Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 22

Morgunblaðið - 09.03.1975, Side 22
22 MORGTJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 Á miðsvetrarfundi Sambands íslenzkra rafveitna sl. þriðjudag flutti dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, sem eins og kunnugt er gegnir jafnframt starfi stjórnarformanns Landsvirkjunar, itarlegt yfirlitserindi um framtiðarþróun raforkumdla á Islandi. Morgunblaðið sér ástæðu til að birta þetta erindi i heild ög fer það hér á eftir: Dr. Jóhannes Nordal seðlabanka stjóri: Inngangur Orkumálin eru um þessar mundir ofarlega á baugi hvarvetna i heimin- um. Með u.þ.b. fjórföldun á verði oliu í'yrir rúmlega ári var verðhlutföllum i orkubúskap heimsins raskað stórlega og um leið efnahagsstöðu allra þeirra rikja, sem háð eru inníluttri orku. í kjölfar þessara breytinga hafa ríkis- stjórnir um allan heim tekið stefnu sína í orkumálum til rækilegrar endurskoð- unar með það fyrir augum að draga úr notkun inníluttra orkugjafa, auka framleiðslu innlendrar orku og bæta með þessu hvort tveggja jafnvægið í orkubúskapi sinum. Hafa margar þjóð- ir nú þegar eða eru i þann veginn að setja sér ákveðin timamörk i þessu efni. íslendingar eru i hópi þeirra þjóða, sem eiga yfir að ráða orkulindum langt umfram þarfir sinar nú og um alllanga framtíð. Með nýtingu þessara auðlinda ættu þeir þvi að geta búið við hag- kvæmari orkubúskap en flestar þjóðir aðrar, þegar til lengdar lætur. Hér er hins vegar sá hængur á, að orkulindir okkar eru fábreyttar, og þær geta ekki á núverandi tæknistigi komið, nema að litlu leyti, i stað þeirrar innfiuttu orku, einkum olíu, sem við nú þurfum að kaupa svo háu verði. Eigi orkubúskap- ur okkar að komast i betra jafnvægi i framtíðinni, verðum við að gera hvort tveggja í senn, stuðla að notkun inn- lendrar orku i stað innfluttrar, þar sem það er hagkvæmt, en nýta jafnframt orkulindir okkar til iðnaðaruppbygg- ingar og gjaldeyrisöfiunar i sem ríkust- um mæli. í þessu erindi hef ég reynt að draga upp nokkra mynd af hugsanlegri þró- un raforkumála hér á landi næstu 10 árin i ljósi þeirra viðhorfa, sem blasa við í orkumálum. Fyrir mér vakir ekki að leggja fram neitt, sem kalla mætti áætlun um þróunina í þessum efnum, heldur eru hér settar fram hugmyndir í þvi skyni, að menn geti betur áttað sig á þeim kostum, sem um er að velja og eðli þeirra ákvarðana og stefnumörk- unar, sem vinna verður að á næstunni. Ég held, að enginn vafi sé á því, að ra mtíö þróun raforku kerfisins hvergi sé meiri þörf á langtimaspám og áætlanagerð en i orkumálum. Astæð- urnar liggja fyrst og fremst i því, að undirbúningur og bygging orkuvera tekur lengri tima en flestra mannvirkja annarra. Reynslan af undirbúningi stórvirkjana hér á landi sýnir, að það iíða ekki minna en 8—10 ár, frá því að hafnar eru fyrstu athuganir á virkjun- arstað og þangað til orkuframleiðsla getur hafizt. Það verður þvi að taka ákvarðanir um undirbúning virkjana með hliðsjón af orkuþörfum allt að 10 ár fram i timann. En séu slikar ákvarð- anir ekki teknar nægilega snemma má búast við því, að alvarlegur orkuskort- ur geti orðið eða velja verði ákveðna virkjunarleið, án tillits til hagkvæmni, eingöngu vegna þess, að engin önnur leið er fyrir hendi til að bæta úr orkuskortinum. Hefur ástandið að undanförnu minnt okkur óþyrmilega á, hvað hér er í húfi. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum stefnt að því að hafa ætíð tilbúna nokkra kosti um virkjanir til að full- nægja vaxandi orkuþörf á núverandi orkuveitusvæði fyrirtækisins. Er nú tal- ið, að æskilegt sé, að nývirkjun geti verið tilbúin á árunum 1979 eða 1980, eftir því hve mikil orka verður seld til annarra landshluta. Til þess að mæta þessari þörf hefur verið undirbúin virkjun við Hrauneyjarfoss, og verða útboðsgögn tilbúin og öllum verkfræði- legum undirbúningi lokið innan nokk- urra vikna. Verður því hægt að aíla tilboða í vélar og framkvæmdir þegar á þessu ári, ef æskilegt þykir. Einnig er að því stefnt, að endanleg virkjunaráætlun um virkjun við Sultar- tanga og gufuvirkjun á Hengilssvæð- inu verði fullgerðar á þessu ári og gerð útboðsgagna hafin til þess að hafa um fieiri kosti að velja, ef aðstæður breyt- ast og æskilegt verður talið annað hvort að hraða eða hægja á aukningu orkuvinnslugetunnar á svæðinu. Varð- andi fjarlægari framtíð er unnið að rannsóknum á öðrum virkjunarmögu- leikum, svo sem i Efri-Þjórsá og á Torfajökulsvæðinu, en þær eiga lengra í land og koma vart til greina á því tímabili, sem ég mun halda mér við í þessu erindi. Hingað til hefur Landsvirkjun af eðiilegum ástæðum miðað áætlana- gerð sina eingöngu við orkuveitusvæði það, sem skilgreint er i lögum virkjun- arinnar. Nú stendur hins vegar fyrir dyrum samtenging meginorkuveitu- svæða landsins, og er hin svokallaða byggðalina mikilvægasti áfanginn í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.