Morgunblaðið - 30.01.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
21
Novotny
látinn
Prag, 28. janúar.
Reuter. AP.
ANTONIN Novotny, fyrrverandi
forseti Tékkóslóvaklu og aðalleið-
togi kommúnistaflokks landsins
lézt f dag, sjötugur að aldri, sam-
kvæmt tilkynningu frá miðstjórn
flokksins. Hann rfkti að heita
mátti sem einvaldur f fimmtfu ár.
Novotny var foringi kommún-
istaflokksins 1953 til 1958 og for-
seti 1957 til 1968. Hann vék fyrir
Alexander Dubcek, einum harð-
asta andstæðingi sfnum, á sögum
„vorþfðunnar" svokölluðu.
Hann var traustur stuðnings-
maður valdhafanna í Moskvu og
sætti hörðum ásökunum á mörg-
um fundum kommúnista í Tékk-
óslóvakíu á árinu 1968. Hann var
meðal annars sakaður um að hafa
staðið fyrir stalinistiskum sýni-
réttarhöldum.
Rfkastan, þátt í falli Novotnys
áttu hins vegar rithöfundar sem
gagnrýndu harðlega staukna
skerðingu á frelsi manna sem
flokkurinn bar ábyrgð á og ungir
flokksmenn sem kröfðust efna-
hagsumbóta.
Erfiðleikar í efnahagsmálum,
andúð á nýjum hugmyndum og
ólga meðal rithöfunda, stúdenta
og menntamanna voru þannig
helztu ástæðurnar sem leiddu til
falls hans.
Novotny var upphaflega harður
stalinisti en eftir að Nikita
Krúsjeff fordæmdi Stalin í
„leyniræðu" sinni 1956 fór
Novotny að dæmi hans og for-
dæmdi Klement Gottwald, fyrsta
forseta kommúnista í Tékkósló-
vakíu, sem hafði lagt til að
Novotny yrði foringi flokksins.
Hann hafði orð fyrir að vera
harður í horn að taka á stjórnar-
árum sínum og gefast ekki upp
fyrr en í fulla hnefana en þrýst-
ingur frá breyttum heimi var hon-
um ofraun.
Stjórn Alexanders Dubceks og
blöðin sem komu út í tíð hans
gerðu mikið úr mistökum sem
Novotny bar ábyrgð á á stjórnar-
árum sínum.
Goðasteinn —
menningartíma-
rit Eyfellinga
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
tfmaritið Goðasteinn, sem gefið
er út I Skógum undir Eyjafjöllum
og eru ritstjórar og útgefendur
þeir Jón R. Hjálmarsson og Þórð-
ur Tómasson.
Ritinu er ætlað að fjalla um
menningarmál og meðal efnis I
þessu hefti er grein Jóns Jónsson-
ar frá Kársstöðum um örnefni í
Landbroti, Helgi á Hrafnkelsstöð-
um ritar greinina Séð til fortíðar,
Jón R. Hjálmarsson segir frá ferð
um Fimmvörðuháls, Vigfús Gest-
son frá Ljótarstöðum fjallar um
afleiðingar Kötlugossins 1918 og
Þórður Tómasson fjallar um klyf-
bera 1 greinaflokknum Skyggnst
um bekki í byggðasafni, en því
veitir hann sem kunnugt er for-
stöðu.
Goðasteinn er um 96 bls. að
stærð, prentaður hjá Prentsmiðju
Suðurlands á Selfossi.
— Selurinn . . .
Framhald af bls. 10
hans situr í ruggustólnum og prjónar.
Hún er öldruð, nýkomin að vestan í
rannsókn. Systafósturdóttir hennar sem
kom með henni er einnig inni. Hún var
skilin eftir fyrir vestan barnung og
hefur verið þar síðan og ætlar að vera
þar:
MÓÐIR: Hvað skyldi gömul kona að
vestan sem veit að hún er
gömul þurfa að bíða lengi eftir
að læknar í Reykjavík geti
skóðað hana til að segja henni
að hún sé gömul?
HANS: Spitalarnir eru yfirfullir. Þeir
leggja þig inn um og leið og
losnar pláss. — Þú hefur nú
heldur ekki verið svo lengi
hérna mamma mín.
MÓÐIR: Vika fyrir sunnan er langur
tími fyrir þann sem er að vest-
an.
HANS: Þú hefur gott af þvi að hvílast
fyrir rannsóknina. Láttu þér
bara liða vel hérna hjá okkur.
MÓÐIR: Hvað á að rannsaka. Ég veit að
ég ér gömul.
HANS (kennir óþolinmæði): Þú dast
niður. Það þarf að rannsaka
þig. Þú hefur tvisvar dottið
niður.
MÓÐIR: Ég reis upp aftur.
HANS: Það þarf að rannsaka þig.
(Þögn).
MÓÐIR: Læknirinn okkar sagði að ég
fengi strax pláss.
HANS: Það hefur eitthvað skolast til.
MÓÐIR (brosir): Auðvitað hefur það
skolast til. Hann er alltaf
fullur. Þegar hann hlustaði
mig, villtist hann á hjartanu í
sér og mér. Það er hann sem er
hjartveikur af öllu þessu
brennivini.
SYSTA (alvarlega): Ég ætla að eignast
hundrað börn.
HANS: Ha?
SYSTA: Ég ætla að eignast hundrað
börn eins og Steinn Bollason.
HANS: Þú ert skemmtileg. Það er ekki
hægt að neita þvi. Maður heyrir
alltaf eitthvað nýtt á hverjum
degi. Með leyfi, hundrað börn?
Hvað ætlarðu að vera lengi i
barneign? Tvö hundruð ár?
(Stuttþögn).
SYSTA (líkt og hún hafi ekki heyrt):
Hún Jóna gamla á Gili fór ofan
í moldina í fyrra. I allan vetur
flögsuðust gluggatjöldin út um
brotnar rúðurnar. Svo slitnuðu
þau frá og hurfu út í bláinn.
Þetta var lítill og fallegur bær
og veðrin og vindarnir jarð-
sungu hann í vetur. — Já, ég
ætla að eignast hundrað börn.
Eg ætla að dreifa þeim eins og
fræjum um allar jarðir. Ég ætla
að sá þeim inn i bæina svo þeir
geti ekki dáið.
HANS: Átthagafjötrar. Maður á að láta
fjötra sig við stað þar sem
enginn vill vera og mögu-
leikarnir eru engir til þess eins
að streitast við að halda sveit í
byggð sem engin leið er að
halda i byggó. Menn þola ekki
þessa einangrun. Það er sama
sagan alls staðar. Menn þola
ekki að lifa utan við allt og alla.
Það gerir þá að engu.
MÓÐIR: Sá sem er eitthvað í dag
verður kannski ekkert á
morgun. Menn verða samt að
vera eitthvað meðan þeir geta!
í borginni hafði Systa hitt ungan
mann og það lá eitthvað i loftinu. Þau
rabba saman og Systa segir: „Selirnir
hafa mannsaugu." „Trúirðu því,“ spyr
Dengsi. Og hún itrekar það að þeir hafi
mannsaugu og einhverntíma muni þeir
losna við haminn og ganga upp á landið.
„Mannalandið," bætir hún við. „Það er
þjóðsaga,“ segir Dengsi, „ertu ekki bara
þjóðsaga sjálf ? Ertu til?“
Systa: „Ég er til. Ég þarf ekki annað
en klípa mig í handlegginn, þá veit ég að
ég er til. Jú, ég er til. En stundum finnst
mér ég ekki vera til. Stundum fyrir
vestan þegar ég vaki ein og lognið kemur
í fjörðinn til að hlusta og vita hvort ég er
til, þá finnst mér ég bara vera draumur
sem einhvern er að dreyma á skeri langt
úti á sjónum.“
— á.j.
Merki krossins birtir marg-
háttaðan fróðleik fyrir þá er að-
hyllast kaþólska trú hérlendis,
bæði af innlendum og erlendum
vettvangi. I heftunum fjórum má
nefna greinar um upphaf trúboðs-
ins á Islandi og framhaldsfrásögn
um Móður Teresu í Kalkútta, sem
þar hefur unnið þrekvirki með
aðstoð við hungrað og hjálpar-
vana fólk, og er hér um að ræða
endursögn á fyrsta hluta bókar
brezka blaðamannsins Malcolm
Muggeridge um Móður Teresu.
Einnig hafa I heftunum verið
birtir ýmsir fróðleiksmolar úr
skjalasafni kaþólsku kirkjunnar
hér, auk frásagna af Vatíkan-
kirkjuþinginu og fundi hinna
kaþólsku biskupa á Norðurlönd-
um.
Sérverzlun í Reykjavík óskar eftir
Verzlunarhúsnæði
í Breiðholti og Hafnarfirði, fyrir starfsemi sína.
Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega sendi
nöfn sín ásamt símanúmeri og helstu upplýs-
ingum um húsnæðið til afgr. Mbl. fyrir 7. feb.
n.k. merkt „SP — 6563".
Holl fæða ^
UFR4KÆFA
HEILDSALA — SMÁSALA
SÍLD & FISKUR
Bergstaðastræti 37 sími 24447
Merki krossins—■
tímarit kaþólsku
kirkjunnar
á Islandi
Kaþólska kirkjan á Islandi hef-
ur um skeið gefið út tfmarit sem
nefnist Merki krossins. Hafa
komið út f jögur hefti af þessu riti
á sfðasta ári, en Karmelsystur f
Hafnarfirði sjá um dreifingu þess
og St. Franciskusystur f Stykkis-
hólmi um prentun þess.
Áskriftargjald fyrir fjögur hefti
á ári er kr. 500.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLAND.S
Aðalfundur
Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands verður
haldinn að Hótel Sögu (Bláa sal) þriðjudaginn 4.
febrúar 197 5 kl. 1 2.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra flytur
ávarp.
Jakob Gíslason gerir grein fyrir nýskipan stjórn-
unarfræðslunnar.
Stjórnin.
Gæðastýring.
Námskeið ! gæðastýringu verður haldið 31. jan. — 1. febr. n.k. i
húsakynnum Bankamannaskólans, Laugavegi 103.
Á námskeiðinu verður fjallað um hugtakið gæði og merkingu þess,
markmið með gæðastýringu, gildi gæða og kostnað við gæðaeftirlit.
Ennfremur hönnunargæði, framleiðslugæði, sölu- og þjónustugæði,
gæðaeftirlit með tölfræðilegum aðferðum, úrtak og óvissu, aðgerðar-
rannsöknir og gæðastýringu.
Námskeiðið stendur yfir föstudaginn 3 1. janúar kl. 1 3:30— 1 9:00 og
laugardaginn 1. febrúar kl. 9:00 —12:00. Leiðbeinandi er Halldór
Friðgeirsson verkfræðingur.
Stjórnun I
Fjallað verður um eftirfarandi:
Hvað er stjórnun og hvert
er hlutverk hennar?
Stjórnunarsviðið og setning markmiða.
Stjórnun og skipulag fyrirtækja.
Námskeiðið gefur innsýn í stjórnunarvandamálin. Þv! er einkum ætlað
að auka möguleika þátttakenda til að líta á viðfangsefnin, sem fjallað er
um á öðrum sviðum, frá sjónarhóli stjórnandans.
Námskeiðið verður haldið þriðjud. 4. febr. og miðvikud. 5. febr. 1975
frá kl. 1 3:30 til 19:00.
Leiðbeinandi: Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur.
Símanámskeið
Fjallað verður um eftirfarandi:
Starf og skyldur símsvarans,
eiginleika góðrar símraddar,
simsvörun og simtækni,
kynningu á notkun
simabúnaðar, kallkerfis o. fl.
Á öld tækninnar má segja, að simsvarinn sé nokkurs konar andlit
fyrirtækisins. Tilgangur námskeiðsins er að fræða simsvara um þau
simtæki, sem almennt eru notuð, og þjálfa þá i að tileinka sér ýmsa
þætti mannlegra samskipta s. s. árvekni, glaðværð, látleysi og skýrleika
i tjáningu, þannig að þeir geti innt starf sitt betur af hendi.
Námskeiðið verður haldið i húsnæði Bankamannaskólans, Laugavegi
103, fimmtud. 6. febrúar kl. 14:00 til 17:00, föstud. 7. febrúar kl.
1 4:00 til 1 8:00, laugard. 8. febrúar kl. 9:15 til 1 2:00.
Leiðbeinendur: Helgi Hallsson, fulltrúi og Þorsteinn Óskarsson, sim-
virkjaverkstjóri.
Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar
82930.
AUKIN ÞEKKING
ARÐVÆNLEGRI REKSTUR
sima