Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 3

Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1975 3 Félag ísl. síma- manna 60ára 1 dag eru liðin 60 ár frá stofnun Félags íslenzkra símamanna (F.Í.S.). Stofnfélagar voru tuttugu, en nú eru i félaginu milli ellefu og tólf hundruð manns. Tveimur mánuðum eftir stofn- un félagsins hóf það útgáfu Síma- blaðsins og hefur það komið út óslitið síðan. Jafnframt því að vera málgagn símamanna og þýðingarmikið í hagsmunabar- áttu þeirra hefur blaðið flutt fræðilegt efni. Lengst af hefur Andrés G. Þormar verið ritstjóri blaðsins eða í rúm 40 ár. F.I.S. var stofnað áður en ríkis- starfsmenn höfðu myndað með sér stéttarfélög, en árið 1919 stóð félagið að stofnun Sambands starfsmanna ríkisins. Þau samtök urðu ekki langlíf, en árið 1941 voru símamenn aðilar að stofnun fulltrúaráðs opinberra starfs- manna, sem síðar varð að Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja. A 20 ára afmæli félagsins árið 1935 voru staðfestar starfsmanna- reglur Landssímans, en aðrir rík- isstarfsmenn fengu ekki viður- kennd hliðstæð réttindi fyrr en með lagasetningu árið 1954. Það var nýjung á sviði félags- mála hér á landi þegar Starfs- mannaráð Landssíma íslands var stofnað fyrir tilstuðlan F.I.S., en ráðið er skipað fulltrúum stofn- unarinnar og félagsins. Siðan hafa orðið miklar umræður um nauðsyn þess að koma á slíkum samstarfsnefndum í opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum með atvinnulýðræði að markmiði. F.Í.S. á orlofsbústaói m.a. vió Apavatn i Laugardal og i Munað- arnesi, en fyrsti bústaðurinn var reistur við Elliðavatn árió 1931. Innan F.Í.S. eru margar deildir víðs vegar um land. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Ottó B. Arn- ar, sem var formaður, Adolf Guð- mundssyni og Kristjönu Blöndal. Núverandi formaður er Asgeir Geirsson, er að öðru leyti er stjórnin þannig skipuð: Jón Tóm- asson varaformaður, Jóhann L. Sigurðsson ritari, Bjarni Ólafsson gjaldkeri og Brynjólfur Björns- son meðstj. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur hinn 20. febrúar 1975 var samþykkt einum rómi, með 15 samhljóða atkvæðum að gera Kristján Sveinsson lækni að heiðursborgara í Reykjavík. I tilefni af heiðursborgara- kjörinu hélt borgarstjórn Kristjáni Sveinssyni kaffisam- sæti í gær og hafði Birgir Isleif- ur Gunnarsson borgarstjóri orð fyrir borgarfulltrúum. Skýrði hann frá samþykkt borgar- stjórnar og afhenti hinum ný- kjörna heiðursborgara bréf borgarstjórnar um kjör hans. Kristján Sveinsson læknir þakkaði síðan með stuttri ræðu. Bréf borgarstjórnar er ritaö af Halldóri Péturssyni list- málara, en sérstök skinnmappa, sem bréfinu fylgir, er gerð af Þresti Jónssyni bókbindara. Hér fer á eftir ræð'a sú er Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flutti í hófi aó Ljosmynu av. porin. Kristján Sveinsson læknir og heiðursborgari Reykjavfkur flytur þakkarávarp f hófi borgarstjórnar að Höfða f gær. Krístján Sveinsson læknir heiðursborgari Reykjavíkur Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri afhendir Kristjáni Sveins- syni lækni heiðursskjal Reykjavfkurborgar. Höfða í gær þegar Kristjáni Sveinssyni var afhent heiðurs- skjal borgarstjórnar: „Borgarstjórn Reykjavíkur hefur mælt sér mót við þig hér í Höfða í dag i tilefni þess, að s.l. fimmtudag, 20. febrúar, sam- þykkti borgarstjórn með 15 samhljóða atkvæðum að gera þig að heiðursborgara Reykja- víkur. Læknir, sem starfað hefur í Reykjavík i 43 ár og reyndar lengur, ef námsár eru talin með, hefur séð tímana tvenna. Á þeim tíma hefur Reykjavik breytzt úr bæ í borg, íbúafjöldi margfaldast, húsakynni öll batnað til hins betra, atvinnu- lífið orðið fjölþættara og þjón- usta á hinum ólíkustu sviðum batnað. Allt þetta hefur þó ekki gerzt átakalaust og í þessu ölduróti siðustu áratuga hefur e.t.v. ver- ið nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að eiga menn, sem líknuðu og hugguðu af þeirri hjartagæzku, sem einkennt hefur störf Kristjáns Sveins- sonar. Störf hans hafa verió marg- vísleg. Hann hefur verið augn- læknir við Landspítalann og Landakostsspitalann, dósent við Háskóla Islands í sérgrein sinni, ritað margt um augn- lækningar, og ég nefni einnig hér, að hann var varabæjarfull- trúi í Reykjavik 1950—1958. Flestir hafa þó sennilega notið þjónustu hans á læknastofunni við Skólabrú. Þangað hafa þúsundir Reykvíkinga komið i gegnum árin og enginn farið bónleiður’ til búðar. Þar og reyndár alls staðar, þar sem hann hefur hitt sjúklinga sína, hafa þeir notið frábærrar lækniskunnáttu og blessunar- rikra huggunarorða Kristjáns Sveinssonar. Hann hefur ávallt í orði og verki komið fram sem einlægur vinur þeirra, sem líknar þurftu með, — hlýr og minnisstæður persónuleiki, sem óþreytandi hefur ausið úr brunni manngæzku sinnar og mildi. Enn í dag, aó nýafstöðnu 75 ára afmæli Kristjáns Sveins- sonar, er bióstofan við Skóla- brú full af fólki, sem leitar þjónustu hans. Þótt kveikjan að ákvörðun borgarstjórnar um þessa heiðursborgaraveitingu sé að sjálfsögðu störf og mannkostir Kristjáns Sveinssonar, hefur hún í sér fólgið ákveóið tákn. Hún er tákn þess, að borgar- stjórn vilji virða og meta störf þeirra borgarbúa, sem dag hvern ganga hljóðlátir og hóg- værir til sinna starfa. Það hefur Kristján Sveinsson ávallt gert. Hann hefur unnið sín störf í kyrrþey, oftast langan vinnu- dag, og forðast allt umtal og umstang, þegar hann sjálfur hefur átt i hlut. Borgarstjórn Reykjavikur vill í dag fyrir hönd borgarbúa þakka þér þín mikilvægu störf í þeirra þágu. Til staðfestu samþykkt borgarstjórnar bið ég þig að veita viðtöku skjali, þar sem ákvörðun borgarstjórnar er skráð og undirrituð af öllum borgarfulltrúum. Megir þú heill njóta þessarar sæmdar og borgarbúar njóta sem lengst þinnagóðu starfskrafta." BÓKAMARKAÐUR 0P1NAÐUR í DAG Brettingur Og Páll Pálsson hlíð við hlið Ljusm. Sverm raissuu. BÓKSALAFÉLAG tslands opnar I dag bókamarkað, sem að þessu sinni er haldinn í kjallara nýja Iðnaðarmannahússins við Hall- veigarstíg. Þetta er í fimmtánda sinn, sem félagið heldur bókamarkað og eru bókatitlar nú fleiri en nokkru sinni eða hátt á fimmta þúsund. Verð bókanna er misjafnt eins og gefur að skilja, en elzta og jafnframt ódýrasta bókin, sem vitað er um á markaðnum nú er Lúthers-minning Helga Hálfdán- arsonar, sem kom út árið 1896, og kostar 22 krónur. Sú nýjung er nú á bókamarkaði að veittur er 10% afsláttur á verði ritsafna, sem kosta 10 þúsund krónur eða þar yfir. Bækur á bókamarkaði eru yfir* leitt allar tveggja ára og eldri og sögðu þeir Jónas Eggertsson og Lárus Blöndal, sem eins og und- anfarió hafa veg og vanda af bókamarkaðnum, að alltaf biðu margir með bókakaup þar til bæk- ur væru komnar á markaðinn og verðið hefði lækkað. Bókamarkaóurinn verður opinn alla daga nema sunnudag kl. 9—6, en þriðjudaga og föstudaga verð- ur opið til kl. 22. Markaðurinn verður opinn út þessa viku og þá næstu aó minnsta kosti. / Ur lífshœttu LITLA stúlkan, sem varð fyrir bifreið í Vesturbergi fyrir nokkru og slasaðist lífshættulega, er nú mjög á batavegi, að sögn lækna Borgarsjúkrahússins. Er hún úr lifshættu og hefur verið flutt af gjörgæzludeild sjúkrahússins. Japani kominn til að líta á vélar togaranna JAPANSKUR vélaverkfræðing- ur, Kong að nafni, kom til lands- ins í gær til að líta á vélarnar í japönsku skuttogurunum, sem bilað hafa að undanförnu. Hann er sérfræðingur við Niigata- verksmiðjurnar, sem framleiddu vélarnar I togarana. Hann mun einnig ræða um hugsanlegar bæt- ur vegna bilana og galla I vélun- um. Að sögn Sigurðar Brynjólfs- sonar hjá Asíufélaginu, sem er umboósaðili fyrir togarana, er viðgerð lokið á Brettingi. frá Vopnafirði og fór hann frá Akur- eyri i fyrrakvöld. Nú er unnið að viðgerð á Páli Pálssyni, Hnffsdal í Slippstöðinni á Akureyri. I Reykjavík er unnið að viðgerð á vél Hvalbaks frá Breiðdalsvík, en i vél hans fannst járnsvarf. Rannsókn á vélum Arnars, Skaga- strönd, Ölafs Bekks, Ölafsfirði, Drangeyjar, §áuðárkróki og Rauðanúps, Raufarhöfn leiddi ekkert alvarlegt í ljós, en eftir er að athuga vélar skuttögaranna Vestmannaeyjar, Vestmannaeyj- um, Bjarts, Neskaupsstað og Ljósafells, Fáskrúðsfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.