Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 12

Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 NÝR varaforseti hefur tekið við í Bandaríkjunum. En þótt Nelson Rockefeller sé þekktur fyrir atorkusemi, hefur emb- ætti varaforseta löngum verið talið áhrifalftið. Varaforsetinn er valdalaus nema svo fari að forsetinn lát- ist, en hann verður sjálfkrafa forseti um leið og læknarnir úrskurða að dauða hafi borið að höndum. Þess vegna hefur verið komizt svo að orði að aðeins hjartaslag skilji varafor- setann frá æðsta embætti heims. Siðustu forsetaskipti voru undantekning, þar sem það var ekki sjúkdómur eða dauði, heldur afsögn Nixons, sem gerði Gerald Ford að forseta. ROOSEVELT OG KENNEDY Öll önnur forsetaskipti hafa orðið vegna fráfalla þeirra, sem hússins. Læknarnir könnuðu sáragöngin með fingrum og sárakönnum og sáu að það blæddi úr lifrinni. Talið var að kúlan hefði lent í mjaðmagrindinni. Enginn skurðlæknanna taldi ástæðu til að fjarlægja hana, þvi líðan Garfields fór batnandi. En eftir því sem tíminn leið hrakaði heilsu forsetans smám saman. NIÐURSTÖÐUR LlKSKOÐUNAR 23. júlí þurfti að skera í stórt kýli á lendinni og taka þaðan beinflís. Síðar þurfti að skera aftur á kýlið til að hreinsa það, og einnig þurfti að skera í fleiri ígerðir. Forsetinn þjáðist mjög i sumarhitunum í Washington, og því var hann fluttur út að New Jersey ströndinni 6. september. Þar lézt hann Forsetar myrtir —hefði þeim verið bjargað í dag? skipuðu embættið, og hafa of- beldisverk oftar valdið forseta- skiptunum en sjúkdómar. Læknavísindin stóðu ráða- laus þegar Franklin D. Roose- velt lézt af hjartakölkun árið 1945, og þegar John F. Kennedy var myrtur með skoti í heilann árið 1963. Læknar hefðu heldur ekki getað bjarg- að þessum tveimur forsetum í dag. En líti maður neðar á list- ann yfir myrta forseta, er athyglisvert að meta hvort þeir hefðu getað haldið lífi ef læknavísindin hefðu þá verið jafn þróuð og í dag. Lækna- blaðió „Spectrum“ hefur kannað þetta atriði varðandi moróin á Lincoln (árið 1865), Garfield (1881) og McKinley (1901). SKOTINN I LEIKHUSI Abraham Lincoln sat i stúku sinni í leikhúsinu þegar hann var skotinn af stuttu færi með skammbyssu. Kúlan fór inn í höfuðkúpuna um 2 sentí- metrum frá miðlínu og sprengdi stóra æð utan á heilanum. Fyrsti læknirinn, sem kom að forsetanum, var ungur undir- foringi úr hernum. Sjúklingur- inn var þá meðvitundarlaus, og engan lífæðaslátt að finna. Læknirinn lagði forsetann á gólfið og þurrkaði storknaó blóðið frá skotsárinu til að lina þrýstinginn á heilann. Þar sem göturnar voru stein- lagðar og ósléttar þótti ekki þorandi að aka forseianum heim til Hvíta hússins. Hann var þvi borinn til matvistarstað- ar handan götunnar. LÆKNARNIR FYLGJAST MEÐ KLUKKUNNI Fljótlega safnaðist fjöldi lækna við sjúkrabeð forsetans. Voru þeir sammála um að for- setinn væri helsærður og gæti aðeins lifað fáeinar klukku- stundir. Einn læknanna reyndi árangurslaust að finna kúluna með því að reka fingur inn í sárið. Þvínæst var sárakanni rekinn inn kúlugöngin, sem lágu gegnum vinstri helming stórheilans. 10 sentímetra inni í heilanum kom sárakanninn við eitthvað hart. Það var talið vera kúlan, en álitið svo útilokað að ná henni að það var ekki einu sinni rætt. Klukkan fimm um morgun- inn hætti að blæða úr sárinu, og um leið varð andardráttur for- setans mjög óreglulegur. í hvert skipti sem hann stóð á öndinni litu læknarnir á klukk- una tii að geta ákvarðað ná- kvæmlega hvenær dauðann bar að. LAT LINUOLNS Lincoln lézt kl. 7,20 15. apríl — niu tímum eftir árásina. Krufning leiddi í ljós að kúlan hafði farið í gegnum heilann aftan frá og staðnæmst rétt á bak við vinstra auga. eftir ERIK MUNSTER Það má furóulegt teljast að sárið, sem lá rétt við þýðingar- miklar miðstöðvar í heilanum, skuli ekki hafa valdið tafar- lausum dauða. Læknaskýrslur sýna miklar heilaskemmdir. Jafnvel með nútíma reynslu og tækjum er vafasamt að taugaskurðlæknar hefðu getað meira en læknar forsetans. Hefði eitthvert kraftaverk leitt til þess að Lincoln hefói haldið lífi, hefði hann Iamazt, blindazt og hlotið alvarlega andlega veiklun. SKOTINN A STÖÐINNI James A. Garfield forseti var fimmtugur þegar hann 2. júlí 1881 var skotinn tvívegis í bak- ið meðan hann gekk í gegnum járnbrautarstöó í Washington. Önnur kúlan fór rétt 1 gegnum ferðakufl forsetans, en hin gekk inn í búkinn um 7 sentí- metrum frá miðlínu og braut 12. rifbeinið. Innan klukkustundar var fjöldi lækna kominn til að stunda hinn særða, og næstu ellefu vikurnar fylgdist þjóðin kvíðin með störfum þeirra. IHESTVAGNI Forsetinn var fluttur meðvit- undarlaus í hestvagni til Hvíta skyndilega eftir miklar þrautir fyrir hjarta 17. september klukkan 22,35 — 79 dögum eftir skotárásina. Líkskoðunin sýndi að kúlan hafði farið i gegnum 1. mjó- hryggjarlið og hægra nýra. Lá hún rétt undir brisi, 25 sentí- metrum frá þeim stað þar sem læknarnir höfðu talið hana vera. Þá var engin gegnumlýs- ing til að leysa svona gátur. LÆKNARNIR SYKTU SJUKLINGINN Dánarorsökin var sögð vera stór skurður á slagæð miltans og ígerð í skotgöngunum. Ekki er aó efa að ítrekaðar athuganir læknanna á skotgöngunum með ósótthreinsuðum fingrum og tækjum þeirra tíma hafa átt sinn þátt í að valda ígerðinni. 1 dag hefði án efa verið unnt að finna og fjarlægja kúluna fljótlega. Hefði igerð engu að síður hlaupió i sárið, hefði mátt ráða við hana með penicillini eða öðrum fúkalyfjum, og Gar- field forseti hefði því getað lif- að árásina. SKOTINN A LISTSYNINGU Síðdegis hinn 6. september 1901 var William McKinley for- seti skotinn tveimur skotum þegar hann var við móttöku á listsýningu. Önnur kúlan olli litlu sári, en hin fór gegnum kviðholið og magann og lenti i bakvöðvum. í sérstakri sjúkrastofu við sýninguna var forsetinn svæfð- ur með eter og skurðlæknir opnaði kviðholið. Var sárið upplýst fyrir lækninn með því að varpa á það sólarljósi með vasaspegli. Götin á maganum voru saumuð saman, en lækn- inum tókst ekki að finna kúl- una. Með þeirra tíma tækni þurfti að flýta uppskurðum mjög, svo ekki gafst tími til að leita kúlunnar. ALVARLEG SKEMMD Sjúklingurinn var fluttur í einkahús í Buffalo þar sem þekktir skurðlæknar önnuðust hann næstu vikuna. Þeir töldu batahorfurnar góðar og töldu enga ástæðu til frekari aðgerða. Þegar vikan var liðin versn- aði McKinley skyndilega, og 14. september lézt hann kl. 2,15. Likskoðun sýndi að brisið starf- aði ekki. í dag vitum við að þetta er ein alvarlegasta skemmdin í kviðarholinu, og er brisið jafnan athugað þegar um skemmdir er að ræða í kviðar- holinu. Nútima skurðlækningar hefðu getað lengst líf Mc- kinsleys. Hvernig varðveita má keppni um merki Myn AUGUST Flygenring, afi minn, var bróðir Matthíasar Þórðarsonar, fornminjavarðar. Liklega hefi ég þó safnaranáttúruna úr báðum ættum þvi Borgþór Jósefsson, afi minn, var mikilvirkur bókasafnari. Hvað um það. August átti 1 1 börn, á 11 árum, með Þórunni, konu sinni Stefánsdóttur. Við frá- fall Kristjáns 9. og valdatöku Frið- riks 8. gaf danska rikið út svokall- aðan kóngaskiptapening. Silfur- pening með tveggja krónu verð- gildi. Var þetta árið 1906. August Flygenring gaf öllum börnum sin- um svona pening og móðir min gaf mér sinn fyrir nokkrum árum. er hún varð þess vör, að ég hafði tekið myntsafnarabakteriuna. til mikillar skelfingar uppgötvaði ég i desember síðastliðn- um, að grænir hringir voru komn- ir á jaðar peningsins. Ég hafði heyrt um það, að ekki væri allt plast eins, og þessu likt gæti komið fyrir. Var ég þó alveg grunlaus þvi þennan pening hafði ég geymt þarna i nokkur ár og ekkert hafði á honum séð. Ég var svo heppinn, að rétt eftir að ég uppgötvaði grænu hringina, barst mér janúarhefti danska tímaritsins „Möntsamler nyt", en þar var ein- mitt grein um þetta vandamál. Þeir segja að ekki sé sama hvert plastið er. Eingöngu skuli nota polyethylene plast, ef geyma á mynt, sem inniheldur einhvern vott af kopar, i plastpokum. Flest- ir, ef ekki allir, silfurpeningar eru blandaðir einhverjum kopar, og i þessu tilfelli nógu miklu til að um efnabreytingu er að ræða, þótt það tæki nokkur ár. Það er á jaðri peninganna. sem græna slikjan kemur, þar sem peningurinn snertir plastið í hólfinu, sem hann er i. Ekki er getið um ráð, i þessu ágæta blaði, til þess að hreinsa grænu hringina burtu. Ég kann heldur ekkert ráð sjálfur. Er ég hefi fengið upplýsingar þaraðlút- andi læt ég frá mér heyra, en ég vara menn við að reyna að hreinsa þá burtu með fægilegi. Það getur eyðilagt góðan grip. Á meðan geta menn athugað hvort kopar- eða silfurmynt sem þeir eiga og kannski eru geymd i plasthólfum, eru orðin — tja hvað skal segja — menguð! Spurningin er þá bara: Hvernig á að geyma mynt þannig, að hún skemmist ekki? Margar bækur um myntsöfnun halda fram skápum úr mohogany eða slikum dýrum viði. eftir RAGNAR BORG Pening þennan hefi ég reynt að geyma vendilega, ásamt nokkrum öðrum góðum peningum, sem ég á, í leðurmöppu með plastblöðum. Möppu þessa keypti ég af þýzku fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Mér með plussfóðruðum og hólfuðum skúffum. Ég held, fyrir mig, að þarna sé einum of rikmannlega að þessu staðið. Ef notaðar eru möppur með plastblöðum úr poly- ethylene, er allt i lagi. Einnig er gott að nota pappaspjöld, sem peningunum er þrykkt i. Þetta með að plastið hafi áhrif á pen- inga, sem innihalda kopar, er ekk- ert einsdæmi. Frimerkjasafnarar hafa sagt mér, að sum þeirra beztu frimerki hafi eyðilagst ein- mitt af sömu orsökum. Hefi ég heyrt átakanlegar sögur af þvi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.