Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 35

Morgunblaðið - 30.01.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975 35 | iÞBdntfRÉniR M0WM8SIIIS Almenniiigíýtt til hliðar? 36 lið munu keppa um Islandsmeistaratitla FJÖLDI þeirra sem stunda skfða- fþróttina sér til ánægju og heilsu- bótar hefur farið mjög vaxandi að undanförnu, og þarf ekki annað en að fara á skfðasvæði þau sem Reykjavíkurborg og Reykjavfkur- félögin hafa yfir að ráða tii þess að sannfærast um það. Má ætla, að skfðafþróttin sé nú komin til jafns við sundið sem almennings- fþrótt fbúa höfuðborgarsvæðisins, og vfða úti á landi eru skfðafþrótt- ir aðalalmenningsíþrótt yfir vetr- armánuðina. Að undanförnu hafa allmargir komið að máli við íþróttafréttir Morgunblaðsins og kvartað yfir aðstöðuleysi til skíðaiðkana í ná- grenni höfuðborgarinnar. Ekki yfir því, að skfðalöndin séu ekki út af fyrir sig nægiieg, heldur yfir hinu, að þeir telja að almenningi, sem er á skíðum sér til ánægju, sé algjörlega þokað til hliðar fyrir þeim sem stunda íþrótt þessa með keppni fyrir augum. Þeir virðist hafa algjöran forgang í skíðalyft- urnar, og fái auk þess yfirráð yfir bezta skíðalandinu. Ekki sé nóg með það. Séu gerðar athugasemd- ir við þetta, þá mæti fólki ekkert annað en ókurteisi og frekja. Einn þeirra sem kvartaði við Morgunblaðið nefndi sem dæmi, að fimmtudag í fyrri viku hefði hann farið á skíði i Hveradali og sagðist hann ekki hafa vitað betur en það væri opið almenningi til skíðaiðkana. Til að byrja með hefði allt farið þar fram með friði og spekt. Fólk hefði farið í skipu- legar biðraðir við lyftuna og siðan rennt sér niður. Skíðasvæðið hefði raunar verið takmarkað, en eigi að síður hefði þar hver og einn getað fundið þar svæði við sitt hæfi. Eftir að hafa verið þarna nokkra stund, sagði hann að unglingahópur hefði komið á staðinn, greinilega með það mark- mið í huga að æfa sig. Eftir það hefði enginn friður verið fyrir aðra. Brautir hefðu verið settar upp á bezta skíðasvæðinu, og fólk- ið hrakið þaðan. Ekki hefði verið um biðraðir að ræða við lyftuna eftir þetta. Unglingarnir hefðu jafnan troðist framfyrir þá sem biðu, og væri gerð athugasemd, var einungis svarað með glósum og skætingi. Gat viómælandi blaðsins þess sérstaklega að i hópi unglinganna hefði verið þjálfari þeirra, og hefði hann enga at- hugasemd gert við framkomu unglinganna. Annar sem kom að máli við blaðið sagði sínar farir ekki slétt- ar af heimsókn á skíðasvæði KR- inga við Skálafell. Hann kvaðst hafa farið þangað sunnudag þann sem nýja lyftan var opnuð, enda auglýst fyrirfram að í tilefni dags- ins væri ókeypis í skíðalyfturnar, og sér hefði virst allt gert sem unnt var til þess að hvetja fólk til að heimsækja svæóið. Sagðist hann hafa notfært sér nýju lyft- una og haft hina beztu skemmtun af því að renna sér í góðum brekk- um. En þetta gaman tók brátt enda. Án þess að fólki sem þarna var, væri nokkuð tilkynnt um það, var farið að leggja braut í brekk- urnar vió nýju lyftuna. Varð um- ræddur skíðaáhugamaður ekki var við það fyrr en hann var að renna sér niður og var stöðvaður af starfsmönnum við brautarlagn- inguna. Vönduðu þeir honum ekki kveðjurnar fyrir að vera að „þvælast" i braut hinna útvöldu. Kom að engu gagni þótt þeim væri bent á það á móti, að ekki hefði verið úr vegi, að tilkynna fyrirfram um brautarlagningu þessa, eða hreinlega að loka lyft- unni, eftir að lagning hófst. Nú er það út af fyrir sig mjög skiljanlegt að félög þau sem hafa skíðaíþróttina á stefnuskrá sinni og ráða þjálfara fyrir skíðafólk sitt, leggi mikla áherzlu á að búa sem bezt aó keppnisfólkinu. Sam- keppnin er hörð i baráttunni um sigra og verðlaun í skfðamótum ekki síður en i annarri íþrótta- keppni. Og vist er, að aðstaða þeirra Reykvikinga, sem stunda skíðaíþróttina með keppni fyrir augum, hefur alls ekki verið til jafns við þaó sem gerist víða ann- ars staðar og má nefna ísafjörð, Akureyri og Sigluf jörð sem dæmi. Hinu má þó alls ekki gleyma né missa sjónar af, að keppnisfólk þetta á enga samleið með þeim sem eru á skiðum sér til gamans og heilsubótar, og það verður að taka fullt tillit til þeirra og sjá þvi fyrir eins góðri aðstöðu og mögu- legt er. Það er mjög skiljanlegt að menn séu ekki ánægðir með að vera reknir burt af skíóasvæði eða útilokaðir frá sæmilegustu að- stöðunni, þegar umrætt svæói á að vera öllum opið. Það er eins og einn þeirra, er kvartað hafa til blaðsins, komst að orói, eyðilegg- ing á þeirri ánægju og hressingu sem skíðaferðirnar veita, að þurfa að standa í rifrildi og þrasi við lyfturnar eða vera reknir burtu, jafnvel með hinum versta munn- söfnuói. A því hefur borið (m.a. á siðum Mbl.) að menn hafi verið að fetta fingur út á það, að Asgeir Sigur- vinsson hlaut sæmdarheitió iþróttamaður ársins 1974 í ný- kunngjöróu kjöri íþróttafrétta- manna. Ástæðan fyrir þessum fingrafettum virðist vera sú ein, að Ásgeir er nú um tíma atvinnu- maður í íþrótt sinni, knattspyrn- unni, og eigi því ekki að vera hlutgengur i þessu kjöri. Hann, með öðrum orðum, þiggur laun fyrir að sýna kunnáttu sína og leikni með erlendu liði, í staó þess að gera það fyrir ekkert annað en eigin ánægju hér heima á Islandi — siðasta bænum i dalnum, þar sem búa einu eftirlifandi áhuga- mennirnir í Iþróttum. En jafnvel frá þessum „einbú- um“ á norðurhjara veraldar koma öðru hverju fram á sjónarsviðið afburða iþróttamenn, íþrótta- menn sem geta með sóma staðið jafnfætis öðrum íþróttamönnum annarra og stærri þjóða. Þó svo að þessir iþróttamenn hafi til að bera slíka hæfileika, að erlend stórfélög vilja gjarnan borga stór- ar fjárhæðir til þess að fá þá í sinar raðir, þá breytir það engu til um þaó, að þeir eru iþróttamenn. Eða vill einhver i alvöru halda öðru fram? Einn leikur eystra MJÖG erfiðlega hefur gengið að koma á leikjum í Austurlandsriðl- inum i 3. deildar keppni Islands- mótsins í handknattleik, sökum ófærðar og samgönguerfiðleika. Keppninni í riðlinum á að vera lokið fyri^ 1. marz n.k., en hingað til hefur aðeins einn leikur af 12 farið fram. Þá sigraði Huginn frá Seyðisfirði Austra á Eskifirði með 21 marki gegn 19. ISLANDSMÖTIÐ f knattspyrnu innanhúss fer fram dagana 1. og 2. febrúar n.k. f Laugardalshöll- inni. Hefst keppnin laugardaginn 1. febrúar kl. 13.00, en verður fram haldið kl. 10.00 á sunnu- dagsmorgun, og er áætlað að mót- inu ljúki um kl. 22.00 þá um kvöldið. Islandsmótið hefur undanfarin ár verið haldið um páskana, en Auðvitað má hver hafa sina skoðun á hvaða máli sem er. En ekki get ég sætt mig við slík fornaldarsjónarmið, að okkar eini atvinnumaður í íþróttum (skyldu þeir ekki finnast fleiri ef grannt yrði skoðað), eigi ekki að hafa sömu möguleika og aðrir til viður- kenningar sem þeirrar er hér um ræðir. Við lifum í nútíð, ekki satt, og því skulum við líka hugsa i nútið. Iþróttamenn okkar eru bara íþróttamenn. Ekki vondu karlarnir sem fá peninga og góðu börnin sem strita fyrir ánægjuna, þetta eru allt bræður og systur I leik. Sumum gengur aðeins betur en öðrum. Menn skulu ekki halda annað en að þeir íþróttamenn, sem fara út i atvinnumennsku með stór- félögum erlendis, séu afburða- menn i sinni íþrótt, jafnvel þó aðeins sé miðað við okkar staðal. Þessi félög koma ekki hingað til þess að finna sér einhverja skussa, heldur menn sem hafa ríka hæfileika. Ásgeir Sigurvinsson er slfkur íþróttamaður. Auk þess er hann alkunnur fyrir áhuga, ástundun, járnvilja, ásamt einstakri reglu- semi og prúðmennsku. Betri full- trúa á islenzk íþróttahreyfing vart kost á. Ásgeir Sigurvinsson er fyllilega verður þess heiðurs sem honum hefur nú hlotnast og hann mun áfram varpa ljóma á islenska knattspyrnu. Ekki þarf að efast um að Ásgeir mætir til leiks fyrir land sitt, ef hann er til þess kvaddur og það er i hans valdi. Það hefur hann þegar sýnt og sannað. Ég veit að fjöldinn er sammála vali iþróttafréttamanna, úrtölumennirnir tilheyra þröng- um hópi óskhyggjumanna sem einfaldlega varð ekki að ósk sinni. Hermann Kr. Jónsson talsverðrar óánægju hefur gætt hjá félögunum með það fyrir- komulag, sérstaklega hjá þeim sem eiga lið i 1. eða 2. deild, þar sem það hefur færst í vöxt að félögin noti páskana til æfinga. Var tekið tillit til óska þessara félaga og ákveðið að hafa keppn- ina um þessa helgi. Keppt er í meistaraflokki karia og kvenna. 27 karlalið hafa boðað þátttöku, sem er 5 liðum fleira en i fyrra, og kvennaliðin eru 9, eða sami f jöldi og í fyrra. Að þessu sinni koma nokkur lið i karlaflokki til keppni i fyrsta sinn, og má þar nefna UMF Þór frá Þorlákshöfn, íþróttafélagið Þór á Akureyri og Knattspyrnufé- lag Siglufjarðar. Dregió hefur verið í riðla og verða þeir þannig skipaðir í keppninni: A-riðill: Hrönn, Fylkir og Valur B-rióill: Akranes, Þór Akureyri og Reynir í Sandgerði C-riðill: Afturelding, Fram og Víðir I Garði. 1 FYRRAKVÖLD héldu Akureyr- arfélögin KA og Þór og Iþrótta- bandalag Akureyrar sameiginleg- an fund, þar sem fjallað var um þau áform að skilja félögin að skiptum I meistaraflokki i knatt- spyrnu, en sem kunnugt er hafa þau keppt undir merki ÍBA. Var tekin um það ákvörðun á fundi þessum, að framvegis kæmu fé- lögin fram undir eigin merkjum og keppa þvi tvö Akureyrarlið í meistaraflokki næsta sumar. D-riðill: KR, IR og Leiknir E-riðill: Ármann, Selfoss og Vikingur F-riðill: Grindavík, FH og Þróttur, Nes- kaupstað. G-riðill: Breiðablik, Stjarnan og Magni H-riðill: Haukar, ÍBK og KS I-riðill: Þróttur Reykjavík, Þór Þorláks- höfn og Grótta. Kvennaflokkur: A-riðill: Haukar, FH og Armann B-riðill: Breiðablik, IBK og Fram C-riðiIl: Þróttur Reykjavík, Grindavik og IA. Sem fyrr greinir hefst keppnin kl. 13.00 laugardaginn 1. febrúar og leika þá fyrst Valur og Hrönn í A-riðli. Síðan rekur hver leikur- inn annan, en úrslitakeppnin á að hefjast kl. 16.00 á sunnudag. Núverandi Islandsmeistari i karlaflokki er Valur, en Ármann í kvennaflokki. Akureyrarliðið féll niður i 2. deild s.l. sumar, eftir úrslitaleik við Víking. Er ekki vitað, á þessu stigi málsins, hvort félögin veróa látin keppa sín á milli um hvort skuli leika í 2. deild og hvort i 3. deild, eóa hvort bæði verða látin leika i 3. deild, sem er ekki ósennilegt. Veróur úr þvi máli skorið alveg á næstunni, þar sem mótanefnd KSÍ er nú að raða nið- ur leikjum i íslandsmeistaramót- inu næsta sumar. Frjálsíþróttamótin í vetur Gengið hefur verið frá móta- skrá Frjálsíþróttasambands ís- lands i vetur og verða keppnis- staðir og dagsetningar sem hér segir: 2. febrúar í Kópavogi: Sveina-, meyja-, pilta- og telpnameist- aramót Islands innanhúss. 15. febrúar í Garðahreppi: Drengja- og stúlknameistaramót tslands innanhúss 22. — 23. febrúar í Reykjavík: Meistaramót tslands innanhúss 2. marz í Hafnarfirði: Meistaramót Islands f stökkum án atrennu 6. aprfl í Reykjavík Viðavangshlaup lslands. Mótanefnd er að vinna að mótaskrá fyrir sumarid 1975. Mjög lftið hefur borizt af tilkynningum frá sambandsaöilum. og er því skorað á þá að senda niðurstöður hið fyrsta til FRl í pósthólf 1099, og f sfðasta lagi fyrir 15. febrúar n.k. (Frétt fráFRh Islenzk íþróttahreyfíng á varla betri fulltrúa KA og Þór skilia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.