Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 24 bátar með 8600 tonn af loðnu í gær FRA miónætti í fyrrakvöld og þar til á miðnætti í gær- kvöldi höfóu 24 bátar til- kynnt alls 8600 tonn af loðnu. Þessir voru bátarn- ir: Súlan með 550 tonn, Óskuðu eftir örbylgjustöð í Siglufirði SKIPSTJÓRAR á Norðurlandi og margir skipstjórar af Vestfjöró- um sendu póst- og sfmamálastjóra skeyti fyrir nokkrum vikum þar sem þeir óskuðu eindregið eftir því að örbylgjustöð yrði sett upp f Sigluf jarðarradíói, en Siglu- fjarðarradfó er eina strandstöð Landssímans með þjónustu allan sólarhringinn og hefur ekki ör- bylgjustöð. Hinar 24 stunda stöðvarnar, sem hafa slfka stöð, eru: Reykjavíkurradíó, Vest- mannaeyjaradfó, Höfn f Horna- firði, Neskaupstaður og Isafjörð- Olíuskip slitn- aði frá bryggju Siglufirði, föstudag. NORSKT olíuflutningaskip, innan eða um 1000 tonna skip, sem hingað kom í gær, varð að yfirgefa höfnina um miðnætti í nótt er komið var hið versta veður. Lét skipið svo illa að það kubbaði í sundur landfestar. Tveir menn af áhöfn skipsins voru á hafnargarðinum við að reyna að treysta landfestar skips- ins en allt í einu kubbuðust festarnar og svo snögglega að mennirnir tveir stóðu eftir á bryggjunni í storminum og stór- hríðinni. Tókst skipstjórnar- mönnum þó að bjarga skipinu frá því að hrekjast upp í fjöru að austanverðu fjarðarins og fór skipið út á leguna og þar bíður það þess að veðrinu sloti. Menn- irnir tveir eru ennþá í landi. —mj. Tvö innbrot TVO innbrot voru framin í fyrri- nótt. Ur söluturni við Hólmgarð var stolið sælgæti, sígarettum og skiptimynt, og úr Dún- og fiður- hreinsuninni á Vatnsstíg var stolið tveimur útvarpstækjum. Eru þau af Astra og Blaupunkt- gerð. Ef einhver hefur orðiö var við slik tæki er hann beðinn að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. ÞAWKASKIk- Bergur 180, Alftafell 250, Helga Guðmundsdóttir 380, ísleifur IV 170, Jón Garðar 280, Þorri 160, Börkur 800, Hafrún 240, Höfrungur III. 240, Héðinn 420, Hamravík 130, Sigurður 800, Helga II. 340, Heimir 420, Fífill 530, Óskar Halldórsson 360, Árni Sigurður 350, Óskar Magnússon 530, Svanur 300, Gísli Árni 500, Örn 290, Víðir NK 230 og Hinrik 200. MEÐ FULLFERMI — Mynd þessa tók ljósmyndari I Mbl. Sigurgeir, af tveimur loðnubátum með fullfermi í | Vestmannaeyjahöfn. Fara tilboð 1 opinberar framkvæmdir lækkandi? TILBOÐ, sem Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar hafa borizt, hafa að sögn Torbens Friðriks- sonar breytzt nokkuð frá því 1 fyrravor. Þannig eru þau til- boð, sem berast í verk, sem borgin þarf að láta vinna, um 15 til 20% lægri en kostnaðar- áætlun, sem gerð er um verkið. Var þessu öfugt farið f fyrra- vor, er tilboðin voru yfirleitt hærri en kostnaðaráætlun. Torben sagði, að talsvert væri um útboð á vegum Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar og ber þar hæst framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðahreppi. Þó sagði Torben að vegna efnahagsástandsins væri fyrirsjáanlegur samdrátt- ur hjá Reykjavíkurborg i gatna- gerðarframkvæmdum. Ásgeir Jóhannesson hjá Inn- kaupastofnun ríkisins sagði að lítið hefði verið um mikil verk- útboð á vegum stofnunarinnar og engar umtalsverðar breyt- ingar hefðu orðið á tilboðum í verk. í janúar í fyrra var t.d. áætlun um kostnaðarhlið verks um 20% fyrir ofan lægsta til- boð. I september siðastliðnum hefði lægsta tilboð verið um 11% lægra en kostnaðaráætlun og í febrúar 1975 kvaðst hann hafa tvö tilvik og í öðru þeirra væri eitt tilboóanna 14% undir kostnaðaráætlun og í hinu um 10% undir kostnaðaráætlun. Ásgeir sagði aó eina breyt- ingin, sem orðið hefði væri sú að fleiri tilboð bærust nú i verk en áður. Ásgeir sagði að hlut- fall tilboða miðað við kostnaðaráætlun væri ekki hin ákjósanlegasta viðmiðun, þar eð ráðgjafaverkfræðingar, sem gerðu áætlanirnar, kappkost- uðu að sjálfsögðu að vera sem nákvæmastir í áætlanagerð sinni. Fylgdust þeir með markaðinum og ef hann lækk- aði — lækkuðu þeir áætlanir sinar og öfugt. Þá kvað Ásgeir fjölda tilboðsgefenda oft vera meiri fyrri hluta árs, en þegar líða tekur á árið. Uppsagnir vegna samdrátt- ar 1 bílainnflutningnum FARIÐ ER að bera á uppsögnum starfsfólks f stærri fyrirtækjum, sem verzla með bifreiðar og reka bifreiðaverkstæði. 1 tveimur fyrirtækjum, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, Volvo- umboðinu Velti og Agli Vil- hjálmssyni, hefur starfsmönnum verið sagt upp og er samanlagður fjöldi þeirra starfsmanna í þess- um fyrirtækjum 23. í öðru fyrir- tækinu höfðu menn þó ekki séð fyrir endann á uppsögnum og hafði ekki verið endanlega ákveðið, hve mörgum yrði sagt upp. Ásgeir Gunnarsson hjá Volvo- umboðinu sagði, að fyrirtækið hefði þegar neyðzt til þess að segja upp 9 manns vegna sam- dráttar í bílainnflutningi. Kvað hann starfsfólk þetta vera af skrifstofu fyrirtækisins, úr sölu- deild og af verkstæði. Þá hafði H Rækju- og hörpudisksverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákváð á fundi f gær eftirfarandi lágmarksverð á rækju og hörpudiski frá 18. febrúar til 31. maf 1975. Stór rækja, hvert kg ..kr. 53.00 Smá rækja, hvert kg ...kr. 31.00 Hörpudiskur, hvert kg .... kr 17.00 Stærðarmörk og afhendingar- skilmálar eru óbreyttir frá því sem verið hefur. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda. Fulltrúar kaupenda greiddu atkvæði gegn verði á hörpudiski, en greiddu ekki at- kvæði um verð á rækju. í yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, hagfræðingur, sem var oddamaður nefndar- innar, Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu selj- enda og Árni Benediktsson og Marías Þ. Guðmundsson af hálfu kaupenda. fyrirtækið ákveðið að leggja niður réttingaverkstæði sitt á Hyrjarhöfða, þar sem rekstur þess borgaði sig ekki. Við það fyrirtæki störfuðu 7 manns, sem sagt hefur verið upp, þannig að alls eru uppsagnirnar 16. Ásgeir Gunrfarsson sagði að það væri neyðarráðstöfun að þurfa að segja þessu fólki upp og ef eitt- hvað myndi um hægjast sagðist hann ráða þetta fólk aftur, þar eð allt hefði þetta verið prýðisstarfs- fólk. Fyrirtækið hefur ekki neyózt til þess að segja upp starfs- fólki vegna sairídráttar síðan 1967, en þá var 7 manns sagt upp við fyrirtækið. Matthias Guðmundsson hjá Agli Vilhjálmssyni h.f. sagði að ekki hefði verið fullákveðið hve Framhald á bls. 20 „Unnt að taka Kjarvalsmynd- irnar til viðgerð- ar,” segir brezki sérfræðingurinn SKYRSLA brezka sérfræðingsins f viðgerð málverka, Anton Stanczyk, um myndir Kjarvals f vinnustofunni við Austurstræti, hefur nú borizt til landsins og leitaði Morgunblaðið upplýsinga hjá Tove Kjarval um skýrsluna. Tove sagði, að i skýrslu Stanczyk, sem er sérfræðingur á vegum brezka rikisins, kæmi fram að hann teldi að þaó yrði að taka myndirnar niður af veggjun- um því það væri eini möguleikinn til að gera vel við þær. Telur hann ekki mikið vandamál að taka myndirnar niður. Siðan útlistar Stanczyk í skýrslunni hvernig hann gerói við verkin ef honum væri falið það og telur hann að þá þyrfti að flytja þau til London til viðgerðar. Eftir er að dæma um eignarrétt- inn á verkunum, um það hvort þau teljast naglföst i byggingunni eða eign ættingja Kjarvals. Er niðurstöðu að vænta á næstunni. Tove kvað því óvíst ennþá hvað um verkin yrði, hvort þau verði til frambúðar varðveitt i vinnu- stofunni eftir viðgerð eða flutt á annan stað. Rándýrri reim stolið RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI var tilkynnt um það f gær, að rándýrri reim af færibandi hefði verið stolið frá fyrirtækinu Stjörnumjöli f Örfirisey. Reimin er notuð og er verðmæti hennar talið vera 200—300 þúsund krónur. Reimin er hvít að lit og eru slíkar reimar mjög eftirsóttar<í „drullusokka“ á vöru- og sendi- bíla. Ef einhverjir hafa orðið varir við slíka reim eóa hluta úr henni eru þeir beðnir að hafa strax samband við rannsóknarlög- regluna. Reimin er um 70 metrar á lengd og rúm 21 tomma á breidd. Hún var upprúlluð. Hamrahlíðar- kórinn í Saur- bæjarkirkju Skólakór Menntaskólans vió Hamrahlíð syngur í Hallgríms- kirkiu í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd í kvöld, laugardagskvöld, kl. 21. Til stóð að kórinn héldi kvöldvöku á Akranesi, en það breyttist og mun hann því syngja i Saurbæ. Laxness og Tómas mótmæla úthlutun viðbótarritlaunanna ~NEI, HÚN ER AÐ MJGLKA Fjölskyldu- tónleikar í dag FYRRI fjölskyldutónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói kl. 14 i dag. Flutt verða verð eftir Mozart, Jón Leifs, Atla Heimi Sveins- son og Benjamin Britten. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson, kynnir Atli Heimir Sveirísson. SEXTÁN höfundar hafa sent Al- þingi mótmælabréf, þar sem þeir segjast telja að hlutur þeirra hafi verið ósæmilega fyrir borð borinn og krefjast þeir endurmats á störfum úthlutunarnefndar við- bótarritlauna, sem þeir telja alls- endis óviðunandi. Meðal þeirra sem rita undir bréfið eru Tómas Guðmundsson og Halldór Lax- ness, en hann mótmælir á þeim grundvelii, sem nefndin lýsti ýfir í sjónvarpi, að umsókn hans hefði verið hundsuð vegna þess, að hún hefði verið undirskrifuð af lög- fræðilegum umboðsmanni hans. Texti mótmælabréfs rithöfund- anna er svohljóðandi: „Við undirritaðir höfundar sem höfum gefið út verk á árunum 1970, 1971, 1972 og 1973 teljum vinnubrögð úthlutunarnefndar viðbótarritlauna allsendis óvið- unandi og skorum eindregið á al- þingi og sér í Iagi menntamálaráð- herra, að það og ráðherra hlutist til um að fram verði látið fara sem allra fyrst endurmat á störfum nefndarinnar árin 1973 og 1974. Það er samróma álit okkar að framkvæmdin á úthlutun við- bótarritlauna nefndar hafi orðið með öðrum hætti heldur en lög- gjafinn ætlaðist til með fjárveit- ingunni. Samkvæmt framansögðu teljum við að hlutur okkar hafi verið ósæmilega fyrir borð borinn og setjum traust okkar á réttsýni lög- gjafarvaldsins og væntum þar með afdráttarlausrar leið- réttingar mála okkar.“ Rithöfundarnir, sepi undirrita bréfið eru: Tómas Guðmundsson, Halldór Laxness, Kristinn Reyr, Jóhannes Helgi, Jón Björnsson, Snjólaug Bragadóttir, Sveinn Sæmundsson, Andrés Kristjáns- son, Þórhallur Guttormsson, Filippía Kristjánsdóttir, Hilda Hinriks vegna Ingólfs Kristjáns- sonar, Hilmar Jónsson, Magnús Jóhannsson, Kristinn Reyr fyrir hönd Eiríks Stefánssonar sam- kvæmt umboði, Ragnar Þorsteins- son og Jóhannes Helgi fyrir hönd Sverris Kristjánssonar samkvæmt umboði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.