Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 7 Eftir alla deyfðina undanfar- in ár eru ýmis teikn þess að jassinn sé aftur að rétta úr kútnum og öðlast fyrri vin- sældir meðal almennings. Töluverð endurnýjun hefur átt sér stað í jassínum — í sjálfri tónlistinni, um leið og honum hafa bætzt nýir kraft- ar og hlustendur, ungt fólk sem margt fylgdi framþróun pop-tónlistarinnar á endastöð en átti þá naumast i annað hús að venda en jassins. Samfara þessari endurnýjun hefur sviptivinda tekið að gæta í jassheiminum, deilt er um leiðir innan jassins og eins og dæmin sanna hefur það löngum verið þessari grein tónlistar heillamerki. Styrj- öldin stendur að þessu sinni milli rafmagnssinnaðra tón- listarmanna jassins og hinna sem aðhyllast hefðbundinn jasshljóðfæri. Bendir ýmis- legt til þess að úr geti orðið töluvert hatrömm deila, kannski hin hatrammasta frá því að be-bopparnir (Charlie Parker, Dizzy Gillespie) lögðu undir sig jassinn. Ágreiningurinn nú á rætur i tilraunum jasstónlistarmanna til að hrinda árás rokksins á sjöunda áratugnum með því að aðlagast rokktónlistinni, taka upp á arma sina raf- mögnuð hljóðfæri (sérstak- lega píanó og bassa — gítar- inn kom fyrr) sem þá voru orðin kjölfesta rokktónlistar- innar. Oftast var þetta gert í hreinni örvæntingu, stundum þó af listrænni hugmynda- auðgi en heldur var þetta stefnulaus viðleitni allt til þess að Miles Davis, mestur áhrifamaður jassins nú í seinni tið, veitti rafmögnun- inni blessun sína fyrir nærri áratug. I eftir BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON hljómplata hans — „Solo Con- serts“ kjörin jassplata ársins af sama hópi manna. Jarrett virðist allur hafa færzt í aukana við þessa traustsyfir- lýsingu og nýlega kastaði hann stríðshanzkanum; fór niðrandi orðum um rafmagns- píanóið og þá sem á það leika. „Ég þarfnast ekki flókins kerfis stiliitakka til að láta í mér heyrast," segir hann þar. „Þegar ég sit við píanóið þá er það samband mitt við hljóð- færið sem máli skiptir, ekki sambandið við stillitakkana. Með rafmagnspíanóinu nærðu engum yfirtónum, og maður getur 'ekki notað líkamann. bandarisk kvikmyndafélög til að leggja 9 milljónir Banda- ríkjadala í kvikmyndina, og Fellíni getur því tekið upp þráðinn að nýju. „Auðvitað er ég himinlifandi,“ sagði Fellíni nú nýverið i við- tali við gagnýrnandann John Francis Lane hjá The Daily American í Róm. „Þetta táknar að heilt ár er ekki farið i súginn, eins og ég óttaðist. Cineriz- kvikmyndafélagið hefur kom- ið ákaflega illa fram við mig. Ég var búinn að vinna í fjóra mánuði gagngert að skera nið- ur kostnaðaráætlun myndar- innar og hafði tekizt að koma henni niður í sem svarar 6,4 milljónum Bandaríkjadala, auðvitað á kostnað fjölda per sónanna og með því að fækka sviðsmyndum og búningum. En það var útilokað að ganga lengra og þrátt fyrir það ákvað Rizzoli, (en faðir hans framleiddi fyrir mig La Dolce Vita og Atta-og-hálfan) að fyr irtæki hans stæði ekki að gerð þessarar myndar. Síðan hef ég ekkert heyrt frá Rizzoli.“ Fellíni og lögfræðingar hans voru að undirbúa málshöfðun gegn Rizzoli þegar Grimaldi bauð honum að taka yfir framleiðslu myndarinnar. Fellíni segir, að sér hafi virzt það beztu málalokin — „Eg hef áður unnið með Grimaldi. Hann framleiddi „Satyricon" STRAUMAR J assinn dafnar á ný Hljómsveit Miles Davies hefur á þeim árum sem síðan eru liðin hrundið fram i sviðsljós- ið þremur píanóleikurum, sem verulega hafa látið að sér kveða. Tveir þeirra, Herbie Hancock og Chick Korea sögðu algjörlega skilið við gamla góða píanóið eftir að þeir fóru frá Miles og settu á laggirnar jass-rokk hljóm- sveitir, þar sem þeir léku sjálfir á rafmagnspíanó og nutu auk þess liðsstyrks fleiri rafmagnshljóðfæra. Þessar hljómsveitir hafa leikið inn á nokkrar hljómplötur, sem orð- ið hafa mjög vinsælar, þótt þær séu nú orðið ekki í mikl- um metum hjá hinum strang- trúaðri jassunnendum. Þriðji píanóleikarinn, Keith Jarrett, hefur aftur á móti eft- ir tveggja ára veru hjá Miles lýst órjúfandi tryggð við þetta venjulega, gamla góða píanó, sem jassinn hefur hingað til reitt sig á og látið rafmagnið lönd og leið. Svo virðist sem stór hluti iassunnenda kunni þessari ákvörðun vei og það segir sina sögu að Jarrett var kjörinn pianóleikari ársins í kosningu jassgagnrýnenda um víða -eröld i ‘imaritinu Down beat og einnig var Maður getur látið líta út sem svo Sé en í raun notar maður stillitakkana. Svo er líka önn- ur — innri ástæða getum við sagt — fyrir því að nota venjulegt píanó. Við getum litið á hvaða mann sem er, sem leikur á píanó og er tal- inn mikill listamaður á því sviði af fólki sem hefur vit á þeim hlutum. Til dæmis Rubinstein. Reynið svo að sjá hann fyrir ykkur sitjandi við rafmagnspíanóið!" FELLÍNSKUR CASANÓVA Fellíni er í dágóðu skapi um þessar mundir. Allar horfur eru á þvi að kvikmynd hans um Casanóva, sem hann hefur gengið með i maganum árum saman, verði að veruleika. Raunar hafði Fellíni unnið að undirbúningi myndarinnar í eitt ár, þegar hinn ítalski framleiðandi myndarinnar hætti vió allt saman, svo að útlit var fyrir að Fellíni sæti eftir með sárt ennið. En þá bárust þær fregnir frá Holly- wood, að þar hefði öðrum landa hans i röðum kvik- myndaframleiðenda, Alberto Grimaldi, tekizt að fá ónefnd sem ég tel eina af beztu mynd- um minum og ég er viss um að okkur á eftir að koma vel sam- an aftur.“ Grimaldi er annars í hópi þeirra ítölsku framleiðenda sem mesta athygli hafa vakið á undánförnum árum, sér- staklega vegna þess að hann tekur einatt að sér leikstjóra, sem eru þekktir fyrir aðsóps- miklar myndir i listrænum skilningi frémur en peninga- legum. Hann er Napólíbúi, 58 ára að aldri og fyrrum lög- fræðingur að atvinnu, en af- skipti af kvikmyndafram- leiðslu hóf hann við spaghetti- vestra og framleiddi m.a. þann fyrsta sem Sergio Leone er skrifaður fyrir. Síðan hefur hann framleitt þrenningu Pasólíni — Decameron, Kant- araborgarsögur og Þúsund og eina nótt, Síðasta tangó i París eftir Bertolucci og um þessar mundir vinna þeir raunar saman að gerð „1900“ sem greint hefur verið frá hér í þættinum. Að því búnu ætl- ar Grimaldi að snúa sér að næstu mynd Pasólíni, svo að þéir Fellini fara varla af stað fyrr en síðar á árinu eða hinu næsta. Til sölu er 3VÍ2 tonna dekkuð trilla. Þarfn- ast viðgerðar á vél og dekki. 40 grásleppunet fylgja. Upplýsingar í síma 95-5453. Efnalaug — Fatahreinsun. Vil kaupa góðar vélar, til notkunar í efnalaug. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „Vélar — 6628" Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum ög sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhraum 20, Hafnarfirði. Sími.53044. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27. Simi 25891. Húsdýraáburður Ökum húsdýraáburði á lóðir og dreifum úr ef óskað er. Ódýr og góð þjónusta. Uppl. í síma 1 7472. Milliveggjaplötur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni í stærð og þykkt sparar pússningu. Steypistöðin hf., sími 33603. Barnagæzla Tek ungabörn til dagvistunar, Bý i Langholtshverfi. Hef leyfi. Sími 83829. Hörgshlíð Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins i kvöld sunnudag kl. 8. Trillubátur 2'h tonn til sölu. Bátur og vél hvort tveggja mjög nýlegt. Uppl. i sima 21 71 2 eftir kl. 20 á kvöldin. Til sölu Jóns Sigurðssonar gullpeningur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „J- 7138'. íbúð óskast Tvær flugfreyjur óska eftir 3ja herb. ibúð. Uppl. i sima 20842. íbúð til leigu Rúmgóð 2ja herb. íbúð til leigu i 5 mán. (apríl — ágúst) með öllum húsbúnaði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20 þ.m. merkt: „Hliðar 9689 ", Barngóð kona óskast til að gæta ársgamals drengs, helst í Breiðholti. Uppl. i sima 741 15. Ráðskona Óska eftir ráðskonustöðu. Er með eitt barn. Upplýsingar i sima 92- 2538. íbúð óskast Reglusöm skrifstofustúlka í góðri vinnu með dreng óskar eftir 2ja herb. íbúð. Ennfremur óska ég að taka að mér heimav. S. 43263. Grásleppunet. Til sölu 30 ný og uppsett grá- sleppunet með blýum á neðri teini. Möskvastærð 11”. 7 mm nælon- lina i teinunum. Verð aðeins kr. 2.650 - netið. Upplýsingar i sima 22838. Pianó óskast Óska eftir að kaupa píanó. Nánari uppl. í síma 26726. Til sölu Einbýlishús við Selbrekku í Kópa- vogi. Stærð um 160 fm. Hitaveita. Innbyggður bílskúr. Dr. Gunnlaug- ur Þórðarson hrl., Bergstaðastræti 74, sími 16410. Húsnæði óskast Ung reglusöm stúlka utan að landi, sem stundar nám í Fóstru- skóla ísland0 ósknr eftii 1 —2ja . herb'. íbúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppi. í síma 361 13. LE5IÐ Wa em oiuldunga -atoa DHCLECD rw HJÓLH ÝSA TJÖLD ★ NOTIÐ FORTJÖLD Á HJÓLHÝSIN ★ TVÖFALDIÐ FLATARMÁLIÐ PAMTID TÍMAMI FDA FYRIR SllMARIfí, E. TH. MATHIESEN H.F. . STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIPÐI. — SÍMI 51919 , Hörpun og mölun jarðefna, fyllingar Tökum að okkur að harpa og mala jarðefni hvar sem er á landinu. Tökum að okkur stærri og smærri fyllingarverk. Malaður bruni, úrvals grús, sandur og möl. Milliveggjaplötur fyrirliggjandi á lager. Steypustöðin h / f, sími 33600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.