Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 13 sameiginlegu átaki og þungu áfalli yfirstandandi árs á kostnað næstu ára. Er- lendar afborganir og vaxtabyrði voru um 11,3% af útflutningstekjum á árinu 1974 og munu hækka f um 14,5% á þessu ári. Áætlanir sýna jafnframt að greiðsiubyrðin muni fara vaxandi næstu árin vegna mikiilar skuldasöfnunar á undanförnum árum og hef- ur þá ekki verið gert ráð fyrir erlendum lántökum 1975 af slfkri stærð, sem ég gat um áðan. Auk þess er vert að hafa f huga að lánstraust þjóðarinnar út á við. hlýtur að þrjóta áður en langt um Ifður ef framvinda utanrfkisviðskipta verður slfk, sem hér hefur verið lýst. Það misvægi f hagsveifl- unni, sem þjóðarbúið hefur búið við að und- anförnu hefur annars vegar birst í vaxandi rekstrarhalla sjávarútvegsins og hins vegar f auknum greiðsluhalla rfkisins og rfkisfyrir- tækja og auknum fjárskorti til framkvæmda og útlána fjárfestingalánasjóða, en hvort tveggja þetta hlýtur að hafa áhrif á þróun greiðslustöðunnar út á við. Beina á sparnaö- inum til atvinnu- veganna Það fer ekki á milli mála að útgjaldaáform þjóðarinnar stefna eins og horfir verulega fram úr raunverulegum þjóðartekjum. Það virðist því auðsýnt að nauðsynlegt muni reynast að leysa þann fjárhagsvanda, sem af þessu leiðir annars vegar með auknu aðhaldi í útgjöldum m.a. með þvf að draga úr fyrir- huguðum framkvæmdum og hins vegar með þvf að auka tekjur opinberra aðila. 1 slfkri aðgerð felst hins vegar sá vandi að viðhalda eðlilegri atvinnustarfsemi f sam- ræmi við framleiðslugetu þjóðarinnar. Megináhersla verður þvf á það iögð, að beina innlendum sparnaði f rfkara mæli til at- vinnuveganna til þess að tryggja aukna fram- leiðslugetu og atvinnu. t þessu sambandi virðist eðlilegt að haldið verði áfram á þeirri braut að beina sparnaði landsmanna hjá lff- eyrissjóðum enn meir til atvinnuveganna. Rfkisstjórnin hefur unnið að endurskoðun á útgjalda- og framkvæmdaáformum rfkis- aðila og útlánaáformum fjárfestingalána- sjóða með það að markmiði að halda út- gjalda- og lánaáformum innan fjárhagsgetu þessara aðila jafnframt þvf sem mótuð verði stefna um forgang opinberra framkvæmda og atvinnuuppbyggingu. Sömu stefnu er nauðsynlegt að fylgja f útlánum bankakerfis- ins. Ráöstöfun gengishagnaðar Eg sé hér ekki ástæðu til þess að fjalla um frv. það til laga, sem hér er til umræðu, f einstaka atriðum. Vegna gengisbreytingar- innar er nauðsynlegt að setja f lög ákvæði svipuð þeim, sem áður hefur verið gert f sambandi við gengisbreytingar svo sem um tollmeðferð á innflutningi, meðferð gengis- munar hjá einstökum bönkum og loks ráð- stöfun á gengismun, sem fram kemur vegna útflutningsbirgða sjávarútvegsins. Ég tel ekki ástæðu til að rekja athugasemdir við lagafrumvarp þetta en vil aðeins taka 2 atriði fram. Það fyrra, sem ég sé ástæðu til að nefna eru ákvæði 3. gr., sem heimila sjávarútvegs- ráðuneytinu að ákveða hækkun á magngjaldi af útfluttum sjávarafurðum, sem ákveðið var mcð 5. gr. 1. nr. 106 frá 31. des. 1974 f samræmi við þessa gengisbreytingu. Hér er um eðlilega ákvörðun að ræða. Hitt atriðið sem ég vildi gera að umtalsefni, er, að með vilja er ekki f þessum lögum kveðið á um það hvernig ráðstafa skuli gengishagnaðarsjóðn- um í einstaka atriðum. Verður um það flutt sérstakt frumvarp, en ég sé ástæðu til þess að láta það koma hér fram, að auk þess sem ætla má að þeim gengishagnaðarsjóði verði ekki sfst varið til þess að mæta erlendum tilkostn- aðarhækkunum útgerðarinnar þá verði sett til hliðar upphæð, 75 millj. kr., f sérstökum tilgangi. Rfkisstjórnin mun beita sér fyrir þvf að þessu fé verði varið til eflingar Iffeyrissjóð- um sjómanna, einkum til að styrkja getu þeirra til að greiða lffeyri þeim sjómönnum, sem Iffeyrisgreiðslna eiga að njóta á þessu ári og næstu árum og til annarra umbóta á lffeyrisrétti sjómannastéttarinnar. Full atvinna er meginmarkmiðið Þvf er ekki að leyna að óneitanlega fylgir gengislækkun jafnan verðbólguhætta. Og að vissu leyti er hér hopað f þvf viðnámi gegn verðbólgu, sem nauðsynlegt er. Við getum ekki gert okkur vonir um að ná þvf takmarki, sem við áður settum okkur, að ná verðbólgu- vextinum f lok yfirstandandi árs niður á það stig, sem gerist hjá nágrannaþjóðum okkar, en við megum samt sem áður ekki missa sjónar á þessu markmiði þótt það sé lengra undan. Við höfum vitandi vits valið hér milli kosta til þess að tryggja fyrst og fremst fulla atvinnu. Það, sem ræður valinu, er einkum þrennt. t fyrsta lagi áherslan á fulla atvinnu sem meginmarkmið efnahagsstefnunnar og nauð- syn þess, ef hún á að haldast til frambúðar, að staða þjóðarbúsins út á við sé tryggð. I öðru lagi veldur gengislækkun almennri hækkun tekna útflutningsgreina án mismun- ar, en mismunun er fylgifískur flestra ann- arra leiða. Jafnframt bætir gengislækkun samkeppnisstöðu allrar innlendrar atvinnu- starfsemi gagnvart innflutningi, örvar inn- lenda framleiðslu og dregur úr innflutn- ingi. 1 þriðja lagi felur valið f sér, að við viljum halda fast við þá frfverslunarstefnu, sem þessi rfkisstj. hefur fylgt og vill fylgja og er ein meginforsenda álits okkar og lánstrausts á alþjóðavettvangi. Við hljótum þvf að hafna haftastefnu og freista þess að leysa efnahags- vandann með almennum aðgerðum. Þetta mun er til lengdar lætur reynast farsælasta lausnin. Launajöfnunar- og tryggingabæt- ur endurskoðaðar Frú forseti, samhliða breyttri gengisskrán- ingu og ákvörðun fiskverðs mun rfkisstj. beita sér fyrir ýmsum hliðarráðstöfunum til þess að tryggja svo sem verða má að gengis- breytingin nái tilgangi sfnum. Flutt verður sérstakt frumvarp til laga um hvernig ráð- stafa skuli gengishagnaðarsjóði þeim, sem stofnað er til með frumvarpi þvf sem hér er til umræðu. Skal ekki á þessu stigi rakið fyrirhugað efni frumvarpsins að öðru leyti en þvf að leitast verður við að létta að ein- hverju leyti erlendar kostnaðarhækkanir fiskiskipaflotans og rfkisstjórnin mun, eins og áður er sagt, beita sér fyrir þvf að 75 millj. kr. verði varið til eflingar lffeyrissjóðum sjómanrta. Þá verður unnið að þvf eins og unnt er f samráði við aðila að leysa tekjuskiptingar- vandamálin innan sjávarútvegsins f þeim til gangi að koma á hagkvæmara fyrirkomulagi til að standa undir hækkuðum trygginga- kostnaði, olfukostnaði og erlendum verð- hækkunum fiskiflotans eftir að kjör sjó- manna hafa verið tryggð. Lögð verður áhersla á við aðila vinnumark- aðarins að vfsitölukerfi launagreiðslna verði tekið til endurskoðunar og mun rfkisstj. fyr- ir sitt leyti beita sér fyrir breyttu fyrirkomu- lagi f þessum efnum. 1 samræmi við fyrri yfirlýsingar rfkis- stjórnarinnar munu launajöfnunarbætur verða teknar til endurskoðunar f þeim til- gangi að auðvelda þeim, er lágar tekjur hafa, að standa undir hækkuðum framfærslu- kostnaði sem fram er kominn og leiðir af gengisbreytingunni. Með sama hætti verða tryggingabætur til þeirra sem litlar eða eng- ar aðrar tekjur hafa teknar til endurskoðun- ar. Þá verður og verðlagskerfi búvöru tekið til endurskoðunar svo og verðlagsmálin f heild. Vegna rýrnunar þjóðartekna og erfiðrar greiðslustöðu út á við telur rfkisstjórnin nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að tryggja hagstæðan jöfnuð f fjármálum opinberra að- ila, en forðast jafnframt óhóflega aukningu erlendra skulda. Til að ná þessu markmiði mun hún beita sér fyrir þvf að dregið verði úr útlánafyrirætlunum, fjárfestingalána- sjóða og útgjaldaáformum hins opinbera, en fyrir aukinni innlendri fjáröflun að þvf leyti, sem þetta hrekkur ekki til. Gengis- lækkun sú, sem nú hefur verið ákveðin ásamt þeim hliðarráðstöfunum, sem ég hef rakið stefnir að óhjákvæmilegri leiðréttingu á stöðu útflutningsframleiðslunnar og tak- mörkun á gjaldeyrisnotkun. Hér er um það að tefla, að þjóðin bregðist með sameignin- legu átaki við óvæntu og þungu efnahagslegu áfalli. Þess vegna skiptir meginmáli, að al- mennur skilningur allra stétta og hagsmuna- hópa náist á nauðsyn þessara ráðstafana og um leiðir til að tryggja sem réttlátasta skipt- ingu þeirra byrða, sem þeim hljóta að fylgja. Ræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, á Alþingi í fyrrakvöld um efnahagsmál Gísli Ag. Gunnlaugsson skrifar frá Bretlandi: Brezkur efnahags- vandi - tímabund- ið ástand eða kreppa? Norwich 29. 1. 1975. Sivaxandi innanlandsverð- bólga, versnandi viðskiptajöfn- uóur við erlend ríki og óstöðugt gengi pundsins, eru einkum þeir þættir, er sett hafa mark sitt á brezkt efnahagslif sióast- liðið ár. Ríkisstjórn Harolds Wilsons er tók við af stjórn Ihaldsflokksins undir forustu Edwards Heath snemma á sið- astliðnu ári, hefur greinilega mistekist í að ná sinu megin- markmiði, þ.e. að stemma stigu vió siversnandi þróun brezkra efnahagsmála. Þrátt fyrir þessa staðreynd, stóð minnihluta- stjórn Verkamannaflokksins af sér alla storma i kosningunum siðastliðið haust og tókst að ná hreinum þingmeirihluta. Þó að rikisstjórn Wilsons mis- tækist á sl. ári að skapa heil- brigðara efnahagsástand í Bret- landi, tókst henni á margan hátt, að lægja þær öldur, sem hvað hæst risu á brezkum vinnumarkaði skömmu fyrir fall Ihaldsflokksins. Nú hins vegar i byrjun nýs árs, virðist friður vinnumarkaðarins ekki sem bezt tryggður og vaxandi óánægja almennings með rikj- andi ástand hefur orðið þess valdandi, að efnahagsmálin hafa nú, meir en nokkru sinni áður i tið ríkjandi stjórnar, ver- ið sett i brennipunktinn. Nú þegar hafa nokkur verka- lýðsfélög framkvæmt tíma- bundin verkföll til að krefjast kjarabóta, svo sem félög vöru- flutningabílstjóra í Skotlandi og Norður-Englandi, og óánægjuraddir úr röðum kola- námumanna benda til, að um verkföll af þeirra hálfu gætu orðið að ræða. Verkamanna- flokkurinn hefur löngum haft það fram yfir aðra brezka stjórnmálaflokka að njóta stuðnings megin þorra verka- lýðsfélaganna. Nú hins vegar vaknar sú spurning, hvort verkalýósfélögin muni viðhalda þessum stuðningi í von um, að úr efnahagsöngþveitinu rætist. Frá lokum siðari heimsstyrj- aldar hefur Bretland aldrei orð- ið að horfast i augu við efna- hagsvanda á borð við þann, er nú hefur rikt á annað ár. Innan- landsverbólga á siðastliðnu ári var áætluð á milli 18 og 20% og bendir allt til, að miðað við óbreytt ástand muni þessi tala hækka verulega á þessu ári. Sem dæmi má nefna, að á rúm- lega einu ári hefur gallon af bensini hækkað um nær 100%, frá 37 og uppí liðlega 70 pence. A sama tima hefur kíló af sykri hækkað úr 12 og í 30 pence, og svo mætti lengi telja. Áhrif þessa hafa komið glöggt fram á skertum kaupmætti almenn- ings, og þessi óbeina kjara- skerðing hefur haft í för með sér háværari kröfur um úrbæt- ur. Samfara þessari þróun hafa margar megingreinar brezks iðnaðar átt við ramman reip að draga, og gildir það bæði um einkafyrirtæki og þjóðnýtt i iðnaði. Kemur hér bæði til, að fjárfesting í iðnaði hefur stór- minnkað og vegna hækkandi verðlags hefur brezkur iðn- varningur orðið verr sam- keppnisfær við erlendan varnig á mörkuðum innanlands og ut- an. Þetta á ekki sizt við urn eina af þýðingarmeiri framleiðslu- greinum Breta, nefnilega bila- iðnaðinn. Nú þegar hefur stór- aukinn samdráttur gert vart við sig i brezkum bilaiðnaði og fyr- irsjáanlegt er, að sú þróun mun halda áfram, verói ekkert að gert. Eftirspurn eftir nýjum brezkum bifreiðunt hefur minnkað á innanlandsmarkaði Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.