Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 5 Stjórn Húsmæðrafélags Reykjavfkur ásamt Jónfnu Guðmundsdóttur, fyrrv. formanni félagsins og eina heiðursfélaga þess. Fremri röð (talið frá vinstri): Sigrfður Jónsdóttir, gjaldkeri, Dröfn Farestveit, ritari, Jónfna Guðmunds- dóttir, Hrönn Pétursdóttir, varaformaður. Aftari röð: Þurfður Ágústsdóttir, Guðrfður Guðmundsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Margrét Einarsdóttir. Á myndina vantar Dagrúnu Kristjánsdóttur, formann félagsins, og Ebbu Jónsdóttur. Húsmæðrafélag Reykjavíkur 40 ára HtlSMÆÐRAFÉLAG Reykjavfk- ur er 40 ára f dag. Stofnun félags- ins varð með þeim eftirminnilega hætti, að konur f Reykjavfk bund- ust samtökum gegn tilhögun á mjólkursölu. Efnt var til fundar f Nýja bfói og á stofnfundinum gengu um 450 konur f félagið. Fyrsti formaður var Guðrún Lárusdóttir, en lengst allra hefur Jónfna Guðmundsdóttir verið for- maður félagsins. Hún lét af for- mennsku fyrir þremur árum, og er eini heiðursfélagi Húsmæðra- félags Reykjavíkur. Núverandi formaður er Dagrún Kristjáns- dóttir. Húsmæðrafélagið hefur beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum en námskeiðahald hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur i starf- seminni. Þá hefur félagið látið til sin taka í málefnum neytenda, auk annarra hagsmunamála heimilanna. Fyrir einu ári festi Húsmæðra- félag Reykjavíkur kaup á hús- næði að Baldursgötu 9. Þar er vistlegur salur með veitingaað- stöðu og hentar húsnæðið vel þeg- Huginn afhentur FYRIR NOKKRUM dögum var hleypt af stokkunum hjá Baatser- vice Verft A/S f Mandal f Noregi 400 rúmlesta fiskiskipi, sem hlaut nafnið Huginn, eign Guð- mundar I. Guðmundssonar, skip- stjóra f Vestmannaeyjum. Eigin- ar ekki er um að ræða fjölmenna fundi eða basara, sem verið hafa fastur þáttur í starfseminni mörg undanfarin ár. Þá er húsnæðið hentugt tii námskeiðahalds og ýmiss konar fræðslustarfsemi, sem fram fer á vegum félagsins. I kvöld efnir Húsmæðrafélag Reykjavíkur til afmælishófs í Þingholti. kona Guðmundar, frú Kristfn Pálsdóttir, gaf skipinu nafn. Huginn er annað skipið af fjór- um, sem Baatservice byggir fyrir Islendinga. Fyrsta skipið, Gull- berg, var afhent 18. desember s.l. en tvö siðustu skipin verða afhent í næsta mánuði. Afhending Hug- ins átti að eiga sér stað 24. janúar s.l. Með „Inúk” til Norðurlanda — þrír leikflokkar ferðast á vegum Þjóðleikhússins í febrúar LEIKFLOKKUR frá Þjóðleikhús- inu leggur upp í leikferð um Norðurlönd 11. febrúar. Norræni menningarmálasjóðurinn veitir styrktarfé til ferðarinnar, en einn þáttur starfsemi sjóðsins eru gagnkvæmar heimsóknir leik- flokka á Norðurlöndunum. Eskimóaþátturinn ínúk þótti henta vel til flutnings í ferðinni, enda hefur verið farið með þátt- inn út um land hér, auk þess sem hann hefur verið sýndur í skól- um. Brynja Benediktsdóttir er leikstjóri, og kvað hún undirbún- ing ferðarinnar nú standa sem hæst, en þættinum hefði nú verið breytt nokkuð, bætt við atriðum og tæki þátturinn nú um eina klukkustund í flutningi. Áður var miðað við að flutningurinn tæki eina kennslustund. Eins og kunnugt er verður þing Norðurlandaráðs haldið í Þjóð- leikhúsinu um miðjan næsta mán- uð. Starfsemi leikhússins kemst þá á hreyfingu, i bókstaflegri merkingu, því aó þá verða farnar leikferðir út á land, auk ferðar- innar til Norðurlanda. Þá verða nokkrar sýningar á leikriti Jökuls Jakobssonar, Her- Leiðrétting ÞAU mistök áttu sér stað á for- siðu Mbl. á sunnudaginn, að sagt var, að 01. K. Mag. hefði tekið forsíðumyndina. Það er ekki rétt, myndina tók Friðþjófur Helga- son. Þá urðu þau mistök i föstudags- blaðinu siðasta, að óveóursmynd frá Hveragerði var rangfeðruð. Þá mynd tók fréttaritari Mbl. á staðnum, Georg Michelsen. Eru þeir, sem hlut eiga aó máli, beðnir velvirðingar. bergi 213, á Austurlandi og „Hvernig er heilsan?" verður sýnt á suðurlandsundirlendinu, þannig að alls verða þrír leik* flokkar á ferðinni á vegum Þjóð- leikhússins meðan á þinghaldinu stendur. Vopnafjörður: Fyrsta loðnan Vopnafirði, 24. janúar. FYRSTA loðnan, sem bcrst til Vopnafjarðar á þessari vertfð, kom í dag. Var það Faxaborg GK, sem var með 380 tonn. t kvöld er einnig von á Guðmundi RE með 360 tonn og Svani með 250 tonn. Alls um 1200 tonn. t verksmiðj- unni á Vopnafirði er þróarrými fyrir um 6600 tonn, og afkastaget- an um 500 tonn á sólarhring. Eins og fram hefur komið í fréttum, lita Vopnfirðingar það alvarlegum augum ef veitt verður leyfi til leigu loðnubræðsluskips á sama tíma og verksmiðjur rétt við loðnumiðin eru ekki fullnýttar. Hefur hreppsnefnd Vopnafjarðar sent frá sér tilkynningu af því tilefni. — Gunnlaugur. VETRARUTSALAN, SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR HEFST Á MORGUN í FJÓRUM VERZLUNUM SAMTÍMIS. LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.