Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.01.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1975 Umsjón: Jón Ormur Halldórsson Jón Magnússon Sigurður Sigurjónsson UMHORF Aðalfundur Heimdallar Á fjölmennum aöalfundi Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna i Reykjavík, sem haldinn var fyrir skömmu, voru eftirtaldir kosnir í stjórn fé- lagsins, fyrir næsta starfsár. Formaður Már Gunnarsson lögfræðingur. Varaformaður Jón G. Zoega lögfræðingur. Ritari Kristinn Björnsson nemi. Gjaldkeri Helena Alberts- dóttir bankastarfsmaður. Meðstjórnendur: Björn Hermannsson verka- maður Einar K. Jónsson nemi Guðni Jónsson skrifstofu- stjóri Haukur Hauksson kennari Kjartan G. Kjartansson nemi Linda Rós Mikaelsdóttir nemi Tryggvi Gunnarsson nemi Þorvaldur Mawby rafvirki Stjórn Heimdallar: Aftari röð frá vinstri: Þorvaldur Mawby, Guðni Jónsson, Einar K. Jónsson, Björn Hermannsson, Haukur Hauksson, Tryggvi Gunnarsson, Kjartan G. Kjartansson. Fremri röð frá vinstri: Kristinn Björnsson, Helena Albertsdóttir, Már Gunnarsson, Jón G. Zoéga, Linda Rós Mikaelsdóttir. Stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar Heimdallur S.U.S. lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Geirs Hallgrfmssonar og þær end- urreisnarráðstafanir sem rfkis- stjórnin hefur nú orðið að grípa til vegna þeirrar óstjórnar og ringulreiðar, sem þróuðust f tíð vinstri stjórnarinnar. Efnahags- og atvinnumál Við lausn þeirra vandamála í islenzku atvinnu- og efnahagslífi, sem ríkisstjórnin stendur nú frammi fyrir, er nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi grundvallarat- riði sjálfstæðisstefnunnar, frjáls- hyggju og valddreifingu. Jafn- framt því sem fundurinn lýsir yf- ir stuðningi við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún birtist i ályktun flokksráðsfundar fyrir skömmu vill aðalfundurinn benda á eftirfarandi atriði: 1. Stefna ber að þvi, að niður- greiðslur úr ríkissjóði verði lækkaðar verulega, enda ýta þær undir óhagkvæmni i rekstri og mismun á fram- leiðslugreinum, og að fram- leiðsla og þjónusta sé seld á þvi verði, sem hún raunveru- lega kostar. 2. Fundurinn bendir á, að efna- legt frelsi er samofið stjórnar- farslegu og andlegu frelsi. Efnalegt sjálfstæði borgar- anna er ein af undirstöðum lýðræðisskipulagsins. Af þeim sökum leggur fundurinn áherzlu á, að rikisstjórnin beiti sér fyrir aðgerðum til þess að efla frjálst efnahags- og at- vinnulíf í landinu. Mikilvægt er að dreifa sem mest yfirráðum fjármagnsins með því að stuðla að aukinni þátttöku almennings í stjórn- un og rekstri atvinnufyrir- tækjanna. Til að jafna lánsfjáraðstöðu ríkis- og einkafyrirtækja mætti t.d. heimila fyrirtækjum útgáfu verðtryggðra skulda- bréfa. 3. Stefnt verði að þvi að einkaað- ilar taki í sínar hendur opin- ber framleiðslufyrirtæki, þannig að meiri hagkvæmni fáist i rekstri þeirra og dregið sé úr ríkisútgjöldum. 4. Fundurinn leggur áherzlu á, að markvissari vinnubrögðum verði beitt við frjálsa kjara- samninga launþega og vinnu- veitenda. Á undanförnum ár- um hafa kauphækkanir í krónutölu farið langt fram úr hækkun kaupmáttar. Megin- hluti kauphækkana hefur þvi brunnið upp í verðlagshækk- unum. Leggja verður fast að stjórnvöldum og aðilum vinnu- markaðarins að taka upp ný vinnubrögð við kjarasamn- inga, er komi í veg fyrir óraun- hæfar kauphækkanir að krónutölu, en tryggi þess í stað raunverulega kaupmáttar- aukningu, svo sém frekast er kostur hverju sinni. Landhelgin Fundurinn leggur áherzlu á, að fiskveiðilandhelgin verði færð út í 200 sjómílur á þessu ári. Rétt er aó ákvörðun um slika útfærslu eigi sér stað áður en samningar þeir, sem gerðir hafa verið við nokkrar þjóðir um veiðiheimildir innan 50 sjómilna markanna, renna út. íslendingar eiga að nýta auð- lindir sínar einir og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir rányrkju á fiskstofnunum hér við land. Fundurinn fordæmir harðlega löndunarbann það, sem vestur- þýzka rikisstjórnin hefur lagt á íslenzk skip I vestur-þýzkum höfn- um og telur, að aðgerðir af þessu tagi spilli góðri samvinnu þessara þjóða og útilokað sé að semja um lausn fiskveiðideilunnar meðan það ástand varir. En jafnframt áréttar fundurinn fyrri yfirlýs- ingar félagsins um, að eðlilegt sé og skynsamlegt a leysa ágreining við Vestur-Þjóðverja um þetta efni með skammtíma samningi eins og þjóðin sameinaðist um að gera við Breta fyrir ári, þegar Þjóðverjar gefast upp og láta af óbilgirni sinni. Húsnæðismál Aðalfundur Heimdallar S.U.S. leggur áherzlu á þá stefnu i hús- næðismálum, að flestir búi i eigin húsnæði. Nauðsynlegt er að auð- velda ungu fólki að eignast íbúð og skorar fundurinn á rikisstjórn- ina að stórefla íbúðarlánakerfið, svo unnt verði að hækka lán til íbúðabygginga og lengja lánstím- ann, hækka þarf lán vegna kaupa á eldra húsnæði, lækka tolla á byggingarefni og kanna leiðir til að lækka byggingarkostnað. Skólamál Menntakerfið og kennsiuhættir þarfnast stöðugrar endurskoðun- ar í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem breytingar eru örar. Fram- haldsmenntun þarf nú þegar að endurskipuleggja. Athuga verður möguleika á að láta samræmt skólastig taka við að loknum grunnskóla, þar sem miðað yrði við að veita almenna menntun, en þó breytilega eftir áhuga og getu hvers nemanda. Aðalfundur Heimdallar S.U.S. telur þá lengingu skólaársins sem grunnskólalögin kváðu á um, var- hugaverða og til þess fallna að rífa ungt fólk úr tengslum við atvinnulifið og í mörgum tilfell- um úr tengslum við foreldrana. Aðalfundurinn telur mögulegt að nýta betur skólaárið frá því sem það nú er, með bættu skipulagi og kennsluháttum. Stefna verður að auknum sveigjanleik í skólakerfinu með tilliti til námshæfni nemenda og hafa verður i huga, að almenn menntun felst ekki í tilteknum þekkingaratriðum, sem enginn önnur geta komið í staðinn fyrir, heldur þjálfun hugans við skap- andi starf og gagnrýna hugsun og kunnáttu í að afla sér þekkingar. Auðvelda þarf leiðréttingar á námsvali, og gera þarf ráð fyrir að hægt sé að afla sér menntunar eftir hlé á skólagöngu. Endursetu i bekkjum ber að leggja niður, en í þess stað verði reynt að finna hverjum nemanda verkefni við sitt hæfi.. Próf og einkunnir verða að þjóna markmiðum kennslunnar, þau mega aldrei verða sjálfstætt markmið, heldur hvatning og leið- beining fyrir kennara og nemend- ur. Eitt brýnasta verkefni i skóla- málum nú er að efla verk-, iðn- og tækninám til mikilla muna. Fjár- veitingar til verk-, iðn- og tækni- náms hafa verið skornar við nögl á undanförnum árum. Gera verð- ur þá kröfu til ríkisvaldsins og það hlúi sérstaklega að þessum námsbrautum á næstunni og efli tengsl skóla og atvinnulifs. Auka þarf hlutdeild nemenda i stjórn skóla sinna til að efla ábyrgðartilfinningu og lýðræðis- þroska þeirra. Byggðamál Fundurinn telur brýnt að mörk- uð verði ákveðin og skýr heildar- stefna í byggðamálum og átelur sofandahátt svonefndrar byggða- nefndar, sem haft hefur það verk- efni með höndum. Samhliða upp- byggingu á einstökum sviðum er nauðsynlegt að efla byggðasam- tökin og auka sjálfstæði þeirra. Stjórnir byggðasamtaka á að kjósa í beinum kosningum, allt annað er í ósamræmi við lýðræðis- legar hefðir í landinu. Utanríkismál Fundurinn fagnar því, að fallið hefur verið frá ótímabærum áformum um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og ekki er lengur óvissa um framtíð landvarna á Islandi. Hann hvetur til þess, að ekkert skref verði stig- ið í átt til varnarleysis nema það sé liður í gagnkvæmum aðgerðum austurs og vesturs. Umræður um öryggismál landsins mega ekki falla niður, því að andvaraleysi í þeim efnum er hættulegt sjálf- stæði íslands. Fundurinn styður afstöðu ís- lenzku sendinefndarinnar á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna til PLO, skæruliðasamtaka Palest- ínumanna, og til þeirrar vafa- sömu ákvörðunar mcirihluta alls- herjarþingsins að svipta ísraels- menn í reynd málfrelsi á þinginu. Fundurinn telur, að allar þjóðir eigi aðildarrétt að Sameinuðu þjóðunum án tillits til innan- landsstjórnmála, en fordæmir um leið einræðisríki, þar sem lýðræði og einföldustu mannréttindi eru fótum troðin, og gildir þá einu, hvort um er að ræða sósíaliska fjötra eins og í Sovétrikjunum eða fasistiskt ofbeldi eins og í Chile. Sameinuðu þjóðirnar eiga að vera sáttaaflið í alþjóðamálum, en margt bendir nú til þess, að alls- herjarþingið sé að verða vettvang- ur áróðurs og ofstæki. Endurskoöun stjórnarskrárinnar Heimdallur telur nauðsynlegt að endurskoðun stjórnarskrárinn- ar verði hraðað, en þess gætt um leið að vanda þá endurskoðun I hvívetna. Heimdallur leggur sérstaka áherzlu á eftirfarandij að komið verði á réttlátara kosningakerfi og tekið verði upp blandað kerfi persónu- bundinna kosninga í einmenn- ingskjördæmum og hlutfalls- kosninga i stórum kjördæm- um. Helmingur þingmanna verði kosinn I einmennings- kjördæmum en helmingur í fá- um stórum kjördæmum. Tryggja þarf jafnan kosninga- rétt allra kjósenda án tillits til búsetu. að heimildir stjórnarskrár- innar um þjóðaratkvæða- greiðslur verði verulega rýmk- aðar. að réttur einstaklinganna gagnvart ríkisvaldinu verði tryggður eins vel og kostur er. að skipting Alþingis i deildir verði afnumin. Ný framfarasókn Að lokum leggur fundurinn áherzlu á, að ný framfarasókn þjóðarinnar verði reist á grundvallarhugmyndum um frjálshyggju og jafnrétti allra til þess að njóta og þroska hæfileika sína. Frjálshyggja, efnalegt sjálfstæði og jafnrétti eru forsendur lýðræðislegra stjórnarhátta. Starfsáætlun Heimdallar fyrir mánuðina janúar, febrúar og mars. 23. jan. Skemmtikvöld í Miðbæ við Háaleitisbraut. 24. jan. Fulltrúaráðsfundur-, gestur fundarins Ellert B. Schram alþm. 6. febr. Skemmtikvöld í Miðbæ við Háaleitisbraut. 8. febr. Klúbbfundur: Geir Hallgrímsson forsætisráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. 10.—14. febr. Námskeið í ræðu- mennsku og fundarstjórn. Um- sjón Guðni Jónsson skrifstofu- stjóri. 15.—16. febr. Ráðstefna: At- vinnuþróun og uppbygging at- vinnuveganna. 17. —21. febr. Stjórnmála- fræðsla. Umsjón Guðni Jónsson skrifstofustjóri. 23. febr. Gönguferð. 6. mars. Skemmtikvöld. 8. mars. Klúbbfundur: Stóriðja Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráðherra. 13. mars. Árshátfð. 18. mars. Almennur félags- fundur. 20. mars. Skemmtikvöld. 22. mars. Klúbbfundur: Er kreppa framundan? Jónas Har- alz bankastjóri. 23. mars. Gönguferð. 29. mars. Ráðstefna: Baráttu- mál ungs fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.