Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 12

Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 HLJÓMSVEITIN Pelican héll sl. sunnudag til Bandarfkjanna til að hljóðrita nýjar plötur og til að leika á hljómleikum og á skemmtistöðum. Mun hljóm- sveitin vinna að upptökunum f þrjár vikur, en aðrar þrjár vikur verður hún á ferð og flugi um austurströnd Banda- ríkjanna og leikur opinberlega samtals 16 sinnum. A blaðamannafundi, sem hljómsveitin efndi til á dögun- ★ Pelican og Ámundi skála fyrir gullplötunni og Amerfkuferðinni. Pelican í Bandaríkjunum: Taka upp þrjár plötur og leika á hljómleikum um vegna utanferðarinnar, skýrði Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar, frá helztu atriðunum í sambandi við ferðina og verða þau rakin hér á eftir. Hljóðritunin fer fram í Shaggy Dog-stúdíóinu í Stock- bridge í Massachusetts, en þar var fyrri plata Pelican, „Upp- teknir“, einnig hljóðrituð, svo og „Hljómar ’74“. Pelican leggur áherzlu á að vanda nýju plöturnar sem mest og er ljóst að heildarkostnaðurinn við gerð þeirra verður ekki undir þremur milljónum króna. Hljóðrituð verða 17—18 lög og verða þau síðan gefin út á stórri plötu og tveimur litlum. Er stefnt að þvi að stóra platan komi á markað i maímánuði nk., en fyrri litla platan komi út um svipað leyti og hljómsveitin kemur heim úr Bandarikja- ferðinni, þ.e. um miðjan marz. Hljómsveitin gefur þessar nýju plötur út sjálf, en fyrri plötur hljómsveitarinnar gaf fyrir- tækið Á.Á.-hljómplötur út. Til samanburðar má geta þess, að til upptöku á „Uppteknir" fóru 60 stúdíótímar, en til nýju plöt- unnar er áætlað að verja um 180 stúdíótimum. Hljómsveitín verður fyrst tvær vikur i stúdíóinu til hljóð- ritunar, en tekur siðan viku hlé og leikur þá þrisvar opinber- lega í Boston og nágrenni. Síðan verður haldið í stúdióið á ný til hljóðblöndunar platn- anna, en að því loknu verður haldið í hljómleikaferð um austurströndina og leikið opinberlega alls 13 sinnum á 14 dögum. Verður upphaf og endir þeirrar ferðar i einum kunnasta klúbbi New York- borgar, sem Bottom Line nefnist. Einnig verður leikið á hljómleikum i nokkrum háskól- um og verður Pelican þá aðal- hljómsveitin, en aukahljóm- sveit verður bandaríska hljóm- sveitin Morning Sky, ung hljómsveit, sem leikur jass- kennda popptónlist. Að sögn Ömars er lágmarksgreiðsla til Pelican fyrir hverja hljómleika eða leik á skemmtistöðum 500 dollarar, en getur farið allt upp í 1000 dollara. Þá á hins vegar eftir að greiða ýmiss konar kostnað, svo sem flutnings- kostnað, laun rótara, leigu á söngkerfi, og fæði og gistingu að hluta. 1 þessu sambandi má nefna, að til að fá að taka laun fyrir Björgvin —gamall draumur rætist Björgvin í Change HLJÓMSVEITINNI CHANGE hefur nú bæst góður liðsauki þar sem Björgvin Halldórsson er. Mun ákvörðun um inn- göngu Björgvins í spilamennskuna þarf Pelican atvinnuleyfi i Bandaríkjunum og sl. fimmtudagskvöld var hljómsveitin ekki enn búin að fá það leyfi. Var þar um að kenna seinagangi bankakerfis- ins ytra í sambandi við sím- sendingu peninga héðan til Bandaríkjanna, þar sem þeir áttu að berast til lögfræðiskrif- stofu í Boston, sem ætlaði að útvega hljómsveitinni atvinnu- leyfið. Hafi þessi seinagangur hljómsveitina hafa verið tekin skyndilega nú um áramótin er þeir félagar í Change voru hér heima í jóla- leyfi en um svipað leyti hættu Hljómar störfum og var Björgv- in því laus og liðugur. Hljómsveitin Change vinnur nú að gerö nýrrar hljómplötu í London og hélt Björgvin utan til starfa fyrir u.þ.b. hálf- um mánuði. Þessi nýja plata er ætluð fyrir al- þjóðamarkað og að sögn aðstandenda Change mun Björgvin koma til með aö eiga drjúgan þátt þar í. H.B. Barnum, banda- ríski upptökumeistar- inn, verður væntan- lega við stjórnvölinn við upptöku plötunnar sem hinnar fyrri, en sú plata fékk sem kunn- ugt er góða dóma ekki síst vegna upptökunn- ar sem þótti afbragðs- góð, a.m.k. á íslenskan mælikvarða. valdið því, að leyfið barst ekki í hendur hljómsveitarinnar áður en hún hélt utan, var ætlunin að hljómsveitin spilaði kaup- laust á hljómleikunum. Slagsíð- unni er ekki kunnugt um, hvort leyfið barst 1 tæka tíð, en það mál skýrist væntanlega siðar. Á hljómleikum mun Pelican nota nýtt töfratæki, sem APHEX heitir og er framleitt og fundið upp af sænskum hug- vitsmanni Curt Knoppel að nafni. Fróðir menn hafa sagt að tækið eigi eftir að valda straumhvörfum í hljóðupptöku- gæðum og hljómflutnings- gæðum. Er kostum tækisins gjarnan lýst þannig, að segja megi, að hver hljómsveit, sem ekki notar tækið, leiki bak við tjald, en þegar tækið sé sett í samband við söngkerfi hennar, sé líkast því sem tjaldið sé dregið frá. Svo miklu tærara og skýrara verður hljóðið, þegar það hefur farið í gegnum APHEX. Stóra Hljóma-platan var fyrsta platan í sögunni, sem gerð var með aðstoð þessa tækis, og Pelican-platan „Upp- teknir“ önnur í röðinni. Tæki þetta er ekki selt heldur leigt út og t.d. kostar notkun þess 50 dali fyrir hvert lag, sem rennt er í gegnum þaó í upptöku- stúdióinu. Shaggy Dog-stúdióið er eina stúdíóið i heiminum, sem ræður yfir slíku tæki, en tilvist tækisins varð til þess, að þegarhefja átti hljóðblöndun og klippingu um 120 óbirtra laga með Jimi heitnum Hendrix, var ákveðið að gera það i Shaggy Dog. Fyrirtækið, sem rekur Shaggy Dog-stúdíóið, hyggst nú færa út kvíarnar og hefja plötu- útgáfu og hefur í því sambandi keypt 5.000 eintök af „Upp- teknir" til sölu á Bandaríkja- markaði. Er heildarupplag plöt- unnar þá að nálgast 13 þúsund eintök. Tvö bandarísk hljómplötufyr- irtæki hafa sýnt áhuga á að fá næstu plötu Pelican til útgáfu, þ.e. Vanguard, sem gefur m.a. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) út plötur Joan Baez og Country Joe, og United Artists, eitt af stærstu fyrirtækjum Banda- rikjanna á sviði hljómplötuút- gáfu. Er starfandi hjá U.A. stúlka, sem áður vann hjá Shaggy Dog — og gildir þar vestra svipað lögmál og hér, að gott sé að þekkja mann, sem þekkir mann.... Þá hafa plötufyrirtæki á Norðurlöndum og í Bretlandi einnig sýnt áhuga á útgáfu platna Pelican, þ. á m. CBS í Danmörku, Polydor í Sviþjóð og Decca í Bretlandi. Ekki hefur þó komið til ítarlegra við- ræðna við fyrirtækin um þessi mál, að sögn Ömars. Decca hafði meira að segja tilgreint hvaða lög það vildi fá til útgáfu á tveggja laga plötu, þ.e. hraða kaflann úr Sunrise to Sunset og síðan annað hvort Golden Promises eða Á Sprengisandi. Var sú plata einkum stiluð upp á diskótekin. — Þá má geta þess að Pelican-platan „Upp- teknir“ hefur verið spiluð alloft í Radio Luxembourg og eitt sinn, er liðsmenn Pelican hlust- uðu á stöðina, heyrðu þeir lag af plötu sinni kynnt sem lag „from the Happy Pen album“, en þar hefur baksíðuauglýsing- in frá Pennanum á plötuhulstr- inu eitthvað ruglað plötu- snúðinn. Hefði hann líklega heldur ekki treyst sér til að bera fram heitið „Uppteknir", en engu að síður mun það nafn haldast á plötunum, sem seldar hafa verið til Bandaríkjanna. Sem fyrr segir verður Pelican um sex vikur í Bandaríkjunum, en engar áætlanir eru uppi um frekari spilamennsku þar í landi í náinni framtið, enda þótt ailt sé opið gagnvart sliku, að sögn Ómars. Hljómsveitin hefur hins vegar uppi miklar áætlanir um spilamennsku hér heima i vor og í sumar, m.a. kynningarhljómleika vegna nýju platnanna og ferðalag um landið. Þá er einnig verið að kanna möguleika á Færeyja- ferð hljómsveitarinnar á Ólafs- vöku í sumar, en hljómsveitin fór til Færeyja í síðasta mán- uði og lék þar á dansleikjum í eina viku. Að lokum spurði Slagsíðan liðsmenn Pelican, hvort þeir væru ekkert hræddir um að önnur hljómsveit með nafninu Pelican væri til í Bandaríkjun- um. „Þeir um það“, svaraði Pétur Kristjánsson þá um hæl. —sh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.