráttar. Það þarf persónulegt hugrekki og sterkan vilja til að verja grundvallar- skoðanir sfnar án þess að láta hleypa sér upp eða verða of ákafur. W[$Y Nautið 20. apríl — 20. maí - Reyndu að sýna hjálpsemi, hvar sem þess er þörf og stuðlaðu að sanngjarnri lausn ágreiningsmála. Reyndu að greiða úr vandamálum, sem þú kemur auga á, þvf þau geta orðið mjög alvarleg, ef látið er reka á reiðanum. TyíbuTairiiT [jjíjjl 21. maí — 20. júní Nýr kunningi eða félagi kann að leggja fyrir þig hugmynd, sem fellur að metnaðarmálum þfnum sem hanzki að hönd. Ef þú getur komið hugmyndinni áfram á skynsamlegan og sannfærandi hátt, verður þér leikur einn að fá nauð- synlega liðveizlu. Krabbinn 4-92 21.júnf—22. júlí Þú getur látið hugdettur þínar ráða ferð- inni í dag, en eigi þér að verða eitthvað úr verki, máttu ekki leggjast í leti og kæruleysi og láta þér góð tækifæri úr greipum ganga. Nú er rétti tíminn til ferðalaga og rómantískra hugleiðinga. Ljónið 23. júli — 22. ágúst 1 dag ættirðu að fara að öllu með gát og taka engar ákvarðanir nema að vel at- huguðu máli. Hlustaðu ekki á þá, sem vilja beina þér á aðrar brautir. Mærin SSOt^fL 23. ágúst — 22. sept. Eins og Ijónið verður þú að íhuga vel allar aðstæður áður en þú tekur ákvarðanir f dag. Sértu f vafa skaltu leita ráða þér eldri og reyndari manna. Vogin 23. sept. — 22. oW. Láttu hendur standa fram úr ermum og þér mun vel vegna. Þú færð tækifæri til að hafa áhrif á manneskjur, sem geta haft afgerandi áhrif á framtíð þína. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Það er betra að reyna að mistakast en reyna alls ekki. Ef þú safnar kjarki á ný ætti viðleitni þín að bera árangur. Þolin- mæðin þrautir vinnur allar. Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þeir, sem hafa augun hjá sér f dag, eiga margra kosta völ. Minnstu þess, að vel- gengni f smáatriðum getur skipt miklu máli, stóri vinningurinn getur alltaf komið f þinn hlut sfðar. Steingeitin 22. des.— 19. jan. Ef þú hefur orðið fyrir vonbrigðum eða ert dapur, ættirðu að reyna að hella þér út í starf eða fþróttir. Hreyfingin losar um spennuna og þér verða sýnilegri björtu hliðarnar á tilverunni. sfijf Vatysberinn t =fi=a 20. jan. — 18. ftb. Þér gengur allt að óskum í dag og þér ætti að reynast auðvelt að gera starfs- áætlun fyrir næstu viku. Sennilega færðu óvænta heimsókn. sem gleður þig- verulega. >»< Fiskarnir 19. feb. — 20. ma Gerðu það, sem þú getur, til að búa í haginn fyrir fjölskyldu þína. Það er gott að reyna nýjar leiðir, en viðhafðu samt eðlilega varkárni. Haltu þínu striki; hringlandaháttur er óheppilegur. 1 . 1 GETUROUffEF- l E> FÁTÆtóJM MANNI KAFFJBOLLA? ALLTI 1 LAGI,HAU-U ( þÁ í SLÖNG- V UNA FyRK?-; MIG . V VIo hofuaa aldrei HITT 44ANNINW þ|NN,LJÖSKA imiq þlE> GET/Ð HITTHANN-- HANN ER A£> VÖKVA GARÐlNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.