Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975
hún, eða því hefndir þú þín ekki á honum? Ormur
kvað það ekki sæma, að menn erfðu slíkt lengi.
Þá skal ég ekki vera búin að gleyma því í kvöld,
sagði Ingveldur, enda er mér það ekki minni skömm
en þér sjálfum, því það er eins og ég hafi aldrei tímt
að gefaþér að éta.
Ekki töluðu þau mæðgin meira um þetta að því
sinni.
Á meðan þeir sveinarnir glímdu, höfðu þeir bænd-
urnir haldið áfram að draga úr réttinni, og var nú
komið að því, að þeir þar af næstu bæjunum dragi
sitt fé; dróu þeir jafnan síðastir, en þeir, sem voru
lengst að, drógu fyrst. Sá maður var þar við réttina,
er Ásbjörn hét, er svo var glöggur á fé, að hann
þekkti hverja kind, ef hann hafði séð hana einu sinni
áður; hann vissi og, hvaða mark hver maður átti í
hinum tveimur næstu sýslum; hann stóð jafnan í
miðjum réttardyrum og skoðaði hverja kind, sem
dregin var, og sagði, hver átti, og rengdi hann
enginn maður; og kæmi einhvern tíma nokkur
ágreiningur milli manna um mörk, var hann látinn
skera úr þrætunni, því menn vissu, að Ásbirni bar
saman við markabækurnar. Gengu menn nú fast að
að draga, eftir að bændaglímunni var lokið.
Þessa kind veit ég ekki, hver á, sagði Ásbjörn og
þuklaði um eyrun á einni tvævetlu. Kallið þið á
hreppstjórann i Tungu; það er allt undir því komið,
hvort hér hefur verið biti, en eins er og þarna sé
HÖGNI HREKKVÍSI
bris á eyranu, piltar, eða hvað segir þú Jón á
Lækjamóti? Yfirmarkið er hreppstjórans í Tungu,
blaðstýft framan bæði og fjöður aftan vinstra, en sé
þarna biti aftan hægra, þá á hann Jón á Gili hana; en
metféskepna er það, hver sem hana á, hvar er
hreppstjórinn?
Hér er ég, eða hvað er þér á höndum núna,
Ásbjörn minn?
Eigið þér þessa tvævetlu, signor Bjarni?
Það veit ég ekki, ef að markið mitt er á henni, þá á
ég hana, annars ekki.
Hér er nokkur vafi á; þarna eru blaðstýfingarnar
og fjöðrin, en skoðið þér nú sjálfir! Hérna er eins og
einhver ben hafi verið á eyranu líklegast biti, en illa
er hann gerður, og þá á hann Jón á Gili hana; því,
eins og þér munið, er markið ykkar eins, nema það
sem hann brá bitanum út af, þegar hann kom hérna í
sveitina.
Ég þori ekki að segja neitt um það, Ásbjörn minn,
það er bezt að kalla á fleiri til að dæma um það mál;
sækið þið hann Guðmund smala og hann Jón á Gili
sjálfan, því ekki vil ég mér sé eignað annað en það,
sem ég á.
Þá var farið eftir þeim Guðmundi og Jóni, og kom
Guðmundur fyrr.
Þekkir þú þessa tvævetlu, Gvendur? sagði Ás-
björn, á hreppstjórinn hana?
Guðmundur skoðaði tvævetluna í krók og kring, en
sagði síðan, að þar um gæti hann ekki sagt með
neinni vissu.
Æ, hvaða smali er það, skrattinn sá arna, að þekkja
ekki kindurnar hans húsbónda síns, sagði Ásbjörn;
mér er þó skapi næst að halda að hann eigi hana; það
er eins og mér sýnist að ég hafi séð þessa kind áður,
þegar ég kom fram að húsunum þar í Tungu í vetur,
en ekki þori ég að sverja það, held ég, nei, ekki þori
ég að sverja það, og siðan þetta bris, sem þarna er á
eyranu.
í þessum svifunum kom Jón á Gili þar að og
skoðaði markið og segir;
Mér sýnist enginn vafi þurfa að vera á um hana,
markið mitt er á henni, ég á hana.
Og ekki er það nú skýrt á henni, markið þitt, en
hitt er það, ef þú þekkir hana og þorir að sverja þér
hana, sagði Ásbjörn.
Hvort sem heldur væri, sagði Jón, þar sem markið
mitt er á henni; ég á ekki svo margt féð, að ég ætli að
láta hunda draga það af mér sem ég á.
Nær er mér þó að segja, að þú eigir ekkert í henni.
Rétt í þessu kom Sigriður litla frá Tungu hlaup-
andi þar að, sem þeir voru að þrefa um tvævetluna,
og kallaði, áður en hún kom til þeirra:
Æ, þarna er hún Kolla mín blessuð komin af
fjallinu!
Hvar sér þú hana? sagði Bjarni.
Hérna! Þetta er hún Kolla mín, ég þekki hana.
Er þetta hún Kolla þín? gall Ásbjörn við.