Morgunblaðið - 30.01.1975, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1975
Norsk æfintýri PresturÍlUl
P. Chr. Asbjörnsen t # .
og Moe: og hringjannn
Jens Benedikts-
son íslenzkaði
„Búa hana, nei, veiztu nú hvaó húsbóndi góður,“
sagöi vinnumaöurinn.
„Ekkert slúður,“ sagöi herramaðurinn reiður.
„það verður að búa hana vel, láta hana bæði fá krans
og brúðarkórónu.“
Vinnumaðurinn gekk nú í öngum sínum niður í
eldhúsið og sagði við stúlkur þær, sem þar voru:
„Heyrió mig nú stelpur nú verðió þið aó fara upp á
loft og koma brúðarskarti á merargreyió, það lítur út
fyrir a húsbóndinn blessaður ætli að láta boðsfólkið
fá eitthvað til að brosa að.“
Stúlkurnar hengdu nú á hryssuna allt sem þær
höfðu til og svo fór piltur til húsbóndans og sagði aö
nú væri hún kominn með krans og kórónu.
„Gott er það, komið meó hana,“ sagði herramaður-
inn, ég skal sjálfur taka á móti henni í dyrunum."
Leynilögreglumaður er hér að störfum. Hann hefur komist á
slóð hins grunaða. Sér strax að hann hefur gengið við staf. Nú
er það þitt að benda á manninn sem teiknarinn setti hér fyrir
neðan, en þeir eru allir grunaðir; en hver er það?
Það brast og brakaði í stigunum, eins og allt væri
að hrynja, því hún var ekki neitt tiltakanlega
léttstíg, — brúðurin þessi. En þegar dyrnar inn í
stóru stofuna opnuðust og allir fínu gestirnir sáu
brúðina, var ekki alveg laust við að sumum stykki
bros. Og hvort það hefir verið af ánægju með
brúðina eða einhverju öðru, þá var víst um það, að
herramaðurinn fór ekki að reyna að biðja sér stúlku
eftir þetta.
Kolagerðarmaðurinn
EINU SINNI VAR kolagerðarmaður, sem átti einn
son, og hann var lika kolagerðarmaður. Þegar faðir-
inn var látinn, kvæntist sonurinn, en hann var nú
ekki beint viljugur að vinna, gætti illa gryf junnar,
er hann brenndi kol, svo allt varð ónýtt, og að lokum
vildi enginn maður nýta vinnu hans framar. Þá fór
hann að brenna kol fyrir sjálfan sig, og einu sinni er
hann hafði tekið rögg á sig og gert nokkuð af kolum
fyrir sjálfan sig, fór hann nokkrum sinnum með
kerruna sina til bæjarins og seldi kolin, og þegar
siðasta kerruhlassið var selt, ranglaði hann um
göturnar og litaðist um. Á heimleiðinni komst hann
í hóp nágranna og annars fólks og sagði því dæma-
lausar sögur um allt það, sem hann hefði séð í
borginni. Það skrítnasta sem þar var, sagði hann,
var hvað þar voru margir prestar, og allir, sem
mættu þeim, tækju ofan fyrir þeim. „Ég vildi óska
að ég væri líka prestur, þá myndi mér verða heilsað
líka, en nú læst fólk ekki sjá mig,“ sagði hann.
„Já, þó þú sért ekki annað, þá ertu nógu svartur
til þess að vera prestur," sögðu nágrannarnir, „og
úr því við erum á ferðinni hvort sem er, þá getum
við farið á uppboðið eftir gamla prestinn og fengið
okkur í staupinu um leið, en þú getur keypt hemp-
una og kragann,“ sögðu þeir. Þetta gerðu þeir svo,
og þegar kolagerðarmaðurinn kom heim, átti hann
ekki skilding eftir.
„Jæja, eitthvað hefirðu líklega haft upp úr þessari
ferð,“ sagði kona kolagerðarmannsins, þegar hann
kom heim. „Sjálfsagt bæði peninga og frama?“
DRÁTTHAGI BLYANTUREMN
r
Er það rétt, Öskar, að það sé
peninganna vegna sem þú
ætlar að eiga mig?
Ég held þú sért ekki alveg
vonlaus auðnulcysingi, þú
stendur fyrir þinu sem slíkur
og rúmlega það.
Þetta er mjög gagnlegt, með
því getið þér vökvað garðinn,
fengið yður sturtubað, hár-
lakksúðun og bilþvott.