Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
í nóvembermánuði síðastliðn-
um var haldin fyrsta Matvælaráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna og
fór hún fram í Rómarborg.
Tilefni ráðstefnunnar er sá gífur-
legi matvælaskortur, sem nú rfkir
í veröldinni og sem horfur eru á
að verði enn alvarlegri ef róttæk-
ar ráðstafanir verða ekki gerðar
án tafar til stóraukinnar matvæla-
framleiðslu.
Þeirri áskorun var á ráðstefn-
Áburðarverksmiðjan f Gufunesi. Hún framleiðir nú aðeins helming þess áburðar, sem Islendingar
þurfa á að haida. hinn helminginn þarf að flytja inn — nú á sexföldu verði.
Ljósm.: Mats Wibe Lund.
21
verkfræðideild Landsvirkjunar
að ónotað afl f heild verði 191
megavött árið 1979 og 230 mega-
vött 1980. Hér er hins vegar
hvergi reiknað með því afli, sem
fyrirhugaðar Norðurlands- og
Austurlandsvirkjanir munu fram-
leiða, en ljóst er að forsenda bygg-
ingar þeirra er að kaupendur
fáist að orkunni — í mynd stór-
iðju við áburðarframleiðslu eða á
öðrum sviðum.
Gunnar G. Schram prófessor:
íslenzk stóriðja í barátt-
unni gegn matvœlaskortinum
unni beint til allra þjóða heims,
en þó fyrst og fremst til hinna
vestrænnu iðnaðarþjóða, að þær
könnuðu til þrautar allar leiðir til
aukinnar fæðuframleiðslu f lönd-
um sínum svo hungurvofunni
yrði bægt frá dyrum tuga þjóða í
Afrfku og Asíu. Þeirri áskorun
var vitanlega einnig beint til
okkar íslendinga, en íslenzkur
fulltrúi sat ráðstefnu þessa, svo
sem kunnugt er, og greindi skil-
merkilega frá störfum hennar í
fjölmiðlum eftir heimkomuna.
Það er þess vegna ekki óeðli-
legt að við íslendingar, sem aðrar
grannþjóðir okkar í austri og
vestri, veltum því fyrir okkur um
þessar mundir hvað sé hér helzt
til ráða, hvort við getum lagt hér
þyngri lóð á vogarskál lífs og
dauða en okkur er nú tækt. Skal
nú vikið að einum kosti í þessum
efnum, sem ég tel þess virði að
kannaður verði til hlítar á næst-
unni af íslenzkum sérfræðingum
og íslenzkum stjórnvöldum.
Það er barnalærdómur, að und-
irstaða lífsins er gróðurmáttur
jarðar. Matvælaframleiðslan
stendur í beinu hlutfalli við þann
gróðurmátt, og þar eru þrfr þættir
mikilvægastir; jarðvegur, vatn og
áburður. Þessir þættir eru af
skornum skammti víða í þróunar-
löndunum, en þó keyrir um þver-
bak nú síðustu misserin að því er
varðar áburðarskort. Kemur þar
tvennt til, sívaxandi mannfjölgun
í þeim löndumm sem sízt eru und-
ir það búin að brauðfæða þegna
sína svo sæmilegt geti talizt, og
svo hitt, að olíukreppan hefur
haft þau áhrif að framleiðslu-
aukning tilbúins áburðar hefur
nær stöðvast. Að dómi sérfræð-
inga FAO er hér um eitt alvarleg-
asta vandamálið að ræða í bar-
áttunni við hungrið í heiminum f
dag. Glæstar vonir voru um skeið
bundnar við hina svonefndu
„grænu byltingu“ í akuryrkju,
þar sem tókst að fimmfalda
uppskeru hverrar ekru lands með
nýjum fræafbrigðum. En hér
fylgdi sá böggull skammrifi að til
þess þurfti mjög að auka áburðar-
notkunina. Nú skortir áburðinn
og vellir hinnar grænu byltingar
hafa f mörgum þjóðlöndum
breytzt í sviðna akra, þar sem vart
finnst stingandi strá og helztu
kennileitin eru skinin bein þess
búsmala, sem þar áður gekk. Það
þarf þess vegna engan að undra
þótt ein helzta ósk Matvælaráð-
stefnunnar í Róm hafi verið sú, að
þær þjóðir heims, sem til þess
kunna ráð, stórykju áburðarfram-
leiðslu sína, svo hér mætti skipta
sköpum.
t nýrri skýrslu Aburðar-
nefndar FAO er frá því greint að
árin 1975—1976 muni skorturinn
á köfnunarefnisáburði í veröld-
inni nerha 1,1 miilj. lesta. Ef
lengra er skyggnzt er gert ráð
fyrir að árin 1980 — 1981 muni
skorturinn verða um 7 milljónir
lesta. Notkun þessarar tegundar
áburðar er í veröldinni f dag 43
milljónir lesta, en þörfin er
áætluð 1980—1981 59 milljónir
lesta, og er þar um að ræða 63%
aukningu frá árunum
1972—1973.
Þetta breiða bil verður vitan-
lega ekki brúað nema með mikilli
aukningu áburðarframleiðslu
bæði i þróunarlöndunum og ekki
síður í iðnaðarlöndunum, þar sem
enn er að finna óbeizlaðar orku-
lindir. Ljóst er að nokkur hvöt til
slíkra framkvæmda er olíu-
kreppan en sökum hennar hefur
verðlag á tilbúnum áburði marg-
faldast í verði að undanförnu. Má
geta þess að í Bandaríkjunum eru
uppi ráðagerðir um byggingu átta
nýrra köfnunarefnisáburðar-
verksmiðja næstu fimm árin, sem
samtals munu geta framleitt um 2
millj. lesta áburðar þegar þær eru
komnar i gagnið, en sú fram-
kvæmd dugir þó hér hvergi nærri
til.
Sem dæmi um verðhækkun
áburðarins er þess getið f fyrr-
greindri skýrslu að verðið á köfn-
unarefnisáburði hafi fjór- til
fimmfaldast síðan 1972 og sé nú
443—673 dollarar lestin miðað við
hreint köfnunarefni. Þar sem
ekki sé fyrirsjáanleg nein fram-
leiðsluaukning í veröldinni fyrr
en í fyrsta lagi 1976, megi búast
við því að þetta verð hækki enn
frá því sem nú er. Ef við lítum í
þessu efni til okkar eigin áburðar-
framleiðslu, þá eru í landinu
framleidd um 40.000 lestir árlega
af áburði, en ársneyzlan er hins
verugar um 60.000 lestir f dag.
Verður þess vegna að flytja inn
verulegt magn og sýna verðbreyt-
ingarnar þar þessa sömu mynd.
Verðið á innfluttu ammoníaki,
sem er uppistaðan f köfnunar-
efnisáburðinum (82% hreint
köfnunarefni), hefur hækkað frá
árinu 1972 úr 70 dollurum lestin í
422 dollara lestin, eða um það bil
sexfaldast á þessu skamma tíma-
bili. Við má hér bæta að skv.
fregn f Mbl 11. febrúar s.l. hefur
áburðarverð til íslenzkra bænda
hækkað um 150% eða 1,2
milljarða kr. frá því í fyrrasumar.
Það er þess vegna ekki nema
eðlilegt að fram hafi nýlega
komið hugmyndir um könnun á
stækkun Áburðarverksmiðjunnar
í Gufunesi, með það í huga að hún
geti fullnægt okkar eigin þörfum
án nokkurs innflutnings — unnið
köfnunarefni úr loftinu fyrir
atbeina íslenzkrar raforku, en
ekki treyst á erlenda orkugjafa í
þessu efni, sem margfaldast
hafa f verði síðustu misseri.
En eigum við að láta þar staðar
numið?
Kemur ekki til greina þegar
rætt er um stóriðju á Islandi að
hugsa út fyrir hring áls, salts og
málmblendis og hyggja að því
hvort ekki gæti einnig verið skyn-
samlegt að nýta orku hinna nýju
virkjana, sem nú eru f bígerð
einnig til áburðarframleiðslu í
stórum stíl — þeirrar framleiðslu-
vöru, sem einna mest skortir í
heimi hungursins í dag?
Ef litið er til hugsanlegrar
íslenzkrar stóriðju á sviði
áburðarframleiðslu yrði að dómi
fslenzkra sérfræðinga tvímæla-
laust hentugast að binda hana
einvörðungu við framleiðslu á
ammoníaki, sem er megin uppi-
staðan í köfnunarefnisáburðin-
um sem fyrr segir. Er það vegna
þess að úr því efni er unnt að
framleiða önnur áburðarefni sem
síðan má blanda saman við fosfór
og kalí og mynda þannig þær
áburðartegundir, sem henta bezt í
þeim löndum, sem áburðurinn er
seldur til. Raunar er ammoníakið
notað sums staðar til áburðar án
þess að það sé blandað öðrum
efnum, t.d. f Danmörku þar sem
það er víða borið beint á akra. Þar
að auki myndi hrein ammoníak-
framleiðsla hér á landi hafa tvo
aðra kosti. Ekki þarf að flytja inn
nein erlend hráefni til gerðar
þess. Og hitt er ekki siður mikil-
vægt að framleiðsla á ammoníaki
er algjörlega laus við alla
mengun, sem fylgdi hins vegar
framleiðslu sumra tegunda
áburðar. Hér yrði því um fullkom-
lega mengunarlausa stóriðju að
ræða og má ætla að sumum þyki
slíkt nokkurt keppikefli. Við má
hér einnig bæta, að þótt hér sé
fyrst og fremst verið að ræða um
ammoníakframleiðslu til áburðar,
þá er þetta efni eitt hið mikilvæg-
asta, sem notað er f margskonar
öðrum iðnaði i veröldinni m.a.
plastiðnaði, og veitir sú staðreynd
vitanlega nokkra markaðstrygg-
ingu í þessari framleiðslugrein.
Því er ekki að leyna að hér er
um orkufreka stóriðju að ræða.
Til framleiðslu á hverri lest af
ammoníaki á dag þarf 0,5 mega-
vatt raforku. Ef gert væri ráð
fyrir verksmiðju, sem væri rúm-
lega átta sinnum stærri en
Áburðarverksmiðjan er í dag og
framleiddi um 200 lestir af
ammoníaki á dag myndi því þurfa
til þess orku, er samsvaraði 100
megavöttum. Sú orka yrði vitan-
lega að koma frá hinum nýju
virkjunum sem fyrirhugaðar eru,
frá Hrauneyjarfossvirkjun, sem
ráðgert er að framleiða muni
170—200 megavött, eða frá hinum
nýju Norðurlands- eða Austur-
landsvirkjunum, þegar þær hafa
tekið til starfa.
Ætla má að stærri verksmiðja
yrði rekstrarlega hagkvæmari, en
það atriði hlýtur að ráðast af
framboði raforkunnar.
t þessu sambandi má geta þess
að gert er ráð fyrir þvi að árleg
afkastageta málmblendiverk-
smiðju þeirrar sem nú er ráðgerð,
verði í upphafi 47.000 lestlir á ári,
en orkuþörfin 68 megavött til
þeirrar framleiðslu. Þá hafa í um-
ræðum um það mál komið fram
fróðlegar upplýsingar frá verk-
fræðideild Landsvirkjunar um
ónotaða orku á næstu árum miðað
við núverandi kerfi að viðbættri
Sigölduvirkjun, og er þá tekið til-
lit til orkusölu til málmblendi-
verksmiðjunnar og áætlaðrar
viðbótarhúshitunar. Önotuð orka
yrði samt sem áður 120 megavött
1977 og 102 megavött 1978. Með
tilkomu Hrauneyjarfossvirkjunar
eykst þessi tala í 223 megavött
1979. Ef Norðurland verður tengt
við Landsvirkjunarkerfið áætlar
Hér skal því bætt við, að sú
tegund stóriðju, sem hér er rætt
um, hlýtur fyrst og fremst að
byggjast á hagkvæmu verði
íslenzkrar raforku, sem væri sam-
keppnisfært við aðrar orkulindir,
svo sem jarðgas, en það er nú f
vaxandi mæli notað við áburðar-
framleiðslu í þeim löndum, sem
hafa yfir þvi að ráða og þar sem
það reynist ódýrari orkugjafi en
raforkan. Þannig hyggjast nú
Norðmenn nota hinar nýju jarð-
gaslindir sínar á hafsbotni m.a. til
áburðarframleiðslu og hverfa frá
notkun raforku vegna þess hve
jarðgasið reynist þeim ódýr orku-
lind. En hafa ber í huga að það
eru ekki nema fáeinar þjóðir, sem
ráða yfir gas- og olíulindum, svo
raforkan er hér enn mikilvæg
undirstaða og kemur þá til sam-
keppnisaðstaða okkar varðandi
orkuverðið.
Um fjármögnun íslenzkrar
stóriðju á sviði áburðarfram-
leiðslu skal ekki fjölyrt á þessu
stigi, enda yrði slik könnun einn
meginþáttur þeirrar athugunar,
sem hér er lagt til að framkvæmd
verði. En Ijóst er að alþjóðlegar
lánastofnanir munu telja fram-
kvæmdir, sem miða að því að efla
matvælaframleiðslu veraldar,
æskilegri fjárfestingu en margt
annað sem eftir er sótt. Þá má og
benda á það, að ef efnt verður til
íslenzkrar stóriðju á sviði
áburðarframleiðsu verður kostn-
aðurinn við nauðsynlega stækkun
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi um a.m.k. helming aðeins
lítið brot af því sem hann ella
yrði, þar sem megin framleiðslu-
efni áburðarins, ammoníakið,
yrði fengið frá hinni nýju verk-
smiðju.
Er þá komið að lokum þessara
hugleiðinga. Kjarni þeirra er sá,.
að æskilegt og sjálfsagt sé að
kanna ítarlega hvort skynsamlegt
sé að hefja framkvæmdir á því
sviði stóriðju, sem hér hefur verið
um rætt. Það verður vitanlega
ekki gert nema í ljós komi .að á
þennan hátt verði orka fallvatna
okkar, hinna nýju virkjana, nýtt á
arðbæran hátt. En verði sú niður-
staðan er torvelt að gera sér í
hugarlund framkvæmd sem
mannfólkinu í veröld okkar yrði
að meira gagni, eins og málum er
nú komið.