Morgunblaðið - 08.03.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975
25
Minning:
Guðmundur Magnús-
son endurskoðandi
F. 2. september 1921,
D. 27. febrúar 1975.
Langt er nú orðið síðan fundum
okkar Guðmundar Magnússonar
bar fyrst saman, en við vorum
með vissum hætti alltaf að nálgast
hvor annan og því meir sem leng-
ur leið.
Nú er Guðmundur látinn fyrir
aldur fram, og ljúft er og skylt að
votta honum þakkir fyrir ómetan-
leg störf hans fyrir Ríkisútvarpió
um meira en tuttugu ára skeið,
fyrst sem endurskoðanda stofn-
unarinnar, en siðar um langt ára-
bil sem aðalbókara Ríkisútvarps-
ins. Hann gjörþekkti hag og al-
mennt ástand þessarar ríkisstofn-
unar og var allra manna ráðholl-
astur og tillögubeztur um málefni
hennar, og er mikið skarð fyrir
skildi við óvænt fráfall hans.
Samt er mér það ennþá meira
hryggðarefní að horfa á eftir
tryggum vini, sem fyllti stórt rúm
í huga mínum, manni, sem var
óvenju ríkur aó verðmætum, sem
aldrei verða metin til fjár, en
veita þeim er njóta mikið hald og
traust í hverjum vanda.
Guðmundur var urn margt
óvenjulegur hæfileikamaður.
Hann var skarpgreindur og rök-
víssvo aðafbar. Hamhleypa var
hann til starfa, og heyrði ég
marga starfsbræður hans fara um
hann aðdáunarorðum fyrir frá-
bæra skarpskyggni og kunnáttu í
sinni grein. En gáfur hans og
menntun voru engan veginn
bundnar við aðalstarf hans. Hann
var maður víðförull, mikill unn-
andi fagurra lista, fagurkeri í
orðsins beztu merkingu, eins og
safn hans af bókum, hljómplötum
og málverkum bar glöggt vitni.
Guómundur var gjörvulegur mað-
ur og hafði á sér fágaðan menn-
ingarbrag, návist hans og sam-
ræður við hann höfðu sérstök og
geðþekk áhrif á viðmælandann.
Hann var að vísu alvörumaður, en
var samt gæddur ríkri kímnigáfu
og grunnt á græskulausri glettni í
svip hans.
Guðmundur Magnússon var
drengur góður í fornri merkingu
þess orðs, fastur fyrir og traustur
sem bjarg. Margir eiga honurn
gott að gjalda. Okkur, sem meó
honum störfuóum, er þungbært
að sjá honum á bak, en minningar
um hann fyrnast ekki, þvi að:
„orðstírr
deyr aldregi
hveim er sér góðan getr.“
Andrés Björnsson.
Avallt erum við óviðbúin þegar
vinir eða vandamenn verða að
mæta örlögum sinum, æviniega
hittir andlátsfregn góðs vinar
eins og högg, sem maður stendur
óvarinn og berskjaldaður gegn og
oftast er dauðinn sá gestur, sem
við sízt væntum. Og þó er hann
hið eina vissa, sem i vændum er
og vió með öryggi vitum að eng-
inn fær umflúið. Þannig kom and-
látsfregn vinar míns, Guðmundar
Magnússonar endurskoðanda,
óvænt og án þess að sérstök boð
færu þar á undan. Hann varð
bráðkvaddur að heimili sinu að
kvöldi dags, hinn 27. febrúar s.l.
Guðmundur Magnússon fædd-
ist i Hafnarfirði 2. september
1921. Hann var sonur hjónanna
Magnúsar Ölafssonar bónda i
Krýsuvík og konu hans, Þóru Þor-
varðardóttur, sæmdarhjóna, sem
eldri Hafnfirðingar muna. Ég
man Magnús aðeins sem aldrað-
an, slitinn og rúmliggjandi mann,
sem bundinn var Krýsuvik hinum
traustu böndum íslenzka bónd-
ans, sem ann gróðurmætti mold-
arinnar og bústofni sínum öðru
fremur. En því betur minnist ég
Þóru, rnóður Guðmundar, yndis-
lega hlýrri og ávarpsgóðri, Ijúfri i
viðmóti, skarpgreindri og
skemmtilegri konu, sem mörkuð
var rúnum reynslu og erfiðleika,
svo sem algengt var ,um alþýðfólk
hennar tima. Mér fannst alltaf
sem fegurð og mildi geislaði af
ásjónu þessarar góðu konu, og
vissulega hafa Guðmundur og
systkini hans ekki farið varhluta
af þeim góðu eiginleikum, sem
Þóra Þorvarðardóttir bjó i svo rik-
um mæli yfir.
Guðmundur vandist snemma al-
gengustu störfum unglings í
sjávarplássi, fiskvinnslu heinta i
Hafnarfirði og störfum við sild-
veiðar og sióar síldarvinnslu á
Hesteyri, en lítt vöktu þessi störf
hrifni hans eða áhuga, hugurinn
var fremur bundinn bóknámi á
einhverju sviði. Verzlunarskólinn
varð fyrir valinu, ekki af áhuga á
verzlunarfræðum eða hneigð til
kaupmennsku, miklu fremur þvi,
að það var þá viðráðanlegasta
námsbrautin fátækum pilti, sem
ekki lét heillast af silfri hafsins
eða gróðurmætti hinnar gjöfulu
moldar. Hann lauk ágætu prófi
frá Verzlunarskóla íslands árið
1941 og hlaut meðal verðlauna-
gripa við skólaslit bókfærzlubikar
inn svonefnda. Af því mátti e.t.v.
ráða hvertlífshlauphansyrði. Að
því loknu vann hann skrifstofu-
störf hjá Geir Zoega til ársins
1944, en árið 1945 hóf hann störf
hjá endurskoðunarfirmanu N.
Manseher & Go. — og þar með sitt
eiginlega ævistarf, — og þar vann
hann til ársins 1956, að hann
stofnaði eigin endurskoðunar-
skrifstofu, sem hann rak æ síðan.
Jafnframt var hann frá árinu
1957 aðalbókari ríkisútvarpsins.
Þótt starfsvettvangur Guðntundar
væri lengst af i Reykjavík, hafði
hann meginhluta ævinnar búsetu
í Hafnarfirði, eða til ársins 1964
er hann fluttist búferlum í höfuð-
staðinn.
Guðmundur var urn margt
óvenjulegur maður og eftirminni-
legur. Hann var vænn að vallar-
sýn, virðulegur í framgöngu, góð-
urn gáfunt gæddur og bjó yfir
yfirgripsmikilli sérþekkingu á
bókhalds- og skattamálum og öllu
er varðaði hinar flóknu reglur og
lög er þann málaflokk varða.
Enda var honum sýndur sérstak-
ur trúnaður og traust af öllum,
sem þess happs uróu aðnjótandi
að fá notió starfskrafta hans,
þekkingar og leiðbeininga á þessu
sviði. Hann var maður einstakrar
starfsorku, bæði fljótvirkur og ör-
uggur, og það hef ég eftir-kunn-
um endurskoðanda, sem um tíma
var starfsfélagi hans, að Guð-
mundur hafi verið færastur
þeirra rnanna, sem hann þekkti i
hópi endurskoðenda, og minnst
verið tveggja manna maki til
starfa. — Þessum ummælum á ég
ákaflega gott með að trúa.
Guðmundur Magnússon var
traustur drengskaparmaóur, sem
gott er að minnst. Hann var mað-
ur stórrar gerðar og mikilla
mannkosta, rnaður sem mat vin-
áttuna réttu mati. Hann var vina-
vandur, en var líka mikils metinn
af þeim, sem vinahópinn fylltu.
Hann var ókvæntur og barnlaus,
en barngóður, og naut þess að
umgangast börn, og minnist ég
þar sérstaklega sambands hans og
systurdætranna á barnsaldri
þeirra. En hann átti vtðar vini en
meðal samborgara sinna eða i
frænda garði. Hann átti vandað
safn úrvalsbóka og unni bókunt,
hann dáði fagra tónlist og lét auð-
veldlega heillast af meistaralegu
handbragði og litum fagurs mál-
verks. Hann unni ferðum og fróð-
leik, fékkst lítt um værðarlíf á
sólarströndum, en mat því meir
glæsta menningu Forn-Grikkja,
aó reika um fornar slóðir landsins
helga eða bergja af þeim nægta-
brunni, sem Rómaborg er fróð-
leiksþyrstri og listelskri sál. Og þá
fóru hljómleikahallir Vínarborg-
ar og Lundúna ekki varhluta af
heimsóknum hans, ef hann var
þar á ferð.
Hér heinta hafði Guðmundur
víða ferðast, jafnt í byggð sem
óbyggð. Og hann var góður ferða-
félagi, maður, sem gott var með
að njóta, á stundum ákafur og ör,
í annan tíma eins og einlægur og
hrifnæmur feiminn drengur, sem
gleymdi sér við glens og græsku-
laust gaman í góóum félagsskap
og fögru umhverfi og brá á leik,
— snöggvaknaði svo til hins kalda
veruleika og gráa hversdags og
sveipaði þá um sig hjúp einangr-
unar, dró sig 1 lukta skel. Við
hjónin áttum því láni að fagna að
vera ferðafélagar hans, einu sinni
erlendis en oftar hér heima, og
við eigum margs að minnast frá
þessum ferðum. Allar voru þær
ánægjulegar, skildu eftir myndir
og minningar, sem gott var að
orna sér við á síðkvöldum og rifja
upp með þessum góða vini. Nú
veróa þær, ef unnt er, enn verð-
mætarí, því nú viturn við að ekki
verður um endurtekningu slikra
ferða að ræða, — upprifjun fyrri
ferða verður að nægja. Með þakk-
látum huga minnumst við hjónin
þessara ánægjustunda og alls hins
góða, sem við nutum samvistum
við þennan fágæta vin.
Það fór ekki hjá þvi, að þeir,
sem eignuðust vinátlu Guðmund-
ar Magnússonar, mátu hann og
virtu, nutu samverustunda við
hann — og sakna hans sárt. Svo
mun verða á mínu heimili. Þar
verður birta sunnudagsins ekki
hin sama og fyrr, sérstæóar
sunnudagshéimsóknir hans
hætta, skemmtileg og á stundum
eilítið kaldhæðnisleg gagnrýni
hans um menn og málefni lióandi
stundar er hljóðnuð, skörp ádeila
manns, sem gat verið ómyrkur i
máli og mat menn af verkum
þeii’ra. — Sunnudagarnir i Arnar-
hrauni verða með öðrum svip og
ekki samir og áður.
Að leiðarlokum lífsferils Guó-
mundar Magnússonar er margs
að minnast og hugur fullur trega.
Við hjónin og börn okkar vottum
systkinum hans og öðrum vanda-
mönnum, okkar innilegustu sam-
úð. Minning hans er óbrotgjörn
og mun lifa, ljúf og hlý, því hér er
genginn góður drengur.
Oliver Steinn.
Mér er söknuður efst i hug, er
ég sezt niður til að skrifa nokkur
kveðjuorð um látinn vin minn,
Guómund Magnússon, endur-
skoóanda. Allir, sem þekktu
hann, vissu hve góður vinur hann
var vinum sínum.
Eitt af þvi fáa, sem við öll vitum
með vissu, er það, að dauöinn
bíður okkar. Samt sem áður kem-
ur hann alltaf aó óvörum. Eg hygg
þvi, að fleiri en ég geti tekið und-
ir með skáldinu Guðmundi
Böðvarssyni, er hann segir
,,að ég átti þér ótjáða þökk,
aldrei verður hún sögð“,
þegar við í dag stöndum yfir
moldum Guðmundar Magnússon-
ar.
Kynni okkar hjónanna og Guð-
rnundar Magnússonar spanna nú
næstum því þrjá áratugi. Otaldar
eru ferðir okkar um byggðir og
óbyggóir Islands á þeim árurn, er
ég stundaði háskólanám og fyrstu
árin á eftir. Ófáar eru unaðs-
stundir, sem við nokkrir vinir
hans áttum á heimili hans, fyrst i
Hafnarfirði og sfðan hér i Reykja-
vik, er við ræddum um daginn og
veginn og nutum ljúfrar gestrisni
húsráðanda. Það er trú min, aó
hann hafi einnig notið þessara
heimsókna.
Sérstök vináttubönd tengdu
Guðmund vió nokkurn hóp okkar
bekkjarsystkinanna úr stúdents-
árganginum 1944 frá Menntaskól-
anum á Akureyri, þótt hann væri
ekki einn úr þeim hópi. Hygg ég,
að meðal þeirra séu menn, sem
urðu honum hvað nánastir og
tryggastir síðasta áratuginn. Þær
stundir koma i lífi hvers manns,
að án slíkra hollvina fallast mönn-
um hendur. Tel ég mér þaó til
ávinnings að hafa átt nokkurn
hlut að því i upphafi, að
Guðmundur stofnaði til kynna við
þessa ntenn.
Guðmundur Magnússon var á
margan hátt sérstakur maður, þó
að aldrei færi mikið fyrir honum.
Það var andstætt hugsun hans að
berja bumbur og láta á sér bera.
Hann fór hljóðlega um lífsins veg.
Það var notaleg kyrrð og friðsæld
I kringum hann. Og hann .var
alltof lífsreyndur maður til að
kveða upp áfellisdóma yfir öðr-
um.
Guðmundur var morgunmaður,
sem gekk rösklega til vinnu
sinnar og skilaði miklum og
góðum afköstum. Hann var traust
ur og hollur ráðgjafi þeim, sem
hann vann fyrir, enda fágætlega
vel aó sér í sinni grein og marg-
fróður unt flest annað. Hann
hafói yndi af fei’ðalögum sem
uróu honunt ntikii lifsfylling.
Listhneigð var rík i eðli hans og
menningarblær hvildi yfir öllu,
sem hann tók sér fyrir hendur.
Bækur hans, málverk og hljóm-
plötur báru sntekk hans vitni. Fas
hans og prúðmannleg framkoma
sem var honum runnin í merg og
bein, bar ljósan vott um fágun
hans og virðingu fyrir hinu fagra
og hreina i lifinu.
Þótt mér sé harmur I hug, þegar
ég kveð Guðntund Magnússon,
víkur hann fyrir björtum minn-
ingum, sem við hjónin eigum um
góðan dreng. Þó að hann væri
alvörumaður, þá kemst aðeins ein
ntynd af honunt að í huga mér.
Það er ntynd af hógværum rnanni
meó ljúft bros og yljandi hjarta-
hlýju. Eg þekkti hann ekki öóru-
vísi.
Margir eiga Guðmundi ntikla
þakkarskuld að gjalda og ég hlýt
að lokum að taka enn á ný undir
með skáldinu. nafna hans
Böðvarssyni:
„Eg átti þér ógoldna skuld.
Aldrei verður hún greidd".
Eg óska góðunr vini fararheilla,
er hann leggur upp í síóustu ferð-
ina og við hjónin þökkum honurn
þriggja árdtuga samfylgd á lifs-
leiðinni.
Guðlaugur Þorvaldsson.
Guðmundur Magnússon var
fyrir margra hluta sakir óvenju-
legur ntaður. Hann hafði hlotið
góða greind i vöggugjöf og var
gæddur miklu starfsþreki. Er mér
kunnugt um að hann naut mikils
álits fyrir færni í starfi og afköst
sem voru oft með ólíkindum. Öll
störf virtust leika honum i hendi.
Hann var maður árrisulli en aðrir
menn, oft kominn að verki kl. 6
að morgni dags. Hann fór ekki
ávallt alfaraleið.
Greiðasemi hans var mörgum
kunn og var hann þó fátalaóur
þar um sjálfur, en hann var lang-
minnugur á greiða annarra.
Hann hafði þann starfa um
margra ára skeið að telja fram
fyrir mig til skatts og var það í
sjálfu sér ekki flókið mál. Aldrei
þá hann eyri fyrir — reyndar var
ég löngu hættur aó bjóða greiðslu
— en hann áleit sjálfur að verki
þessu væri ekki að fullu lokið fyrr
en hann hafði boðið mér ríkuleg-
an hádegisverð á Hótel Borg. Eg
geri ráð fyrir að nokkrir ann-
markar verói á því að ég fái svo
hagstæðan framteljanda á nýjan
leik.
Guðmundur var gestrisinn
höfðingi heim að sækja og minnti
höfóingsskapur hans oft og tíðuni
einna helzt á foldgnátt fjall. Fjár-
hagur hans var að vísu rúmur,
ekki sízt hin síðari ár, og gat hann
þvi veitl sér niarga hluli. Agætt
bókasafn átti hann, mikið að gæð-
um og bundið í forláta gott band.
Þá prýddu og ntálverk eftir kunn-
ustu íslénzka málara þar margan
vegg enda var Guðntundur mikill
fagurkeri og hafði gott listaskyn,
nt.a. mikill unnundi góðrar tón-
listar og átti mikió hljómplötu-
safn. Hann hafði tíl aö bera ríka
kennd fyrir íslenzku máli. Menn-
ingarblær lék þar unt salarkynni.
Guðmundur var ntaður fríður
sýnum, vel á sig kominn og ntikið
snyrtimenni á allan hátt. Hann
var að jaínaði glaður og skemmti-
legur, orðheppinn og stundum
glettinn í orði í góóra vina hóp.
Góðlátleg stríðni var honum eðl-
islæg. — Undir niðri var hann þó
mjög dulur og fántáll um eigin
hag. Hann lifði á stundum sínar
hijóóu stundir þar sem hann
dvaldist „aleinn meö sál sinni
sjálfri“. „Sumt í þessunt heimi er
á valdi voru en annaö ekki," segir
Epiktets einhvers staóar.
I sumarleyfum sinum feróaóist
Guðmundur ntikið; á fyrri árunt
innan lands en öll hin síðari ár fór
hann eina ferð á ári til útlanda.
Hann hafði m.a. kontið í nokkur
skipti til Aþenu og Rómaborgar
og var hann ágætlega vel að sér i
goðafræði og menningarsögu
þessara þjóða. — Það fór ekki á
milli mála að hann bar mikla lotn-
ingu fyrir guðunum.
Að Guðmundi Magnússyni er
mikill sjónarsviptir á góðuni
aldri. Hann var maður óvilsamur
og hefði því ekkí kosið að harnta-
tölur væru uppi hafðar þegar för-
in rnikla ér hafin. Honum hefði
trúlega verið nær skapi að menn
gengju þá hvergi daprir í bragði.
Nánunt ættingjum og vinum
sendi ég ríkar samúðarkveðjur.
Okkur, sem áttum hann að sant-
fylgdarmanni um langan veg, er
þakklæti efst i huga.
Runólfur Þórarinsson.
Pappírsskurðarhnífur
Pappírsskurðarhnífur til sölu breidd 83 cm í
góðu lagi.
Verksmiðjan
Ekko,
sími 53322.
Vöruflutningabíll óskast
Vantar yfirbyggðan vöruflutningabíl með 6
manna húsi eða kojum. Ú/far Jacobsen, Ferð askrifs to fa, Austurstræti 9, Sími 13491.