Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 3

Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 3 MÍR MINNIST 25 ÁRA AFMÆLIS UM MIÐJAN þennan mánuð eru liðin 25 ára frá stofnun félagsins MÍR — Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, og verður afmælisins minnzt með ýmsum hætti f mánuðinum, að því er segir í frétt frá félaginu. Stendur félagið sjálft fyrir af- mælistónleikum og fleirum sam- komum en einnig munu aðrir að- ilar gangast fyrir sýningum, fyr- irlestrahaldi, tónleikum og fleiru. Sovézka þjóðdansaparið Sjein og Vipornof. PRESTSKOSNING í KEFLAVÍK t DAG fer fram prestskosning f Keflavfkurprestakalli. Kosningin fer fram f Iðnskólahúsinu við Sunnubraut. A kjörskrá eru um 3300 manns. Kosningin hefst kl. 10 f.h. en lýkur kl. 23. Um- sækjandi um prestsembættið er einn, Ólafur Oddur Jónsson cand. theol. Ólafur Oddur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavik 1964. Hann lauk em- bættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1970. Ólafur nam síðan guðfræði, sálarfræði og trúarbragðafélagsfræði við Union Framhald á bls. 47. A mánudaginn nk. verður sýnd víðfræg kvikmynd sovézka kvik- myndagerðarmabnsins Andrei Tarkovskis — Solaris — en henn- ar er nánar getið á kvikmynda- síðu Mbl. í dag, sunnudag. Sama dag verður einnig opnuð bókasýn- ing á baðstofuloftinu í Bókavezl- un Isafoldar, þar sem sýndar verða milli 200 og 300 bækur út- gefnar f Sovétríkjunum á síðustu árum. Verður sýningin opin i viku. í tilefni afmælisins koma hing- að til lands átta manna sendi- nefnd frá Sovétríkjunum en í henni eru: Stúdenetskí, aðstoðar- sjávarútvegsráðherra og formað- ur félagsins Sovétríkin-island, Sorokin, starfsmaður félagsins, Steblín-Kamenskí, norrænufræð- ingur og prófessor við Leningrað- háskóla, Gromadskí, bassasöngv- ari, Feoktistof, balalækuleikari, Zvonaréva, pianóleikari og þjóð- dansararnir Vipornof og Sjein, eindansarar hjá Moskonsert. Hinn 15. marz verður formlega undirritaður samstarfssamningur milli félagsins MÍR annars vegar og Sambands sovézkra vináttufé- laga og félagsins Sovétríkin- islands hins vegar. Sama dag verður opnuð sovézk grafíksýning í sýningarsal Listasafns ASÍ en á sunnudag verður síðan efnt til afmælisfundar MÍR með tónleik- um og danssýningum í samkomu- sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Mánudaginn 17. marz mun Stebl- ín-Kamenskí síðan halda fyrirlest- ur í Arnagarði i boði heimspeki- deildar Háskóla islands og ræða um samskipti islendinga og Rússa fyrr og siðar. Passíusálmar séra Hallgríms- komnir út í ungverskri þgðingu Þýzka, enska og ungverska þýðingin á Passfusálmum Hallgrfms Péturssonar, sem nú hafa komið út á vegum Hallgrimssafnaðar. Við það hefur setið slðan, og Oradass verið ófrjáls maður í sínu heimalandi. Hins vegar hefur hann skrifað mikið, þótt ekkert af þvi fái að koma út í Ungverjalandi. 1 einveru sinni tók Ordass að nema íslenzku, og lærði til furðulegrar hlítar. Að sögn biskups, hefur Ordass margoft látið það í ljós, að Passíusálmar séra Hallgríms hafi verið sér mikil uppgötvun, og hafi hann sótt meir til þeirr- ar bókar á undanförnum árum en til flestra bóka annarra. Ordass þykir skáldmæltur vel, og snjall í meðferð ungverskrar tungu. Biskup kvaðst hafa aflað sér umsagna um þýðingu hans á Passíusálmunum hjá ýmsum ungverskum menntamönnum, og væri það einróma álit þeirra að frá bókmenntalegu sjónar- miði væri hún mjög gott verk. M.a. fyrir þessa þýðingu var Ordass gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1971. Varðandi þessa þýðingu vakti biskup sérstaka athygli á 23. sálmi, en hann er þar i tveim gerðum. önnur þessara gerða hefur aðeins birzt á prenti tvisvar, — þ.e. í inngangi Gríms Thomsens á útgáfu þeirri sem hann sá um fyrir aldamótin og í bók Magnúsar Jónssonar um séra Hallgrím. Það hlýtur því að teljast sérstætt að Ordass skuli hafa lagt það á sig að þýða hana líka. Það kom fram á fundinum að þýðing Ordass hefur verið not- uð nokkuð meðal Ungverja í útlegð erlendis, og væru þar helzt dreifingarmöguleikar þessarar útgáfu. Væri hún samt fyrst og fremst vottur af ræktarsemi Hallgrimssafnaðar við séra Hallgrim og verk hans. Þess má að lokum geta að á döfinni er visindaleg heildarút- gáfa á verkum séra Hallgríms Péturssonar hjá Stofnun Arna Magnússonar i samvinnu við Hallgrimssöfnuð i Reykjavik. • PASStUSÁLMAR Hall- grfms Péturssonar eru nú komnir út í ungverskri þýð- ingu, en á sfðasta ári kom út þýzk þýðing á sálmunum. Það er Hallgrfmssöfnuður í Reykja- vík sem gefur út þessar bækur, og er tilefnið 300. ára ártfð séra Hallgrfms, sem haldið var upp á f fyrra. Þessar tvær bækur áttu að fylgjast að, en tafir urðu á útgáfu þeirrar ung- versku. Ensk þýðing kom út á vegum safnaðarins árið 1966, en Passfusálmarnir höfðu áður komið út á dönsku (1930) auk úrvals þeirra á ensku og kfnversku. 0 A blaðamannafundi með biskupi tslands, herra Sigur- birni Einarssyni, og fulltrúum Hallgrfmssafnaðar, kom fram að þessi þýzku og ungversku handrit hafa legið fyrir nokkuð lengi, en fé hefur skort til að hrinda útgáfu af stað. Þýzka þýðingin er eftir Wilhelm Klose, og hefur hennar verið getið áður hér f blaðinu, en sú ungverska er eftir Lajos Ordass, og sagði biskup að hún væri um margt sérstætt verk. Þýðandinn, Lajos Ordass, hefur aldrei komið til islands, en lært íslenzku tilsagnarlaust til mikillar hlítar. Hann er fæddur i Ungverjalandi árið 1902 sagði biskup, nam guð- fræði I heimalandi sínu, en stundaði einnig nám annars staðar m.a. í Sviþjóð. Ordass varð prestur ungur, og biskup varð hann árið 1946. Þegar Lúterska heimssambandið var stofnað árið 1947 var hann kos- inn varaforseti þess, og þegar Alkirkjuráðið var formlega stofnað árið 1948 var hann val- inn í stjórnarnefnd þess, og seg- ir það sitt um orðstir hans sem kennimanns á alþjóðavett- vangi. Arið 1949 var Ordass hins vegar sviptur embætti vegna ágreinings við stjórnvöld og til ársins 1956 vaf hann i stofufangelsi. Við breytingar þær sem urðu í Ungverjalandi 1956 fær hann aftur biskupsembætti sitt, og fær fulla uppreisn æru, en er svo settur af aftur árið 1958. Höfundur ungversku þýðingar- innar, Lajos Ordass. Allir fara í ferð með ÚTSÝN COSTA DEL SOL TORREMOLINOS BENALMADENA FUENGIROLA Fýrsta brottför: 1 8. mai Verð með 1 flokks gistingu í 2 vikur, frá kr. 38.500 - GULLNA STRÖNDIN LIGNANO Fyrsta brottför: 1 7. mai Verð með 1 flokks gistingu i 1 9 dagá frá kr 39.500 - COSTA BRAVA LLORET DE MAR Fyrsta brottför: 2. júní Verð frá kr 34.500 - 2 viKur i ibúð. Hótel m/fullu fæði verð frá kr. 41.000 - FERÐAAÆTLUN KOMINN Fe rða skrif stof a n ÚTSYN lV.,1 ^ KENYA r \ Kaupmannah.: LONDON ] PÁSKAFERÐ Vika Safari r r Ódýrar vikuferðir: Marz: 16. 22 jlXs : ODYRAR f A Vika við Indlandshaf 2 dagar í Nairobi FERÐIR April: 5. 12 19 26 Mai: 10 24 HANNOVER Fyrstaflokks ÓDÝRAR FERÐIR Verð frá kr 30.400.- SÝNINGIN aðbiinaður 15. marz „19th með viku gistingu og Brottför 22 marz Scandinavian morgunverði. Brottför LiBSlS/ MrAtt — Fashion week '75" 1 5. april 22. og 26 marz 6 dagar. Flug, gisting og morg- SJu/VL'' 5 unverður. ' " JfSSi Verð frá kr. 33.700. AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI TJÆREBORG EINKAUMBOÐ A ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.