Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 08.03.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 11 umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Henry Wynmalen: „Hægt og hægt nálg ast ég það bezta” Um allan heim velta menn því fyrir sér á hvern hátt megi þjálfa hesta með sem bestum árangri. Hafa fjölmargir aðilar ritað um þetta atriði f blöð og tímarit, einnig hafa verið gefnar úr bækur, þar sem fjallað er um temningu og þjálfun hesta. Ein þessara bóka er DRESSAGE eftir Henry Wynmalen, sem gefin var út í bókaflokknum Horse Lovers’Library árið 1974. Hér á eftir fer stutt brot úr bókinni, en hafa verður f huga að um- rætt æfingaprógramm er ætlað hestum, sem þegar hafa hlotið nokkra tamningu og þjálfun. En gefum nú Henry Wynmalen orðið: „Markmið allrar tamningar má greina i 3 meginþætti: 1. Að róa hestinn. 2. Að fá því festu sem hesturinn kann. 3. Að bæta við kunnáttu ‘ hestsins. Mistakist það fyrsta, nást hin markmiðin aldrei. Markmið 2 og 3 grípa að vissu leyti hvort inn i annað, þannig að það að fá því festu sem hest- urinn kann, er framför í sjálfu sér og er jafnframt ómissandi grundvöllur allra framfara. Með þessi sjónarmið í huga, haga ég æfingaprógrammi mínu ætíð á kerfisbundinn hátt. Ég byrja á þvi að láta hestinn ganga við slakan taum i 5—10 minútur, til þess að mýkja hann upp og siaka á, án þess að krefja hann um nokkurn hlut. Síðan tek ég iétt í taumana svo hann aðeins finni fyrir mélunum og læt hann rétt herða gönguna. Þar næst leyfi ég honum að brokka og ganga á víxl, þar til ég finn að hann er farinn aó liókast. Þetta allt get- ur tekið um 20 mínútur. Næsta hálftimann læt ég hestinn fara yfir allar helztu gangtegundirn- ar og hreyfingar á þann hátt, sem hann ræður vel við, en þó ekki eins og ég veit að hann getur bezt. Ég gæti þess ævin- lega að hesturinn sé slakur og rólegur. Eftir þetta læt ég hann ganga í 5 minútur við slakan taum. Síðan fer ég aftur yfir gang- tegundirnar og hreyfingarnar, en í þetta sinn reyni ég hægt og hægt að nálgast það bezta, sem ég veit að hann getur og ef ég finn að hann er i góðu formi, en því aðeins að svo sé, reyni ég að láta hann bæta sig. Nú get ég átt það til að krefja hann mikils, en aldrei nema fáar minútur í senn og alltaf hef ég gát á að hesturinn sé rólegur. Þannig hægi ég oft á mér og kjassa hestinn í hvert sinn sem mér finnst hann gera vel. Þaó tel ég vera beztu verðlaunin fyrir frammistöðuna og jafn- framt þau sem hesturinn metur mest og skilur bezt. Aftur læt ég hestinn ganga við slakan taum i 10 minútur. Að lokum eyði ég nokkrum minútum, kannski 5—10 mín^i að æfa þau atriði sem hesturinn hefur ekki fullt vald á. Þetta geri ég mjög gætilega, Nýjar hreyfingar læt ég hestinn aðeins gera I nokkrum skref- um. Þessu næst læt ég hann slaka á nokkur skref og endur- tek þetta þrisvar, fjórum sinnum og lýk með þvi þjálfun- inni þann daginn. Hestar mínir þekkja orðið þetta lokaatriði og gera sér ljósa grein fyrir því að þeir þurfa aðeins að gera sitt bezta I örfáar mínútur til að fá hvíld það sem eftir er dagsins, kembingu og mat sinn. Þetta er einfalt æfingar- prógramm, skynsamlegt, að því er mér sýnist og innan þeirra marka sem hver knapi ræður við og hentar öllum hestum. Sé farið samvizkusamlega eftir þessu prógrammi getur það komið i veg fyrir óþarfa vandræði. Stærstu mistök sem hestamaður getur gert er að vera bráðlátur. Þolinmæði og varfærni eru beztu dyggðir hvers hestamanns". Skyldleikaræktun — kostir og annmarkar EITT af mörgu sem um er deilt í íslenzkri hrossarækt, er hversu haga skuli vali kynbóta- hrossa. Sú stefna má þó teljast ríkjandi, að ræktunin sé leitin að því bezta, hvar sem það sé að finna. A þeirri forsendu hafa beztu stóðhestar landsins verið notaðir víða um land án tillits til skyldleika við heimahrossin. Stórir og áhrifamiklir hópar innan raða hestamanna stað- hæfa aftur að skyldleikarækt- unin sé forsenda allrar kyn- bótastarfsemi. An hennar fáist engin kynfesta í stofninn. Hverju eiga menn að trúa? Ég tel að þegar verið er að ná upp gæðum ákveðins (fyrir- hugaðs) stofns, þá sé „full- komni“ hesturinn svo langt fyr- ir ofan meðallag flestra, ef ekki allra ræktunareininga, að sjálf- sagt sé að leita hvarvetna fanga þar sem von er um ávinning í kostum og byggingu. Hiklaust ber þó að leggja áherzlu á sterka ættartölu kynbóta- hrossa, til að fyrirbyggja slaka ogduldaerfðaeiginleika. Það er fyrst, þegar menn eru komnir með hóp úrvalshrossa, að mér finnst skyldleikaræktun verða æskileg og þá fyrst og fremst til þess að fá samræmi i stofninn. Fá kynfestu fyrir ákveðnum sérkennum sem í sjálfu sér þurfa ekki að hafa yfirburði að öllu leyti yfir það sem annars staðar er að finna, en stuðlar að því að hópurinn verði samstæð- ari. Að því kemur þó að skyld- leikaræktunin verður ófull- nægjandi, þvi jafnframt því sem ákveðnir eiginleikar fest- ast i kyninu, þá er öðr- um byggt út. Ég fæ ekki séð að skyldleikaræktun- in sem slík auki kosti stofnsins, nema takmarkað. Þannig þarf sá sem skyldleika- ræktar sinn stofn sífellt að fylgjast með stöðunni og þreifa fyrir sér með blöndun við utan- aðkomandi einstaklinga sem hafa kynfestu fyrir eiginleik- um er þá vantar i sinn stofn. Nú hafa margir stóðbændur ræktað sitt heimakyn um ára- tuga skeið. Vafalaust yrði það flestum til ávinnings að kyn- bæta sinn stofn með aðfengn- um kynbótahesti. Þó eru vafa- laust til margir stóóbændur sem gerðu bezt í þvi að halda áfram með sina heimaræktun, þ.e. þeir sem eiga hross sem hafa framúrskarandi eiginleika á tilteknum sviðum, sem marg- ir sækjast eftir. Það auðveldar þeim sölu á hrossum sinum að menn vita að vilji þeir fjörháa töltara, drifmikla vekringa eða dugandi ferðahesta, þá sé bezt að leita fyrir sér á þessum staðnum eða hinum. Jafnframt kann slík sérræktun að geta verið ómetanlegt forðabúr is- lenzkri hrossarækt, þegar og ef farið verður að leggja áherzlu á fjölþættari ræktun reiðhross. í dag er öll áhérzla lögð á að rækta fjölhæfa góðhesta, en engan vafa tel ég leika á því, að sióar meir verði hér sem annars staðar, farið að sérrækta ýmis afbrigði i litum, kostum og byggingu. Ragnar Tómasson. Kagnar Tómasson með stóðhest sinn Feng frá Sauðárkróki. Faðir: Sörli 653. Ff. Fengur 457 frá Eirfksstöðum. Fm. Siða 2794. Móðir: Fluga 3103. Mf. Fengur 457 frá Eirfks- stöðum. Mm. Ragnars- Brúnka 2719. Hugað að húðinni Hvenær þarf að fara að hugsa vandlega um huðina? Sjálfsagt hafa margir velt því fyrir sér og talið nægilegt að byrja á því, þegar fyrstu hrukkurnar koma I Ijós. Svo er þó alls ekki, að áliti sérfræðinga. Það þarf að byrja miklu fyrr, jafnvel strax á táninga- aldri. Það er aldrei hægt að koma ! veg fyrir, að húðin breytist með aldrinum, en það er möguleiki að tefja fyrir og seinka þeirri breyt- ingu. Hér eru nokkur atriði, sem læknir nokkur bandarlskur, T.H. Sternberg, lætur hafa eftir sér að séu mikilvæg við umönnun húðar- innar. 1. Hollt mataræði. Vel samansett (heilsusamlegt) mataræði er nauðsynlegt til þess að húðin líti vel út. Bezt er, ef hægt er, að halda ávallt sömu áhrif á allan llkamann og ekki sízt á húðina í andliti. Andlitið verður þá rauðleitt vegna háræðaslits. þyngd. Ef fólk er stöðugt að létt- ast og þyngjast á vixl, getur það orðið til þess að húðin nái ekki að skreppa saman og fer í fellingar. 2. Sólböð i hófi Ekkert eitt atriði flýtir eins fyrir hnignun húðarinnar og óhófleg sólböð. Stöðug sólböð geta ert svo húðina, að hún verður gróf, rauð, upphleyptir blettir detti á hana og jafnvel orðið út þvi húð- sjúkdómur, sem erfitt er að lækna. Konur með mjög hvita húð, verða að sætta sig við að þær þurfa alltaf að fara varlega. 3. heilbrigt liferni ' Óreglulegur svefn og skortur á hæfilegri líkamsrækt og æfingum ásamt útivist taka fljótlega sinn toll. Afleiðingin getur orðið baug- ar, fellingar og hrukkur undir augum. Sifelld neyzla áfengra drykkja segir lika fljótt til sín og hefur 4. Rétt notkun fegrunarlyfja Dagleg notkun mikils magns af „make up" getur farið illa með húðina, sérstaklega ef ekki er gætt vel að hreinsun hennar eftir. Notkun rakakrems er mjög mikilvæg svo að húðin þorni ekki um of. 5. Að halda andlegu jafnvægi Það er kunnara en frá þurfi að segja. að geðshræring og aðrar sveiflur i skapsmunum hafa áhrif á húðina og útlit hennar. Nægir þar að benda á rauða díla, sem koma i andlit fólks, sem kemst i uppnám. Einnig getur fólk klæjað i húðina vegna taugaspennings eða slíks. Það virðist þvi vera það ákjósanlegasta að halda sinu | andlega jafnvægi sem bezt. Þetta segir bandaríski lækmr- inn. Bæta má við, að fyrir okkur, sem búum við islenzkt veðurfar og þá sérstaklega þær, sem eru á suð-vestursvæðinu, er nauðsyn- legt að gera sérstakar ráðstafanir vegna roksins, sem næðir um okkur samfara kuldanum á vetr- um. Það er nauðsynlegt að smyrja vel oliu eða öðru á andlitið áður en farið er út i norðanrokið. En það þarf að hugsa um fleira en húðina i andlitinu. Þeir staðir, sem sérstaklega þurfa umönnunar við, þar sem tilhneiging er til að húðin þorni, þ.e. olnbogar, hend- ur, hné og fætur. Þar sem nú er timi kuldaskóa og stigvéla, er ekki úr vegi að huga sérstaklega vel að fótunum með þvi að bera á þá krem á hverju kvöldi eftir fóta- baðið. ALLAR verðum við víst að hugsa um að velja okkur flikur með hálsmáli, sem klæðir okkur, allt eftir því, hvort við erum háls- langar eða hálsstuttar. IVIynd 1) sýnir hvað þær háls- löngu geta leyft sér i þessum efnum. IVIynd 2) sýnir hvernig láta má stuttan háls sýnast lengri. Mynd 3) sýnir það sem vel hæfir þeim sem eru með í meðallangi lang- háls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.