Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 17 Prestshjónin á Akranesi heiðruð SUNNUDAGINN 26. janúar s.l. kvaddi séra Jón M. Guðjónsson söfnuð Innra-Hólmskirkju, sem hann hefur þjónað ásamt söfnuði Akraneskirkju hátt í þrjátíu ár. Við guðsþjónustuna voru svo margir sem kirkjan rúmaði, um hundrað manns. Séra Jón ávarp- aði eftirmann sinn við Innra- Hólmskirkju, séra Jón í Saurbæ, sem annaðist altarisþjónustu að hluta, bað honum blessunar í störfum og óskaði söfnuðinum til hamingju með nýja prestinn sinn. Eftir messu fóru allir viðstaddir að Miðgarði, félagsheimili sveitar- innar, þar sem prestshjónunum, frú Lilju Pálsdóttur og séra Jóni, var haldið samsæti. Fór það fram með miklum myndarbrag, sóknar- fólki til sóma. Mikil hlýja sóknar- barna séra Jóns umkringdi prestshjónin og einlæg þökk til þeirra. Formaður sóknarnefndar Innra-Hólmskirkju, Þorgrímur Jónsson, bóndi á Kúludalsá, ávarpaði frú Lilju og séra Jón og færði þeim fyrir hönd safnaðarins að gjöf Borgundarhólmsklukku, mikinn grip og fallegan, með áfestri og áletraðri silfurplötu. Ræður fluttu og Þórarinn Jóns- son, kennari á Kjaranstöðum, og séra Jón, sóknarprestur i Saurbæ. Þórarinn flutti þeim einnig frum- ort ljóð. Séra Jón þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna dýra gjöf og mikla vináttu sóknarbarna sinna í Innra-Hólmssókn f sinn garð og heimilis síns fyrr og síðar. — Sú breyting varð með nýskeðum prestaskiptum í Garðaprestakalli á Akranesi, að Innra-Hólmssókn heyrir framvegis til Saurbæjar- prestakalli, lögum samkvæmt. Sóknarprestur safnaðar Innra- Hólmskirkju er þvf orðinn annar séra Jón, hinn fjórði í röðinni með því nafni í Garðaprestakalli frá 1865, séra Jón Einarsson í Saurbæ. Þjónusta Jónanna þriggja á undan honum við Innra- Hólmskirkju spannar samanlagt yfir um 86 ár. Myndin er af fréttaslðu Hufvudstadsbladet, þar sem biaðið birtir erlendar fréttir hinn 23. febrúar sfðastliðinn. Eins og sést birtir blaðið 4ra dálka mynd af Stokksnesduflinu, svo að greinilegt er að duflfundurinn við Island hefur vakið mikla athygli i Finnlandi. Viðgerð handrit sýnd í Safnahúsinu UM þessar mundir eru liðin 10 ár síðan sett var á stofn sérstök við- gerðarstofa við Þjóðskjalasafn ís- lands. Viðgerðarstofan gerir jöfn- um höndum við skjöl og skjala- bækur í Þjóðskjalasafni og hand- rit og bækur í Landsbókasafni íslands. Starfsemi þessi hefur reynzt söfnunum mjög heilla- drjúg, þó að verkefnin séu fleiri og stærri en stofan fær enn annað. Forstöðukona viðgerðarstof- unnar hefur frá öndverðu verið frú Vigdís Björnsdóttir, sem upp- haflega bjó sig undir starf sitt við nám í Englandi hjá hinum kunna handritaviðgerðarmanni Roger Powell, en hefur sfðan farið nokkrar námsferðir bæði til Eng- lands og annarra landa. Með henni vinna að viðgerðunum þrjár konur í hálfu starfi hver. Nú hefur verið sett á fót sýning, í anddyri Safnahússins við Hverfisgötu til að minnast 10 ára afmælis þess merka starfs, sem stofan hefur haft með höndum. Þar er sýnt, hvérnig þessi viðgerð fer fram og efni þau, sem notuð eru við starfsemina. Einnig getur að líta sýnishorn af því, sem gert hefur verið á stofunni undanfar- inn áratug. Ennfremur má sjá þar skjöl, sem illa eru leikin af ýms- um ástæðum, svo sem gömlum fúa, músétin skjöl og skjöl, sem harðneskju hafa sætt af manna- völdum, bæði fyrir og eftir að þau komust I safn. Með þessari sýningu er ekki eingöngu ætlunin að bregða upp mynd af þvf, hvernig gera má við illa farin skjöl og handrit, heldur er henni einnig ætlað að brýna fyrir mönnum að koma I veg fyrir þann voða og kostnað, sem skemmdir á skjölum og hand- ritum hafa í för með sér. Á sínum tíma gekkst Kven- stúdentafélag íslands fyrir því, að íslenzk kona færi utan til að læra handritaviðgerðir. Á Viðgerðar- stofu Þjóðskjalasafns hafa fram að þessu eingöngu starfað konur. Það er þvi ekki ófyrirsynju, að efnt hefur verið til framan- greindrar sýningar hér í húsa- kynnum safnanna á kvennaárinu 1975. (Frétt frá Þjóðskjalasafni Islands). Heimdallur Heimdallur S.U.S. i Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir þrem umræðuhópum. Munu þeir fjalla um eftirtalda málaflokka. 1. Efnahagsmál. Mánudaginn 3. mars kl. 1 8.00 i Galtafelli, Laufásveg 46. 2. Skólamál. Þriðjudaginn 4. mars kl. 1 8.00 i Galtafelli, Laufásveg 46. 3. Stefna Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. miðvikudaginn 5. mars kl. 1 8.00 i Galtafelli, Laufásveg 46. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Heimdallar Laufásveg 46, simi 1 7102. Geir Hallgrimsson. Gunnar Thoroddsen. Á VARÐARFUNDINUM mánu- daginn 3. marz fjalla Geir Hall- grimsson forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra, Matthias Bjarnason, sjávarútvegs, heil- birgðis- og tryggingarráðherra og Matthias Á. Matthísen, fjár- málaráðherra um efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar. Ráðherrarnir flytja stuttar fram- söguræður og munu siðan svara fyrirspurnum fundarmanna. Matthias B|arnason GLÆSIBÆR — MÁNUDAGUR 3. MARX — KL. 20.30. Matthias Á. Matthiesen Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Heimdallur Skemmtikvöld Heimdallur S.U.S: Heldur skemmtikvöld i Miðbæ við Háa- leitisbraut (norðaustur enda) fimmtudaginn 27. kl: 20.30. Til skemmtunar. Halli og Laddi Dans Fjöldasöngur Dans Heimdallur skemmtinefnd. Heimdallur. Gönguferðir á Esju Heimdallur S.U.S. i Reykjavík gengst fyrir gönguferð á Esju, sui daginn 2. mars n.k. (ef veður leyfir). Farið verður frá Galtafelli, Laufásveg 46. kl. 1 0.00 fyrir hádegi. Hafið með ykkur nesti og hlý föt. Heimdallu, Mæt,ð stundvislega. Ferðanefnd AKUREYRI — EYJAFJÖRÐUR Hvað er framundan i efnahagsmálum? Ólafur Björnsson, prófessor flytur erindi og svar- ar fyrirspurnum um ástand efnahagsmála. Fundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu, litla sal, n.k. sunnudag kl. 4 siðdegis. Sjálfstæðisfélögin Akureyri, Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna. Norðurlandi-eystrá. Efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnar- innar Orkumál Skagfirðingar Sauðárkróksbúar. Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki boða til al- menns fundar um orkumál föstudaginn 28. febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 8.30 siðdegis i Sæborg Sauðárkróki. Frummælandi: Gunnar Thoroddsen orkumála- ráðherra. Stjórnir félaganna. Draumur að rætast UPP í SKAL ÞAÐ Með fjárstuðningi og mikillil sjálfboðavinnu er nú lang-j þráður draumur að rætast. | Sjálf boða liða 1 vantar til ýmissa starfa, laugardag kl. 1 3.00. Betur má ef duga skal Starfshópar S.U.S. Er menntakerfið á villigötum? Stjórn S.U.S. hefur ákveðið að fela starfshópi, sem starfar á vegum samtakanna að gera úttekt á menntakerfinu. Hópnum er ætlað að gera tillögur, sem ungir sjálfstæðismenn geta byggt menntamálastefnu sina á. Ætlunin er að taka fyrir sem flesta þætti menntunar. Menntaskólanemar, iðnnemar og háskólanemar eru sérstaklega hvattir til þess að nota sér hópinn sem vettvang fyrir baráttumál sín á þessu sviði. Stjórnandi hópsins verður Jón Magnússon kennari. Fyrsti fundur hópsins verður mánudaginn 3. marz í Galtafelli v/Laufásveg 46 og hefst kl. 1 7.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.