Morgunblaðið - 08.03.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.03.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 8. MARZ 1975 27 næs. Hann bara tók sér fyrir hendur að koma þessu i lag og dreif upp eitt stærsta og virtasta bókaforlag á Norðurlöndum, Universitetsforlaget. Bækur þess eru viðurkenndar langt út fyrir Norðurlöndin fyrir smekkvísi að vali, efni og frágangi. Allt í einu þótti Tönnes að nú mætti ekki lengur dragast að ljúka laganámi. Snaraði hann sér þá í það með öllu annrikinu og lauk þvi með krafti, þótti svo sem engum mikið þótt lögfræði væri honum auðveld, ef hann tækist á við hana á annað borð. Jóhannes bróðir hans var þá þegar þekktur sérfræðingur i refsirétti um Norð- urlönd öll. Þegar Mads, sonur Tönnesar þurfti á læknishjálp að halda skyndilega, en aóstaða var ónóg á spítalanum, sem hann fór á, var Tönnes þegar með vakandi áhuga. Þarna var hægt og varð úr að bæta. Það var skammt stórra högga i milli og þar sem litla eða enga læknishjálp var áður að fá, reis spitali, er skaraði fram úr á sínu sviði. Driffjöðurin var Tönnes Andenæs. Ekki vissi ég til þess að Tönnes hefði áhuga á stjórn- málum. Allt í einu var hann kom- inn í borgarstjórn og var stór- stígur beina leið inn í Stórþingið. Tilþrif þessa vinar míns voru engu lík. Því var fjarri að frami hans í borgarstjórn eða þing- mennsku breytti hinu- mLnnsta i fari hans. I ytra útliti var hann jafn tildurslaus sem fyrr. Pressaðar eða ópressaðar buxur skiptu hann engu máli og aukinni ábyrgð tók hann án þess að láta í staðinn nokkuð af frjálslyndi sínu og hispursleysi. Það hlaut svo aó fara að flokks- legur agi yrði lítt að skapi Tönnesar Andenæs og ekki ólík- legt að hann hafi þótt heldur baldinn i þeim böndum. Þar fyrir og e.t.v. þess vegna var hann virt- ur öðrum fremur af samherjum sem andstæðingum. Mér fannst Tönnes Andenæs oft helst til óþinglegur í háttum. Þó mætti hvert þjóðþing fagna þvi að eiga sem flesta slíka. Tönnes Andenæs er allur. Sorg- legt járnbrautarslys batt skyndi- lega endi á glæsilegan feril og svifti marga íslendinga kærum vini. Raunar má öll þjóðin minnast hans fyrir skeleggt frum- kvæði að höfðinglegri aðstoð Norðurlanda vegna náttúruham- faranna í Vestmannaeyjum. Tönnes Andenæs var engum líkur. Hann færði Norðurlanda þjóðirnar nær hvor annarri og þar, en þó mikið fremur vegna persónulegra kynna, verður hans skarð alffrei fyllt. Það var ávallt tilhlökkun að eiga von á að hitta Tönnes. Nú verður það ekki oftar, en eftir stendur minning um óvenjulegan dreng- skaparmann og nær 30 ára vin- áttu. Reykjavík, 28. febr. 1975. Valgarð Briem. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. rtiiiiiitmmmmiiiim Friðfinnur Vilhjálms- son — Minningarorð Fæddur 18. júnf 1909 Dáinn 27. febrúar 1975 Þann 27. febrúar 1975 andaðist Friðfinnur Vilhjálmsson, Sörla- skjóli 14, Reykjavík, eftir stutta er erfiða sjúkdómslegu. Friðfinnur var fæddur 18. júni 1909 að Hamri í Flóa. Sonur hjón- anna Helgu Þorsteinsdóttur og Vilhjálms Guðmundssonar. Þau Helga og Vilhjálmur eignuðust sjö börn, tvær dætur og fimm syni. Friðfinnur var næst elstur og er hann fyrstur til að kveðja af systkinunum. Kvæntur var hann Vilborgu Guðmundsdóttur frá Fjalli á Skeiðum. Hún er dóttir hjónanna Guðríðar Erlingsdóttur og Guð- mundar Öfeigssonar. Vilborg og Friðfinnur giftu sig 30. des. 1933 og bjuggu fyrstu tvö hjúskaparár sín í Hafnarfirði og fluttu siðan til Reykjavíkur. Þau eiga eina uppkomna dóttur, Helgu, sem býr heima en vinnur við skrifstofu- störf. Fljótlega mun unglingnum á Hamri hafa verið kennt að vinna, enda nóg að starfa og þörfin brýn. Ég hef fyrir^satt, að Friðfinnur hafi snemma verið manna dugleg- astur, enda mun mikið hafa verið unnið á hans æskuheimili og býst ég við að þar hafi undirstaóan verið lögð að hans óvenjulegu starfsorku og þeim vinnugæðum, sem rárrm-srtti að vera ljósara en einmitt þeim, sem þetta ritar. Kynni okkar Friðfinns hófust á árunum 1946 eða ’47. Hann var þá starfsmaður hjá Almenna bygg- ingarfélaginu, en ég lærlingur í trésmíði. Tókst brátt með okkur kunningsskapur góður. Þegar ég svo fljótlega að námi loknu hóLað taka að mér verk sjálfur, gerðist hann einn af fyrstu starfsmönn- um mínum. Siðan unnum við saman allt til hins siðasta eóa alls fast að þrem áratugum. Sem starfsmaður var Friðfinnur í einu orði sagt sérstakur. Hjá honum fór saman verklagni slik, að svo mátti heita að hvert verk léki í höndum hans, samviskusemi svo af bar og líkamsþrek með fádæm- um. Hann var hæglátur fremur, en fastur fyrir, ef þvLvar að skipta. Eins og að lfkum lætur kom það fyrir að okkur Friðfinni sýndist sitt hvorurn um ýmislegt, þótt ekki væri oft, og raunin varð oftast sú að ég sá síðar, að hann hafði haft á réttu að standa, Sem félagi á vinnustað mátti treysta því, að væri þar einhver sem minna mátti sín eða var öðrum berskjaldaðri fyrir áreitni heims- ins, þá stóð hann í skjóli Frið- finns. Þegar slíkur drengskapar- og ágætismaður hverfur skyndilega af Sjónarsviðinu, verður lengi skarð eftir, en Slíkur er nú gangurinn. Heimilislíf þeirra hjóna, Vil- borgar- og Friðfinns, var gott og heilsteýpt. Hús sitt byggði hann að langmestu leyti sjálfur. Má víst svo heita að utast sem innst sé húsið hans handaverk. Umgengni úti og inni er þar með þeim mynd- ar- og þokkabrag, að af ber. Mér er kunnugt um það, að löngum hefur heilsufar Vilborgar verið með þeim hætti að ekki reyndi lítið á nærgætni og hugul- semi húsbóndans og hvorki þar né annars staðar brást honum drengskapurinn. Friðfinnur var, eins og mörg börn þess tima, litt skólagenginn. En það bætti hann sér upp með lestri góðra bóka, enda var hann bókhneigður og fróðleiksfús og átti gott bókasafn. Það leyndist ekki okkur sem vel þekktum Friðfinn, hverja um- hyggju hann bar fyrir heimilinu. Helga dóttir hans var augasteinn- inn, enda einkabarn. Ég þarf ekki að lýsa því hvert happ það var mér að eiga langt og náið samstarf með ágætismanni á borð við Friðfinn heitinn og njóta hollráða hans og heilinda. Við vinnufélagar hans fögnum þvi að hafa átt við hann samvistir og saiflstarf og minnumst hans með virðingu og þökk. Eiginkonu og dóttur votta ég dýpstu samúð. Guðbjörn Guðmundsson. Eftirmæli eru i augum sumra næsta hæpnar heimildir hvað viö- kemur ágæti þess, sem um er rætt. Og langt þykir stundum gengið í að fegra þann framliðna, mannkosti hans og gerðir. Hvernig þetta verk er viðfangs er að sjálfsögðu eins breytilegt og einstaklingarnir eru margir, sem um er fjallað. Allir hafa þó að minni hyggju til síns ágætis nokk- uð, þó misjafnt sé að vöxtum og gæðum. Þegar ég sest niður við sarnan- tekt þessara kveójuorða vegi%) fráfalls vinar míns og velgjörú^- manns, Friðfinns Vilhjálmssonar, J)á er sú hætta ekki fyrir hendi, að ég beri lof á hann um efni fram, slíkir voru mánnkostir hans og lífsferill allur, að óþarft er þar við að bæta. Þegar samferóamennirnir, þeir er nær manni fara á lífsleiðinni og hafa gert um langan veg, hverfa skyndilega úr hópnum, þá fer ekki hjá því, að hugurinn sé hrifinn úr sínum hversdagsviój- um, maður doki við og líti um öxl. Þótt leiðin að baki sé i megin- dráttum innan sjónmáls i huga manns, ef svo má segja, þá eru þar í þó nokkrar eyður og því fleiri og stærri, sem fjær dregur. Jafnan er það þó svo, að einstaka atburði og persónur ber hærra i huga manns en aðrar, þegar skyggst er yfir farinn veg. Friðfinnur Vilhjálmsson, sem við kveðjum nú, er einn þeirra manna, sem bar yíir fjöldann frá mínum sjónarhóli séð. Hann var með hærri mönnum að vexti, karl- mannlegur og vel af Guði gerður líkamlega. En við-sem þekktum hann best minnumst hans ekki síður fyrir mikla mannkosti, meðfædda og áunna, sem birtust meðal annars í góðri greind, góðlátlegri hógværð, háttvísi, fórnfýsi svo og trygg- lyndi og trúmennsku svo af bar. Þessar mannlegu dyggðir, sem seint- verða ofmetnar og sem heimurinn þarfnast jafnvel frem- ur nú en nokkru sinni fyrr, eru að því er virðist á undanhaldi. Þörf- in fyrir þessa mannkosti hjá sem flestum, verður þó þvi brýnni sem áhrifamáttur einstaklingsins vex með aukinni þekkingu og getu bæði til uppbyggingar og niður- rifs. Það var jafnari ánægjulegt og uppbyggjandi að sækja Friðfinn heim, koma á hans fágaða og frið- sæla heimili og eiga við hann sam- ræður, sem ávallt einkenndust af gjörhygli og góðleik íblönduðum hóflegri gamansemi. F’riðfinnur var fjölfróður um þjóðleg efni enda viðlesinn og minnið gott. Ekki spillti heldur að rifja upp með honum, svona öðru hvoru, ýmislegt frá okkar gömlu góóu samverudögum, en i for- eldrahúsum Friðfinns hjá þeim annáluðu sæmdarhjónum Vil- hjálmi og Helgu á Hamri i Gaul- verjabæjarhreppi og systkinum hans, varði ég mörgum af minum bestu bernskustundum. Friðfinnur Vilhjálmsson var maður hagur svo af bar og svo vel verki farinn á allan hátt, að segja mátti, að allt Iéki í höndum hon- um hver svo sem efniviðurinn var og ber heimilið að Sörlaskjóli 14, hans helgasta vé, þess glöggan vott hvar sem á er litið, enda var hann ásamt eftirlifandi eigin- konu, Vilborgu Guðmundsdóttur, og einkadótturinni Helgu, óþreyt- andi við að gera það svo úr garði, sem best þau máttu, án þess þó, aó þar gætti nokkurs óhófs eða tildurs. En fleiri fengu að njóta hag- leiks hans og hjálpsemi og var ég einn þeirrá sem naut þar rikulega af án þess, að endurgjald mætti nokkurn timann nefna. Það fór ekki hjá því, að Frið- finnur væri eftirsóttur maður til starfa og var honum löngum falin forsjá manna og ábyrgð margs konar af þeim sem hans nutu í starfi. Þar sem Friðfinni féll annað betur, en að um hann eða hans kosti væri fjölyrt, þá skal ekki farið um það fleiri orðum hér, þó af nógu sé að taka. Honum féll heldur ekki að of lengi væri áð á lífsleiðinni, slíkur eljumaður sem hann var. Áfram skal því haldið og horft fram til þess ókomna, án hiks eða undansláttar ef farið skal að fordæmi Friðfinns. Okkur, sem trúum þvi „að lifið sé sterkara en dauðinn”, fer líkt og snillingnum Bólu-Hjálmari, að við gröfum á vonarskjöldinn „rúnir þær sem ráðast hinumegin”. Trúlega fela rúnir flestra i sér ósk um það að mega hitta aftur þá sem þeim voru kærastir í þessu lífi. Efna- og eðlisfræðitilraunir manna skýra varla í náinni framtíð lifsgátuna, hvað sem siðar verður og þurfa því ekki að veikja von þeirra sem trúa á áframhald og endurfundi. Sú var skoðun fóstru minnar Guðriðar Erlingsdóttur, móður Vilborgar, og sú trú hefur mörg- um hjálpað sem eins var ástatt fyrir og mæðgunum að Sörla- skjóli 14. Eg votta þeim og öðrum að- standendum Friðfinns Vilhjálms- sonar, dýpstu samúó mína og fjöl- skyldu minnar. Friðþjófur Hraundal. MaríaBjarneyEinars- dóttir — Minning F. 4. desember 1895 D. 15. febrúar 1975. Fyrrum var oft margt æskufóll í byggðum lands okkar þó sumai væru smáar um sig. Svo var um Ingjaldssand i fyrsta ársfjórðungi þessarar ald ar. Heimilin voru 9 að tölu, sum barnmörg. Þessi börn urðu miklir æskufélagar, minntust oft hvert annars, og hafa, eftir getu og ástæðum fylgst með lifsafkomu félaga sinna og allri liðan. Fundið til meó þeim í raunum þeirra og veikindum og beðið fyrir þeim er sorgin hefur leitað heimila þeirra. Haustió 1914. fluttist Einar Jóhannesson frá Bolungarvik á Ingjaldssand, með fjölskyldu sina, konu sina Ragnhildi Bjarna- dóttur og 6 börn, 4 fermd, en 2 á skólaaldri. Meó komu þeirra hjóna og barna, óx æskufólkshóp- urinn á Ingjaldssandi. 1901 var Einar kaupamaður hjá foreldrum mínum að Kirkjubóli á Valþjófs- dal og er hans minnst á heimili okkar ætíó sem mikils dugnaðar- manns. Við flutning fjölskyldu hans á Ingjaldssand hófst góð kynning milli fjölskyldnanna. Ragnhildur var blíð og góð kona, en vinavönd og trygg og báru börn hennar þann eiginleika glöggt með sér. Einar var einn af fremstu formönnum Bolungar- víkur frá árabátaöldinni, mótaóur af átökum við árina og haföldurn- ar, við land og á hafi úti. Naut hann þess að sigla fleyi hraóbyri, þótt öldur Ægis risu. Minnist ég þess sem unglingur og háseti sið- ast á formannsæfi hans. Einar var greindur vel, víðlesinn og athug- ull. Hug sinn duldi hann eigi um sum málefni dagsins hverju sinni. „Mikla ábyrgð tekur þú á þig 19 ára unglingur, að taka að þér kennslu barnanna hér i vetur,” sagði hann við mig, er þaö var ráðið að svo skyldi vera. Eg svar- aði þvi til, aó ég vildi eiga hann sem ráðgjafa í þessum málurn og hét honum vináttu minni. Svo fór að vinátta okkar jókst, og var ein- læg til hinsta dags hans. Ég fann að forusta hans var traust, bæði í skólamálum og ólgusjó hafsins, enda las hann mikið um andleg mál og siðprýói manna, barna og unglina. María, dóttir þessara hjóna, sú þriðja í aldursröð dætra þeirra, er nú nýlátin, 15. febr. sl. Kom hún með foreldrum sinum á Ingj- aldssand um 18 ára gömul. Æskufólkshópnum í U.M.F. Vorblómi bættist með þessum börnum Ragnh. og Einars, mikill styrkur og fjölþæfni í starfi. Það voru fagrir dagar og skemmtileg- ir, sem þetta unga fólk átti í leik og starfi 30 að tölu i þessari litlu byggð, á aldri frá 15 ára til 25 ára, og þess vegna höfum við viljað lengi vel frétta hvert af öðru og minnst blíólega liðinna daga. En nú er einstaklingum þessa hóps óðum að fækka. Kallió að handan flýr enginn. Öll þessi Einars börn kynntust foreldrum minum og okkur systkinunum; sýndu sömu eiginleika og foreldrar þeirra, festu, tryggð og umhyggju fyrir liðan manns. Maria heitin átti í ríkum mæli alla þessa kosti, og leitaðist vió að láta vini sína njóta þeirra. Fór svo. að foreldrar rnínir, sér- staklega móðir mín og hún urðu aldavinir og reyndu báóar, að veita hvor annarri styrk og sólar- sýn í sorgum sínum og raunutn. Þess má strax géta, að er móóir min lá rúmföst mörg ár hér i Reykjavík og dó 97 ára gömul heimsótti hún hana og áminnti börn sín að gera það sama, sem þau gerðu á hverju ári til hinsta árs hennar. 25 ára giftist hún Kristjáni Eyjólfssyni frá Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Vil ég lýsa hon- um með orðum afa mins, Finns Eiríkssonar, sem þekkti hann frá þvi hann steig fyrsta sinn á Kirkjuból og var nábýlismaður foreldra hans í mörg ár. Kristján Eyjólfssón er og verður fyrirmað- ur allra dugmestu unglinga og fullorðinna manna. Og aldnir ntenn vitna enn um dugnað og þrek Kristjáns í hvivetna: Sjór- inn heillaði hann og vélbátaút- gerðin var að byrja á fyrsta tug aldarinnar og þá var eigi hægt aó hafa hendur i skauti. Fast hann sótti sjóinn á fari sinu Valþjófi. sem formaður, en einn haustróðr- ardaginn kom hann ekki aftur. Þaó var kallið að handan. Eins og hjá fleiri ekkjum voru Maríu bún- ir daprir dagar og nætur að ntissa einnig bróóur sinn Fétur og tvo bræður aðra, Guðjón og Gísla, er áður höfóu verið sambýlisungl- ingar föður hennar i Alfadal á Ingjaldssandi. Þá var styrkur hennar frá hendi Guðs og áður nefndir eiginleikar foreldra Framhald á bls. 20 i*ii»**i»*i* «i imiiiiiiiiiiiiiiiiiin I I « > * f f,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.