Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 13

Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 13 Auður Bjarnadóttir í Þjóðleikhúsinu Guðmunda Jóhannesdóttir örn Guðmundsson þann mund heim úr verslunar- ferðinni, og rekur Franz umsvifa- laust í burtu. Dr. Coppelius verður undrandi þegar hann sér að húsdyrnar standa opnar. En þá uppgötvar hann að hann hefur týnt lyklinum sínum. Fullur tor- tryggni gengur hann inn í húsið. 2. þáttur. Verkstæði dr. Coppeliusar. Svanhildur og vinkonur hennar ganga inn, mjög taugaóstyrkar. Svanhildur herðir þó upp hugann og dregur giuggatjöldin frá. Viti menn, út við gluggann situr Coppelia! Svanhildi verður þá ljóst að stúlkan sem hafði töfrað Franz, var ekki annað en vél- brúða. Ótti stúlknanna hverfur og þær setja allar vélbrúðurnar af stað. Skyndilega birtist dr. Coppelius. Stúlkurnar flýja út, því nú er öldungurinn orðinn ævareiður, — allar nema Svan- hildur — hún hefur falið sig bak við gluggatjöldin. Dr. Coppelius hefur varla náð andanum þegar hann kemur auga á Franz sem er að skríða inn um svalagluggann. Hann gripur piltinn á staðnum og krefst skýringar á framferði hans. Franz játar að hann sé ást- fanginn af Coppeliu. Sá gamli gerir sér ljóst að hann muni geta haft gagn af Franz til að blása lífi í vélbrúðuna og býður honum vin- glas. Hann hellir i tvö glös, en með leynd hellir hann niður vín- inu úr sinu glasi. Franz verður alldrukkinn og f ellur síðan fram á vinnuborð galdramannsins, með- vitundarlaus. Dr. Coppelius leitar ráða i galdrabókinni sinni, síðan ekur hann Coppeliu inn i hjólastól. Hann beitir töfrabrögðum eftir fyrirmælum bókarinnar og gerir tilraun til aó flytja lif úr Franz yfir í brúðuna. Það tekst, á undur- samlegan hátt; smátt og smátt vaknar Coppelia til lífs og verður mannlegri og mannlegri. Hún lifnar ekki eingöngu við, heldur fer hún einnig að hegða sér illa. Hún er bæði ókurteis og kenjótt. Doktorinn reynir að siða hana til og stingur upp á að hún dansi fyrir sig. Hún dansar „a l’espagnol" og síðan „Skotch Jig“ af krafti og ónákvæmni. Fram- koma hennar öll er mjög ófáguð og dr. Coppelius lætur hana hverfa aftur á bak við glugga- tjöldin. Franz kemst smámsaman til meðvitundar á ný og doktorinn vfsar honum á dyr. En allt í einu fara allar brúðurnar að dansa. Svanhildur, sem hafði tekið á sig gervi Coppeliu þegar öldungur- inn gerði lífgunartilraunirnar, er búinn að setja þær allar af stað. Svanhildur og Franz hafa sæst heilum sáttum og gera gys að dr. Coppeliusi, sem grætur beisklega af skömm og reiði. 3. þáttur. Annarsstaðar á torginu, nokkr- um dögum siðar. Ungmennin eru að skreyta sviðið með silkiborðum í tilefni af giftingu Franz og Svan- hildar. Brátt koma brúðhjónin út úr kirkjunni í fylgd með vinum sínum, ásamt borgarstjóranum og prestinum. Þorpsbúar færa hinum hamingjusömu ungu hjónum nyt- samar brúðkaupsgjafir: (a) Stúlkurnar gefa klukku, svo þau megi eiga „góðar stundir (b) Brúðarmeyjan lukt, sem tákn um „ljós og birtu." (c) Tvær bestu vinkonur Svanhildar færa þeim tvo róðukrossa, svo þeim auðnist „andleg sæla.“ (d) Fjórir aðrir vinir færa þeim efnisstranga, svo þau megi búa við „góð efni“ (d) Aðrir vinir færa þeim brúðar- tertu, sem tákn um „fullt hús matarý Dr. Coppelius kemur skyndi- lega æðandi inn á sviðið, yfir- þyrmdur af angist. Hann upplýsir að brúðan sín hafi verið rænd, fötin hennar eru horfin. Svanhildur og Franz færa honum gjöf, — föt brúðunnar. Brúðan öðlast fegurð sína á ný og gamli maðurinn gleði sína. Þegar Franz og Svanhildur hafa dansað saman „Pas de deux“, tekur sá gamli þátt í lokadansinum, geisl- andi af fögnuði. Og það má kannski skjóta því að i framhjáhlaupi hér i lokin að Coppelia virðist eiga miklum vin- sældum að fagna úti í hinum stóra heimi um þessar mundir. Hjá New York City Ballet settu þau George Balanchine og Alexandra Danilova í sameiningu upp Coppeliu nú nýverið með þeim McBride og landa okkar Helga Tómassyni i hlutverkum Svan- hildar og Franz. Er skemmst frá því að segja að þessi uppfærsla hefur fengið frábæra dóma. Hjá The National Ballet of Canada er nú á ferðinni annáluð sýning á Coppelíu í uppfærslu danska ballettfrömuðarins Eriks Bruhn, og þar mun Rudolf Nureyev taka við hlutverki Franz með vorinu, er ballettflokkurinn fer sýningar- för til Evrópu og til Bandaríkj- anna. Raunar hefur Bruhn tekið upp þá nýlundu í þessari sýningu á Coppeliu að skeyta saman fyrsta og öðrum þættinum og beina þannig athyglinni meira að persónu dr. Coppeliusar sjálfs. Við þetta gjörbreyttist öll drama- tísk framvinda verksins að því er sagt er, ekki sizt eftir að Bruhn brá sér sjálfur í hlutverk dr. Coppelíusar. —á.j. Þórarinn Baldvinsson og Júlia Clairex f hlutverkum Svanhildar og Franz ■ RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á lyflækningadeild frá 1. mai n.k. Stöð- urnar veitast til 1 árs. Nánari upplýsingar veita yfirlaeknar. Umsóknarfrestur til 9. april n.k. AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa á handlækningadeild frá 1. maí n.k. Stöðurnar veitast til 1 árs. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar. Umsóknarfrestur til 9. apríl n.k. KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir aðstoðarlæknar óskast til starfa nú þegar eða frá 1. april n.k. Stöðurnar veitast til 6 eða 12 mánaða. Nánari upplýsingar veita yfirlæknar. FÓSTRA óskast til starfa á dagheimili fyrir börn starfsfólks spitalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan simi 381 60. HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á hinum ýmsu deildum spítalans. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar hjá forstöðukonu, simi 38160. Reykjavik, 7. marz 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Brjóstahöld stutt og síð Buxnabelti með & án ská/ma Buxnakorse/ett Slankbelti Litir: hvítt, svart & og mislitt. ÚRVALS LÍFSTYKKJAVÖRUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.