Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 33 Maria Jóhanna Lang Morö ö kvenréttindaröðstefnu y' ibýddi 42 — Ég hef aðeins eina spurn- ingu til viðbótar. Aðeins eina. — Hver er hún? Þau horfast í augu eins og tveir andstæðingar. HVAÐ VAR HÚN EIGINLEGA AÐ VILJA INN I HERBERGI MANNS YÐAR KLUKKAN FJÖGUR AÐ MORGNI? Hún náfölnar og munnurinn galopnast í skelfingu og furðu. — Svarið mér frú Lönner! Átti hún vanda til að heimsækja hann að næturlagi? — Auðvitað ekki, hvíslar hún svo að varla heyrist til hennar. — Það var sem sagt ekkert ástarsamband milli þeirra? — Látið þér nú ekki eins og fálki! Hún hefur róast ögn og rödd hennar er i jafnvægi á ný. — Hann var sextíu ára gamall og má segja að hann hafi verið orðinn alger öryrki vegna sjúkdómsins. Sykursýkissjúklingar eldast mjög hratt, þegar veikin er komin á hátt stig. — Hvað var hún þá að gera inn til hans? — Ég . . . ég veit það ekki. — Nei, það skil ég vel. EN ÞÉR HAFIÐ AREIÐANLEGA OFT HUGSAÐ UM ÞAÐ SlÐAN. Hræddi hún hann? Kæfði hún hann? Gaf hún honum eitthvað í fljótandi eða föstu, sem hann þoldi ekki? Hvorugt okkar veit meira en þetta: HÚN FÖR INN TIL HANS OG ÞEGAR HÚN HVARF ÚR HERBERGINU VAR HANN DÁINN. Hann hallar sér fram og hann hefur á tilfinningunni að hún sé að byrja að gefa eftir. — Atti Betti arfsvon eftir hann? — Nei, en kannski hefur hún haldið það. — En hvað hún hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum! Fékk ekkert i sinn hlut! . . . En hún fékk þó að búa áfram hjá yður. Hann leggur ekki lengur áherzlu á orð sín, rödd hans er blæbrigðalaus. — Hún fékk að vera um kyrrt hjá yður. Þó svo að þér hötuðuð hana frá dýpstu hjartans rótum og þér trúóuð því með sjálfri yður að hún bæri ábyrgð á dauða mannsins yðar. En hún var áfram hjá yður og fékk fæði og klæði i næstum þvi tvö ár. Ég spyr: Var það vegna þess að þér vilduð vera vissar í yðar sök, vissar um, að hún hefði átt einhvern hlut að málinu? Eða var það vegna þess þér þurftuð á henni að halda — til að byggja upp áætlanir yðar — til að útvega yður stryknin og skapa sögnina um hvað þessi and- styggilega drusla Betti Borg væri að mörgu leyti góð við yður og til mikils stuðnings við yður í ein- manaleik yðar? Og hann endurtekur spurningu sina hljóðlega. — Svarið mér! En hann fær ekkert svar. Katarina Lönner hefur hallað sér fram og allt i einu sér hann að hún hefur misst meðvitund, og höfuðið hangir máttlaust niður. BORÐ FYRIR ÞRJA Christer kemur fyrstur og það verður að teljast viðeigandi i hví- vetna, þar sem hann hefur boðið tveimur gestum til miðdegisverð- ar og hann hefur óljósan grun um að þessir gestir hans vilji sem minnst vera tveir einir. Hann kaupir kvöldblöðin af manninum í fatageymslunni, gengur framhjá barnum og inn í veitingasalinn og yfirþjónninn kemur á móti honum og býður hann velkominn. — Mér skildist á yður, að þér vilduð helzt fá borð, þar sem þið gætuð verið I ró og næði, lögreglu- foringi. Þess vegna tók ég frá borðið þarna í horninu. Ég vona að allt gangi að óskum. Hann kinkar kolli og þjónninn fylgir honum að boróinu. Christer pantar sér bjórglas meðan hann bíður eftir gestunum. Svo sezt hann og tekur fram blöðin, en ekkert veróur úr lestri og hann gleymir einnig bjórtlas- inu. Hann er með allan hugann bundinn við Betti Borg og eitt af hinum mörgu vandamálum i sam- bandi við stúlkuna, sem fer meira og meira í taugarnar á honum eftir því sem dagar líða. Karlmennirnir í lífi hennar — hvaða þýðingu hafa þeir haft og hvaða máli skipta þeir — eða einn þeirra — varðandi sjálft morðió? Við sögu kemur æskuvinurinn Henrik Zettergren, geðfelldur og ástfanginn ungur maður, sem vildi giftast henni, en hún visaði honum á bug. Vegna þess hún gat ekki haft neitt gott af honum? Er það ástæðan? Og síðan vikur sögunni að Uno Stenius, sem hefur viðurkennt að hann hafi verið i þingum við hana um skamma hríð og hefur ef til vill haldið sambandinu áfram. Uno sem fór um hana kuldalegum og niðrandi orðum og telur að það hafi verið staða hans sem kennara við lista'skólann, sem vakti áhuga hennar á honum. 1 myndinni er einnig Gabriel Lönner, maðurinn sem uppgötv- aði hæfileika hennar og var vel- gjörðarmaður hennar . . . fjörutíu árum eldri en hún og farinn að heilsu vegna sykursýki. En hann hafði sin áhrif á feril hennar og velgengni og hann átti einnig peninga . . . hefði hún verið nógu slungin hefði hún get- að orðið einn af erfingjum hans . . . En þaó máttu ekki líða of mörg ár, því að hún átti á hættu að vera dauð löngu á undan honum, þótt hann væri fullorðinn maður og sjúkur, þar sem hún vissi vel um hjartasjúkdóm sinn. Og síðast en ekki sízt ber að nefna Robert Fagerman, efnaðan glæsiiegan mann um fertugt. Myndarlegur á velli og vaðandi i peningum. Atti laglega og heimska konu, sem Betti hafði egnt til reiði nóttina áður en hún dó, á mjög lævísan máta. Hver hafði ástæðan verið til framkomu hennar við Louise? Eingöngu sú ónáttúrlega löngun sem hún virð- VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I slma 1 0-1 00 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Tengsl Sjálfstæðis- flokksins við Ríkisf jölmiðlana. Hér fer á eftir bréf, sem maður, er skrifar undir nafninu „Athug- ull“, hefur sent Velvakanda: „1 framhaldi af umræðum um tengsl útvarps og sjónvarps við ákveðna stjórnmálaflokka þykir mér rétt að minna á eftirfarandi 9 dæmi um tengsl Sjálfstæðis- flokksins við þessa fjölmiðla rfkisins. 1) Baldur Guðlaugsson heitir maður, sem skrifar um alþjóða- mál í Morgunblaðið og er jafn- framt einn af umsjónarmönnum fréttaskýringaþáttar I sjónvarpi, sem fjallar um erlend málefni. 2) Áslaug Ragnars, varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, skrifar um pólitík I Morgunblaðið. Hún er auk þess umsjónarmaður fréttaskýringaþáttar í sjónvarpi, sem fjallar um innlend málefni. 3) Björn Bjarnason hefur um nokkurt skeið verió formaður utanrikisnefndar Sjálfstæðis- flokksins og til skamms tíma skrifað um erlend málefni í Vísi, annað aðalmálgagn flokksins. Jafnframt þessum störfum annað- ist hann ásamt öðrum þátt í sjón- varpi um erlend málefni. 4) Valdimar Jóhannsson var til skamms tíma ritstjórnarfulltrúi annars aðalmálgagns Sjálfstæðis- flokksins. Hann hefur í tvö ár annazt fréttaskýringaþátt i sjón- varpi um innlend málefni. 5) Örn Petersen heitir maður, sem annazt hefur poppþátt bæði í útvarpi og öðru málgagni Sjálf- stæðisflokksins. 6) Þorsteinn Pálsson er einn helzti stjórnmálaskrifari á Morgunblaðinu. I fyrravetur var hánn jafnframt umsjónarmaður með föstum þætti i útvarpi, er fjallaði um þjóðfélagsmálefni. 7) Ellert B. Schram er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er jafnframt umsjónarmaður með barnatima um knattspyrnuþjálf- un. 8) Ólafur Jensson er einn af sér- fræðingum Sjálfstæðisflokksins i húsbyggingarmálum. Hann ann- ast jafnframt fastan þátt i útvarpi um húsbyggingarmálefni. 9) Séra Árelíus Níelsson hefur skrifað um trúmál og málefni kirkjunnar í Morgunblaðið og hann hefur einnig fjallað um þessi mál i útvarpinu. Athugull". — Sendandi bréfsins setti sér fyrirsögnina sjálfur. Ekki er ljóst, hvort taka á bréfið i alvöru, eða hvort hér er um að ræða þung- lamalega tilburði til þeirrar teg- undar gamansemi, sem kölluð er aulafyndni. Persónulegar erjur blandasteinnig i málið. En víster að hér er ekki um neitt gamanmál að ræða, hvað sem bréfritari kann að imynda sér um það af vanþekk- ingu sinni og athugunarleysi. „Athugull" gefur sér falskar for- sendur fyrir hinum einkennilegu athugasemdum sínum, þegar hann segir í upphafi, að hann skrifi bréfið í framhaldi af um- ræðum um tengsl rikisfjölmiðla við ákveðna stjórnmálaflokka. Aðeins hefur verið rætt um tengsl ríkisfjölmiðla við Þjóðviljann (og Þjóðviljans við sovézku fréttastof- una APN—Novosti), eins og hver sæmilega læs og athugull maður veit, hvað þá þeir, sem þykjast hafa áhuga á þessum málum jafn- vel þótt sá áhugi sé af annarleg- um toga spunninn, eins og i þessu tilfelli. Rætt var um tengsl Þjóð- viljans (ekki Alþýðubandalags- manna) við útvarpið. Það er þvi út í hött að tírta til sjö kunna Sjálfstæðismenn auk tveggja manna, sem Valvakandi veit ekki fremur en „Athugull", hvar í flokk skipa sér, sem einhvern tima hafi skrifað í Morgunblaðið og talað í útvarpið. Samanburður- inn er skakkur og óheiðarlegur og á engan hátt sambærilegur við könnun „Kunnugs". Hér var rætt um fólk, sem annast fasta þætti bæði í Þjóðviljanum og útvarp- inu. Hefði átt að telja upp alla Alþýðubandalagsmenn, sem kom- izt hafa að útvarpsjöturtni í tíð þess útvarpsráðs, sem kosið var 1971, hefði sá listi vitanlega orðið miklu lengri, en nú var aðeins miðað við Þjóðviljamenn. Baldur Guðlaugsson sér ekki um fastan þátt i Morgunblaðinu, en hann virðist eiga að vera sambærilegur við fréttastjóra Þjóðviljans og Árna Bergmann. Björn Bjarnason er hvorki við Visi né útvarpið, Valdimar Jóhannesson er ekki við Visi, Þorsteinn Pálsson er ekki við útvarpið, Ellert B. Schram er ekki við Morgunblaðið, Ölafur Jensson er ekki við Morgunblað- ið, og séra Árelíus Nielsson er ekki vió útvarpið. Á að jafna hin- um faglegu þáttum Ölafs Jensson- ar um húsbyggingarmál vió það, þegar menn úr „Starfshópi Borgarmálaráðs Alþýðubanda- lagsins um skipulagsmál“ fjölluðu um málefni Reykjavíkur- borgar í útvarpinu fyrir borgar- stjórnarkosningarnar? — Hér í þessum dálkum voru nefnd niu ákveðin dæmi um tengsl Þjóðvilj- ans og rikisfjölmiðlanna, sem ekki hafa verið hrakin, þótt Sverrir hafi skrifað hér og vilji ekki láta dæma sig i einn eða neinn flokk, sem hann hefur auð- vitað fullan rétt til, en það kemur því máli ekki við, sem um var fjallað i einum liðnum, að hann annast fastan þátt bæði í Rikisút- varpinu og Þjóðviljanum. — Hyggist „Athugull" halda áfram að skemmta sjálfum sér og skrattanum með því að hafa þessi alvarlegu og viðkvæmu mál að fiflskaparmálum, ætti hann aó afla sér lágmarksþekkingar á þeim fyrst, a.m.k. ætti hann að lesa þau skrif, sem hann segir sjálfur vera orsök að bréfi sinu. 52? SIGGA V/GGA £ *ílLVtWW 06 LÁTiQ 0\(Kö9 41Q9EI m$A mv V4t£\<A9 06 \wv\júmi6mw 06 (tt'éEVAVMENhL <-ni» ni-^f Skemmdar- vargar á ferð SKEMMDARVARGAR voru á ferð á Spftalastfgnum og nágrenni hans aðfararnótt s.l. þriðjudags. Ristu þeir á dekk undir sjö bflum með beittum hnff. Voru 20 dekk skemmd á þann hátt og eru flest þeirra gjörónýt. Allt voru þetta snjó- dekk, og má áætla tjónið nær 100 þúsund krónur. Rannsóknarlögreglan hefur fengið þetta mál til meðferðar, en enn hafa engir verið teknir fyrir þessi skemmdarverk. Um svipað leyti og þau voru framin sást til grárrar bifreiðar af Peugeotgerð á sömu slóðum. Það eru tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem f bifreiðinni voru, gefi sig fram, svo og aðrir sem einhverjar upplýsingar geta gefið í þessu máli. Þá óskar rannsóknarlögregl- an einnig eftir þvi, að þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um skemmdarverk, sem framið var sömu nótt á bifreið sem stóð við Bólstaðarhlíð gefi sig fram. Miklar skemmdir voru unnar inni i bifreiðinni, m.a. sambyggt út- varp og segulband af Pioneergerð eyóilagt. JWor0unblfitiil> mnRCFHLDPR mÖCULEIKR VÐRR RETTUR DAGSINS: Lambasmásteik Marengo og blautkaka m / appelsinusósu. Verð aðeins kr. 335.— og nú kynnum við ekta ítalskt Munið okkar ódýru sérrétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.