Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
Ragnhildur Helgadöttir alþingis-
maður, forseti Norðurlandaráðs.
Umræðuefni þingsins eru mörg
og mætti kannski drepa á þau
helztu I röð eftir nefndum: 1 efna-
hagsmálanefnd til dæmís hefur
verið fjallað um orkumálin, sem
verða eitt af höfuðviðfangsefnun-
um, viðskiptamál ýmisleg, fisk-
veiðilögsögu og hafréttarmál, sem
einnig verða rædd sérstaklega,
um nýtingu matvælaframleiðslu
og fleira. Eitt af stærstu málum
menningarmálanefndarinnar er
sjónvarpsmálið, sem snertir
kannski, hinar þjóðirnar meira en
okkur. Hefur verið gerð geysimik-
il skýrsla um samstarf þeirra i
sjónvarpsmálum meðal annars
með hliðsjón af nábýli þeirra.
Þessi nefnd hefur lika fjallað um
fræðslu í tungumálum grannþjóð-
anna og norrænt stafróf eða sam-
ræmingu stafagerðar, fullorð-
innafræðsla hefur og mikið verið
til umræðu á þessum vettvangi.
Gert er ráð fyrir stórauknum
framlögum til menningarmála-
sjóðsins á næstu árum til að
greiða fyrir ýmiss konar sam-
vinnu, m.a. umskipti á vísinda-
mönnum og til stuðnings norræn-
um námskeiðum á sviði vísinda.
Frá menningarmálanefnd kemur
einnig tillaga um að Norðurlanda-
ráð vinni að fjárstuðningi við nor-
rænt íþróttasamstarf. Hugmyndin
um norræna þýðingarmióstöð hef-
ur og verið þar á dagskrá og er
nýleg ákvörðun um framlag til
þýðingabókmennta af einu nor-
rænu máli á annað m.a. árangur
þess. Af málefnum félagsmála-
nefndar,“ hélt Ragnhildur áfram,
„verða væntanlega talsverðar um-
ræður um jöfn réttindi karla og
kvenna. Sennilega afgreiðir þing-
ið tillögu, sem komin er frá ís-
landi um að í tilefni kvennaársins
verði efnt tii farandsýningar um
sögulega þróun þjóðfélagsstöðu
kvenna á Norðurlöndum, alveg
fram til okkar daga. Af öðru í
sambandi við kvennaárið má
nefna tillögu um samnorræna lög-
gjöf um jafnrétti karla og kvenna
og tillögu um stofnun jafnstöðu-
nefndar, er hafi það verkefni að
kanna ástand þessara mála á
hverjum tima og gera ríkisstjórn-
um landanna grein fyrir því. Enn
má af verkefnum félagsmála-
nefndar nefna framhaldsmennt-
un norræns hjúkrunarfólks.
Laganefndin hefur, auk nor-
ræns lagasamstarfs á ýmsum svið-
um, fjallað sérstaklega um upp-
lýsingaskyldu um málefni Norð-
urlandaráðs, bæði út á við og inn
á við. Sérstök undirnefnd hefur
unnið mikið starf í þessu og haft
til athugunar hvernig haga skuli
upplýsingastreymi með það fyrir
augum, að hægt sé að gera allt
starf innan ráðsins einfaldara og
virkara. Ráðið þarf að gæta sín á
Parkingsonslögmálinu, vera á
verði gegn of mikilli skriffinnsku
og vaxandi mannahaldi.
Loks er það samgöngunefndin,
— en af verkefnum hennar varð-
ar Islendinga helzt tillagan um
athugun á því að koma á ferjusigl-
ingum milli Austurlands og Norð-
urlanda.
Vmis fleiri mál verða á dagskrá
en hér hafa verið talin og að sjálf-
sögðu er aldrei hægt að segja fyr-
ir um hvað gerist. En þetta sýnist
í fljótu bragði það sem helzt verð-
ur í brennidepli," sagði Ragnhild-
ur Helgadóttir að lokum. — mbj.
Stutt spjall við Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóra
Alþingis, og Ragnhildi Helgadóttur alþingismann
um undirbúning þingsins og helztu viðfangsefni þess
1 mörgu er að snúast í Þjóðleik-
húsinu þessa dagana vegna undir-
búnings þings Norðurlandaráðs,
sem þar hefst á morgun. Unnið
hefur verið að þvl að koma þar
fyrir þeim búnaði, sem nauðsyn-
legur er þingsins vegna, húsgögn-
um, sfmaútbúnaði, fjarskipta-
tækjum og þar fram eftir götun-
um. Að veruJegu leyti verður fyr-
irkomulag með svipuðu sniði og
sfðast, þegar þingið var haldið
hér á iandi, það var þá einnig f
Friðjón Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Alþingis.
Svo sem fram hefur komið í
Morgunblaðinu verða erlendir
fulltrúar á þinginu um 450. „Við
höfum ekki endanlegar tölur,“
sagði Friðjón Sigurðsson, „nafna-
listinn hefur tekið stöðugum
breytingum og getur enn breytzt.
Islenzku þátttakendurnir eru 65.
Þingmenn eru 78 og ráðherrar
geta oróið um 50, en auk þeirra
eru ýmsir sérfræðingar og ritarar,
fulltrúar frá skrifstofum ráðsins,
til dæmis menningarmálaskrif-
stofunni í Kaupmannahöfn, ráð-
herraskrifstofunni f Oslo, skrif-
stofu ráðsins í Stokkhólmi og
starfsmenn úr öllum deildum
ráðsins. Loks verða blaðamenn
sennilega á annað hundrað."
Að því er Friðjón Sigurðsson
upplýsir koma flestir fulltrúa til
landsins með leiguflugvélum í
dag. Ekki hefur verið neinum erf-
iðleikum bundið að sjá þeim fyrir
gistingu. Friðjón sagði, að tala
þingfulltrúa hefði verið áætluð
ríflega i upphafi og þeim tryggð
gisting þegar í ágúst sl.
Breytingar i Þjóðleikhúsinu
eru unnar undir stjórn skrifstofu
Húsameistara ríkisins, að því er
Friðjón sagði, „Húsameistara var
falið þegar í desember sl. að yfir-
fara allt, sem til væri frá siðasta
þingi og endurnýja búnað eins og
þörf krefði. Við vissum að
skammur tími yrði til undirbún-
ings leikhússins sjálfs vegna
starfs þess, og þvi þyrfti allt að
vera tilbúið tímanlega. Síðustu
vikurnar hefur verið unnið að
þessu af kappi."
Sem fyrr segir, er búizt við
þingfulltrúum til landsins í dag
og þá þegar hefjast undirbúnings-
fundir, forsætisnefndin kemur
saman svo og vinnunefnd þings-
ins. Setning verður i fyrramálið
kl. 10 og þingað allan laugardag
og eftir hádegi á sunnudag.
Fyrstu tvo dagana verða al-
mennar umræður og viðfangsefni
þá fjölbreytt, að því er Ragnhild-
ur Helgadóttir alþingismaður,
sem er einn af varaforsetum
Norðurlandaráðs tjáði blaða-
manni Morgunblaðsins, er leitað
var upplýsinga hjá henni um
helztu mál þingsins. „1 almennu
umræðunum verða lagðar fram
og ræddar skýrslur og greinar-
gerðir hinnaýmsu nefnda, þ.e.a.s.
forsætisnefndarinnar sem skipuð
er einum þingfulltrúa frá hverju
Norðurlandanna, ráðherranefnd-
arinnar, sem allir ráðherrar ríkis-
stjórna landanna geta átt sæti í,
og undirnefndanna fimm, efna-
hagsmálanefndar, laganefndar,
menntamálanefndar, félagsmála-
nefndar og samgöngumálanefnd-
ar. Til grundvallar almennu um-
ræðunum verður lögð skýrsla ráð-
herranefndarinnar um norrænt
samstarf á siðastliðnu ári. Þarna
má fjalla um öll viðfangsefni
þingsins en jafnframt verða ein-
stök aðalmál rædd á fundunum
eftir helgina.
Sfmaklefarnir á ganginum framan við neðri svalir leikhússins eru
sérstaklega ætlaðir blaðamönnum.
Þjóðleikhúsinu og þótti gefast all-
vel. Það er að vfsu nokkuð
þröngt sums staðar, — „en þetta
dugði þá og verður að duga
núna,“ sagði Friðjón Sigurðsson,
skrifstofustjóri Alþingis, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins fékk
f vikunni að ganga með honum
um Þjóðleikhúsið og skoða að-
stæðurnar. Helztu breytingarnar
eru þær, að sögn Friðjóns, að
þingið fær einnig til umráða hús-
næði hjá Hæstarétti og Iðnaðar-
ráðuneytinu.
Fyrirkomulagið verður i stórum
dráttum sem hér segir: í áhorf-
endasalnum niðri hefur verið
klætt yfir aðra hverja sætaröð
samfelldum borðum þannig að
fulltrúar hafi aðstöðu til skrifta.
Það er hins vegar hvorki gert á
neðri svölum, þar sem blaða-
mönnum er ætlaður staður né á
efri svölum, sem ætlaðar eru öðr-
um áheyrendum.
Á sviðinu verður forsætisnefnd-
in og ræðustóll, en þar fyrir aftan
verður aðstaða til fjölritunar. I
herbergi inn af leiksviðinu verð-
ur aðstaða fyrir forsætisnefndina
að koma saman til fundar, þegar
þess gerist þörf, en stærri fundir
hennar verða í Arnarhvoli.
I búningsherbergjum leikara
og öðrum lausum vistarverum
verða skrifstofur hinna ýmsu
sendinefnda.
I anddyrinu, frammi, verður af-
greiðsla Pósts og Ferðaskrifstofu
Islands, en póstafgreiðsla verður
einnig í fatageymslunni í Þjóð-
leikhúskjallaranum.
Fyrir framan áhorfendasalinn
niðri verður upplýsingastarfsemi
alls konar og afgreiðsla á skjölum
og ræðum.
I Kristalssalnum verður að-
staða fyrir blaðamenn og við fata-
hengin þar uppi verða, annars
vegar viðbúnaður Landssímans,
símaklefar, fjarritarar og af-
greiðsla, en hins vegar upplýs-
ingastarfsemi. Á svæðinu aftan
við sætaraðir á efri svölum verður
aðalskjalasafn þingsins.
1 Þjóðleikhúskjallaranum verða
veitingar eins og venjulega, nema
hvað litli salurinn hefur verið
stúkaður í tvennt og verður notað-
ur fyrir skrifstofur.
Hér má sjá hvernig áhorfendasalurinn niðri er útbúinn.
Hér er verið að koma upp aðstöðu fyrir erlendu blaðamennina f Kristalssalnum.
Þjóðleikhúsið búið undir að
hýsa þing Norðurlandaráðs