Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 1
48 SIÐUR 55. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 PrentsmiSja MorgunblaSsins. Stjórnleysingjum vísað frá S-Jemen Vestur Berlín, 8. marz. NTB. Reuter. BADER-Meinhof félögunum fimm, sem látnir voru lausir f skiptum fyrir Peter Lorenz, leið- toga Kristilegra demókrata f Vestur Berlín, hefur nú verið skipað að fara frá Suður-Jemen. Það var sendiráð Suður-Jemens f Austur-Berlín, sem greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Sagði í tilkynningu sendiráðs- ins að stjórnleysingjarnir fimm hefðu aðeins fengið leyfi- til að koma til Suður-Jemen vegna þess að flugvélin sem þeir tóku til ferðarinnar var í þann veginn að verða eldsneytislaus. Hafi þeim aldrei verið lofað þar búsetu til frambúðar. Orðsending þessi kom mjög á óvart, þar sem stjórnleysingjarnir fimm munu hafa túlkað orð stjórnvalda í Suóur-Jemen á þá lund að þeir fengju að setjast að í landinu. Aður en þangað kom höfðu Libia, Irak, Sýrland, Lfbanon og Eþfópfa neitað stjórn- leysingjunum um lendingarleyfi, hvað þá dvalarstað, í þessum lönd- um. Kissinger vill f á raunhæfan árangur Ljósmynd Sv. Þorm. KAPPAR — Að visu eru rúmir tveir mánuðir þar til islandsmeistaramótið í knattspyrnu hefst, en það er vissara að vera kominn i þjálfun fyrir keppnistímabilið. Danmörk: Efnahagsmálafrumvarp rílds- stjómarinnar afgreitt á morgun Kaupmannahöfn, 8. marz, einkaskeyti til Mbl. frá Gunnari Rytgaard. 1. UMRÆÐLJ um heildarlausnaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar f efnahagsmálum þjóðarinnar lauk f gær f danska þjóðþinginu og urðu umræður mun styttri og rólegri en margir höfðu búist við. Við lok umræðunnar sagði Anker Jörgensen forsætisráðherra að hann teldi að frumvarpið hefði fengið mjög jákvæðar viðtökur. Fyrir utan sófalfska þjóðarflokkinn, kommúnista og vinstri sósfalista voru fulltrúar allra þingflokka sammála um nauðsyn þess að þingið gripi til ráðstafana til að koma f veg fyrir allsherjarverkföll, sem yfir vofðu sfðar f mánuð- inum. Henning Christophersen for- mælandi Venstre, sagði þó, að frumvarpið bæri með sér flýtis- brag og væri ekki í samræmi við efnahagslegar þarfir landsins. Hins vegar bæri að koma í veg Gerald Ford ætlar fram Washington, 8. marz. Reuter. FORD Bandaríkjaforseti skýrði þjóðarnefnd repúblik- anaflokksins frá því f dag, að hann hefði hug á því að verða forsetaefni flokksins við kosn- ingarnar f Bandarfkjunum á næsta ári. Þessi yfirlýsing hans kom ýmsum á óvart, þar sem margir hafa álitið að hann ætlaði að vfkja og láta Nelson Rockefeller eftir að bjóða sig fram til forseta. fyrir allsherjarverkföll, en frum- varpið myndi hafa í för með sér 15—16% verðhækkanir. Þegar að umræðunni lokinni var það tekið til meðferðar i nefndum, efnahags- og stjórn- málanefnd, atvinnumálanefnd, launanefnd og félagsmálanefnd og eiga allar nefndirnar að skila áliti fyrir miðnætti i kvöld, sunnudag, en fengist hefur sam- þykki fyrir þvi að frumvarpið verði afgreitt við 2. og 3. umræðu á morgun, mánudag, sem lög frá þinginu. Kjarninn í frumvarpinu er sáttatillaga í deilunni á vinnu- markaðnum, sem sáttasemjari lagði fram, en báðir aðiljar höfn- uðu. Er þar gert ráð fyrir samn- ingum til tveggja ára. Skv. frum- varpinu mun timakaup hinna lægst launuðu hækka um 40 aura 1. marz og 1. september, auk þess sem almennt timakaup hækkar um 35 aura 1. desember, er 40 stunda vinnuvika tekur gildi og vaktavinnufólk fær auk þess um 10 aura hækkun. Visitölugrundvellinum verður breytt, en sjálfkrafa hækkun visi- tölunnar helzt þó óbreytt. Sá visi- tölugrundvöllur sem nú gildir var ákveðinn 100 stig 1971, én er nú 147,2 stig. Skv. frumvarpinu verður hann ákveðinn á nýtt 100 stig frá 1. janúar sl. og þannig seinkar vísitöluhækkunum á laun Lissabon, 8. marz. Reuter. NTB. MILLI fjögur og fimm hundruð andófsmenn sitja nú um aðal- stöðvar lögreglunnar í hafnar- borginni Setubal, en þar særðust að minnsta kosti 16 manns af skotsárum f gærkvöldi. Málsatvik eru þau að nokkur hundruð vinstrisinnar þustu inn f fundar- sal f Setubal f gærkvöldi, þar sem Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn var að halda kosningafund. Kairó, 8. marz NTB. Reuter HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði við komuna til Kairó i gærkvöldi, að hann væri staðráðinn f að dvelja í þessum heimshluta þar til raun- hæfur árangur hefði náðzt f við- ræðunum um nýtt samkomulag milli Egyptalands og Israel. Kissinger hóf viðræður við Sadat Egyptalandsforseta fyrir hádegi laugardagsmorgun, og mun hann æskja tillagna Sadats. Þær tillögur flytur hann siðan til Jerúsalem á morgun, sunnudag. um 3—4 mánuði. I staðinn fyrir þetta mun visitölugreiðsla á tíma- kaup hækka úr 40 aurum i 60 aura. Það sem mesta athygli vek- ur I frumvarpinu, er að þar er kveðið á um að allir skuli fá sömu vísitöluhækkun, en fram til þessa hafa þeir, sem hæst laun hafa, fengið hlutfallslega meiri hækk- anir. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir Framhald á bls. 47. Komust mennirnir framhjá lög- reglunni og inn f salinn, þar sem um tvö þúsund manns voru fyrir. Lögreglulið sem var við fundar- staðinn beitti kylfum og segir f fréttum að vinstrisinnarnir hafi byrjað skothrfð og svaraði lög- reglan henni. Ljóst var í morgun að líðan ým- issa þeirra sem særðust er mjog alvarleg og er óttast um líf sumra þeirra. Með umsátri sinu um lög- reglustöðina í Setubal segjast Hann mun einnig fara þann dag til Sýrlands. Framhald á bls. 47. Lon Nol vill nýja stjórn Phnom Penh, 8. marz. Reuter. LON NOL, forseti Kambodiu, hefur beðið forsætisráðherra landsins, Long Boret, að mynda nýja ríkisstjórn sem væri hæfari til þess en sú stjórn sem nú situr að hrinda árásum skæruliða á borgina, segir í Reuterfréttum í morg- un. Engin staðfesting hefur fengizt á þeim orðrómi að Lon Nol ætli að segja af sér til þess að freista þess að fá Banda- ríkjamenn til að veita landinu meiri aðstoð. Eldflaugaárásum skæruliða á Phnom Penh er haldið áfram og lentu þrjár á suðurhluta borgarinnar f nótt og sex eld- flaugum var skotið á Pochentongflugvöllinn. Fimmtíu manna starfslið úr bandariska sendiráðinu f borg- inni var f gær flutt á brott, að því er talsmaður utanríkis- ráðuneytis Suður-Vfetnam sagði í morgun. Verður flutn- ingum á bandarískum borgur- um frá Phnom Penh væntan- lega haldið áfram um helgina. andófsmenn vilja láta i ljós viður- styggð sina á afhæfi lögreglunnar ígærkvöldi. Fréttamaður Reuters náði tali af lögreglustjóranum í Setubal i síma og vildi hann gera sem minnst úr málinu, en sagði að lögreglumenn sem eru inni i stöð- inni myndu ekki freista útgöngu að sinni til að æsa ekki fólksfjöld- ann upp. í borginni Setubal búa um sextíu þúsund manns. Sexjtán manns særðust í óeirðunum í Portúgal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.