Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 Bandarísk grafíksýning GRAFlKSÝNING verður opnuð í Menningarstofnun Bandarfkj- anna á morgun. Þar eru 30 verk eftir 17 bandaríska nútímalista- menn og eru öll verkin unnin á árinu 1973. Á sýningunni gefst gott tæki- færi til að skoða hvernig nota má fjölbreyttar aðferðir við gerð grafikmynda og prentun. M.a. gefur að lita tréskurðar- myndir, koparstungur, silkiprent og litógrafiskar myndir, svo og myndir, unnar með aðstoð ljós- myndavéla. Ein myndanna á sýningunni er i eigu ísiendings. Er hún eftir Stanley W. Hayter. Hann er mjög þekktur listamaður og starfaði í Atelier 17 í París. Grafíksýningin verður opin alla daga kl. 14—20 og lýkur henni n.k. föstudag. VERKAL YSSKOLI SJALF STÆÐISFLOKKSINS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur undanfarin þrjú ár haldið stjórnmálaskóla í Reykjavfk, þar sem veiít hefur verið fræðsla um margs konar félagsleg og stjórn- málaleg efni. Þátttakendur í stjórnmáiaskólanum hafa komið skólinn skuli starfa frá 20. til 23. marz n.k. I tilefni þess sneri Morgunblað- ið sér til formanns skólanefndar- innar, Þorvalds Mawby, og bað Framhald á bls. 47. Bindandi sanuiingar eða falskar forsendur? Rœtt við Einar Guðjohnsen, framkvœmdastjóra Ferða- féiags Islands, og Sigurð Jóhannsson, formann þess FYRSTI fundurinn í stjórn Ferðafélags Islands eftir aðal- fundinn í lok síðasta mánaðar var haldinn sl. miðvikudag. Morgunblaðið leitaði af því til- efni til formanns félagsins, Sigurðar Jóhannssonar, vega- málastjóra, og Einars Guðjohn- sens, framkvæmdastjóra þess, um viðhorfin nú að loknum aðalfundi og fyrsta stjórnar- fundi nýkjörinnar stjórnar. Einar kvaðst hafa það eitt i hyggju að láta af framkvæmda- stjórastarfinu hið fyrsta, enda hafði verið samþykkt á aðal- fundinum að einn og sami maðurinn ætti ekki að sitja í stjórn félagsins og vera fram- kvæmdastjóri — án nokkurra fyrirvara. Kvaðst Einar þannig telja óhjákvæmilegt að hann léti svo að segja strax af störfum en hann ætti hins vegar inni 6 mánaða laun hjá Ferðafélaginu. Er Einar var spurður um af- drif hinna frönsku ferðahópa svaraði hann þvi til, að á stjórnarfundinum á miðviku- dag hefðu stjórnarmenn látið það 1 ljós, að þeir væru reiðu- búnir að taka á móti þessum 16 ferðamannahópum, er hann var búinn að semja um. Sagði Einar því einsýnt að baráttan sem hefði farið fram í félaginu fyrir aðalfundinn hefði þannig verið á fölskum forsendum — hún hefði ekki verið um stefnuna gagnvart þessum frönsku ferða- hópum heldur gegn sér per- sónuleta. Sigurður Jóhannsson, for- maður félagsins, sagði að enn væri allt óráðið um það hver tæki við framkvæmdastjóra- starfinu af Einari, en því sagði Einar af sér þegar úrslit á aðal- fundinum lágu fyrir. Sigurður mótmælti hins vegar algjörlega staðhæfingum Einars um að kosið hefði verið á fölskum for- sendum innan félagsins, enda þótt það yrði að taka við frönsku ferðahópunum í sumar. Benti Sigurður á, að framkvæmdastjórinn hefði bundið hendur stjórnarinnar án hennar samráðs hvað snerti þessa frönsku hópa. Stjórnin teldi samningagerð fram- kvæmdastjórans bindandi en hún hefði haft samband við hina frönsku ferðaskrifstofu til að fá ferðum hennar hingað nk. sumar fækkað. A það hefði þó ekki verið fallizt svo að stjórn Ferðafélagsins væfi tilneydd að standa við gerða samninga. Hitt væri eins vfst að í framtiðinni yrði ferðunum fækkað, enda hafi aðalfundurinn markað þá stefnu. Kvöldvaka KVÖLDVAKA verður haldin á vegum Norræna félagsins í Hafnarfirði sunnudaginn 9. marz 1975 í Iðnaðarmannahúsinu við Linnetsstíg og hefst kl. 9 e.h. Páll Kr. Pálsson organleikari segir frá norska tónskáldinu Edvard Grieg, og leikin verður tónlist eftir hann á hljómplötum. Þá verður sýndur síðari hluti Hafnarfjarðar- kvikmyndar, en fyrri hluti henn- ar var sýndur á kvöldvöku félags- ins 17. nóvember í vetur. Dagana 8.—11. maí n.k. verður haldið vinabæjarmót i Bærum i Noregi — en Bærum er vinabær Hafnarfjarðar — og hefur Bær- um lokalag — en svo heitir norræna félagið þar — boðið Hafnarfjarðarfélaginu að senda fulltrúa og gesti á það mót. Með þessari kvöldvöku lýkur 17. starfsári Hafnarfjarðardeildar Norræna félagsins. Félagsmönnum er velkomið að taka með sér gesti á kvöldvökuna. Kaffi fæst keypt á staðnum við vægu verðí. r Birgir Isleifur Gunnarsson á fundi borgarstjórnar: Minnihlutafulltrúarnir vilja firra sig ábyrgð á aðgerðum til lausnar Athyglisvert framtak SVO sem alþjóð er kunnugt rekur rfkið hæli fyrir vanheilt fólk, hvaðanæva að af landinu, f Kópavogskaupstað. Kópavogs- hælið var stofnað árið 1952 og hefur starfsemi þess sffellt verið að aukast sfðan enda vita allir að þörfin er brýn til hjálp- ar í þessum efnum. Innan hælisins er nú starf- ræktur þroskaþjálfaskóli, en þar er sérmenntað fólk til starfa fyrir vanheilt fólk í land- inu. Þá eru og á hælinu starf- andi læknar, kennarar, sjúkra- þjálfi og aðsloóarfólk. Starfs- fólkið allt er á annað hundrað, en vistfólk um tvö hundruð.Svo sem þessar tölur sýna má Ijóst vera að á Kópavogshæli er mikið starf unnið. En starfið er ekki aðeins mikið á þessu stóra heimili, heldur er samstarfs- vilji fólksins óvenjulegur og vil ég með þessum Ifnum vekja athygli á einum þætti þessa vilja. Hinn 1. júnf sl. stofnaði starfsfólk hælisins „leiktækja- og ferðasjóð“ fyrir hina sjúku sem það þjónar með vinnu sinni. Þetta framtak er athygl- isvert og einstakt og lýsir betur en mörg orð innræti og áhuga þessa fóiks sem velur sér starfs- \ vettvang meðal þessara systkina okkar. Skömmu eftir sjóðsstofnunina gekkst það fyrir kaffisölu og söfnuðust þá yfir 100 þús. kr. sem varið var til kaupa á rennibrautum, klifurgrindum og tjöldum. Og nú skal enn meira gjört, þvf starfsfólkið hefur undirbúið hiutaveltu sem á að halda n.k. sunnudag 9. mars kl. 14:00 f Félagsheimilinu f Kópavogi. Þar verða margir eigulegir munir á boðstólum fyrir 50 kr., einnig flugferó og leikhúsferð. Eg vil eindregið hvetja fólk til að koma á hlutaveltuna og veita með þvf þessu fórnfúsa starfs- fólki uppörvun f framtakssemi sinni. Þá mega aðstandendur sjúklinganna og allir velunnar- ar vel muna eftir þessum þarfa sjóði, ef þeir geta látið fé af hendi rakna f hann. Sýnum f verki þökk okkar til starfsfólks Kópavogshælis og vistfólksins þar. Arni Pálsson sóknarprestur. —- r Sr. Arni Pálsson: Kópavogshæli — Myndin er tekin handan við Kópavoginn. víða að af landinu og verið 30 f hvert skipti. Mjög góð reynsla hefur verið af skólahaldi stjórn- málaskólans. Miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins ákvað s.l. haust aó efna til verkalýðsskóla með svipuðu sniði og stjórnmálaskól- inn. Nú hefur verið ákveðið að A FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag gerðu fulltrúar minnihlutaflokkanna að umtals- efni tillögu, sem þeir höfðu flutt á fundi borgarráðs um aukafund f borgarráði til að fjalla um endur- skoðun á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar í ljósi þess vanda, sem fyrir höndum er í efnahags- málum. Skv. tillögunni átti borg-■ arráð að samþykkja að marka þcgar þá meginstefnu, sern fylgt yrði við endurskoðunina, og er séð hefði verið eins nákvæmlega og unnt væri hve mikið fé vantaði til að endar næðu saman miðað við gildandi fjárhagsáætlun og óbreyttar framkvæmdir ákvæði borgarráð hvernig vandanum yrði mætt eftir einhverjum eða öllum eftirtöldum leiðum. 1. Auknum tekjum, 2. auknum eða breyttum lánum, 3. sparnaði f rekstri, 4. niðurskurði framkvæmda. Borgarstjóri flutti við þetta breytingartillögu, sem fulltrúar minnihlutans vildu halda fram að væri alger synjun um samstarf. sem þeir hefðu verið að bjóða með fyrrgreindri tillögu. Var til- laga borgarstjóra samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur í borgarráði. Á fundi borgarstjórn- ar vísaði Birgir ísleifur Gunnars- son borgarsjóri þessari gagnrýni algerlega á bug og sagði að ef fulltrúar minnihlutaflokkanna hefðu haft hug á samstarfi, hefðu þeir samþykkt sína tillögu, sem væri i samræmi við þau vinnu- brögð, sem ætíð hefðu tíðkast í borgarstjórn og enginn hefði hingað til haft neitt við að athuga. Taldi borgarstjóri að eitthvað annað en samstarf lægi að baki tillögu minnihlutans, þ.e.a.s., að með því að þeir hefðu ekki fengið sína tillögu samþykkta teldu þeir sig hafa frjálsar hendur til að sýna ábyrgðarleysi við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Skýrði borgarstjóri síðan frá hvernig unnið væri að undirbún- ingi endurskoðunar fjárhagsáætl- unar. 1. Sparnaðarnefnd hefur verið falið að yfirfara rekstraráætlun borgarsjóðs í samráði við for- stöðumenn allra stofnana borgar- innar og mun að því loknu gera borgaráði grein fyrir hennar áliti á möguleikum til sparnaðar i rekstri, svo og nauðsynlegum rekstarhækkunum. 2. Borgarhagfræðingur vinnur nú að athugun á eignabreytinga- áætlun borgarsjóðs og kannar m.a. kostnað allra þeirra verka, sem í gangi eru, og leitast við að gera sér raunhæfa grein fyrir framkvæmdakostnaði þeirra verka, sem ekki er byrjað á. 3. Borgarverkfræðingur vinnur að sams konar athugun á gatna- gerðarverkefnum. 4. Könnun fer nú fram á því hvort unnt er að fá breytt láns- kjörum á láni borgarsjóðs frá því á s.l. hausti, þannig að greiðslu- byrði vaxi ekki frá því sem áætlað var, þrátt fyrir gengislækkun. Síðan sagði borgarstjóri: „Enn eru nokkur atriði óljós, áður en unnt er að fá heildarmynd af vanda borgarsjóðs. Má þar nefna samninga á vinnumarkaðnum, sem vafalaust koma til með að hafa áhrif á útgjöld borgarsjóðs, svo og hugsanlegar útsvarslækk- anir i tengslum við þá samninga, sem geta skert tekjur borgarsjóðs. Þá er enn óvíst hvaða áhrif boðað- ur niðurskurður á framkvæmdafé rikisins hefur á framkvæmdir borgarinnar. Jafnóðum og þessar upplýsingar liggja fyrir mun borgarráð fjalla ítarlega um stöð- una og marka þá meginstefnu, sem fylgja þarf til lausnar vand- anum, eins og jafnaði hefur verið gert um allar meiri háttar ákvarð- anir við gerð fjárhagsáætlunar. Borgarráð samþykkir þvi að halda aukafund um þetta mál og fleiri fundi eftir þörfum til að fjalla um þennan vanda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.