Morgunblaðið - 08.03.1975, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1975 '
IÞROTTAFBETTIR MORGUNBIABSINS
Nú fer að hylla undir vertíðar-
lokin i Islandsmótinu í hand-
knattleik. Nú um helgina fara
fram tveir leikir í 1. deildar
keppninni og að þeim loknum eru
aðeins þrjú leikkvöld eftir. Fer
sfðasti leikur mótsins fram mið-
vikudaginn 19. marz og verða það
Valur og FH sem þá leika — liðin
sem skipuðu fyrsta og annað sæti
í Islandsmótinu f fyrra.
Annað kvöld verðúr leikið i
Hafnarfirði og mætast þá fyrst
Haukar og Ármann og síðan FH
og Vikingur, þar sem ætla má að
verði stórleíkur, sem miklu ræður
um úrslitin i mótinu. Vinni Vik-
ingar þann leik má næstum bóka
þá sem Islandsmeistara. Þá verða
þeir komnir með 21 stig og eiga
eftir einn leik, en Valsmenn sem
nú eru í öðru sæti hafa 16 stig, —
möguieika á 18 ef þeir vinna kær-
una gegn Armanni og geta því
hiotið samtals 22 stig í mótinu
með þvi að vinna bæði Víking og
FH, sem er þó heldur ólíklegt að
takist.
Leikur Hauka og Ármanns
hefst kl. 20.15 og verður hann
dæmdur af Birni Kristjánssyni og
Öla Olsen. Hefur leikur þessi ekki
þýðingu i baráttunni á botni og
toppi, þar sem bæði liðin eru án
möguleika á titlinum og geta
heldur ekki fallið. I fyrri leik
liðanna, sem fram fór í Laugar-
dalshöllinni, unnu Haukarnir yf-
irburðasigur 22—13, og sýndu þá
sinn bezta leik í vetur. Síðan þetta
gerðist hafa Ármenningar hins
vega tvíeflst og má mikið vera ef
þeim tekst ekki að launa Haukun-
um lambið gráa í leiknum á
sunnudaginn.
Fyrri leik Víkinga og FH sem
fram fór í Laugardalshöllinni
lauk með sigri FH-inga, 19—18, i
miklum baráttuleik þar sem flest
ir voru sammála um að FH-ingar
hefðu verið heppnir að krækja í
bæði stigin. FH-liðið hefur heldur
verið á niðurleið að undanförnu,
en Víkingar hins vegar haldið
sinu striki og unnið hvern leikinn
af öðrum. Eru Víkingar heldur
sigurstranglegri í leiknum annað
kvöld, en allt getur þó gerst, og
FH-ingar munu örugglega ekki
láta sinn hlut baráttulaust. Leik-
urinn hefst kl. 21.30, og dómarar í
honum verða þeir Jón Friðsteins-
son og Kristján Örn Ingibergsson.
2. deild
Akureyrarliðið KA kemur suð-
ur til keppni um helgina og lýkur
þar með leikjum sínum i keppn-
inni í ár. Á laugardaginn leikur
KA við Fylkí í Laugardalshöllinni
og hefst sá leikur klukkan 15.30.
Á sunnudaginn keppir liðið svo
við Stjörnuna og fer sá leikur
fram í Ásgarði í Garðahreppi og
hefst kl. 14.00. Fyrir norðan
sigraði KA bæði þessi lið næsta
auðveldlega, Fylki 24—15 og
Stjörnuna 31—15.
Hitt Akureyrarliðið í 2. deild,
Þór, verður KA-mönnum sam-
ferða suður og keppir tvo leiki.
Kl. 15.30 á laugardag leikur liðið
við Stjörnuna í Garðahreppi og á
sunnudag kl. 15.35 leikur Þór við
Kylki í Laugardalshöllinni. Eru
þetta siðustu leikir Þórsara í
keppninni í ár. Fyrir norðan sigr-
uðu þeir Stjörnuna 25—19 og
Fylki 23—16.
Auk leikja Akureyrarliðanna
mætast LFBK og ÍBK í Asgarði kl.
16.30 á laugardaginn.
1. deild kvenna:
íslenzkar handknattleikskonur
hafa einnig nóg að starfa um helg
ina. Auk landsleiksins við Banda-
ríkin á sunnudagsmorgun fara
fram tveir leikir í 1. deild í Laug-
ardalshöllinni í dag. Fram leikur
við FH kl. 16.45 og KR leikur við
Val kl. 17.45. Valur og Fram
standa nú langbezt að vígi í 1.
deildar keppninni,Valur þó betur,
en liðið hefur engum leik tapað til
þessa.
HANDKNATTLEIKSVERTIÐINNI — fer senn að ljúka, en mikið
hefur verið um að vera að undanförnu. Mynd þessa tók Friðþjófur í
leik Islands og Tékkóslóvakiu á dögunum og sýnir hún Einar Magnús-
son gera tilraun til markskots. Einar leikur með félögum sinum í
Vikingi gegn FH á morgun og er það leikur sem mun ráða miklu um
hvaða lið hlýtur íslandsmeistaratitilinn i ár.
BIK ARURSLIT í S JÓNVARPINU
ASTON VILLA—NORWICH CITY
Stöðvar FH sigur-
göngu Víkinga?
Golfnámskeið
NVLOKIÐ er fyrsta námskeiði vetrarins
f golfskóla Þorvalds Ásgeirssonar. Þátt-
takendur voru 24 nýliðar. Auk þess hafa
nokkrir sem lengra eru komnir í fþrótt-
inni komið til skrafs og ráðagerða.
Annað námskeið er nú að hefjast.
Kennt er mánudaga til föstudaga kl.
17.00 til 19.00, og eftir samkomulagi.
Hægt er að taka 2—3 saman í tfma.
Pantanir f síma 42410 fyrir hádegi.
Fyrir rúmu ári byrjaði Þorvaldur með
bréfaskóla f golfi, eins og tfðkast vfða
erlendis. Var sú nýbreytni aðallega hugs-
uð fyrir golfleikara úti á landi. Óski
menn eftir þessari þjónustu Þorvalds,
má skrifa honum f pósthólf 596 f Reykja-
vík og biðja um staðlað spurningabréf,
sem hann sfðan svarar gegn 1.000,00 kr.
gjaldi.
V I N N I N G U B
~-íbúd ad vordmœti
kr. 5.0
VlO KRUMMAHÖIA • I RtYKJAVfK
\
*B<jr t< si*iii'.*Á- úmtim
|vti
fy'HDVR V %
MUNIÐ
íbúðarhappdrætti H.S.Í.
2ja herb. íbúð að
verðmæti kr. 3.500.000.
Verð miða kr. 250.
í DAG sýnir íslenzka sjón-
varpiö úrslitaleikinn í
ensku deildarbikarkeppn-
inni milli 2. deildar liðanna
Aston Villa og Norwich
City, en þessi leikur fór
fram á Wembley-
leikvanginum í Lundúnum
sl. laugardag að viðstödd-
um 100.000 áhorfendum.
Var þarna um mjög skemmti-
lega baráttu aö ræóa eins og jafn-
an í úrslitaleikjum á Wembley.
Aston Villa sigraði i leiknum meó
marki sem Graydon skoraði eftir
að markvörður Norwich hafði
hálfvarið vítaspyrnu frá honum í
seinni hálfleiknum.
Liðin sem leika i dag eru
þannig skipuð: Aston Villa Norwich
Nr. 1 Cumbers Keelan
Nr. 2 Robson Machin
Nr. 3 Aitken Sullivan
Nr. 4 Ross Morris
Nr. 5 Nicholl Forbes
Nr. 6 McDonald Stringer
Nr. 7 Graydon Miller
Nr. 8 Little MacDougall
Nr. 9 Leonard Boyer
Nr. 10 Hamilton Suggett
MYNDIR:
Markið sem færði Villa
deildarbikarinn. Á efri
myndinni sést markvörður
Norwich City, Kevin Keel-
an, kasta sér og slá skot
Ray Graydon í stöngina, en
Nr. 11 Carrodus Powell
Varam: Evans Steele
Dómari í leiknum er G. Hill.
þaðan hrökk knötturinn út
á völlinn aftur og Graydon
var manna fljótastur að
átta sig og sendi knöttinn í
markið, þrátt fyrir góða
tilburði Keelans, sem aftur
kastaði sér á eftir honum.