Morgunblaðið - 30.01.1975, Page 27

Morgunblaðið - 30.01.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 Halldór Þorvaldsson fyrrum bóndi minning F. 25. sept. 1895 D. 24. jan. 1975. svæði; fjárhagsleg skilyrði og fjárhagsleg takmörk, sem rafvæð- ingu eru' sett i strjálbýlu landi o.fl., stefnumarkandi ritgerð sem síðar var rædd i Verkfræðinga- félagi Islands. Samantalin eru skrif Steingríms um orkumál landsins mjög umfangsmikil, en það skal ekki rakið hér. Steingrimur Jónsson er kvaddur með söknuði af öllum þeim, sem samleið hafa átt með honum og samskipti við hann haft. Hann var öðlingsmenni. drengur góður, sem öllum vildi vel, og varð hvers manns hugljúfi, sem honum kynntust. Og sá hópur er ekki smár, því að auk þess að stjórna um langa ævi stórfyrir- tækjum, svo sem Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjuninni, tók Steingrimur mikinn þátt í félagslifi, bæði tæknilegu og verkfræðiiegu og varðandi hin margvíslegustu önnur áhugamál, sem voru ófá. Ég leyfði mér einu sinni að komast þannig að orði, að Steingrimur léti sér ekkert mann- legt óviðkomandi vera. Og alls staðar var hann kvaddur til trúnaðarstarfa. Söknuður kemur i huga okkar margra, þegar við hugsum til hinna mörgu ánægjustunda, sem við áttum á heimili þeirra Stein- gríms og frú Láru; þetta voru alltaf hátíðastundir, veisla og gleðskapur. En lífið gengur sinn gang, og öll verðum við að búa okkur undir að verða einhvern tímann að kveðja líka. Við hjónin vottum börnum, tengdabörnum og barnabörnum þeirra Steingríms og Láru innilega samúð okkar. Jakob Gíslason. Kveðja frá Oddfellowreglunni Steingrimur Jónsson, fyrrver- andi rafmagnsstjóri, varð félagi í Oddfellowreglunni á miðju ári 1921, og hefur frá því starfað þar í tæp 54 ár og þar af hefur hann átt sæti í yfirstjórn reglunnar i 18 ár, frá 1943 til 1961 er hann baðst undan endurkosningu. Allan þann tíma tók hann virkan þátt i starfi reglunnar af þeirri alúð, sem honum var eigin- leg í öllum sinum störfum og átti megin þátt i þeirri uppbyggingu sem þá fór fram. Steingrímur var mikilhæfur maður, stórbrotin persóna og starfsamur með afbrigðum og féll honum aldrei verk úr hendi, enda ávann hann sér traust og virðingu allra sem hann átti samleið með. Oddfellowreglan þakkar honum allt sem hann þar vann á löngum starfsdegi og óskar honum góðrar ferðar með þeirri von að nú bíði hans tækifæri til meira að starfa guðs um geim. Blessuð sé minning hans. Júl. Björnsson. Við andlát Steingrims þarf einn hinna mörgu útlendinga, sem hann í starfi sinu átti samleið með að láta frá sér heyra. Steingrimur var brautryðjandi í þróun rafvæðingar á íslandi, en hafði einnig opinn hug fyrir annarri tækniþróun í landinu. Á því er enginn vafi, að Steingrímur vakti traust meðal erlendra tækni- og fjármálamanna, þegar kynntar voru framkvæmdir, sem ráðast skyldi í. Hann hafði frá- bæra hæfileika og vilja til frjórrar samvinnu, bæði innan og utan sinnar eigin stofnunar. Hann var mjög réttsýnn maður, sem var til dæmis fær um að taka tillit til skilnings allra aðila á þvi hvað í samningum fælist. Hann vissi að „gögn“ um verkfram- kvæmdir byggðu á tilteknum for- sendum sem náttúran — og alveg sérstaklega íslenzk náttúra stund- um hafði að engu. Steingrímur hafði áhuga á mörgum sviðum og hafði ánægju af að skrifa um áhugamál sin. Með því hefir hann vafalaust unnið íslenzkum verkfræðingum mikið gagn. Hann var áhugasamur, gestris- inn og aðlaðandi maður — heiðursmaður i einu og öllu og dásamiega mannlegur. Dýrmætur vinur var hann mér i 38 ár og prýði fyrir þjóð sina. Minning hans mun lengi verða uppi, bæði meðal landa hans og vor útlend- inga. Kay Langvad Halldór Þorvaldsson var fædd- ur að Hólum i Dýrafirði, 25. sept. 1895. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Halldórsdóttir og Þorvald- ur Þorvaldsson, en þegar Halldór var um það bil ársgamall fluttust foreidrar hans til Önundarfjarðar og hófu búskap að Vífilsmýrum þar í sveit og bjuggu þar í nokkur ár, en fluttust siðan að Efstabóli í sömu sveit og bjuggu þar til árs- ins 1920, en þá byrjar Halldór búskap á Kroppsstöðum og flutt- ust þá foreldrar hans til hans. Halldór ólst upp við algeng störf til sjávar og sveita, eins og þá var algengt. — Á þeim tíma var ekki auðvelt að afla sér menntunar þar sem peningar voru oft af skornum skammti, þótt ekki vantaði viljann. Halldór komst þó í Búnaðarskólann að Hólum í Hjaltadal og stundaði þar nám i einn vetur. 7. júní árið 1931 gekk Halldór að eiga föðursystur mína, Agústu Pálsdóttur, er fædd var 22. ágúst 1903, og bjuggu þau i góðu nábýli við foreldra mína, þar til, Ágústa lést 8. apríl 1946. Börn þeirra hjóna eru: Páll Skúli, búsettur i Reykjavík, Kristín Lilja, búsett á Fáskrúðs- firði, og Aðalheiður, búsett í Reykjavik. Eftir lát Ágústu konu sinnar, festi Halldór ekki yndi i Önundar- firði og fluttist búferlum haustið 1947 til Reykjavíkur. Halldór var tvíkvæntur, og er eftirlifandi kona hans Ingibjörg systir fyrri konu hans og bjó hún Halldóri og börnum hans gott heimili. Þau áttu siðast heimili að Stigahlíð 18 hér i borg eða frá árinu 1959. Ég, sem rita þessar linur, var svo lánsamur að búa á heimili þeirra hjóna og njóta þeirrar sér- stöku góðvildar, sem þar ríkti. Halldór var maður, eins og sagt er, með hjartað á réttum stað, aldrei mátti hann neitt aumt sjá, þá var hann boðinn og búinn til að gera allt, sem hann var fær um, til hjálpar. Halldór var hagmæltur vel og naut sín vel meðal vina og ótaldar eru vísurnar, sem hann orti til vina og kunningja. Þungur harm- ur er kveðinn að eftirlifandi eiginkonu hans, sem nú liggur á sjúkrahúsi og má nú sjá á bak ástríkum eiginmanni sinum. Megi Guð styrkja hana og styðja. Börnum hans og fjölskyldum þeirra, votta ég og fjölskylda mín innilega samúð. Halldóri þakka ég hjartanlega það sem hann hefur verið mér og mínum. Guð blessi hann. Höskuldur Stefánsson og fjöl- skylda. 1 dag fer fram útför Halldórs Þorvaldssonar, Stigahlíð 18, Reykjavík, áður bónda á Kropps- stöðum i Önundarfirði. Halldór fæddist að Hólum i Dýrafirði 25. september 1895. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaidsson og Kristin Halldórsdóttir. Þegar + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför móður okkar SIGRÍÐAR PÁLSDÓTTUR, frá Hofi. Sérstakar þakkir færum við lækni og hjúkrunarkonu og öðru starfs- fólki Hjúkrunarheimilinu Höfn fyrir góða umönnun, Guð blessi ykkur öll, Hallbera Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir og vandamenn Halldór var ársgamall fluttu for- eldrar hans til Önundarfjarðar og hófu búskap að Vífilsmýrum og síðar á Efstabóli. Þorvaldur og Kristín eignuðust 8 börn og var Halldór næstelstur. Eina dóttur misstu þau hjón barnunga, en hin komust öll upp og eru nú fimm þeirra á lífi. I æsku naut Halldór venju- legrar barnafræðslu i heima- byggð sinni og þar sem hugur hans hneigðist til búskapar réðst hann til náms í Búnaðarskólann á Hólum I Hjaltadal og var þar einn vetur. Þessa vetrar minntist hann oft og talaði gjarnan um „strákana", skólabræður sína. 25 ára gamall hóf Halldór bú- skap á Kroppsstöðum i önundar- firði. Foreldra sína tók hann á heimilið og nutu þau forsjár hans meðan hann bjó þar. Árið 1931 kvæntist hann Agústu Pálsdóttur frá Kirkjubóli i Korpudal. Sambúð þeirra var einstaklega ástrík og góð. Attu þau saman þrjú börn. Eru það Páll Skúli, búsettur i Reykjavik, Kristín Lilja, búsett á Fáskrúðs- firði, og Aðalheiður, búsett í Reykjavík. Árið 1946 varð Halldór fyrir þeirri þungu raun að missa sina ágætu konu. Við það urðu þátta- skil í lífi hans. Hann undi ekki lengur í heima- byggð sinni og fluttist til Reykja- víkur árið 1947. Þetta voru erfið ár, en margir urðu til að hjálpa Halldóri og börnunum. Sérstaklega ber að geta Guðrúnar, systur Halldórs, sem fluttist til hans á heimilið og var til ómetanlegrar hjálpar þar til Halldór kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Pálsdótt- ur, systur Ágústu. Ingibjörg liggur nú sjúk á Landspitalanum og er sárt fyrir hana að geta ekki verið hjá Halldóri á kveðjustund. Halldór og Ingibjörg áttu yndis- legt heimiii hér í Reykjavík og reyndist Ingibjörg börnum Hall- dórs og systur sinnar mjög vel. Ekki varð þeim barna auðið en tóku á heimilið dóttur Aðalheiðar, Ingibjörgu Jónu, og ólst hún upp hjá þeim. Heimili Ingibjargar og Óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð í Reykjavík. Upplýsingar i sima 16136 eftir kl. 6. Seljum í dag 1974 Cout II V8 sjálfskiptur með vökvastýri. 1974 Buick Apollo 1 974 Chevrolet Nova 1 974 Scout II 6 cyl beinskiptur. 1974 Ford Bronco sport V8 sjálfskiptur 1 974 Mazda 818 coupe 1974 Fiat 127 1 973 Buick Century. 1 973 Chevrolet Malibu 1 973 Chevrolet Nova sjálfskiptur 1973 Mercury Comet sjálfskiptur 1 972 Opel Record II 1972 Mercedes Benz 250 1971 Opel Caravan ' 1 971 Volvo 1 64 1971 Chrysler 1 60 1971 Vauxhall viva. Halldórs hér í Reykjavík var sér- stakt. Þangað var gott að koma. Gestrisni þeirra hjóna var mikil og það fann ég glöggt er kynni min hófust þar. Halldór vann almenna verka- mannavinnu hér i Reykjavík, en lengst af starfaði hann i Ofna- smiðjunni h/f, eða allt til þess er hann veiktist af þeim sjúkdómi, sem nú hefur lagt hann að velli. Halldór var að eðlisfari glaðvær og skemmtinn og var ekki síður að skapi ungra en gamalla. Hall- dór var góður hagyrðingur og hélt oft uppi skemmtan með glettnum og hnyttnum vísum og munu félagarnir úr Ofnasmiðjunni oft hafa notið samverunnar með Halldóri. Það duldist engum sem þekkti Halldór, að hann var vel greindur. Hann hafði yndi af bók- um og las mikið og vandaði val þeirra bóka sem hann las. I æsku hans voru ungmenna- félögin í blóma og samvinnustefn- an að ryðja sér til rúms. Alla ævi sína trúði hann einlægt á mátt samvinnunnar og hugsjónir ung- mennahreyfingarinnar og breytti eftir þvi. Ef lýsa ætti Halldóri með fáum orðum kemur mér fyrst i hug: „Hann var góður drengur," og góðir drengir eignast góða vini. Þvi var Halldór vinamargur og hvar sem hann kom var hann kærkominn gestur, ræðinn og skemmtinn. Hann var einn þeirra manna, sem halda á loft því sem gott er og göfugt. Nutu margir hjálpsemi hans og góðvildar. Allir sem umgengust hann fundu hve grandvar og heiðarlegur hann var og öllum þótti vænt um hann, sem bróður eða náinn vin. Þvi sem __________________________27_ honum var trúað fyrir mátti treysta til fulls. Ósjaldan dvöldust ungmenni á heimili hans. Þau höfðu gott af þeirri dvöl því áhrif frá mönnum sem Halldóri hljóta að þroska og bæta. Kæri tengdafaðir. Þú varst mér sem besti faðir og hjartahlýja þín var svo mikil að hún umvafði mig og fjölskyldu mína, þó við byggjum viðs fjarri og samveru- stundir okkar urðu færri en ég sjálfur hefði viljað. Auðlegð hjarta þíns og hugar var mikil. Þeirrar auðlegðar nutu margir og allt sem þú veittir mér og minni fjölskyldu af auðlegt þinni — sem við metum öðru meir — fylgir minningunni um þig um ókomin ár. Hafðu þökk fyrir þá hlutdeild sem þú veittir mér og mínum i lifi þínu. Guð blessi minningu þína. Þórólfur Friðgeirsson Fáskrúðsfirði. Það er svo margt, sem kemur upp í hugann þegar ég i dag kveð afa. Þakklætið er rikjandi, þakk- læti fyrir þá umhyggju og ástúð, sem hann sýndi mér alla tíð. Frá fjögurra ára aldri ólst ég upp á heimili þeirra ömmu að Stigahlíð 18, og nú sem 17 ára unglingur finn ég hvernig ég hef mótast á þessum árum og hvernig afi miðlaði mér af sinni reynslu og visdómi, sem ég veit að mun end- ast mér alla ævi. Góða og heilbrigða lífsviðhorf- ið, sem var svo einkennandi fyrir hann, er mér ómetanlegt vega- nesti. Minningarnar vakna hver af annarri. Afi sem hrókur alls fagn- aðar i hópi ættingja og vina heima i Stigahlið. Stundirnar sem við sátum saman, og hann sagði mér frá lifi sinu í Önundarfirði þegar hann var ungur maður, og ung- mennafélagsstarfið átti hug hans allan. Þegar hann ræddi við mig um bækur, eða las fyrir mig ljóð, oft eigin ljóð, því hagmæltur var hann vel. Hann fræddi mig um landið okkar, kenndi mér að meta það og elska. Fallegur söngur, þá ekki sízt ættjarðarljóðin, vöktu gleði hans og ánægju. Allt þetta, sem ég á svo erfitt með að koma orðum að, en er samt svo ríkt i huga mínum, þakka ég afa minum. Inga Jóna. Tilboð óskast i smíði á eftirfarandi v/Vistheimilis að Vifilsstöðum: Svefnbekkir — náttborð -— skrifborð — bókahillur — hillueiningar — borðstofuborð — vinnuborð o.fl. Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora, gegn skilatryggingu kr. 3.000.-. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Valhúsgögn janúar-tilboð sófasett á kr. 120 þús., á kr. 135 þús. á kr. 155 þús. Allt falleg og vönduð húsgöc Gefið yður tír og næði að bera saman verð og gæ Valhúsgögn Ármúla 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.