Morgunblaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 30. JANUAR 1975
DUGLVSinGRR
£§£^-«22480
JBor0Ut(Matiií»
nuoivsmoRR
^-»22480
NU er veðrAttan til þess að hlaupa A skautum. þessar glað-
VÆRU STULKUR eru að reima A sig skautana. myndin er tekin
A ÍÞRÓTTAVELLINUM A MELUNUM.
Þormóður goði
tekinn í landhelgi
Réttarhöld í Vestmannaeyjum í dag
ÞORMÓÐUR goði, RE 209, var
sfðdegis { gær tekinn að meintum
ólöglegum veiðum á aðra mflu
innan við 12 mflna fiskveiðitak-
mörkin úti fyrir Skarðsfjöruvita.
Samkvæmt upplýsingum Péturs
Sigurðssonar, forstjóra Landhelg-
isgæzlunnar, mun skipstjórinn
hafa játað brot sitt. Varðskipið
Ægir stóð togarann að veiðunum
og f gærkveldi um klukkan 22
voru skipin væntanleg til Vest-
mannaeyja, en þar verður mál
skipstjórans tekið fyrir.
Þormóður goði mun samkvæmt
upplýsingum, sem Mbl. fékk í
gærkveldi, hafa verið að ljúka
veiðiferð og hafði skipið fengið
góðan afla. íslenzkir togarar hafa
heimild til veióa upp að 12 mílum.
Þormóður goði er eini togari Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur, sem er
síðutogari. Er hann smíðaður i
Bremerhaven 1958.
Þormóður goði er annar BÚR-
togarinn, sem tekinn er að ólög-
legum veiðum á skömmum tíma,
Framhald á bls. 20
STUNGINN MEÐ
HNÍFI í BÍÖ
Búið er að veita gjaldeyris-
yfirfærslu fyrir Norglobal
YFIRFÆRSLUHEIMILD vegna
leigu á norska bræðsluskipinu
Norglobal var veitt af gjaldeyris-
deild bankanna f gærmorgun og
ÞEGAR Mbl. hafði samband við
Loðnulöndunarnefnd um kl. 22 f
gærkvöldi hafði aðeins einn
loðnubátur tilkynnt um afla frá
þvf kl. 9 f gærmorgun. Hins vegar
voru flestir bátarnir með nót úti
og var búist við góðri veiði í nótt.
Þróarrými er nú allt að verða
fullt á Austfjarðarhöfnum,
aðeins er pláss á Vopnafirði,
Djúpavogi og Hornafirði. Nokkur
skip fóru f gær til Raufarhafnar
og Siglufjarðar með loðnu. Af
þeim skipum, sem tilkynntu um
afla fyrra sólarhring var Sigurður
RE með mestan afla, 850 Iestir,
Börkur NK var með 650 lestir og
Eldborg með 550 lestir.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla til Loðnulöndunarnefndar
eftir kl. 22 f fyrrakvöld: Harpa
RE með 350 lestir, Þórkatla GK
240 1, Öskar Halldórsson RE 340 1,
Öskar Magnússon AK 400 I,
Skinney SF 230 1, Örn RE 320 1,
SIGURÐUR HALLUR
dæmir í rækjumálinu
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur skipað Sigurð Hall Stefánsson,
fulltrúa bæjarfógetans í Hafnar-
firði og sýslumanns í Gullbringu-
sýslu og á Seltjarnarnesi, setu-
dómara í máli, sem höfðað er
vegna svokallaðs rækjustríðs við
Húnaflóa. Jón Isberg, sýslumaður
á Blönduósi, hefur vikið sæti
vegna þessa máls, eins og fram
kom í Mbl. í gær.
I ætti því ekkert að vera því til
fyrirstöðu að skipið komi á miðin
f næstu viku. Norglobal getur sem
I kunnugt er brætt allt að 2500
Sigurður RE8501, Sandafell GK
80 1, Guðrún GK 70 1, Grímseying-
ur 180 1, Hafsteinn GK 50 1, Gull-
berg VE 350 1, Albert GK 300 1,
Hinrik KÓ 200 1, Eldborg GK 550
1, Reykjaborg GK 380 1, Hrafn
Sveinbjarnarson GK 250 1, Sveinn
Sveinbjörnsson NK 210 1, Hafrún
IS 170 1, Kristbjörg VE 100 1,
Víðir AK 150 1, Börkur NK 650 1,
Keflvfkingur KE 1001, og Halkion
VE 190 lestir.
lestir á sólarhring, og verður þvf
mikil búbót fyrir flotann, sem
þegar er farinn að bfða eftir
loðnulöndun á Austf jarðahöfn-
um.
Jón Ingvarsson hjá Isbirninum
og Hafsíld h.f. sagði þegar við
ræddum við hann í Osló f gær-
kvöldi að nú væri verið að ganga
frá ýmsum atriðum varðandi
leigu skipsins, sem ekki hefði
verið hægt að gera fyrr en búið
var að fá samþykki gjaldeyrisyfir-
valda um leigu skipsins. Ekki gat
Jón sagt hvenær skipið legði af
stað til Islands, en upprunalega
var hugmyndin að það legði af
stað á laugardag, — og vonandi
stenzt það.
Hann sagði, að hann og Vil-
hjálmur bróðir hans hefðu skoðað
skipið, sem er 26 þús. lestir að
stærð í Kaupmannahöfn og hefðu
þeir aldrei séð jafn glæsilega og
fullkomna fiskimjölsverksmiðju.
Og skipið allt liti mjög vel út.
Framhald á bls. 20
LÖGREGLAN var í fyrrakvöld
kvödd að Laugarásbfói. Þar sat
rúmlega fertugur maður, blóðug-
ur f framan eftir hnefahögg. Þar
eð maðurinn var mjög vankaður
var hann fluttur á slysavarðstof-
una og við nánari rannsókn kom f
ljós, að hann var einnig með
stungusár á brjósti. Ekki var
áverkinn mjög alvarlegur, og er
maðurinn á batavegi. Tveir piltar
voru handteknir vegna þessa
máls, og hefur annar þeirra, 18
ára gamall, verið úrskurðaður f
15 daga gæzluvarðhald. Hann
mun hafa veitt manninum áverk-
ann.
Málavextir eru þeir, að
mennirnir þrír fóru saman á kvik-
myndina Sting i Laugarásbíói
klukkan 17. Þeir voru allir við
skál. Þegar leið að lokum
sýningarinnar kom upp misklíð í
hópnum, og hefur sá sem fyrir
hnífstungunni varð borið við, að
hinir hafi byrjað að þukla sig.
Skipti engum togum, að annar
piltanna dró upp vasahníf og rak
hann í brjóst mannsins. Ekki virð-
ist hann hafa sparað kraftana, því
hnifurinn fór í gegnum klæði
mannsins og stakkst töluvert inn í
hold hans. Þá veittu þeir honum
hnefahögg á andlitið. Að því búnu
yfirgáfu mennirnir bíóið, áður en
myndinni lauk en maðurinn sat
eftir. Þegar hann sýndi ekkert
fararsnið á sér nokkru eftir lok
sýningarinnar var farið að kanna
málið, og kom þá hið sanna í ljós.
Var lögreglan kölluð á staðinn.
Mennirnir þrír hafa allir komið
við sögu lögreglunnar áður.
Concorde
við æfingar
á íslandi?
HLJÓÐFRÁA þotan Concorde
mun væntanlega koma til Islands
sfðari hluta febrúarmánaðar, þar
sem Frakkar hafa sérstaklega
óskað eftir að fá að æfa lendingar
við snjóa- og hálkuskilyrði á
Keflavíkurflugvelli. Utanrfkis-
ráðuneytið hefur svarað þessari
ósk og veitt leyfi sitt til þess að
þessar æfingar fari hér fram.
Vöruskiptajöfnuður óhag-
stæður um 19,7 milljarða
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR árs-
ins 1974 var samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu lslands,
sem birtar hafa verið, óhagstæður
um 19,7 milljarða króna. 1973 var
hann óhagstæður um 5,8
milljarða króna. (Jtflutningur á
árinu nam 32,9 milljörðum króna,
en alls var flutt inn fyrir 52,6
milljarða.
Af útflutningi nam ál og
álmelmi 4,8 milljörðum króna. Af
innflutningi námu skip 5,4
Gott veður og_ mokað af_ krgfti
GOTT veður var um land allt í
gærog samkvæmt upplýsingum
vegaeftirlitsins hjá Vegagerð
rfkisins nýttist veðurblíðan vfð-
ast hvar til moksturs. Færð var
góð á Suðurlandi og fært var
norður í Skagaf jörð.
Fært var í gær frá Reykjavík
um Borgarfjörð og vestur á
Snæfellsnes og um Heydal var
fært vestur í Dali. Svínadalur
hafði ekki verið mokaður, en
mokað hafði verið fyrir Klofn-
ing og var því fært alla leið í
Reykhólasveit. Fært var frá
Isafirði til Bolungarvfkur og
Súðavíkur. Vegir voru ófærir í
Önundarfirði og Dýrafirði.
Fært var norður I land um
Holtavörðuheiði og allt til Sauð-
árkróks en ófært var til Siglu-
fjarðar. Fyrirhugað var að
ryðja snjó af veginum þangað á
föstudag, ef veður leyfði. Þá
var Öxnadalsheiði ófær í gær
og var þar mikill snjóþungi og
engar ráðagerðir um að ryðja
veginn á næstunni.
I Eyjafirði var í gær fært
stórum bilum frá Akureyri að
Bægisá og mjólkurbílar hafa
komizt á milli Dalvíkur og
Akureyrar. Fært var fyrir
Ólafsfjarðarmúla, en mikill
snjór var á veginum á Sval-
barðsströnd og um Dalsmynni.
Þar hefur samfelldur snjó-
mokstur staðið yfir frá því á
mánudag og standa vonir til að
bráðlega opnist vegurinn milli
Akureyrar og Húsavíkur. Frá
Húsavík var fært að Laugum og
i Mývatnssveit. P’ært var fyrir
Tjörnes og stórum bilum til
Kópaskers. Þá var fært um ná-
grenni Þórshafnar og Vopna-
fjarðarkauptúns.
Á Austurlandi voru mjög
mikil snjóþyngsli, en þó var
fært frá Egilsstöðum að Eiðum
og milli Reyðarfjarðar og Eski-
fjarðar. Þá var í bígerð að moka
F’agradal, en það er eins til
tveggja sólarhringa verk. Á
Fáskrúðsfirði og á Breiðdalsvík
hafði verið mokað innansveitar
á næstu sjúkraflugvelli. P^ært
var frá Djúpavogi í Berufjörð
og Álftafjörð að Lónsheiði, sem
var ófær. Frá Lónsheiði var svo
fært til Hafnar i Hornafirði og
þaðan vestur á Skeiðarársand,
en þar var þó víða mjög þung-
fært og jafnfallinn snjór.
I gær var verið að moka snjó
af vegum á Mýrdalssandi og í
Mýrdal, en þar eru vegir yfir-
leitt orðnir færir. Morgunninn í
gær var hinn fyrsti í langan
tíma, þar sem vegir voru færir í
Mýrdal. Þar fyrir vestan var
færð góð til Reykjavíkur.
milljörðum, flugvélar 160 milljón-
um króna, innflutningur til Sig-
ölduvirkjunar nam 607 milljónum
og innflutningur álfélagsins nam
4,3 milljörðum króna.
Alls voru fluttar inn 6 litlar
flugvélar á árinu og 14 skuttog-
arar og var verðmæti þeirra rétt
tæplega 2 milljarðar króna.
Allar þrær full-
ar á Austfjörðum
MIKIÐ KASTAÐ í GÆRKVÖLDI