Morgunblaðið - 26.01.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1975
47
— Kreml
Framhald af bls. 34
málin — mundi stöðugt harðna.
Nýr maður, sem slík fortið væri
ekki til trafala, yrði betri
samningamaður að þeirra dómi.
Gagnrýnendur Brezhnevs gætu
jafnvel litið svo á að staða Sovét-
ríkjanna út á við hefði versnað
vegna þess að Brezhnev hefur
skuldbundið sig persónulega til
að fylgja fram markmiðum batn-
andi sambúðar og vígbúnaðartak-
markana. Saka mætti hann eins
og Nixon forseta um að gera til-
slakanir af persónulegum
ástæðum en ekki í þágu þjóðar-
hagsmuna þar sem hann verði að
ná árangri í samningaviðræðum
til að réttlæta stefnu sina og þar
sem honum er nauðsynlegt að ná
árangri til að halda andstæðing-
um sínum í skefjum.
I umræðunum um „kreppu
kapitalismans", sem nú má lesa
um milli línanna i sovézkum blöð-
um, virðast harðlinumennirnir
leggja áherzlu á hættuna á þvi að
fasisminn skjóti upp kollinum á
Vesturlöndum og kalli fram stríð
— sem táknar að Sovétrikin þurfi
að vigbúast, ekki afvopnast. I
sumum greinum er gefið i skyn að
notfæra skuli veikleika vest-
rænna ríkja, en aðrir hvetja til
þess að haldið verði áfram stefnu
„samninga og samkomulags,"
gagnvart þeim öflum á Vest-
urlöndum sem skilji og sætti sig
við breytinguna á valdajafnvæg-
inu, „bæði á hernaðar- og efna-
hagssviðinu". Að þeirra dómi eru
kreppa, verðbólga og orkuvanda-
mál „nýr hvati“ stefnu samninga
og samkomulags, líklega f þeim
skilningi að nú séu Vesturveldin
fúsari en þau áður voru til að
sætta sig viú hana og þvi sé siður
ástæða til að færa sér hana í nyt,
Vesturveldunum í óhag. Vafa-
laust eru þeir menn einnig til i
Moskvu sem vilja hvort tveggja
og umræður milli þessara þriggja
hópa eru liður í víðtækari umræð-
um í Kreml um friðsamlega sam-
búð, Salt-viðræðurnar og innan-
landsstefnuna, til dæmis endur-
skipulagningu efnahagskerfisins,
og allt hangir þetta saman.
Sígildur
klofningur
Þetta eru sem sé þau mál, sem
hafa verið efst á baugi í umræð-
unum í Kreml — og í valdabarátt-
unni — þótt þau hafi verið kölluð
ýmsum ólíkum nöfnum síðan
Stalín lézt og raunar síðan Lenín
tók völdin. Þetta eru þau mál sem
eftirmenn Brezhnev munu
berjast um, málin sem enn á ný
munu skipta þeim í tvær ólíkar
fylkingar, ihaldsmenn og umbóta-
menn, eftir pólitískri og til-
finningalegri afstöðu þeirra, og
afstöðu þeirra að öðru leyti.
Það er í þessu ljósi sem ég sé
stjórnmálabaráttuna í Sovét-
ríkjunum. Aðrir skoða hana sem
baráttu milli „tilraunamanna" og
„jafnvægissinna “ sem telji mestu
varða að kerfið lifi af. Enn aðrir
líta svo á að þessi barátta endur-
spegli hina aldagömlu togstreitu í
Rússlandi milli þeirra sem vilja
hleypa vestrænum áhrifum inn í
landið og hinna sem vilja varð-
veita einangrun þess, togstreitu
sem er hægt að rekja aftur til
daga Péturs mikla sem vildi opna
gluggann að heiminum, til deilna
Leníns, Stalíns og Trotskys um
uppbyggingu „sósíalisma i einu
landi“ í stað þess að gera veður út
af heimsbyltingu og tilrauna
Krúsjeffs og Brezhnevs til þess að
stuðla að friðsamlegri sambúð
þrátt fyrir andspyrnu innanlands.
Talsvert er til í öllum þessum
viðhorfum og hvort sem þau eru
skoðuð í heild eða hvert fyrir sig
benda þær til þess að baráttan
harðni þegar Brezhnev hverfur.
Verið getur að sovézka kerfið
þróist þannig að þær aðferðir sem
er beitt í baráttunni færist i
menningarlegra horf, en við höf-
um átt að venjast til þessa, en
vitneskja okkar um það sem
hefur gerzt i fortíðinni færir
okkur heim sanninn um að þetta
kerfi getur ekki útilokað pólitiska
baráttu fremur en nokkurt annað
stjórnmálakerfi.
Þau nýju vandamál sem við
blasa, vaxandi og truflandi áhrif
þjóðernishyggju meðal þeirra
þjóða sem byggja Sovétríkin,
krafa landsmanna um betri lifs-
kjör og aukið frelsi, sem hægfara
breytingar I betra horf á undan-
förnum árum hafa aðeins orðið
til að gera háværari — allt mun
þetta valda eftirmönnum
Brezhnevs miklu meiri erfið-
leikum en hann hefur átt við að
striða nema því aðeins að „kreppa
kapitalismans“ valdi þeirri upp-
lausn á Vesturlöndum sem gefi
valdhöfunum í Kreml tækifæri
sem þeir geti ekki látið ónotað. En
staðreyndum valdsins, efnahags-
legum og hernaðarlegum, er
þannig háttað að stefnan er f svo
föstum skorðum að eftirmenn
Brezhnevs geta lítið annað gert en
aó fylgja i aðalatriðum sömu
stefnu og hann fylgdi — jafnvel
þótt honum kunni að verða steypt
af stóli fyrir að fylgja henni.
Nákvæmlega eins og Brezhnev
„frysti“ utanríkisstefnuna í
nokkur ár þegar hann hafði velt
Krúsjeff úr sessi og tók síðan
aftur upp þráðinn þar sem frá var
horfið og beitti sér fyrir friðsam
legri sambúð getur verið að eftir-
menn hans reyni fyrst I stað að
einbeita sér að því að treysta í
sessi og styrkja þær gífurlegu
breytingar sem hafa oróið á
sovézkri utanrikisstefnu á liðnum
árum.
Eftir fall Nixons kusu vald-
hafarnir í Kreml að leggja á það
áherzlu að engin breyting hefði
oróið á bandarískri utanríkis-
stefnu, að „samhengið" væri
órofið þótt Ford forseti væri
kominn til valda. Viðurkenning
þeirra á því að varóveizla sliks
samhengis væri mikilvægasta hlið
mannabreytinganna gefur til
kynna að þegar svipaðar breyt-
ingar verða í Kreml verði
áherzlan þar einnig lögð á slíkt
samhengi þar sem það sé bezta
leiðin til að verðveita friðinn og
tryggja nauðsynlegt jafnvægi
heima fyrir.
Nýir
merkisberar
Miðað við þetta tillit sem verður
að taka til mikilvægra stefnumála
skipta skapgerðareinkenni þeirra
einstaklinga sem kunna að taka
við sæti Brezhnevs, nema því
aðeins að öfgar spili inn í, minna
máli en þær hömlur og takmark-
anir, sem þeim verða settar i
starfi þeirra. Það þjónar engum
nytsömum tilgangi að velta vöng-
um yfir þvi hver þeirra tólf eða
svo einstaklinga sem nú standa í
næstu þrepum fyrir neðan
Brezhnev kunni að skjótast upp í
efsta þrepið eftir því hvernig
kaupin ganga á eyrinni i þeirri
valdabaráttu sem við tekur þegar
Brezhnev hverfur fyrir fullt og
allt. Kirilenko, Kulakov eða
Shelepin virðast hafa mesta
möguleika á því að taka við rikinu
eins og sakir standa, en aðrir biða
á bak við tjöldin.
Það sem þessi könnun á hinum
pólitiska veruleika í Sovétríkjun-
um gefur til kynna er að ólíklegt
sé að eftirmenn Brezhnevs rifi
niður þá utanríkisstefnu sem
hann hefur byggt upp — en verið
getur að yngri, þróttmeiri forystu-
maður sem er þess albúinn að
berjast gegn sérhagsmunum
skrifstofukerfisins muni beita sér
fyrir slíkri stefnu af jafnvel enn
meiri krafti en Brezhnev gerói.
Svo gæti farið að yngri forystu-
maður reyndi að endurvekja þá
andúð á stalinsma sem Krúsjeff
notaði með ágætum árangri til
þess að aðstæóurnar innanlands
breytist þannig að hægt sé að
fylgja slikri stefnu með betri
árangri, og þannig mundi hann
örva og efla þær innanlandsum-
bætur sem Sovétrikin geta ekki
án verið ef þau eiga aó skipa sinn
sess í heiminum sem ein af for-
ystuþjóðum veraldar ekki með til-
liti til fjölda þeirra eldflauga sem
þau ráða yfir heldur með tilliti til
þess skerfs sem þau geta lagt og
ættu að leggja af mörkum til
framfara í heiminum.
Hjá þvi gat ekki farið að þetta
yrði huglæg og persónuleg
könnun — en hún er næstum þvi
eins rétt og hún getur orðió þegar
hún er byggð á Kremlarfræði eins
manns.
Hvernig veit ég það? Það liggur
í augum uppi.
— Glistrup
Framhald af bls. 1
greiðslur, vegna þess að hluta-
fjárskatturinn er lægri.
Glistrup, sem heldur því
fram, að danska tekjuskatta-
kerfið sé ósiðlegt, segir í blaða-
viðtali I dag, aó hann hafi látið
hjá liða að greiða skattana til að
storka kerfinu.
Þola mánaðar
verkfall
Af danska vinnumarkaðinum
eru þær fréttir helztar, að
menn bíða nú eftir þvi, að sátta-
semjari rikisins láti málin til
sin taka og hafi frumkvæði að
viðræðum. Af beggja hálfu
hefur því verið lýst yfir, að
viðræður hafi farið út um
þúfur. Það er fyrst og fremst
vegna þess, að vinnuveitendur
hafa staðið á þvi fastar en fót-
unum að ekki sé hægt að hækka
nein laun, og að hætta verði vió
hinar sjálfvirku dýrtíðarupp-
bætur.
Formaður verkalýðssam-
bandsins, Thomas Nielsen,
hefur sagt, að sambandið hafi
efni á mánaðarverkfalli og
hann segist kæra sig kollóttan
þótt eitthvað af fyrirtækjum
leggi upp laupana. I viðræðun-
um, bæði á vinnumarkaðinum
og i stjórnmálunum, eru vanda-
mál hinna lægst launuðu mest
til umræðu. Samtök vinnuveit-
enda hafa sett auglýsingu i öll
dagblöð i Danmörku, þar sem
fram er sett það sjónarmið, að
þeir, sem lægst laun hafi í Dan-
mörku séu betur launaðir en í
nokkru öðru landi. Þessu
svarar Thomas Nielsen, að
vinnuveitendur hafi valið alveg
ákveðna starfshópa láglauna-
manna, sem best hafi hentað i
slikum útreikningum, og þeir
eigi alls ekki við um allar lág-
launastéttir.
— Skozkir
Framhald af bls. 1
„Utfærsla i 50 milur væri að
visu léttvægt bröt á alþjóðalögum
en Islendingar hafa tvisvar þurft
að brjóta alþjóðalög til að sjá
sjálfum sér farboða,“ sagði
Stewart.
David Ennals, aðstoðarutan-
ríkis- og samveldisráðherra,
sagði, að einhliða aðgeróir leiddu
til stjórnleysis á úthöfunum.
Möguleikarnir á samkomulagi á
hafréttarráðstefnunni í Genf í
marz nk. yrðu að engu, ef þau
lönd, sem fram til þessa hefðu
haldið alþjóðalög tækju nú upp á
þvi að virða þau að vettugi.
Ennals sagði, að brezka stjórnin
hefði fallizt á hugmyndina um
200 mílna efnahagslögsögu og
kröfur um 50 mílna lögsögu væru
úreltar.
Fleiri þingmenn þjóðernissinna
tóku til máls og sögðu meðal ann-
ars, að nú væru háværar kröfur
uppi meðal skozkra sjómanna um,
að gripið yrði til einhliða aðgerða
við Skotland. „Þegar allt kemur
til alls gilda aðeins ein lög, það
eru lögin um að halda i sér líf-
inu,“ sagði Douglas Henderson og
bætti þvi við, að nú væri skozki
fiskiðnaðurinn farinn að hallast
að þeim lögum.
— Bangladesh
Framhald af bls. 1
Hún hefði gefið mönnum tæki-
færi til að misnota frelsi sitt
herfilega.
Gert er ráð fyrir varaforseta og
ráðuneyti undir stjórn forsætis-
ráðherra, sem heyrir beint undir
forsetann.
Samkvæmt nýju stjórnar-
skránni eru allír stjórnmálaflokk-
ar landsins hér með leystir upp og
forsetanum gefið vald til að
mynda einn þjóðarflokk. Hann
ákveður honum nafn síðar.
Stjórnarskrárskipti þessi voru
samþykkt með 294 atkvæðum en
fimm þingmenn stjórnarandstöð-
unnar gengu af þingi.
Kjarni hins nýja flokks myndar
væntanlega Awamibandalag
Mujiburs fursta, sem gert hefur
bandalag við þjóðlega Awami-
flokkinn, sem er Moskvusinnaður
sósialistaflokkur, og kommúnista-
flokk landsins. Samtals hafa þeir
294 þingmenn.
• •
Onnur Blá-
fjallalyftan
opnuð í gær
í GÆR átti að opna aðra skialyft
una, sem Reykjavikurborg hefur
látið reisa i Bláfjöllum. Þessi
lyfta er um 300 metrar að lengd,
en stærri lyftan, sem verður að
likindum opnuð um næstu helgi
er um 400 metrar. Þegar hún
hefur verið opnuð er búið að opna
3 nýjar skiðalyftur á Reykjavíkur-
svæðinu á þessu ári, þvi um
síðustu helgi opnuðu KR-ingar
nýja skíðalyftu í Skálafelli.
Formleg opnun skíðalyftanna i
Bláfjöllum hefur enn ekki verið
ákveðin, en það verður mjög bráð-
lega, og hugmyndin er að halda
Bláfjallasvæðinu opnu eftir 15.
febrúar.
HIN ÁRLEGA
HLJÓM PLÖTU ÚTSALA
OKKAR HEFST í FYRRAMÁLIÐ 27. JAN. AÐ SUÐURLANDSBRAUT 8 OG
LAUGAVEGI 24.
MIKIÐ ÚRVAL AF HLJÓMPLÖTUM OG NÚ EINNIG KASSETTUM OG
8-RÁSA SPÓLUM Á stórlækkuðu verðii
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ GERA GÓÐ KAUP.
★ POPPTÓNLIST
★ KLASSÍSK TÓNLIST
★ MILLI MÚSIK
★ ÍSLENZK TÓNLIST
FÁLKIIMN
SUÐURLANDSBRAUT 8
LAUGAVEGI 24.