Morgunblaðið - 27.02.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 27.02.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 15 Sigurður Oskarsson á Hellu: ÞRATT fyrir stórkostlegar framkvæmdir undanfarin ár við Þórisvatn og Tungnaá er það staðreynd, að hluta hvers árs er almennt atvinnuleysi landlægt í Rangárvallasýslu, og hefur svo verið mörg undanfar- in ár. Þetta hefur átt sér stað þrátt fyrir almennan flótta ungs fólks úr héraðinu allt fram til 1970. Ekki er ofmælt, að hefði ekki verið um að ræða áðurnefndar framkvæmdir á hálendinu, væri ástandið í héraðinu nú stóralvarlegt. A síðustu árum eða frá 1970 er framkvæmdir við Þórisós og Vatnsfell hófust að marki, hefur þeim Rangæ- ingum sífellt fjölgað er atvinnu stunda við þessar virkjunar- framkvæmdir. Síðan fram- kvæmdir hófust við Sigöldu fyrir rúmu ári hafa auk verka- og iðnaðarmanna, vörubifreiða- stjórar og vinnuvélaeigendur bæst í þann hóp Rangæinga er lífsviðurværi sitt byggja á hin- um tímabundnu virkjunar- framkvæmdum. Allar líkur benda til þess að n.k. sumar verði 75% rangæskra verkamanna við störf i Sigöldu, 50% vörubíla héraðsins og mestur hluti stór- virkra vinnuvéla. Hér er stuðst við tölur stéttarfélaganna í Rangárvallasýslu frá siðasta ári og reiknað með þeirri vinnu- afls- og tækjaaukningu sem áætlanir við framkvæmd Sig- ölduvirkjunar gera ráð fyrir. benda til, að Hrauneyjafoss verði virkjaóur i beinu fram- haldi af Sigölduvirkjun, þá er vandinn vissulega Jeystur að einhverju leyti í bili, en ástand- ið aftur á móti mun verða mun háskalegra 1979/80 er Hraun- eyjafossvirkjun lýkur. Tíma- bundnar stórframkvæmdir sem hér um ræðir, og sem taka til sin svo stóran hluta af vinnu- afli héraðsins, velta aðeins vandamálinu á undan sér, minna er hugsað um þörfina á framtiðarlausn atvinnumál- anna og er þessum framkvæmd- um lýkur blasir við algjört vandræðaástand. Auk þeirra sem á hálendinu starfa, sækja Rangæingar og hafa sótt mörg undangengin ár atvinnu til störf við timabundnar virkjunarframkvæmdir teknar með). Þessi könnun er tíma- frek og henni mun ekki verða lokið fyrr en á miðju ári, en þær upplýsingar sem liggja þegar fyrir eru svo uggvænleg- ar, að full ástæða er að vara við því ástandi sem skapast mun verði ekki gripið til róttækra aðgerða. Föstudaginn 14. febr. s.l. birt- ist í Morgunblaðinu stórmerki- ■leg grein eftir Gunnar G. Schram prófessor, sem hann nefndi — íslensk stóriðja i bar- áttunni gegn matvælaskortin- um —. I þessari grein vitnar Höfn íÞykkva- bœ og stóriðja — er eina framtíðarlausnin á atvinnumálum Rangœinga Nú er gert ráð fyrir að þess- ari virkjun verði lokið haustið 1976 og hljóta því allir hugs- andi menn að sjá hvert ástand skapast mun þá i atvinnumálum héraðsins, sem ekki býður upp á neina aðra atvinnumöguleika til handa þvi fólki er nú vinnur við Sigöldu. Verði svo er líkur hinna ýmsu verstöðva og til Reykjavikur. Könnun stendur nú yfir á vegum Fulltrúaráðs stéttar- félaganna í Rangárvallasýslu, hve margir unglingar koma á vinnumarkaðinn úr héraðinu næstu 5 árin og hvað stór hluti þeirra eigi hugsanlega kost á vinnu í héraðinu (eru þá ekki höfundur í nýja skýrslu Aburðarnefndar FAO um skortinn á köfnunarefnisáburði í heiminum, sem talinn er að muni verða um 7 milljónir lesta 1981. Gunnar spyr hvort ekki komi til greina þegar rætt er um stóriðju á íslandi að hugsa út fyrir hring áls, salts og málmblendis og hyggja aó því hvort ekkí gæti einnig verið skynsamlegt að nýta orku hinna nýju virkjana til áburðarframleiðsli í stórum stíl. Þeirri framleiðsluvöru sem einna mest skortir í heimi hungursins í dag. Þessi hug- mynd Gunnars G. Schram er án efa ein hin allra merkilegasta, sem fram hefur komið síðan almennt var farið að ræða um stóriðju á íslandi. Ábending hans um hugsanleg viðbrögð al- þjóðlegra lánastofnana til slíkr- ar framleiðslu er sérstaklega athyglisveró. Að sjálfsögðu þarf, eins og tekið er fram í lok greinarinnar, að kanna ítarlega hvort skynsamlegt er að hefja framleiðslu á þessu sviði stór- iðju. En komi nú i ljós að niður- staða slíkrar könnunar verði jákvæð, hvar er þá slík verk- smiðja betur staðsett en í námunda við orkugjafana Sig- öldu- og Hrauneyjafoss- virkjun, í héraði þar sem fyrir- sjáanlegt neyðarástand mun ríkja í atvinnumálum verði ekki eitthvað raunhæft átak gert til úrbóta og í héraði þar sem brýnust er þörf hafnar- gerðar á öllu landinu og á stað þar sem þegar er sannað með víðtækum rannsóknum að einna auðveldust og hagkvæm- ust er bygging hafnar, í ÞYKKVABÆ. I aprílmánuði á siðasta ári var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá þing- mönnum Suðurlands um skip- an fimm manna nefndar til þess að finna heppilegan stað fyrir nýja höfn á suðurströnd landsins. Reynslan hefur sýnt að viða erlendis er hafnargerð tiltölulega auðveld tæknilega séð við svipuð skilyrði og eru i Þykkvabæ. Vissulega verður að hafa í huga hvar höfnin kemur að mestu gagni fyrir þjóðarheild- ina, en engu síður ber að hafa í huga hvert ástand ríkir og hverjar eru horfur, í atvinnu- málum þess héraðs sem mest mun njóta hafnarinnar. Hellu 18. febr. Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar verður haldinn sunnud. 2. marz n.k. og hefur æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar undir- búið daginn og meðal annars sent út sérstakt guðsþjónustu- form fyrir guðsþjónustur dags- ins, og gefið ýmsar leiðbeining- ar um það, hvernig dagsins Frá œskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar: Eskulýðsstarf og fjölskyldan - eftir sr. Oskar J. Þorláksson, dómprófast verði minnst i söfnuðum lands- ins. Hver er svo tilgangurinn með þessum sérstaka æskulýðsdegi? Það er að vekja til umhugsunar um gildi kristnidómsins í lífi hinna ungu og um leið að vekja til umhugsunar um nauðsyn kristinna áhrifa á fjölskyldulíf- ið, til þess að sameina fjölskyld- una og efla skilning á gildi kristilegra verðmæta. Það er skoðun margra, að vaxandi upp- lausn í heimilislifi sé ein mesta hættan, sem steðjar að siðgæði og menningu nútímans. Hér í Reykjavík verða æsku- lýðs- og fjölskylduguðsþjónust-' ur í kirkjum borgarinnar sunnud. 2. mars og æskulýðs- samkomur þar sem aðstæður leyfa. Ungt fólk tekur þátt í guðs- þjónustum þessum og samkom- um, og þá ekki hvað sist ferm- ingarbörnin, sem fermast eiga á þessu ári. Þá vil ég eindregið hvetja foreldra og fjölskyldur ungs fólks til að sækja guðs- þjónusturnar á æskulýðsdag- inn. Guðsþjónustunni í Dómkirkj- unni verður útvarpað þennan dag. Ungur guðfræðinemi, Pét- ur Þórarinsson, verður ræðu- maður og ungt fólk úr æsku- lýðsfélagi Dómkirkjunnar og fermingarbörn munu verða þátttakendur. I kirkjum Reykjavikur hafa öðru hvoru verið haldnar fjöl- skylduguðsþjónustur, þar sem óskað hefur verið eftir þátttöku fermingarbarna og aðstand- enda þeirra og verður það að teljast eðlilegt, að fjölskyldur barnanna sæki guðsþjónustur með börnunum, meðan á ferm- ingarundirbúningi stendur. All margir foreldrar og fjölskyldur hafa sýnt þessu góðan skilning, en þó færri en ætla hefði mátt. Æskulýðsdagurinn að þessu sinni ætti um fram allt að bera svip af því, að fólk sýndi vax- andi skilning á því að þörf er á ^ð styðja hina ungu í kristi- legu starfi. Ef foreldrar barna og fjöl- skyldur sýna þessum málum lít- inn skilning eða áhuga, er vart hægt að ætlast til að hinir ungu geri það. Og prestarnir fá litlu áorkað, ef heimili og söfnuðir standa ekki með þeim. Bilið milli hinna eldri og yngri heldur áfram að breikka, ef skilningur er ekki fyrir hendi á einstökum verkefnum og áhugamálum beggja aðilja. þetta á við i kristindómsmálum eins og á öllum öðrum sviðum. Það er sagt frá því öðrum kapi- tula Lúkasarguðspjalls, að Jesús hafi farið með foreldrum sínum til Nazaret og verið þeim hlýðinn og í sambandi við það er honum gefinn þessi vitnis- burður: „Og Jesús þroskasðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum." t þessum orðum felst tak- mark alls kristilegs æskulýðs- starfs. Að lokum vil ég hvetja söfnuði Reykjavikurprófasts- dæmis, til að fylkja sér um æskulýðsdaginn, svo að hann megi verða öllum til gleði og hvatningar. Óskar J. Þorláksson dómprófastur —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.