Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.01.1975, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975 41 fclk í fréttum + Það er ekki allt jafn fágað hjáþeim stórlöxunum . . . Það var í nýársfagnaði sem hald- inn var hjá forseta V- Þýzkalands, Walter Scheel, að kanslarinn, Heimut Schmidt, hafði orð á því, að ekki væri nokkurt vit í því að fá ekki annað en kampavin að drekka f veizlu sem þessari: „Ég fer vinsamlega fram á, að i næstu veizlu verði að minnsta kosti hægt að fá bjór og kóla fyrir utan kampavínið." Það var ekki verið að tvfnóna við hlutina þar, þjónn var undir eins á leiðinni eftir bjór og kóla en á meðan þjónninn var að ná f drykkina sagði einn ráðherranna, sem sat hjá kanslaranum, við hann: „Það er ég viss um, að forsetinn leyfir ekki að borið sé fram kóla 'í veizlum sfnum.“ . . . Jú, reyndar var það bara bjórinn, sem þjónninn kom með. Giscard fer í ensku- tíma... + Valéry Giscard d’Estaing Frakklandsfor- seti situr nú öllum stund- um og lærir ensku. Það er ekki þar með sagt að forsetinn hafi ekki kunn- að ensku áður; heldur ætlar hann sér einungis að ná betri tökum á tungumálinu. Þessar fréttir bárust skömmu eftir að Helmut Schmidt kanslari V- Þýzkalands hafði verið hrósað mjög í bandarfsk- um dagblöðum fyrir frá- bæra enskukunnáttu. Eftir því sem franskir „diplomatar" segja, þá eru þeir ekki eins hrifnir af háttalagi forsetans og hann er sjálfur. Þeir segja, að forsetinn noti nú hvert tækifæri sem býðst til að koma ensku- kunnáttu sinni á fram- færi. . . + Katharine Hepburn, sem nú er orðin 65 ára, upplýsti nýlega f blaðaviðtali að hún hefði í hyggju að ráðast f að skrifa ævisögu sfna. Það er ekki nema eitt ár sfðan hún hafnaði tilboði þess efnis og var það tilboð upp á nokkra tugi milljóna . . . + Uary Grant, sem er ný orðinn 71 árs, er sagður vera mjög nálægt þvf að giftast f 5. skiptið. Sú hin hamingju- sama er aðeins 28 ára gömul og heitir Maureen Donald- son. + Golda Meir var nýlega skorin upp við garnaflækju. Uppskurðurinn var gerður f Jerúsalem af 4 læknum og einnig voru viðstaddar 16 hjúkrunarkonur og 11 her- menn gættu þess að allt færi fram með ró og spekt. + Enska söngkonan Cilla Black á sér þá ósk heitasta að verða öðluð. Og vegna þess hve sjaldgæft það er, að söngkonur hljóti þann heiður, þá hefur hún nú „ákveðið" rétt svona, að ger- ast leikkona. Takk. fclk f fjclmíélum Útvarp Reyhfavth SUNNUDAGUR 26. janúar 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Páisson vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir g veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljómsveitin Philharmonia leikur tón- list eftir Kurt Weill og Johann Strauss; Otto Klemperer stjórnar. 9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein- um daghlaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Konsert I F-dúr fyrir fiðlu, orgel og strengjasveit eftir Vivaldi. I Musici leíka. b. Arla, récitativ og dúett úr Kantötu nr. 21, ,4ch hatte viel Bekummernis**, cftir Bach. c. Húmoreska op. 20 eftir Schumann. Wilhelm Kempff leikur á pfanó. d. Sinfónía nr. 1 I c-moll op. 11 eftir Mendelssohn. Fflharmónfusveit Berlfnar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. 11.00 Messa I Neskirkju Prestur: Séra Frank M. Halldórsson. Organleikari: Reynir Jónasson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 Ur sögu rómönsku Amerfku Sigurður Hjartarson skólastjóri flytur fjórða hádegiserindi sitt: Andeslönd og Paraguay. 14.00 Dagskrárstjóri f eina klukkustund Gerður Steinþórsdóttir kennari ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar a. Frá tónlistarhátfðinni f Helsinki f sumar. Flytjendur: Alfred Brendel pfanóleikari og Sinfónfuhljómsveit Vfnarborgar. Stjórnandi: Carlo Maria Giulini. 1. „Egmont“-forleikurinn eftir Beet- hoven. 2. Pfanókonsert nr. 20 í d-moll (K466) eftir Mozart. b. Sinfónfa nr. 54 f G-dúr eftir Haydn. Hljómsveitin Philharmónfa Hungarica leikur; Antal Dorati stj. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Bein lfna Umsjónarmenn: Arni Gunnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. I þessum þætti svarar Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkis- skattstjóri spurningum hlustenda um álagningu skatta og skattaframtal. 17.15 Mormónakórinn syngur lög eftir Stephen Foster Stjórnandi: Richard P. Condie. 17.40 Utvarpssaga barnanna: „Strákarn- ir, sem struku" eftir Böðvar frá Hnffs- dal. Valdimar Lárusson byrjar lestur sögunnar. 18.00 Stundarkorn með pfanóleikar- anum Gary Graffman, sem leikur verk eftir Mozart. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?“ Jónas Jónasson stjórnar spurninga- þætti um lönd og lýði. Dómari: Olafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjáns- son og Sigurður Hjartarson. 19.55 Islenzk tónlist a. Pfanókonsert í einum þætti eftir Jón Nordal. Höfundur og Sinfónfuhljóm- sveit Islands leika; Bohdan Wodiczko stjórnar. b. Fjórtán tilbrigði um fslenzkt þjóðlag og Dans eftir Jórunni Viðar. Höfundur leikur á píanó. c. Tríó f a-moll fyrir fiðlu, selló og pfanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal ogGuð- rún Kristinsdóttir leika. 20.30 Finnska skáldkonan Kerstin Söderholm Þóroddur Guðmundsson segir frá skáldkonunni og Margrét Helga J6- hannsdóttir les úr Ijóðum hennar f þýðingu Þórodds; sfðari þáttur. 21.00 Kvíntett f A-dúr op. 114 „Sílunga- kvintettinn" eftir Franz Schubert Artur Schnabel og Pro Arte kvintettinn leika. 21.35 Spurt og svarað Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög Heiðar Astvaldsson danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. MANUDAGUR 27. janúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfini kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pfanóleikari (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra óskar J. Þor- láksson dómpróf. flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bryndís Vfglundsdóttir les þýðingu sfna á sögunni „1 Heiðmörk“ eftir Robert Lawson (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Búnaðarþáttur kl. 10.25: Dr. Stefán Aðalsteinsson greinir frá búfjárrann- sóknum f Rannsóknarstofum landbún- aðarins. Islenzkt mál kl. 10.40: Endurt. þáttur Jóns Aðalst. Jónssonar cand. mag. Morguntónleikar kl. 11.00: Hljómsveit- in Philharmónía leikur Francesca da Rimini“, fantasfu fyrir hljómsveit op. 32 eftir Tsjaíkovský / John Browning og Sínfónfuhljómsveitin f Boston leika Pfanókonsert nr. 2 op. 16 eftir Prokofjeff. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Himinn og jörð“ eftir Carlo Coccioli Séra Jón Bjarman byrjar lestur þýð- ingar sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar: Óperutónlist eftir Mozart Cesare Siepi, Birgit Nilsson, Leontyne Price, Cesare Valletti, Fernando Corena og Eugenia Ratti syngja atriði úr „Don Giovanni" Fflharmónfusveitin f Vfn leikur undir: Erích Leinsdorf stjórnar. Konunglega fflharmónfu- sveitin f London leikur forleik að „Idomeneo"; Colin Davis st jórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartfmi barnanna ólafur Þórðarson sér um tímann. 17.30 Aðtafli Ingvar Asmundsson menntaskólakenn- ari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál Bjarní Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Finnur Birgisson arkitekt talar. 20.00 Mánudagslögin 20.25 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.35 Heilbrigðismál: Heimilislækning- ar, I. Jón Gunnlaugsson læknir talar um heimilislækna fyrr og nú. 20.50 Til umhugsunar Sveinn H. Skúlason stjórnar þætti um áfengismál. 21.10 Kvöldtónleikar Miroslav Stefek og Sinfónfuhljómsveit- in f Prag leika Hornkonsert nr. 5 f F-dúr eftir Jan Václav Stich-Punto; Bohumfr Liska stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „Blandað f svartan dauðann" eftir Steinar Sigurjónsson Karl Guðmundsson leikari les (4). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma hefst Lesari: Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur. 22.25 Byggðamáll Fréttamenn útvarpsins sjá um þáttinn 22.55 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.50 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. r p Afram með landaleikinn A sfel«nMm 1 kvöld verður haldið áfram þætt- inum, sem upphaflega átti víst aðeins að vera ieikur, þ.e.a.s. þekkirðu land, en þátturinn þrðaðist fljótlega i þá átt að verða hörku- keppni. Jónas Jónasson sagði þó þegar við ræddum við hann, að enn væri þetta ekki annað en leikur af hálfu þeirra, sem þátt tækju I þættinum, en svo virtist sem hlustendur litu öðru vfsi á málið. Pétur Gautur Kristjánsson lögfræðingur tekur nú þátt í gamninu öðru sinni, en hann hefur áður reynzt liðtækur á svipuðum vett- vangi og sigraði reyndar glæsilega í spurn- ingakcppninni „Kaupstaðirnir keppa“ f út- varpinu fyrir all nokkrum árum. Mótherji hans nú er Sigurður Hjartarson. Við spurðum Jónas hversu lengi ætiunin væri að halda leiknum áfram, en hann kvað það ekki ákveðið þótt ætla mætti að það yrði fram að sumarmálum. Pétur Gautur Kristjánsson. SUNNUDAGUR 26. janúar 1975 18.00 Stundin okkar I þættinum er mynd um önnu litlu og frænda hennar. Söngfuglarnir taka lagió og Hanna Valdfs syngur kisuvfs- ur. Flutt veróur saga með teikningum úr bókinni „Við Alftavatn" og einnig sjá- um við mynd um Robba eyra og Tobba tönn. Loks verður svo farið f fuglaskoðunar- ferð út á Hafnarberg á Reykjanes- skaga. Umsjónarmenn Sigrfður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristfn Pálsdóttir. 18.55 Hlé 20.00 Frétt ir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Lffsmark Kvikmynd, sem Þorsteinn Jónsson og ölafur Haukur Sfmonarson hafa gert fyrir Sjónvarpið um nokkur ung- menni, sambýlishætti þeirra og Iffs- skoðanir. 21.00 Umræður f sjónvarpssal um efni myndarinnar á undan. Umræðunum stýrir dr. Kjartan Jóhannsson. Þátttakendur auk hans: Gestur Guðmundsson, háskólanemi, Helgi Þórðarson, verkfræðingur og Hjálmar W. Hannesson, menntaskóla- kennari. 21.30 Heimsmynd í deiglu Finnskur fræðslumyndaflokkur um vfsindamenn fyrri alda og uppgötvanir þeirra. 5. þáttur. Þýðandi Jón Gunnarsson. Þulur Jón Hólm. Hér greinir fráGalileo Galileíog kenn- ingum hans. (Nordvision — Finnska sjónvarpið 21.45 Nýárskonsert I Vfnarborg Fflharmonfusveit Vfnarborgar leikur lög eftir Johann Strauss. Stjórnandi Willy Boskovsky. (Evrovision — Austurrfska sjónvarp- ið) 22.55 Vesturfararnir Endursýning Attundi og sfðasti þáttur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Að kvöldi dags Séra Valgeir Astráðsson flytur hug- vekju. 23.55 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.