Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1975
Framkv
Útgefandi
emdastjóri
Ritstjórar
hf. Árvakur. ReykjavFk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
ASalstræti 6, sími 10 100.
ASalstræti 6, sFmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. i mánuSi innanlands.
f lausasölu 35,00 kr. eintakiS.
Ritstjómarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiSsla
Auglýsingar
T)að orkar ekki tvímæl-
is, að skattkerfið og
hugsanleg lækkun á skatt-
heimtu ríkissjóðs er efst í
huga hins almenna borg-
ara, varðandi viðræður að-
ila vinnumarkaðarins um
kjaramál. Þetta er rökrétt
afleiöing af ríkjandi að-
stæðum í efnahagslífi þjóð-
arinnar, versnandi við-
skiptakjörum hennar,
veikri rekstrarstöðu at-
vinnuveganna og þeirri
staðreynd, að krónuhækk-
un kaups undanfarin ár
hefur ekki leitt til kaup-
máttaraukningar launa né
kjarabóta, fremur aukið á
verðbólgu og vanda efna-
hagslífsins.
Viö þriðju umræðu fjár-
laga, rétt fyrir sl. áramót,
boðaði fjármálaráðherra
víðtæka endurskoðun og
undirbúning breytinga á
sviói skattamála. í sam-
ræmi við þessa yfirlýsingu
hefur ráóherrann nú skip-
að 5 starfshópa til endur-
skoðunar á núverandi
skattkerfi og sérstaka þing-
mannanefnd, er allir þing-
flokkar eiga aðild aó, til að
fylgjast með þessari endur-
skoðun ráðuneytis og em-
bættismanna. Endurskoð-
unin nær til eftirfarandi
þátta skattkerfisins:
1. Tillögugerðar úm
framkvæmd staógreiðslu
opinberra gjalda.
2. Hvort unnt sé að
breyta núverandi formi al-
mennra óbeinna skatta,
einkum söluskatts, þann
veg, að í senn verði stuðlað
að öryggi í innheimtu, ein-
faldari framkvæmd og aö
skattaleg staða innlendra
fyrirtækja verði tryggð.
Sérstaklega skal hugað að
breytingu söluskatts i
virðisaukaskatt.
3. Að móta framtíðar-
stefnu um öflun tekna í
ríkissjóð með aðflutnings-
gjöldum, einkum með tilliti
til samninga íslands viö
EFTA og EBE og inn-
byrðis samræmi í tollskrá.
4. Sameining tekjuskatts
og núverandi skattafslátt-
arkerfis við helztu bætur
almennra trygginga í einu
tekjuöflunarkerfi, er
tryggi þegnum þjóðfélags-
ins ákveðnar lágmarkstekj-
ur.
5. Framkvæmd þeirrar
sérstöku lækkunar tekju-
skatts umfram áhrif hækk-
unar á skattvísitölu, sem
f járlög ársins 1975 gera ráð
fyrir.
6. Með hvaða hætti megi
fella öll skattalög ríkisins i
einn lagabálk.
7. Heildarathugun á regl-
um um skattlagningu fyrir-
tækja og framleiðslu.
Þá hefur þaö og vakið
verðskuldaða athygli, að
skattamálanefnd ASÍ hef-
ur gengið á fund fjármála-
ráðherra og rætt við hann
hugmyndir um skatta-
lækkanir sem þátt í samn-
ingum um kaupgjaldsmál.
Forseti ASÍ hefur og gefið
yfirlýsingu um, að laun-
þegar myndu meta skatta-
lækkanir til jafns við kaup-
hækkanir. Fjármálaráð-
herra hefur og rætt þessa
hlið málsins við fulltrúa
vinnuveitenda og tjáð sig
reiðubúinn til að hafa
milligöngu um skoðana-
skipti og umræður um
þessi mál. Það frumkvæði
skattamálanefndar ASÍ,
sem fram kemur í viðræð-
unum við fjármálaráð-
herra, er lofsverð viðleitni
til að kanna nýjar og raun-
hæfari leiðir í svokallaðri
kjarabaráttu.
Það segir sig sjálft, að
þegar kaupmáttur útflutn-
ingstekna þjóöarinnar
lækkar um fjórðung á einu
ári, þegar innflutningur
hækkar í verði á sama tíma
sem verðlag útflutningsaf-
urða lækkar og rekstrar-
staða atvinnuveganna er
jafn veik og raun ber vitni
um, að naumast er grund-
völlur fyrir almennar lífs-
kjarabætur. Krónuhækkun
launa við slíkar aðstæður
minnkaði kaupgildi gjald-
miðils og yki á verðbólgu.
Reynslan af 51,4% krónu-
hækkun launa verka-
manna i dagvinnu, frá 3.
ársfjórðungi 1973 til þriðja
ársfjórðungs 1974, og
60—70% hækkun tíma-
kaups iðnaðarmanna á
sama tima, er síður en svo
raunhæf kjarabót eða auk-
inn kaupmáttur launa.
Víxlhækkanir undanfar-
inna ára hafa ekki reynzt
raunhæf leiö til kjarabóta
alls almennings. Hinsvegar
hafa þær stuðlað að veikari
rekstrarstöðu atvinnuveg-
anna, með og ásamt afleið-
ingum alþjóðlegs kreppu-
votts, sem aftur getur leitt
til alvarlegs atvinnuleysis,
ef ekki verður brugðizt
rétt við vandanum.
Tekjuaukning alls þorra
fólks í krónutölu milli ár-
anna 1973 og 1974 kemur
óhjákvæmilega fram í
verulegri skattbyrði á yfir-
standandi ári, aó óbreytt-
um álagningarreglum. Með
hliðsjón af verðlagsþróun
siðustu missera, hlyti slík
skattheimta að koma miður
vel við allan þorra manna.
Þaó er því ekki vonum fyrr
að hugað er að nýjum leið-
um í kjaramálaviðræðum.
Það aö meta hugsanlegar
skattalækkanir til jafns viö
krónuhækkun kaups er
fyllilega tímabært. En
jafnframt verða menn að
gera sér grein fyrir því, að
skert tekjuöflun ríkissjóðs
hlýtur m.a. að koma fram í
niðurskurði ríkisfram-
kvæmda. Frumkvæði fjár-
málaráðherra og skatta-
málanefndar ASÍ er bæði
athygli- og lofsvert. Og
enginn vafi er á því að
þessi mál eru sá brenni-
depill í dag, sem hugur
flestra beinist að.
Úrbætur í skattamálum
(Eftir að tvö uppáhalds blöð
Walters Lippmann hættu starf-
semi, „The World“ og „The
Herald Tribune", sá hann eftir
þvi að hafa ádrei skrifað dálk í
„The New York Times“. Hann
lést í New York fyrir nokkru,
85 ára gamall. Hér fara á eftir
nokkur ummæli úr greinum
sem hann skrifaði á sinum tíma
í „The Herald Tribune". Hann
orðaði þessar hugsanir betur en
nokkur okkar hinna hefði getað
gert. — James Reston).
Þetta sagði Lippmann um ótt-
ann: Hvar á þessi ókarlmann-
legi ótti, sem ríkir með okkur,
rætur sinar Þessi örvænt-
ingarfulli vanmáttur? Hvað er
það, sem hefur haft svona slæm
áhrif á taugar svo margra?
Það er efinn um það hvort
hið gagnkvæma traust, sem er
fyrsta skilyrði góðrar forystu,
ríki á meðal þjóðarinnar. Þetta
er mergurinn málsins.
Hin einstöku mál, sem við
deilum um, eru ekki mikilvæg.
Örlög þjóðarinnar eru ekki
undir þeim komin. Þau eru
komin undir getu þjóðarinnar
til þess að berjast sameinuð
fyrir þeim markmiðum, sem
hún virðir. Trú hennar á sjálfa
sig og þau takmörk, sem hún
hefur sett sér, getur því skipt
sköpum.
Um forystuna: Mikilleiki
stjórnmálamanns byggist fyrst
og fremst á þeirri sannfæringu,
að hann verði að þjóna sann-
leikanum, en ekki álitinu; að
hann verði að gera rétt, hvort
sem hann er viss um að sigra
eða ekki. Þetta er leiðin til
mikilleíkans. Á örlagastundum
sögunnar verða hugtök eins og
skyldurækni, sannleikur, rétt-
læti og miskunnsemi ákvörð-
Með orðum
W alters
Lippmanns
unarvaldar þótt þau virðist of-
notuð orð á okkar timum, þar
sem tilfinningin ræður svo
litlu. Um óttann við breytingar
(úr ritinu „Drift and Mastery",
1914): Við erum aldrei örugg.
Ekkert er til í mannlegum sam-
skiptum, sem ekki getur breytzt
við óvenjulegar kringumstæð-
ur, hvorki i samskiptum for-
eldra og barna, hjóna né starfs-
manns og vinnuveitanda.
Við erum óvön flókinni
menningu. Við vitum ekki,
hvernig við eigum að bregðast
við þegar persónulegar deilur
og eilíft vald er horfið. Engin
fordæmi geta orðið til leiðbein-
ingar; öll speki var ætluð ein-
faldari þjóðfélögum. Við höfum
breytt þjóðfélaginu hraðar en
okkur sjálfum . . .
Um svik: Mikil breyting
hefur orðið á bandarísku þjóð-
lifi. Hegðun okkar er ekki endi-
lega verri en hún var; hún er ef
til vill betri í mörgum tilvikum
. . . Breytingin er sú að við
gerum ekki eins miklar kröfur
til okkar sjálfra.
Hvers vegna er slæmt að
hverfa frá hugsjónum heiðar-
leikans í stjórnmálum, viðskipt-
um og ást? Vegna þess að það
sigrar okkur og gerir okkur
vonlaus.
Það er rangt að álíta að sjálf-
aumkandi kynslóð, sem fyrst og
fremst hugsar um eigin auð,
eigin ánægju og eigin árangur,
lifi ánægjulegu og skemmtilegu
lífi. Þvert á móti. Sjálfsaumk-
andi kynslóð er að mestu leyti
jtfeUrftork$tme$
1
eftir JAMES
RESTON
óhamingjusöm. Við erum auð-
ug, en okkur líður ekki vel.
Um skyldur embættismanna:
Þeir, sem gegna háum emb-
ættum, eru annað og meira en
stjórnendur rikisskrifstofa.
Þeir hafa meira hlutverki að
gegna en að semja lög. Þeir
eiga að standa vörð um hug-
sjónir þjóðarinnar, trú hennar,
von og þá sönnu trú, sem skap-
ar þjóð úr sundurleitum hópi
einstaklinga. Þeir eru óverð-
ugir þess trausts, sem þeim er
sýnt, þegar þeir skapa anda
ágirndar, hyskni og undanláts-
semi . . .
Vörn fyrir ræningja: Hið
snilldarlega við bandarískt
þjóðfélagskerfi, og það er að
mínu áliti einstakt í heiminum,
er að það takmarkar öll völd,
líka völd meirihlutans . . .
Um bandariskt lýðræði: Ég
er sannfærður um að það hefur
staðizt af tveim ástæðum. Hin
fyrri er, að fram til þessa hefur
Bandaríkjastjórn ekki verið
leyft að reyna of marga hluti.
Vandamálum hennar hefur
verið haldið innan þeirra
marka, sem venjulegir menn
megna að leysa. Önnur ástæða
er, að utan ríkisstjórnarinnar
og flokkanna hafa staðið óháð-
ar stofnanir og sjálfstæðir
menn: dómararnir, kirkjan,
fjölmiðlarnir, háskólarnir, sem
eru engu þýðingarminni fyrir
varðveizlu lýðræðisins; Frjálsir
menn, sem hafa stuðning af
eignum sinum: búgörðum,
verksmiðjum, verzlunum,
menn, sem njóta verndar lag-
anna og eru óháðir vilja þeirra
sem hafa verið kosnir eða skip-
aðir i opinber embætti.
Um grundvallaratriðið": Það
sem meginmáli skiptir á okkar
dögum er, hvort siðaðar þjóðir
geta haldið áfram að þróa
frjálst þjóðfélag, eða hvort þær
verða að snúa til baka til fornra
lífshátta, þar sem tilvera
mannsins, samvizka hans, þekk-
ing, listsköpun, vinna og sjálf-
stæði sem einstaklings var háð
rikinu . . .
Um hegðunarreglur: Við höf-
um engan vélrænan siðferðis-
mælikvarða til þess að viðhalda
opinberu lifi. Ekkert almennt
réttlæti er til, sem gæti við-
haldið þvi um langan tíma. Allt
er komið undir þeim hegðunar-
reglum, sem hæfa. Allt byggist
á hegðun þeirra, sem hafa
forystuna í þjóðfélaginu, hinir
munu fylgja þeim sjálfkrafa
Um vonina: Þegar við spyrj-
um okkur sjálf, hvað hægt sé að
gera, örvænti ég ekki . . . Mér
virðist ljóst, að fólk, sem hefur
engin takmörk nema þau, sem
snerta eigin smekk, óskir og
metnaðargirni, geri litlar sið-
ferðiskröfur. Það er ekki að
furða að þetta fólk sé fjölmennt
. . . það hefur lifað á timum
. . . þar sem eiginhagsmuna-
stefnan hefur verið tekin fram
yfir hagsmuni hins opinbera.
Þetta mun breytast. Þjóðin
stækkar og breytist; þeim
vandamálum fjölgar, sem ekki
er hægt að láta óleyst. Þau
munu gera opinber hagsmuna-
mál brýnni. Og þar með munu
þau sigrast á afskiptaleysinu.
(Þýð. J.Þ.Þ.).