Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1975 Hægt að flytja vegg- skreytingar Kjarvals MENNTAMÁLARAÐUNEYTIÐ væntir næstu daga greinargerðar brezks sérfræðings um möguleika á varðveizlu yeggskreytinga Kjar- vals í vinnustofu meistarans í Austurstræti. Svo sem kunnugt er var brezki sérfræóingurinn, sem starfar hjá brezka umhverfis- málaráðuneytinu að viðgerð lista verka, fenginn hingað til landsins m.a. til að skera úr um hvort þorandi væri að flytja vegg- skreytingarnar af veggjum vinnu- stofunnar í annan geymslustað. Brezki sérfræðingurinn lét þau orð falla við athugun sína á vegg- skreytingunum, að ekkert væri því til fyrirstöðu að flytja þær úr stað og mun greinargerðin eink- um snúast um hvernig bezt verði staðið að því verki. Firmakeppni TR FIRMAKEPPNI Taflfélags Reykjavíkur stendur yfir um þessar mundir. Undankeppni er lokið og hefst næst úrslitakeppni 22 fyrirtækja. 1 undankeppninni urðu eftirtalin 10 fyrírtæki hlut- skörpust: Híbýlaprýði, Þjóðvilj- inn, Búnaðarbankinn, Skrifvélin, Múli, hjólbarðaviðgerð, Form- prent, Happdrætti Háskólans, Happdrætti SlBS, Harpa og Nesti við Elliðavog. — LÍÚ Framhald af bls. 36 Fundurinn lýsir því undrun sinni yfir því, að þjóðinni skuli nú tjáð, að gengisbreytingin sé gerð I þágu útgerðarinnar. Ef stjórnvöld bregða ekki hart við og gera nú þegar óhjákvæmi- legar ráðstafanir til að koma út- gerðinni yfir rekstrarerfiðleika hennar og tryggja rekstur henn- ar, blasir við áframhaldandi tap- rekstur með tiisvarandi og áfram- haldandi skuldasöfnun, sem hlýt- ur að leiða til stöðvunar og stór- fellds atvinnuleysis um land allt. — Rækjudeilan Framhald af bls. 36 lenzkir fiskimenn selja afla sinn. Þess konar afskipti eru þeirri sjó- mannastétt, sem nú starfar í land- inu, framandi og ógeðfelld. Þau eru andstæð réttarvitund Is- ienzkra sjómanna og þjóðarinnar allrar og má því aldrei aftur upp taka hér á landi. 3. Ef ríkisvaldið gerir ekki nú þegar lát á aðför sinni gegn okkur á Nökkvanum og gefur okkur frið til að stunda atvinnu okkar, verð- um við — hvað sem rétti okkar lfður — neyddir til þess að leita okkur annarrar vinnu, og útgerð- in verður sjálfsagt að selja skipið í burtu. Þar með missa 15—18 manns atvinnu við rækjuvinnsl- una og bætast í hóp annars at- vinnulauss fólks á staðnum eða þeirra, sem að undanförnu hafa orðið að fara burt I atvinnuleit. Eins og nú er komið málefnum þjóðarinnar, hljóta yfirvöldin að hafa einhverjum þarfari verkefn- um að sinna en að stöðva atvinnu- fyrirtæki á sjó og í landi. P.t. Reykjavík, 13. febrúar 1975, Amundi Grétar Jónsson. - Klofið í þrennt Framhald af bls. 36 gengislækkun við núverandi aðstæður. Gylfi Þ. Gíslason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins hefur lýst yfir andstöðu við gengisbreytinguna, þar eð hún sé ekki lausn á þeim heildar- vanda, sem við er að etja í efna- hagsmálum. Hann sagði hins vegar í ræðu á Alþingi sl. mið- vikudagskvöld, að gengislækk- un gæti verið nauðsynleg, ef hún væri þáttur I heildarlausn efnahagsvandans. Karvel Pálmason formaður þingflokks Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna lýsti á Alþingi sl. miðvikudagskvöld yfir andstöðu við gengislækk- unina. Hann lýsti þeirri skoðun flokks síns, að fara hefði átt svonefnda niðurfærsluleið og koma á skyldusparnaði. — Eignaupptaka Framhald af bls. 2 ræða, sem sífellt ætti sér stað við hverja nýja gengisskrán- ingu, og væri óhæf gagnvart starfsstétt, er sífellt væri gengið á. Auk þess leiddi slfk afstaða til þess, að vörubirgðir hyrfu á fáum dögum úr verzlunum sem kallaði á stór- aukinn innflutning umfram það sem vera þyrfti og fyrr en ella. Verzlunarstéttin þyldi ekki slfka eignaupptöku með stuttu millibili. — Frystihús Framhald af bls. 3. halda frystihúsinu gangandi og vonaðist hann til að svo yrði áfram. Aðspurður um hugsanleg- ar skaðabætur vegna gallanna I vélunum sagði Jóakim, að ekki væri farið að kanna þau mál. Tog- ararnir væru komnir úr ábyrgð, en að hans mati ætti að vera hægt að krefja hina japönsku framleið- endur um skaðabætur vegna þess- ara verksmiðjugalla. Loks tók Jóakim það skýrt fram, að jap- önsku togararnir hefðu yfirleitt reynzt vel fram að þessu og engir alvarlegir gallar komið fram fyrr en nú. — Danmörk Framhald af bls. 1 vinnuvilja þingmanna til að koma á meiri stöðugleika f dönskum stjórnmálum. Hann lét einnig í ljós von um að ríkisstjórnin geti fengið meirihluta fyrir tillögum sínum sem eiga að draga úr at- vinnuieysi f landinu. Sextán ráðherrar sitja í nýju stjórninni. Aðeins tveir þeirra hafa ekki gegnt ráðherrastöðu áð- ur. K.B. Andersen er utanríkisráó- herra, Knud Heinesen er fjár- málaráðherra, Per Hækkerup er efnahagsmálaráðherra, Erling Dinesen er vinnumálaráðherra, umhverfismálaráðherra er Helge Nielsen, Ivar Nörgaard markaðs- málaráðherra og Norðurlanda- málaráðherra, Egon Jensen er innanríkisráðherra, menntamála- ráðherra er Niels Matthiassen, Eva Gredal er félagsmálaráð- herra, Erling Jensen viðskipta- ráðherra, dóms og varnarmálaráð- herra er Orla Möller, kennslu- málaráðherra er Ritt Bjerre- gaard, skatta- og tollamálaráð- herra er Svend Jakobsen. Nýju ráðherrarnir tveir eru Jörgen Peder Hansen, sem er kirkju- málaráðherra og Grænlandsmála- ráðherra, og Pojl Dalsager sem er landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra. — Kýpur Framhald af bls. 1 milligöngu um framtíðarfyrir- komulag á Kýpur. I yfirlýsingu Karamanlis sagði að augljóst væri að Kýpurstjórnin hefði látið undan þrýstingi tyrkn- eskumælandi manna áður og lagt fram áætlun sína. Hefði verið unnið samkvæmt henni hefði verið von um frið á Kýpur og lausn á deilunni. Karamanlis var mjög hvassyrt- ur þegar hann fordæmdi ákvörð- un Kýpur-Tyrkja og sagði að hún væri ólögleg og bryti alla alþjóða- samninga og lög. Ljósara væri nú en nokkru sinni áður að Grikkir hefðu haft rétt fyrir sér þegar þeir hefðu á sínum tfma sagt að innrásin á Kýpur væri aðeins gerð f einum tilgangi, þ.e. til að hernema stóra hluta eyjarinnar og breyta henni nánast í tyrkneskt landsvæði. Gríska stjórnin hefði síðan hún komst til valda virt alþjóðalög og sýnt fullan samkomulagsvilja og for- dæmdi skilyrðislaust „hið nýja tyrkneska valdarán og áskildi sér allan rétt til aðgerða." Talsmaður bandaríska utan- rikisráðuneytisins sagði f kvöld að bandaríska stjórnin væri að kanna yfirlýsingu Kýpur- Tyrkja og mundi í hvívetna fylgja fyrri ásetningi um að reyna að vinna að því að tryggja frið á eynni og varanlega lausn á Kýpur deilunni. — 32-33 ráðherrar Framhald af bls. 1 fiskimálaráðherra, Tor Halvor- sen félagsmálaráðherra og Ing- er Louise Valle dómsmálaráð- herra. Og frá Danmörku koma, eftir því sem segir I skeyti til Morgunblaðsins í gær, K.G. Andersen utanríkisráðherra, Per Nörgaard, ráðherra utan- ríkisviðskipta og norræna mál- cfna, Orla Möller varnarmála- ráðherra, Niels Matthiasen, ráðherra menningarmála og Egon Jensen innanrfkisráð- herra. Ekki var f gærkveldi vitað með vissu hvaða danskir þing- menn væru væntanlegir. Hins vegar hafði borizt nafnalisti yf- ir sænsku, finnsku og norsku þingmennina og af þeim má nefna norsku þingmennina Per Borten, forseta Oðalsþingsins, Finn Gustavsen, leiðtoga norskra vinstri sósialista, Gutt- orm Hansen, forseta Stórþings- ins, Lars Korvald, fyrrverandi forsætisráðherra, Hákon Kyll- ingmark, Odvar Nordli og Káre Willoch. Af sænskum þing- mönnum skal getið Johannesar Antonssons, núverandi forseta Norðurlandaráðs, Arne Geijer, forseta sænska verkalýðssam- bandsins, Gunnars Helen og Per Olofs Sundmans rithöfund- ar. Og meðal finnsku þing- mannanna eru Elsi Hetemáki, Olavi Lahteenmáki og V.J. Sukselainen, sem á sæti í for- sætisnefnd Norðurlandaráðs. — Tjón Framhald af bls. 25 ingu æðarvarps þó að ýmsir telji sig ná góðum árangri við fækkun „vargfugla" með þessum lyfjum. Margt virðist mótsagnakennt þegar rætt er um áhrif hrafns og svartbaks á æðarvarp og má í því sambandi benda á aukningu æðarvarps á Suðvesturlandi þar sem mikið er af „vargfugli" en hnignun æðarvarps viða á Vest- fjörðum þar sem menn hafa náð hvað mestum árangri við fækkun ofangreindra fuglategunda. Af þeim svefnlyfjum, sem reynd voru til fækkunar hrafni og svartbaki, reyndist efnið fenemal best en chloralose óhæft sökum kvalafulls dauða fuglanna. Avertin reyndist ekki eins vel og fenemalið, sérstaklega ef það var látið i egg. — Dagar í Vín Framhald af bls. 16 Christian Friedrich Ludwig Förster, sem ættaður var frá Beirut. 1839 birti hann hug- myndir sínar um Ringstrasse og næsta nágrenni. En það var ekki fyrr en tuttugu árum seinna að hafist var handa um framkvæmdir og þá varð Förster andlegur faðir Ring- strasse, ásamt ungverjanum August Siccard von Siccards- burg og Vínarbúanum Eduard van der Nflll. Gatan, eitthvert mesta stórvirki sinnar teg- undar á öldinni sem leið, er eitt af mörgum dæmum um, hve máttug áhrif Vínar eru á lista- menn, jafnvel þá sem koma þangað fullþroska af öðrum þjóðlöndum. Sömu sögu er að segja um hljómlistina, Vínar- klassfkina, Haydn og fleiri tón- skáld sem komu til borgarinnar við Dóná, þar gerðist eitthvað svipað. ★ ★ ★ ★ ★ I Vínarsálinni gætir auð- særrar tilhneigingar til svart- sýni öðrum þræði og rætur hennar má rekja til sögunnar, búsifja sem kynslóð eftir kyn- slóð hefur mátt þola af völdum styrjalda, en andstæða þess er þó miklu þyngri á vogarskál- inni: barnsleg lífsgleði og óvið- jafnanlegur hæfileiki til að lifa fyrir líðandi stund. Græskulaus gamansemi vakir í vitund Vínarbúans — og hún tjáir sig í orðum. Lundin sver sig í ætt við landslagið og náttúruna, sem er vissulega snar þáttur þessarar opnu og dásamlegu borgar; maður greinir ekki hvar borgin endar og sveitin tekur við. Allt rennur einhvern veginn saman í eitt. Fjöllin eru rani háfjalla Evrópu, og sléttlendið nær svo langt sem augað eygir — og miklu lengra — alla leið til Ungverjalands. Stórfljótið sker landið. Fjöll — slétta — vatn, það eru ekki andstæður, heldur frumþættir náttúrunnar. Eg hef hvergi í heiminum séð jafnmargar manneskjur gefa jafnmörgum betlurum jafn- marga skildina, öryrkjum og öðru óhamingjusömu fólki. Oft er maður f vafa um hvor muni fátækari, gefandinn eða þiggjandinn, og f Vfn er líru- kassamaðurinn og fiðlarinn á götunni. Frh. sfðar. — Kissinger Framhald af bls. 1 starf væri fyrir höndum, þegar hann hefði lokið fundum sínum að þessu sinni. I Israel segja fréttastofnanir að þar sé ekki gert ráð fyrir neinum teljandi breytingum á ástandi vegna milligöngu Kissingers. Þá er haft fyrir satt að Kissinger hafi látið þau orð falla að þær viðræð- ur sem hann stendur nú í séu þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt f fram til þessa, en þetta er nú 10. ferð hans til Miðaustur- landa. Athygli vakti i Bandaríkjunum í dag að Adlai Stevenson, öld- ungadeildarþingmaður réðst í dag harkalega á Kissinger og sagði hann vera að spilla áliti Banda- ríkjanna út á við vegna persónu- legrar framagirni hans og væri hann að gera Bandaríkin að aumkunarverðum og hjálparvana risa. Stevenson hefur þar með bætzt i hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Kissinger mjög harkalega upp á síðkastið, en þekktastur þeirra sem áður höfðu gagnrýnt er Henry Jackson. Ford forseti hef- ur lýst andúð sinni og fyrirlitn- ingu á gagnrýni þessari. — íþróttir Framhald af bls. 35 Hálflelkur 34. 15:8 Björn 35. Viðar 16:8 36. 16:9 Björn (v) 36. Vlðar 17:9 38. Olafur 18:9 38. 18:10 Björn 39. Olafur 19:10 39. 19:11 Arni 40. Arni 20:11 41. Viðar 21:11 42. 21:12 Halldór 43. Olafur 22:12 44. 22:13 Magnús 46. 22:14 Björn (v) 47. Gunnar 23:14 47. 23:15 Halldór 48. 23:16 Kristmundur 49. 23:17 Arni 52. Gunnar 24:17 52. 24:18 Halldór 53. Gunnar 25:18 53. 25:19 Arni 56. Þórarinn 26:19 56. Jón Gestur 27:19 58. 27:20 Georg 59. 27:21 Þór 60. Arni 28:21 60. 28:22 Georg 60. Þórarinn 29:22 Mörk FH Gunnar Einarsson 7, Árni Guðjónsson 5, Ólafur Einars- son 5, Þórarinn Ragnarsson 4, Viðar Símonarson 3, Guðmundur Stefánsson 2, Sæmundur Stefáns- son 1, Jón Gestur Viggósson 1, örn Sigurðsson 1. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 8, Halldór Kristjánsson 6, Arni Indriðason 3, Georg Magnússon 2, Magnús Sigurðsson 1, Kristmund- ur ÁSmundsson 1, Þór Ottesen 1. Brottvfsanir af velli: Sæmundur Stefánsson, FH, i 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Björn Pétursson átti vítakast í stöng á 41. mín. og Guðmundur Ingi- mundarson varði vítakast Ölafs Einarssonar á 55. mín. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Þeir höfðu góð tök á leiknum og dæmdu vel. — stjl. — Breskur efnahagsvandi Framhald af bls. 13 og sömu sögu er að segja um markaði víðsvegar í Evrópu. Þetta stafar vafalaust hvort- tveggja af hækkuðum rekstrar- kostnaði bifreiða samfara hækkun bensínverðs og jafn- framt af þeimsökum að erlend ar bifreiðir, t.a.m. japanskar, hafa orðið mun ódýrari i inn- kaupum en brezkar. Þetta á einnig við um aðrar greinar létt- og þungaiðnaðar og ógnar mjög afkomu brezka þjóðarbús- ins, jafnframt því að stuðla að röskuðu jafnvægi vinnumark- aðsins. En hverjar eru orsakir þess- arar þróunar brezkra efnahags- mála? Andstæðingar rfkis- stjórnarinnar skella skuldinni á það, sem þeir kalla óábyrga stjórn og stefnumörkun henn- ar á efnahagssviðinu. Edward Heath sagði á fundi með hægri sinnuðum verkalýðsfélögum ekki alls fyrir löngu, að stjórn Verkamannaflokksins væri á margan hátt svipuð læknum miðalda í vinnubrögðum, þ.e., að hún notaði ávallt sömu lækn- ismeðferðina, og hún væri blóð- taka. Þvf er ekki að neita, að almenningur hefur orðið illa úti sökum sivaxandi verðbólgu, og að framtíðarhorfur eru ugg- vænlegar. A hinn bóginn ber þess að geta, að uppruni núver- andi efnahagsástands á á marg- an hátt rætur sfnar að rekja til stjórnarsetu Ihaldsflokksins, sem einmitt af þessum sökum beið kosningaósigur snemma á siðastliðnu ári. Það var í stjórnartíð Ihalds- flokksins, sem Bretland gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Evr ópu. Þessi innganga i Efna- hagsbandalagið hefur löngum verið pólitískt þrætuepli al- mennings, og nú þegar á ógæfu- hliðina hefur sigið, hafa ýmsir orðið til að kasta sökinni á veru Bretlands í Efnahagsbandalag- inu. Þær raddir gerast æ há- værari er krefjast úrsagnar úr bandalaginu og í neðri málstofu þingsins hefur þessi krafa hlot- ið verulegan hljómgrunn, eink- um meðal þingmanna Verka- mannaflokksins. Ákvörðun um slíka úrsögn verður þó einungis tekin með þjóðaratkvæða- greiðslu, sem væntanlega verð- ur gengið til í júní nk., þannig að líkur benda til að um endur- nýjaða afstöðu Breta til banda- lagsins verði að ræða á árinu. Það má ugglaust til sanns vegar færa, að vera Bretlands f Efnahagsbandalagi Evrópu hafi ekki orðið þjóðinni jafn gæfurfk og til var ætlazt. A hinn bóginn er það fásinna að ætla, að sá efnahagsvandi sem við er að etja, sé að verulegu leyti sprottinn af inngöngu Bretlands i bandalagið. Eigin- legra orsaka síversnandi þróun- ar brezkra efnahagsmála er hvort tveggja að ieita í Bret- landi sjálfu, svo og i þeirri þró- un alþjóðlegra efnahagsmála, er ýmsir hafa viljað kenna við nýja heimskreppu. Þannig virð- ist brezkt efnahagskerfi ekki enn hafa fyllilega rétt úr kútn- um eftir langvarandi og víðtæk verkföll í árslok 1973 og árs- byrjun 1974. Þá má að nokkru leyti rekja orsakir þessa til rangrar stefnumótunar Verka- mannaflokksins f efnahagsmál- um, sem m.a. hefur komið fram í versnandi rekstrarafkomu þjóðnýttu iðngreinanna. A hinn bóginn hefur hækkandi hrá- efnaverð á heimsmarkaði, olíu- kreppan ofl. orðið til að gera Bretum erfiðara um vik. En á meðan stjórnmálamenn og hag- fræðingar deila um markmið og leiðir til að koma þjóðarskút unni að nýju á réttan kjöl, virð- ist Bretland sökkva æ dýpra í ólguhaf verðbólgunnar. Gfsli Ág. Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.