Morgunblaðið - 27.02.1975, Síða 27

Morgunblaðið - 27.02.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. FEBRUAR 1975 27 Dagsbrúnarmenn efstir í skákkeppni verkalýðsins KEPPNI er Iokið I skákkeppni verkalýðsfélaga í Reykjavfk. Sig- urvegari varð A-sveit Dagsbrúnar með 19 vinninga. A-sveit Tré- smíðafélags Reykjavíkur varð í öðru sæti með 16!4 vinning og sveit Félags járniðnaðarmanna í 3. sæti með 16!4 vinning. Tefidar voru 7 umferðir eftir Monrad- kerfi. Lokið er 5 umferðum i Skák- keppni stofnana, og eru Utvegs- — Ammoníak- verksmiðja Framhaid af bls. 2 450 mw. Öll orkan frá Búrfells- og Sigölduvirkjun mundi ekki hrökkva til. Verksmiðja af þessari stærðargráðu gæti kostað um 15.000 millj. króna. Til viðbótar kæmi virkjunarkostnaður, sem hugsanlega væri um 24.000 miilj. kr. miðað við núverandi verðlag. Runólfur benti á að mikil óvissa væri nú með áburðarverð, en þó virtist verð á ammoníaki fara heldur lækkandi. Búnaðarþingsfulltrúar höfðu mikinn áhuga á erindi Runólfs og svaraði hann nokkrum fyrir- spurnum að loknu erindi. Næsti fundur Búnaðarþings verður i dag fimmtudag kl. 9.30. BORGARRÁÐ fjallaði formlega um hækkunarþörf Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur f fyrradag og var þar samþykkt hækkun ágjaidskrá Hitaveitu um 24% og 19% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar að viðbættri hækkun vegna hugsaniegrar gjaldskrárhækkunar Landsvirkj- unar en Rafmagnsveitan þarf 0,43% hækkun til að vega upp á móti hverju prósenti sem Lands- virkjun fær til hækkunar. Beiðnir um þessar hækkanir hafa verið sendar rikisstjórninni, að sögn Birgis Isleifs Gunnars- sonar borgarstjóra, og kvaðst hann vænta skjótrar úrlausnar, ríkisstjórnin hefði rætt þetta mál mikið að undanförnu, þvi að borg- aryfirvöld voru áður búin að senda öll gögn um hækkunarþörf- ina. Borgarstjóri sagði enn- fremur, að með þessari hækkun yrði reynt að koma aftur af stað framkvæmdum við lagningu hita- veitu i nágrannabyggðum höfuð- borgarinnar, en þær hafa legið niðri um skeið vegna lélegs fjár- hags Hitaveitu Reykjavi'kur. Hins vegar sagði Birgir Isleifur, að ef Talning fyrir landið í heild - I þjóðaratkvæðagreiðslunni um EBE - aðild Bretlands London, 26. febr. REUTER — NTB. „TELJIÐ þér að Bretland eigi áfram að vera aðili að Efnahags- bandalagi Evrópu?“ Þannig á að hijóða spurningin sem lögð verð- ur fyrir brezka kjósendur að sumri í fyrstu þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fer i Bretlandi, verði farið að þeirri áætlun, sem brezka stjórnin lagði fram i neðri málstofu brezka þingsins í dag. Kjósendur, 40 milljónir talsins, eiga að setja krossa við „já“ eða „nei“ og stjórn Wilsons hefur fall- izt á að líta á niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar sem bindandi. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram í júni, ef lokið verður samningum Breta við EBE-rikin um ný aðildarskilyrði. I áætlun stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að talning fari fram fyrir landið í heild, en ekki sérstaklega fyrir Skotland og Wales eins og þjóð- ernissinnar þar, andsnúnir EBE aðild, hafa krafizt. bankinn og Búnaðarbankinn efst- ir og jafnir með 14V4 vinning. I 3. sæti er Orkustofnun með 1314 vinning. Mikill áhugi er á keppn- inni og eru keppendur alls um 200 talsins. — Loðna Framhald af bls. 28 Hrafn Sveinbjarnarson230, Sigur björg 250, Skírnir 300, Viðir AK 250, Jón Garðar 300, Guðmundur 750, Ársæll Sigurðsson 150, Gull- berg 400, Grímseyingur 250, Bjarni Olafsson 300, Vonin 180, Loftur Baldvinsson 520, Helga Guðmundsdóttir 460, Halkion 250, Reykjaborg 540, Ársæll 240, Heimir 420, Gísli Árni 480, Skinn- ey 250, Ásver 230, Arni Sigurður 420, Bergur 200 og Grindvíkingur 320. Á mánudaginn tilkynntu 24 skip afla, samtals 6350 lestir. Sig- urður var með 850 lestir, Sveinn Sveinbjörnsson 250, Bára 220, Öskar Magnússon 530, Faxi 200, Húnaröst 160, Magnús 260, Lundi 160, Ljósfari 220, Arney, 130, Súl- an 630, Alftafell 130, Ásgeir 330, Börkur 800, Snæfugl 230, Bergá 60, Glófaxi 60, Þórkatla II 230, Ólafur Magnússon 150, Hagbarð- ur 150, Hafsteinn 50, Kópur 170, Sæberg 240 og Hafrún 140. verðlagið hækkaði þyrfti auðvitað nauðsynlega að tryggja jafnóðum tekjur í sambandi við hækkandi framkvæmdakostnað. — Kambódía Framhald af bls. 1 Schlesinger sagði á fundi þing- nefndar í dag, að hann teldi um- rædda fjárveitingu nægja til að fleyta stjórn Lons Nols fram yfir mitt næsta sumar. I dag kom til mikilla óeirða í Phnom Penh, — þegar stúdentar gerðu harða hrið að kínverskum verzlanaeigendum til þess að mót- mæla yfirráðum þeirra yfir vióskiptalífi borgarinnar, en þar ber nú mjög orðið á vöruskorti og vista. Lögregla dreifði stúdenta- hópnum með því að skjóta upp í loftið, en allar verzlanir í borg- inni voru lokaðar. Svipaðar róstur urðu I bænum Battamang fyrir u.þ.b. viku og voru þá rúmlega 60% kínverskra verzlana í bæn- um eyðilögð. I dag skutu skæruliðar 15 flug- skeytum á höfuðborgina og særðust sjö manns í þeim árásum. Að öðru leyti hefur verið til- tölulega kyrrt umhverfis borgina í dag, en I gær varð talsvert mann- fall i átökum þar I grennd. — Vinstri sinnar Framhald af bls. 1 Flokkurinn hélt sinn fyrsta stóra fund í gærkveldi og hafði boðað til hans í blöðum, útvarpi og sjónvarpi en fjölmiðlum ber nú, samkvæmt boðum hreyfingar hersins, að gera öllum stjórnmála- flokkum landsins jafn hátt undir höfði í þeim efnum. Þegar fund- armenn ætluðu heim, komust þeir hvergi fyrir grjótregni andófs- manna, sem brutu rúður í húsinu, formæltu fundarmönnum, köll- uðu þá fasista og kölluðu yfir þá dauða. Um fimmtán manns munu hafa hlotið meiðsl, en enginn al- varleg. Enginn var handtekinn svo vitað sé, en talið er að flestir andófsmanna hafi tilheyrt öfga- ■samtökum vinstrimanna, sem ætli, hvað sem það kostar, aö koma í veg fyrir að nokkur stjórn- málasamtök hægra megin við miðju komist á laggirnar. Tvíveg- is hafa þessir aðilar gert aðsúg að flokki miðdemókrata, sem sagður er nær miðju en hinn nýi flokkur kristilegra demókrata. Miðdemó- kratar, sem taldir eru hafa stuðn- ing um 30% kjósenda skv. skoð- anakönnunum, hyggjast bjóða fram til þingkosninganna 12. apr- íl nk. þó þeir geti ekki haldið neina kosningafundi. Liklegt er, að flokkur Osorios verði að fara eins að og talið er koma til greina að Osorio leiti eftir kosningasam- vinnu við miðdemókrata. En fleiri kvarta undan ásókn andstæðinga en hægri menn, — kommúnistar segjast einnig hafa orðið fyrir hótunum, til dæmis um sl. helgi, þegar leiðtogi þeirra Alvaro Cunhal kom til Seia í mið- hluta Portúgals, þar hafi mætt honum vígorðaspjöld með lífláts- hótunum i hans garð. — Danmörk Framhald af bls. 1 um, og vinnur hún nú að þvi að finna heildarlausn vandamál- anna, þar sem samtímis verði ákveðin tekjuhækkun á öllum sviðum. Samtök smábænda hafa hvatt stjórnina til að stefna að slíkri heildarlausn, meðal annars til þess að koma í veg fyrir stjórn- lausa hækkun á verðlagi. Komi til „heildarlausnar" launamálanna mun hún væntan- lega fela í sér launastöðvun við tiltekið mark, bæði á almennum vinnumarkaði og meðal opinberra starfsmanna jafnframt verð- stöðvun, stöðvun á arðgreiðslum, ágóðahlutum o.s.frv. Heildarlausn var síðast komið á í Danmörku árið 1963 og stóð þá að henni stjórn sósíaldemókrata og radikala. — Hvert einasta borð Framhald af bls. 5 hafa — oftast gamlir togarasjó- menn, — sem kasta i land hverju einasta lestarborði sem mats- menn telja ekki í fullkomnu lagi. Mér er ekki kunnugt um að neinar sérstakar reglur gildi varð- andi lestarborðin í ísl. fiskiskip- um, en um það er fyllsta ástæóa að spyrja sagði hann. Þessari athyglisverðu ábend- ingu hins gamla Vesturbæings leyfi ég mér að koma á framfæri við þá sem hlut eiga að máli. Hann taldi ekki ástæðu til þess nú að ég nafngreindi sig ef ég segði frá þessu samtali okkar i Mbl. Sv.Þ. — Fá 61 þús. kr. Framhald af bls. 2 greiddar 1500 krónur í dagpen- inga í fyrra og 2.100 krónur fyrir gistingu og fæði meðan á þinginu stóð. Þeir þingfulltrúar sem bú- settir voru hér í Reykjavík, t.d. vegna setu á Alþingi, fengu greidda lægri upphæð, en að sögn Halldórs Pálssonar eru þeir menn fáir og eins hinir sem búsettir eru hér í næsta nágrenni Reykjavík- ur, þannig að þeir komast til síns heima daglega. Við allar venju- legar aðstæður fá samt þingfull- trúar sem svarar um kr. 3.600 á dag, sem gera um 61.200 krónur á hvern þingmann í þessa 17 daga sem búnaðarþing stendur eða samtals um 1.5 milljónir króna af þeim 2.1 milljón króna sem allt búnaðarþing kostaði i fyrra. Auk þess fá aðkomuþingfulltrúarnir greiddan ferðastyrk, eins og hann getur lægstur orðið og er miðað við greiðslur til opinberra starfs- manna sem voru um 1400 kr. á dag. 1 samtali við Morgunblaðið í gær benti búnaðarmálastjóri á, að Búnaðarfélag islands gegndi hér töluvert öðru og veigameira hlut- verki en tiðkaðist víða annars staðar um áþekk samtök bænda. Búnaðarfélagið væri snióið eftir norrænni og þá helzt danskri fyrirmynd, en þar um slóðir mætti segja að búnaðarfélögin færu með ýmis mál sem i öðrum löndum, t.d. i hinum enskumæl- andi heimi, heyrði undir land- búnaðarráðuneytin. Hér væri aftur á móti unnt að hafa land- búnaðarráðuneytið minna í snið- um vegna þess hve Búnaðarfélag- ið — bændurnir sjálfir færu með mörg af viðamiklum málum. Víkingur og Fram unnu TVEIR leikir voru leiknir í Islandsmót- inu í handknattleik í gærkvöldi. Víkingur vann Gróttu með 30— 13 (11—5) og Fram vann FH með 20—19 (11—10). — Dr. Luns Framhald af bls. 1 takmarkaö flug yfir Eyjahaf. Sendiherra Tyrklands i aðalstöðv- um NATO í Brussei vísaði í dag á bug hvers konar vangaveltum um að ákvörðun Tyrkja um að hætta þátttöku i þessum æfingum stæði í nokkru sambandi við afstöðu bandariska þingsins til hernaóar- aðstoðarinnar við þá. „Wintex-15“ æfingarnar hófust sl. mánudag en verða ekki komn- ar i fullan gang fyrr en næsta mánudag. Hér er um að ræða — að þvi er NTB segir — æfingar með þátttöku hinna ýmsu stöðva NATO-herjanna, þar sem allar hræringar og liðsflutningar fara fram á kortum eingöngu. Þar er ekki gert ráð fyrir flugvélaferð- um, en engu að síður sagði Erhalt óraunhæft fyrir Tyrki að taka þátt í æfingunum, þar sem Grikk- ir hefðu bannað allt flug erlendra flugvéla yfir Eyjahafið milli Grikklands og Tyrklands, án sér- staks leyfis grískra yfirvalda. Framhald af bls. 19 hóf sjómennskuferil sinn á skút- um og síðan gerðist hann togara- maður og bátsmaður á togurum, en það starf var eftirsótt og að- eins falið úrvalsmönnum þá eins og nú. Bátsmaðurinn veróur að kunna skil á öllu er búnað skips- ins og veiðarfæri varðar og hann verður að kunna til verka og verk- stjórnar á dekkinu. 1 það veljast engir aukvisar. Ég er ekki svo kunnugur sjó- mennskuferli Agústs Oddssonar, að ég geti rakið hann skip af skipi. Hann var á Kveldúlfstogur- unum, líka á Hafsteini frá Isafirði og það er ekki fyrren á stríðsárun- um að hann fer í land af togurun- um og ræðst þá í „transport" sem svo var nefnt, fyrir herinn. Var á bátum sem fluttu vörur fyrir her- inn aðallega um Faxafióa og upp í Hvalfjörð. Þegar sú vinna var bú- in, gerðist hann netagerðarmað- ur, því auðvitað kunni hann allt er það fag varðaði og hlaut meistararéttindi sem netagerðar- maður árið 1946. Siðan starfaði Ágúst að neta- gerð lengi. Var hann eftirsóttur netamaöur og vann gjarnan að tilraunum með veiðarfæri, við breytingar og endurbætur á vörp- um og öðru slíku. I þá daga var sildin í algleymingi og nóg að starfa, en þegar sildveiðarnar brugðust fyrir Norðurlandi, þá dróst netagerðin saman og þverr- andi þörf var fyrir fagmenn á þessu sviði. Ágúst stofnaði þá til eigin netagerðar og vann fyrir dragnötabáta, sem gerðir voru út frá Reykjavík og þótti ágætt til hans að leita, sem endranær. Hann var fagmaður og nákvæmur starfsmaður alla sína tið. Seinustu árin var Ágúst Odds- son við Fiskiðjuver Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, þannig að allur hans starfsferill og starfsævi var tengd sjávarútvegi og fiskveiðum. Árið 1931 giftist Ágúst eftirlif- andi eiginkonu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur, skipasmiðs á Isafirði Guðjónssonar. Ingibjörg var fædd i Bolungavík og af breið- firskum og vestfirskum ættum. Hún lifir mann sinn. Þeim Ingi- björgu og Agústi varð ekki barna auðíð, en þau ólu upp einn dreng, bróður minn, Steindór Guðmundsson verkfræðing og reyndust ágætustu foreldrar. — Sovézkir togarar Framhald af bls. 1 segir, að sé um 3000 lestum meiri en búizt hafi verið við. Blaðið segir, að sum skipin verði að halda heim allt upp í fjórum vikum fyrr en ráð var fyrir gert og hvetur embættismenn í fiskimálaráðu- neytinu til þess að gera ráðstafan- ir til úrbóta i máli þessu þegar í stað. — OPEC Framhald af bls. 1 láta greiða fyrir olíuna í dollur- um. Ráðherrann kvað aðrar leiðir koma til greina við tekjuútreikn- ingana, meðal annars mætti byggja á yfirdráttarheimildum al- þjóðlega gjaldeyrissjóðsins eða á hlutfallinu milli dollarans og ann- arra tiltekinna gjaldmiðla. — Kyssti mig sól Framhald af bls. 13 gefið/nyndir á uppboðið: Barbara Árna^on, Guðmundur Kari Ásbjörns- son, Einar Baldvinsson, Einar Há- konarson, Hafsteinn Austmann, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Magnús Á. Árnason, Pétur Friðrik, Þorbjörg Höskuldsdóttir. Ragnar Páll og Þor- valdur Skúlason, auk þess sem vil- yrði um myndir höfðu borizt frá nokkrum. Ási í Bæ sagði, að ákveðið lág- marksverð yrði á myndunum, en uppboðið hefst um kl. 6 á laugar- daginn. Lengst bjuggu þau á Framnes- vegi 21 og reyndar alla tíð, ef undanskilin eru fáein ár, sem þau bjuggu í næsta nágrenni. Agúst var vesturbæingur alla tíð og vildi ekki annarsstaðar búa en þar. Ég átti þess kost allt frá blautu barnsbeini að kynnast heimili hans og þangað var og er gott að koma, snyrtimennska Qg góður blær í hvívetna og mikií hlýja. Ágúst Oddsson er nú allur. Hann vann frá barnæsku og allt til síðasta dags að heita má. A síðasta sumri kenndi hann van- heilsu sem ágerðist og þá varð að hætta störfum og deyja. Hann sá á ævi sinni mikla við- burði. Hann sá menn róa úr brimsamri vör, menn borna á kamb til að deyja. Hann fór á skútur, á togara, sem seinna voru höggnir, hann sá nýsköpun og hann sá skutara. Eftir að hann sjálfur hætti sjómennsku slítur hann sig ekki frá sjónum til fulls, heldur vinnur við útveg, vinnur með sjófólki, þvi fólki er hann hafði fylgt alla tið. Hann talaði um skip, hann hugsaði um skip og sjávarafla. Sumar eitt vestur i Brautarholti borðuðum við saman fáeinar vik- ur hjá henni ömmu minni. Inga var þá fyrir norðan að héimsækja systur sina á Siglufirði. Þá talaði Ágúst um sjóinn. Mest um hana Faxabugt, sem hafði gefið honum svo mikið og hún hafði líka tekið af honum mikið. Föður hans frá honum og öllum börnunum. Hann lýsti lífróðri í Stóru Selsvör og í brimvörunum, sem voru hér út- með ströndinni frá Selsvör vestur í Ananaust og hann lýsti fyrir mér skútum og togurum, sem drógu skammt undan landi. Ágúst Oddsson hefur nú tekið sinn lífróðir og land á þeirri strönd, þar sem ekki verður spurt um afdrif, og fátt eitt er yitað um. Þar mun þó góóum sjómönnum og vammlausum vel tekið. Ágúst Oddsson fékk að sjá marga heima. Hann sá með barns- augum skúturnar mogga undir færum, hann stóð á grindinni á gufutogurum og sá nýjan heim með augum hins fullvaxna manns. Svo fékk hann aftur barnsaugu, einsog við öll, veröld- in breytist einn dag og þá fer maður að hverfa. Megi guð blessa minningu hans, og fjölskyldu hans sendum við kveðjur. Jónas Guðmundsson. Sækja um hækkun á gjaldskrám Hitaveitu og Rafmagnsveitu — Minning Agúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.